Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 51 DAGBÓK Kjölbátasamband Íslands heldur fræðslufund, sem er öllum opinn, á Grand Hóteli, Reykjavík, mánudaginn 3. febrúar kl. 20:00. Þekktur fyrirlesari, Martin Lawrence, sýnir myndir og kynnir áhugaverð siglingasvæði og bátaleigur við Skotlandsstrendur Gestir greiða kr. 1.000 og félagsmenn kr. 700. Veitingar innifaldar. Stjórnin. http://sigling.tripod.com Styrktaraðilar Stjórn KBI Skútusiglingar við vesturströnd Skotlands Hárgreiðslustofan mín Skipholti 70, sími 581 2581 Opið: Mán.-mið. frá kl. 9-17 Fimmtud. frá kl. 13-21 Föstud. frá kl. 9-18 Laugard. frá kl. 10-14 Hrefna Magnúsdóttir hárgreiðslu- og hársnyrtimeistari hefur tekið við rekstri Hárgreiðslustofunnar. Gamlir og nýjir viðskiptavinir velkomnir. Okkar vinsæla vetrarútsala er hafin - Einstakt tækifæri Silfurskart Allt að 50% Gullskart 15-20% Úr - Klukkur 20-40% ÚTSALA 20-50% Vinsæla postulínið allt að 50% afsláttur afsláttur Laugavegi 61 Sími 552 4910 - úrad. 552 4930 50% afsláttur Síðustu dagar Meyjarnar, Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. Martin Grabowski sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum opnar þann 6. febrúar nk. stofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík. Tímapantanir alla virka daga í síma 535 7700 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÞEGAR slemma liggur í loftinu er stundum skyn- samlegt að gefa falska fyr- irstöðusögn til að reyna að hindra útspil í viðkvæmum lit. En þegar slíkt er gert verður að liggja fyrir ein- beitt ákvörðun um að fara í slemmu. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ K63 ♥ ÁK42 ♦ 75 ♣ÁK75 Vestur Austur ♠ 54 ♠ 2 ♥ D1098 ♥ G73 ♦ 43 ♦ ÁK10862 ♣G10862 ♣D43 Suður ♠ ÁDG10987 ♥ 65 ♦ DG9 ♣9 Vestur Norður Austur Suður -- 1 grand Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Suður sýndi sterk spil með þremur spöðum yfir grandopnun makkers og þóttist síðan eiga fyrirstöðu í tígli. Sú sögn er alls ekki eins sniðug og hún lítur út fyrir að vera. Ástæðan er sú að slemma er ólíkleg frá bæjardyrum suðurs NEMA makker eigi styrk í tígli. Slemma er borðleggjandi ef norður á tígulkóng í staðinn fyrir laufkóng, en vond eins og spilin koma upp, jafnvel þótt vestur hitti ekki á tígul út. Í stuttu máli: Falskar fyr- irstöðusagnir eiga því að- eins við að styrkurinn sé nægur til að tryggja tólf slagi ef vörnin hittir ekki á veikleikann strax. En nóg um það. Suður náði markmiði sínu, því vestur spilaði út hjartatíu. Ásinn í borði átti þann slag og í kjölfarið fylgdu sex slagir á spaða. Þetta er stað- an áður en næst síðasta trompinu er spilað: Norður ♠ -- ♥ K42 ♦ -- ♣ÁK75 Vestur Austur ♠ -- ♠ -- ♥ D98 ♥ G7 ♦ -- ♦ ÁK ♣G1086 ♣D43 Suður ♠ 87 ♥ 6 ♦ DG9 ♣9 Austur kemur lítið við sögu þótt hann haldi á ÁK í tígli, en vestur þvingast í hjarta og laufi þegar næst síðasta trompinu er spilað, því sagnhafi mun fría þann lit sem vestur hendir með trompun. Réttlætið er tíma- frekt við bridsborðið og gildir ekki í einstökum spil- um. VÖGGUVÍSA Illa dreymir drenginn minn: Drottinn, sendu engil þinn vöggu hans að vaka hjá, vondum draumum stjaka frá. Láttu hann dreyma líf og yl, ljós og allt, sem gott er til, ást og von og traust og trú. Taktu hann strax í fóstur nú. Langa og fagra lífsins braut leiddu hann gegnum sæld og þraut. Verði hann bezta barnið þitt. Bænheyrðu nú kvakið mitt, svo ég megi sætt og rótt sofa dauðans löngu nótt. Páll Ólafsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. maí 2002 í Hall- grímskirkju þau Lotta María Erlingsen og Hans Tómas Bjarnason. Ljósmynd/Sissa BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júní 2002 í Hall- grímskirkju þau Sigrún Daníelsdóttir og Birgir Þórarinsson. Ljósmynd/Sissa HLUTAVELTA Morgunblaðið/Ragnhildur Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 2.886 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær eru Karen Páls- dóttir, Sunna Pallé og Rebekka Hulda Gestsdóttir. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb7 6. Bg2 Bb4+ 7. Bd2 a5 8. O-O O-O 9. Dc2 d6 10. Bc3 Be4 11. Db2 Bxb1 12. Haxb1 Rbd7 13. Bxb4 axb4 14. Re1 Ha5 15. Rc2 c5 16. a3 bxa3 17. Rxa3 e5 18. dxe5 dxe5 19. Rb5 De7 20. Ha1 Hxa1 21. Hxa1 e4 22. Dc2 Hd8 23. Rc3 e3 24. f4 h6 25. Hd1 Rf8 26. Bd5 He8 27. Hd3 Da7 28. Dc1 Rg4 29. h3 Rf6 30. Hxe3 Hxe3 31. Dxe3 Rg6 32. Dd3 Re7 33. e4 Da1+ 34. Kg2 De1 35. e5 Rh5 36. Be4 f5 37. Bd5+ Kh7 38. Re2 g6 39. Bf3?? Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem lýkur í dag, 2. febrúar. Stef- án Kristjánsson (2430) hafði svart og með snoturri fléttu sneri hann töp- uðu tafli gegn Birni Þorfinns- syni sér í vil. 39...Dxg3! 40. Kf1 Hvíta staðan hefði einnig verið vonlaus eftir 40. Rxg3 Rxf4+ 41. Kf1 Rxd3. 40...Rxf4 41. De3 Dxh3+ 42. Kf2 Dh4+ 43. Kf1 Rxe2 44. Kxe2 Kg7 45. Kd3 Dg3 46. Kc2 g5 47. De2 Rg6 48. Dd3 Rxe5 49. Dd6 Df2+ 50. Kb1 Rf7 51. Dc6 Dd4 52. Bd5 Df6 53. Dd7 g4 54. Kc2 h5 55. Kd3 f4 56. Ke2 f3+ 57. Kf2 g3+ 58. Kxg3 f2 59. Bg2 f1=D 60. Bxf1 Dxf1 61. De6 Df6 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569- 1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir fágun og yf- irvegun. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur gerir þú auðveldlega og með lagni. Þér tekst að ljúka mörgum verkefnum á árinu sem framundan er. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag er heppilegt að byrja að breyta lífi þínu. Sýndu hörku og reyndu að efla viljastyrkinn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sestu niður og hugsaðu um hvernig þú getir axlað ábyrgð á einhverjum öðrum. Þú nýtur trausts og tekur skyldur þínar alvarlega. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú vilt læra meira og kanna nýjar leiðir. Láttu það eftir þér og reyndu að sjá um- hverfið í nýju ljósi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú skalt meta það kalt hvað þú vilt axla mikla ábyrgð á öðrum. Skilgreindu mörkin og mundu að eigir þú að geta hjálpað öðrum þarft þú fyrst að hugsa um þig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Reyndu að vera innan um fólk um helgina. Aðrir þurfa á nærveru þinni að halda og þú þarft einnig á öðrum að halda. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur lagt hart að þér við að skipuleggja tíma þinn í vinnunni og í einkalífinu. En þú þarft einnig að lyfta þér upp. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er heppilegt að skipu- leggja skemmtanir í dag. Kvikmyndir, íþróttakapp- leikir, tónlist og samkvæmi höfða til þín og ást og róm- antík liggja í loftinu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú skalt stefna að því að eiga notalega stund með fjöl- skyldunni í kvöld. Leigðu spólu, pantaðu skyndibita eða bjóddu vinum heim. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú átt annríkt þessa dagana. Stefnumót, stuttar ferðir, samræður við ættingja og systkini halda þér við efnið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú einbeitir þér að fjár- málum og fjáröflun. Pen- ingar hafa alltaf verið of- arlega á baugi hjá þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú vilt eyða peningum í skemmtanir og einhver ann- ar gleðst yfir þeim fréttum. Það þýðir ekki að þú þurfir að borga umganginn á barn- um, það nægir að þú mætir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Venus er í merki þínu og því átt þú auðvelt með að ná sambandi við aðra. En nú er einnig heppilegur tími til að kaupa í fataskápinn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.