Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞORBJÖRN var spurður hvorthann teldi að netmiðlar kæmuí stað annarra fjölmiðla og þá hverra. „Mér virðist nokkuð ljóst að nýjar kynslóðir kaupi síður blöð, en þær eldri, vegna þess að þær geta kom- ist á Netið. Ég get ekki vísað bein- línis í rannsóknir sem staðfesta þetta, en finnst blasa við að ungt fólk er miklu vanara tölvum en þeir sem eldri eru og sæki sér upplýs- ingar á Netið sem það hefði ella sótt með því að gerast kaupendur eða áskrifendur að blaði.“ Þorbjörn segir at- hyglisvert að bestu fréttasíðurnar á Netinu komi frá dagblöðum og eigi það jafnt við innan- lands og utan. „Þannig eru dagblöðin að grafa undan eigin velgengni á hinu hefðbundna sviði. Þá kemur upp þessi vandi, sem ég veit ekki til að neitt dagblað hafi leyst farsællega, hvern- ig eigi að láta þessar fréttasíður standa undir sér.“ Þorbjörn telur að netmiðlarnir geti reynst skeinuhættari dag- blöðum heldur en t.d. útvarpi og sjónvarpi. Því sjónvarp og útvarp geti brugðist mjög snöggt við skyndilegum atburðum. Þorbjörn hefur séð heimildir um að þegar flogið var á Tvíburaturnana í New York hafi fréttamenn netmiðla setið við sjónvarpstækin til að geta skrif- að um það sem var að gerast. „Ég hef líka hlustað á menn á Rás 2 lýsa því sem þeir voru að horfa á í sjón- varpi. Það er skýr staðfesting á því hvað sjónvarpið hefur náð sterkri stöðu. Þá stöðu hafði það ekki fyrir tiltölulega fáum árum. Þá var allt svo þungt og fyrirferðarmikið í sambandi við sjónvarp að útvarpið hafði yfirburði.“ Þótt netmiðlar geti reynst skeinu- hættir dagblöðum telur Þorbjörn að blöðin eigi ýmis tromp í erminni. Meðal annars að gefa fólki kost á að prenta blöðin út á heimilum sínum. Þjónustu af því tagi er þegar að fá á hótelum og víðar. „Málið er bara að það er alveg sama hvað þú ert með góðan litaprentara heima, hann jafnast ekki á við prentsmiðju Morgunblaðsins!“ Stórkostlegasta breytingin sem fylgir fréttamiðlun á Netinu, að mati Þorbjörns, er ef til vill að nú er kleift að skoða fjölmiðla úr öllum heimshornum. Annar kostur net- fjölmiðla er að lesandinn getur orð- ið þátttakandi. „Ég hef grun um að þetta sé ekki mikið notað ennþá, en möguleikarnir og framtíðin á þessu sviði er alveg stórkostleg. Þú lest eitthvað á skjánum og smellir á hnapp við grein eða frétt. Þar með ertu kominn í samskipti við þann sem skrifaði fréttina, greinina, eða aðra lesendur sem eru að skrifa um það sama. Þarna er kom- inn fjölmiðill sem er lifandi í áður óþekkt- um skilningi – gagn- virkur fjölmiðill.“ Þorbjörn nefnir í þessu sambandi heimasíðu The New York Times þar sem lesendur geta tjáð sig um dálka í blaðinu. Eins megi sjá þetta á síðum Morgunblaðsins þar sem blaðamenn setji netfang sitt við greinar og sjónvarpsstöðvarnar birti netföng fréttamanna og frétta- stofa. Þar með sé komin ný vídd í gagnvirkni þessara fjölmiðla. En hvað um þróunina á netmark- aðnum? „Mér sýnist að þeir netfjölmiðlar sem hafa breiðan grunn að byggja á muni standa sig best. Þar sem fjár- hagsgrundvöllurinn er veikur og þekkingar- og starfsgrundvöllurinn eingöngu fyrir netmiðilinn þá eigi þeir erfitt með að bera það tap sem virðist óhjákvæmilegt, fyrstu miss- erin að minnsta kosti. Ef við lítum á íslensku netmiðlana þá hafa sumir þeirra algjörlega veslast upp og fæstir virðast vera í verulegri fram- för. Krafturinn er í netmiðlum sem eiga sér öflugan bakhjarl, eins og Morgunblaðið eða Ríkisútvarpið. Ég geri mér í hugarlund að það sé ekki hagnaður af netútgáfu Morg- unblaðsins. En Netið er orðið það stór þáttur í útgáfu hefðbundinna fjölmiðla að ég held að til dæmis Morgunblaðið muni ekki treysta sér til að leggja netsíðuna niður. Sama held ég að gildi um aðra fjölmiðla.“ Netið sækir að dagblöðum Þorbjörn Broddason, prófessor við félagsvísindadeild Há- skóla Íslands, hefur lagt stund á fjölmiðlarannsóknir og kennt fjölmiðlafræði um árabil. Þorbjörn Broddason EFTIR að hafa kynnt mér þaðsem í boði var á Netinu fyriríslenskar konur sá ég að það vantaði tilfinnanlega einn stað þar sem konur gætu sótt sér upplýs- ingar, afþreyingu og fróðleik og því fórum við að sanka að okkur hugmyndum með það í huga að opna vefsvæði fyrir konur á Ís- landi,“ segir Íris. Hún stofnaði Femin ehf. ásamt Soffíu Stein- grímsdóttur haustið 2000 og vef- svæðið femin.is hóf starfsemi 20. október sama ár. Femin ehf. keypti síðan visir.is í apríl í fyrra. Samkvæmt vefmælingu Modernus ehf. og Verslunarráðs sl. þriðju- dag var vefurinn visir.is í 2. sæti á lista fjölsóttustu vefja Íslands og femin.is í 8. sæti miðað við gesta- fjölda. Íris telur að Netið sé í sókn og hafi sannað ágæti sitt, þrátt fyrir örar sviptingar á markaðnum. „Ég tel að Netið sé að slíta barnsskónum og rekstrargrundvöllur netfyrirtækja að styrkjast. Fólk er bú- ið að öðlast ákveðna þekkingu og reynslu í þessum efnum. Þá hefur rekstrarkostn- aður lækkað með auk- inni samkeppni á sviði tækniþjón- ustu. Til eru fjölmörg dæmi um að erlend vefsvæði séu farin að skila umtalsverðum hagnaði, t.d. Amaz- on og e-Bay. Netið er fyrst og fremst upplýs- ingamiðill og í dag líta margir á það sem helsta fréttamiðilinn. Fjölmiðlanotkun hefur breyst mik- ið og mun breytast enn meira í framtíðinni. Ég held að notkun dagblaða og útvarps muni minnka og að notendur muni í auknum mæli afla sér frétta í netfjöl- miðlum. Netið getur verið þetta allt, prentmiðill, útvarp og sjónvarp. Þróunin er ör og Netið sækir fram á öllum sviðum. Netnotendum fjölgar jafnt og þétt, með til- komu betri tenginga, og daglegar athafnir fólks tengjast Netinu í meira mæli. Femin.is er með netverslun og segir Íris að 75% veltuaukning hafi orðið á milli ár- anna 2001 og 2002. Á sama tíma jókst gestafjöldi femin.is um 70%. Viðskiptavinir verslunarinnar skiptast nokkuð jafnt á milli höf- uðborgarsvæðis og landsbyggðar. Íris telur ekki ólíklegt að innan fárra ára muni um 10% af veltu fyrirtækja á smásölumarkaði, sem eru með netverslun, koma frá sölu á Netinu. „Kauphegðun hefur breyst með tilkomu Netsins, ákvarðanir um kaup eru teknar heima í stofu,“ segir Íris. Hún bendir einnig á að kannanir sýni að konur taka ákvarðanir um inn- kaup á heimilum í 80% tilfella. „Vöxtur Netsins undanfarin ár er mikið rakinn til kvenna. Árið 1996 voru 37% kvenna á Netinu en 46% nú. Íris telur að Netið sé einnig að hasla sér völl sem viðurkenndur auglýsingamiðill hér á landi. „Ég tel að þessi miðill hafi hing- að til verið vanmetinn en það megi rekja til þekkingarleysis. Fólk er að kynnast möguleikum miðilsins.“ Hún telur auðvelt fyrir auglýs- endur að nálgast markhópa í gegnum vefsvæði. „Við höfum til dæmis nákvæmar tölur yfir fjölda notenda, sem er mældur daglega, ólíkt því sem gerist hjá öðrum miðlum. Ég held að fyrirtæki eigi eftir að fara meira út í markvissa markaðssetningu og Netið er gríð- arlega dýrmætur kostur í því sam- bandi.“ Vanmetinn auglýsingamiðill Íris Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Femin ehf. sem rekur vefsvæðin femin.is og visir.is. Íris fékk fyrst aðgang að Netinu 1994. Íris Gunnarsdóttir 2001. Leit.is, sem mældist hátt, er hætt í vefmælingunni og eftir að vis- ir.is kom inn hefur hann verið í öðru sæti. Hvað varðar fréttaþjónustuna erum við mest að keppa við okkur sjálf. Það eru skrifaðar yfir 100 frétt- ir á hverjum degi og mikil umferð lesenda.“ Auk þess að birta fréttir á vefnum hefur mbl.is verið í samvinnu við símafyrirtækin og selt SMS-fréttir. Annars vegar geta lesendur sótt fréttir í símann sinn og margir sem nota sér það. Lesendur geta einnig óskað eftir því að fá sendar fréttir í ákveðnum flokkum. „Miðað við GSM-símaeign landsmanna teljum við okkur í stakk búna til að þjóna þessum hópi enn frekar en nú er. Við erum einnig með viðamikla frétta- þjónustu fyrir síma með WAP-bún- aði,“ segir Ingvar. Auglýsingum mun fjölga Netmiðlar, sem ekki selja áskrift, afla sér tekna m.a. með auglýsingum. Eru netfjölmiðlar að eflast sem aug- lýsingamiðlar? „Það varð veruleg aukning á aug- lýsingum hjá okkur á árinu 2001, en árið 2002 varð samdráttur,“ segir Ingvar. „Miðað við þann fjölda heim- sókna sem við fáum er mbl.is mjög vænlegur auglýsingamiðill og gagn- virkur. Þegar lesandi sér auglýsingu getur hann oft smellt á hana og í framhaldinu komist í beint samband við auglýsandann. Ég er sannfærður um að auglýsingum mun fjölga á Netinu, bæði er miðillinn að styrkja sig í sessi og auglýsendur að átta sig á því að þeir geta náð til mjög stórs hóps á skömmum tíma í vefmiðlum.“ Ingvar segir að gríðarmiklar upp- lýsingar fáist úr samræmdri vefmæl- ingu og hægt sé að segja nákvæm- lega til um hve margir heimsæki hvern vef á hverjum tíma. Eru einhverjar nýjungar á döfinni á þessum tímamótum? „Nú stefnum við aðallega að því að skjóta stoðum undir frekari tekjuöfl- un mbl.is. Einnig er verið að styrkja nýja myndasafnið, sem við vorum að opna, og gagnasafnið. Notendum þess fjölgar sífellt.“ Nú er hægt að nálgast forsíðu og baksíðu Morgunblaðs dagsins á mbl.is á .pdf-sniði. Stendur til að að bjóða allt blaðið með þessum hætti? „Við höfum rætt að gefa almenn- ingi kost á að geta sótt blaðið á .pdf- sniði, en það er ekkert afráðið í því. Erlendis er víða hægt að nálgast helstu fréttasíður og miðopnu Morg- unblaðs dagsins, annars vegar í gegnum fyrirtækið Newspaper Di- rect, sem er á öllum helstu hótelum. Hins vegar eru svonefndir tölvu- „kioskar“ þar sem hægt er að prenta út þessar sömu síður.“ Hefur komið til tals að vera með fréttayfirlit á erlendu máli á mbl.is? „Já, en enn sem komið er höfum við ekki haft bolmagn til þess.“ Vefmælingin er mikilvæg Ingvar á sæti í samráðshópi net- miðla, sem settur var á fót um leið og samræmd vefmæling hófst. Þar eiga sæti fulltrúar netmiðla sem taka þátt í mælingunni, fyrirtækisins Moder- nus og Verslunarráðs Íslands. Hvað gerir samráðshópurinn? „Við ákveðum hvaða reglur eigi að gilda um aðsóknartalningar og önnur mál tengd þeim. Einnig birtingu upp- lýsinga sem Modernus og Verslunar- ráð standa saman að. Við hjá mbl.is álítum mjög mikilvægt að samvinna skuli vera á milli Modernus og Versl- unarráðs. Morgunblaðið tekur þátt í upplagseftirliti Verslunarráðs og við lítum á tölur um netaðsóknina með svipuðum hætti og upplagstölurnar. Það er þó mikill munur hvað vefmæl- ingin gefur okkur miklu meiri upp- lýsingar en upplagstalan ein getur gert. Við vitum þó ekki hvaða ein- staklingar eru að skoða vefinn hverju sinni. Við gerðum eina skoðanakönn- un til að átta okkur á því og viðbrögð- in urðu ótrúleg. Á einum mánudegi svöruðu milli 8 og 9 þúsund lesend- ur.“ Opið alla daga ársins Guðmundur Sv. Hermannsson, fréttastjóri mbl.is, segir að á rit- stjórn mbl.is starfi sex blaðamenn og er fréttastjóri þar með talinn. Þeir skrifa allar fréttir mbl.is, nema hvað íþróttadeild Morgunblaðsins sér um fréttir á íþróttavefnum. „Fréttastofan er opin alla daga ársins og þar er unnið á vöktum virka daga frá kl 6.00 og til kl. 23.00. Á helgidögum eru vaktirnar styttri. Ef eitthvað stórt gerist utan hefðbund- ins vinnutíma þá eru auðvitað skrif- aðar fréttir, enda blaðamenn alltaf á bakvakt,“ segir Guðmundur. „Valdar fréttir úr prentmiðlinum eru settar á hverjum morgni inn á Netið, en megnið af fréttum á vefnum er skrif- að af ritstjórn mbl.is. Við höfum sam- ráð við ritstjórn blaðsins um ákveðin mál og vitum hvað hún er að gera. Stundum reynum við að spila saman í stórum málum og höfum veitt prent- miðlinum aðstoð ef þannig ber und- ir.“ Guðmundur segir að hlutfallslega lítið af fréttum skrifuðum á ritstjórn mbl.is rati svo inn í prentmiðilinn. Þó hefur komið fyrir að blaðamenn mbl.is hafa sinnt einir ákveðnum málum fyrir Netið og blaðið. „Við lítum svo á að þetta séu tveir miðlar. Fólk eigi að geta lesið fréttir um tiltekin mál í Morgunblaðinu, þótt sagt hafi verið frá þeim á mbl.is daginn áður, unnar af öðrum blaða- mönnum og með öðrum efnistökum. Eðli þessara miðla er ólíkt og því nálgast blaðamenn á netinu viðfangs- efnin með nokkuð öðrum hætti en þeir sem skrifa fyrir miðil sem kemur út einu sinni á dag. Ef við teljum mál vera mikilvæg erum við oft með tvö sett af blaðamönnum sem fylgjast með framvindunni.“ Grundvallaratriðin í blaðamennsk- unni eru þau sömu fyrir net og prent, að afla eins nákvæmra upplýsinga og unnt er og koma þeim á framfæri með skýrum hætti. Vinnubrögðin eru hins vegar gjörólík og þar skiptir tíminn mestu. „Við verjum ekki deginum í að safna upplýsingum og búa til heild- armynd af málum í lok dagsins held- ur birtum við upplýsingarnar jafnóð- um og þeirra er aflað. Það er lesandans að búa til heildarmyndina. Þá þurfum við á mbl.is t.d. oft að taka afstöðu til þess hvenær á að segja frá viðkvæmum málum. Við höfum ekki jafn langan frest og prentmiðillinn. Þar erum við í sömu stöðu og út- varpsstöðvarnar. Ég vona, og held, að okkur hafi tekist að fóta okkur á því svelli.“ Miðlarnir styrkja hvor annan Guðmundur lítur svo á að helstu keppinautar mbl.is í fréttum séu fréttastofur ljósvakamiðlanna. En þurfa blaðamenn mbl.is oft að sitja á sér til að gefa prentmiðlinum for- gang á stórfréttum? „Það kemur ekki oft fyrir en þó gefum við stundum prentmiðlinum færi á að vinna að málum sem við komumst á snoðir um, ef við t.d. telj- um að stóra ritstjórnin hafi betri tök á að vinna þau. Við erum svo fá að við höfum ekki tök á mikilli rannsókn- arvinnu. Eins komast blaðamenn á prentritstjórninni að málum sem tal- ið er að þoli ekki að bíða birtingar og eru þá sett strax á mbl.is. Við vinnum þetta því í sameiningu og ég lít svo á að þessir miðlar styrki hvor annan.“ Fimm ár í netfréttum gudni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.