Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 21
Hún dó úr hjartasjúkdómi. Hún
þoldi illa kuldann í Múrmansk,
henni hefði liðið betur í hlýrra lofts-
lagi. En hún kvartaði aldrei og gaf
öðrum allt sem hún gat. Ég held að
hún hafi dáið m.a. af því að hún vildi
ekki fara frá okkur á spítala. Hún
hugsaði meira um okkur en sjálfa
sig. Loksins varð hún þó að fara á
sjúkrahús en hún dó þar eftir þrjá
daga. Hún sat og var að tala við
konu sem var á stofu með henni, allt
í einu tók hún fyrir hjartað, hné nið-
ur og var örend.
Það var mikið áfall fyrir pabba og
okkur að missa hana. Ég held að
börn geti jafnað sig á því að missa
föður en ekki á því að missa móður
sína. Enginn getur komið í staðinn
fyrir móður.
Enn tala ég við mömmu í hugan-
um. Ég reyni að gera það sem ég
held að hún hefði viljað.
Ég fór t.d. að læra myndlist af því
að hún lærði hana en gat ekki unnið
við hana. Hún gaf mér sjálfa sig og
ég gef henni myndlistina mína.“
Í Múrmansk fór Olga ung að læra
fatahönnun en fljótlega giftist hún
og eignaðist dreng.
„Ég eignaðist son minn 18 ára
gömul. Ég var ekki gift fyrri manni
mínum lengi. Við skildum og hann
dó fljótlega eftir skilnaðinn.
Ég fór að vinna við allt mögulegt,
saumaði, vann sem kokkur og gerð-
ist þjónn á veitingastað. Það er tals-
vert af veitingastöðum í Múrmansk
því fólk borðar oft úti í hádeginu
ekki síður en á kvöldin.
Drengurinn minn var á leikskóla
og seinna í barnaskóla. Svona var
þetta hjá honum en það er algengt í
Rússlandi að ömmur gæti barna-
barna sinna. Það eru sterk fjöl-
skyldutengsl í Rússlandi ekki síður
en hér.“
Vegna þess að Olga og maður
hennar höfðu eignast saman barn
var haldið eins konar réttarhald til
þess að ganga frá og úrskurða um
skilnað þeirra. Þetta ferli tók tvær
vikur.
„Ég var tvítug þegar ég var frá-
skilin. Ég hafði ágæta íbúð í blokk. Í
Múrmansk búa flestir í blokkum,
það er hlýrra.“
Olga bjó í blokk sem barn og alla
tíð þar til hún flutti til Vestmanna-
eyja með síðari manni sínum sem
hún kynntist í Múrmansk. „Hann
var sjómaður og kom með flutninga-
skipi og við kynntumst á skemmti-
stað. Drengurinn minn var átta ára
gamall þegar við fluttum til Íslands.
Mér fannst mjög gott að geta farið
með hann hingað og losað hann
þannig frá herskyldu í Rússlandi.
Við erum bæði íslenskir ríkisborg-
arar núna.
Aldrei séð eins fallegan
himin og hér
Þegar ég kom til Keflavíkur
fannst mér einkennilegt að sjá engin
tré. Ég hafði aldrei séð eins fallegan
himin og hér og landslagið var svo
óvenjulegt. Mér brá heldur ekki við
kuldann og myrkrið á veturna, það
er dimmt á veturna í Múrmansk og
albjart á sumrin eins og hér. Hins
vegar er meiri rigning hér og rok, ég
kann illa við rokið.
Drengurinn aðlagaðist mjög fljót-
lega hér, hann var fljótur að læra
málið og er nú eins og aðrir Íslend-
ingar. Ég var hins vegar lengur að
aðlagast. Það var ekki kennsla fyrir
útlendinga í Vestmannaeyjum og
þess vegna var ég nær mállaus
fyrstu árin hér. Ég átti erfitt með að
tjá mig en bjargaði mér þó, ég fór að
vinna í fiski og einnig vann ég um
tíma í verslun og mætti góðu viðmóti
hjá samstarfsfólki mínu. Eigi að síð-
ur kom þar að ég sá að ég varð að
læra tungumálið og helst eitthvað
sem ég gæti unnið við. Mér leið orðið
illa í Vestmannaeyjum vegna mál-
leysisins og það varð úr að við flutt-
um til Reykjavíkur þar sem ég fór í
íslenskunám í Námsflokkum
Reykjavíkur. Eftir það fór ég í nám í
iðnhönnun í Iðnskólanum og útskrif-
aðist þaðan eftir tveggja ára nám.
Síðan lá leiðin í Fjölbrautaskólann í
Breiðholti þar sem ég var í myndlist.
Loks fékk ég inngöngu í myndlist í
Listaháskóla Íslands, þaðan sem ég
útskrifaðist í fyrra. Nú ætla ég eins
og fyrr sagði að endurgjalda móður
minni.“
Olga kveðst vinna mikið, vera
nánast „vinnualki“.
„Ég er ekki mikið fyrir sjónvarp,
vil heldur lesa bækur,“ sagði hún.
Olga er fráskilin kona. Hún hefur
nýlega keypt sér hæð í Vogunum
sem fylgir góður bílskúr þar sem
hún getur sinnt myndlistarsköpun
sinni.
En skyldi hana langa til að flytja
aftur til Rússlands
„Nei, þangað hef ég ekki lengur
neitt að sækja. Ég fer gjarnan þang-
að í frí en ég á heima hér á Íslandi,“
svarar hún.
„Ég er að vísu dálítið öðruvísi en
aðrir, en mér líkar það vel, ég hef
alltaf viljað vera öðruvísi, þannig líð-
ur mér ágætlega.“
Erfiðleikar hafa steðjað að í lífi
Olgu og sonar hennar, hann slasað-
ist í bílveltu en er nú að ná heilsu á
ný.
Talið berst að myndlist á Íslandi
og í Rússlandi.
„Áður var landslagsmálverkið
mest metið í Rússlandi. Nú hefur
þar orðið breyting á, trúarleg
myndlist er þar mest í tísku núna.
Hér á Íslandi er fólk mjög hrifið af
landslagsmyndum. Ég vinn mikið
með trúarleg efni í myndlist minni
og hlusta gjarnan á tónlist á meðan.
Útskriftarverkið mitt heitir: Laun
syndarinnar. Ég gerði grafískt verk
um boðorðin tíu, líf og dauða í nú-
tíma þjóðfélagi.
Rússar og Íslendingar eru ekki
eins ólíkt fólk og ætla mætti, eink-
um þeir Rússar sem búa norðar-
lega. Ég finn því ekki mikinn mun.“
En hvað um mismuninn á ís-
lensku samfélagi og því rússneska
sem Olga ólst upp í?
„Mér finnst að sumu leyti meira
„sósíality“ á Íslandi en í gömlu Sov-
étríkjunum – ég meina það. Ég fékk
t.d. aldrei barnabætur eða neina fé-
lagslega aðstoð þótt ég væri ein-
stæð ung móðir. Ég er frekar
íhaldssöm en ég er ekki á því að það
eigi að taka frá þeim sem eru dug-
legir og láta þá fá sem ekki vilja
bjarga sér. Stundum er gott fyrir
fólk að læra að bjarga sér og hætta
að þiggja af öðrum. Ég er gefin fyrir
réttlæti.“
Hvað um hinn umtalaða drykkju-
skap Rússa?
„Ég myndi ekki segja að allir
Rússar drekki mikið. En ástandið í
rússnesku samfélagi er að sumu
leyti talsvert erfitt. Konur eru orðn-
ar þar svo sjálfstæðar að þær vaða
að ýmsu leyti yfir karlana. Þær taka
frá þeim störfin og stjórna öllu,
heima og jafnvel heiman. Kannski
þess vegna sækja karlar sumir um
of í drykkjuskap. Hér þurfa konur
að ná því launajafnrétti sem er
ríkjandi í Rússlandi. Hér fá karlar
iðulega meira kaup en konur sem þó
oft vinna betur en þeir. Þetta er
óréttlæti. Þeir virðast bara vera
launahærri af því að þeir ganga í
jakkafötum. En þetta á eftir að
breytast, – þetta er þróun sem ís-
lenskir karlar ættu að vera viðbún-
ir.“
Morgunblaðið/Sverrir
Gömul fjölskyldumynd sem sýnir móðurömmu Olgu Pálsdóttur á líkbörunum.
Mamma Olgu er litla telpan fyrir miðri mynd í fangi fyrri stjúpmóður sinnar, hún
reyndist telpunum ekki vel svo faðir þeirra skildi við hana og giftist annarri
konu. Hann giftist þessari konu á myndinni á ný seinna á ævinni.