Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í JÓRDANSKA blaðinu Jord-an Times var birt teikning ívikunni þar sem forsetiBandaríkjanna George W.Bush var í hlutverki kennara sem stendur við landakort af Egyptalandi og Sádi-Arabíu og seg- ir ábúðarfullur: Menn frá þessum löndum réðust á okkur 11. septem- ber. Og á næstu mynd bendir hann svo á annað kort og segir: Þess vegna höfum við ákveðið að svara þessum grimmdarlegu árásum með því að sprengja Írak í loft upp. Þetta er býsna lýsandi fyrir hugs- unarhátt manna hér í Jórdaníu þessa dagana og umfram allt spyr hver annan spurningarinnar um hvað valdi þessari ofuráherslu Bush á að ráðast inn í Írak og segja: Hvernig getur Bandaríkjaforseti rökstutt að Írakar séu nú um stund- ir bein ógn við Bandaríkin og heimsfriðinn? Hvernig er gerlegt að heilaþvo þjóð og fá hana til að fylgja forseta sem er haldinn áráttu og virðist vaka það eitt fyrir að hefna fyrir að föður hans, Bush eldri, tókst ekki að koma Saddam Huss- ein frá í Flóastríðinu 1991. Mörgum mislíkaði niðrandi tónn Bush í garð vopnaeftirlitsmanna Meðal almennings hér sem virðist hafa fylgst sem einn maður með ræðu Bandaríkjaforseta gætir einn- ig gremju vegna þess að flestum þótti Bush tala einstaklega niðrandi um störf vopnaftirlitsmannanna í Írak og fara beinlínis háðuglegum orðum um störf þeirra. Hann hefði þó orðið tvísaga og margsaga því í einu orðinu hefði hann sagt að það væri ekki þeirra verk að finna vopn heldur afvopna Íraka og í næstu setningu hefði hann svo talað um að það væri hlut- verk þeirra að hafa upp á öllum ger- eyðingarvopnunum sem væru falin tvist og bast um Írak. Það er óhætt að segja að þó stjórnvöld hér í landi séu ansi hreint varfærin í yfirlýsingum sínum þá fer ekki milli mála hver hugur al- mennings er til afstöðu Bandaríkja- manna og Breta og þeirra mikla áhuga á að fara í stríð sem enginn skilur tilganginn með hér og nú. Stjórnvöld hér leyfa ekki mótmælagöngur vegna Íraks Það stendur arabaríkjunum og málflutningi þeirra gegn Íraksmál- inu verulega mikið fyrir þrifum að í aðra röndina eru þau eindregið á móti fyrirætlunum um hernaðarað- gerðir og í hina röndina sæta þau svo miklum þrýstingi frá Banda- ríkjamönnum að sums staðar hefur verið farið út í það að banna mót- mælagöngur og er Jórdanía þar á meðal. Þegar maður spyr fólk á göt- unum um þetta eru menn argir og segja að þetta sýni auðvitað tvö- feldni stjórnvalda því Jórdanar til dæmis eigi mikið undir því að ganga ekki of langt í að styggja Banda- ríkjamenn um of. Menn eru minnugir þess að Jórd- anía varð að gjalda það dýru verði í fjárhagsaðstoð og hvers konar fyr- irgreiðslu að Jórdanar studdu Íraka eftir innrás þeirra í Kúveit árið 1990. Þá var þeim allt að því útskúf- að og skrúfað fyrir alla fjárhags- aðstoð til þeirra svo árum skipti. Og fjárhagsvandi landsins nú, segja menn, er slíkur að við höfum ekki efni á að þetta endurtaki sig. Annað andrúmsloft gagnvart stríði í Jórdaníu en á Sýrlandi Það fer ekki framhjá manni að andrúmsloftið hér er töluvert öðru- vísi en í Sýrlandi. Þar voru mót- mælagöngur leyfðar vegna Íraks og þar voru blöð og fjölmiðlar langtum harðorðari og auk þess gætti ekki þessa afgerandi stríðsótta í Sýrlandi eins og ríður húsum hér. Menn tala um stríðið eins og óhjákvæmilegan hlut og eru farnir að gera ýmsar ráðstafanir hvert þeir ætli að fara þegar að því kemur að Bush ákveður dagsetninguna. Sumir segjast vera að birgja sig upp af ýmsum nauðsynjum og þó nokkrir ætla að byrja á því að fara yfir til Líbanons því þar verði alla- vega öruggara en hér. Undarlegustu sögusagnir á kreiki Verulegs óróa gætir meðal út- lendinga sem annaðhvort búa hér eða starfa hér tímabundið og telja þeir margir að Jórdanía muni verða hörkulega fyrir barðinu á stríðinu. Þegar spurt er hvers vegna þeir séu svona kvíðnir, til að mynda um- fram Sýrlendinga sem óhjákvæmi- lega mættu vera órólegir líka kemur upp úr dúrnum að það eru furðuleg- ustu sögusagnir á kreiki. Ein er sú og menn tala um þá kenningu í fyllstu alvöru að því er mér virðist, að Jórdanar séu á laun að semja við Bandaríkjamenn og Breta um að þeir – þ.e. Jórdanar – muni verða í framvarðarlínu land- gönguliðsins sem ræðst inn í Írak – að líkindum þá frá Kúveit. Hvernig í ósköpunum fær það staðist, hef ég spurt þetta fólk sem segir mér þetta hvítt í framan af skelfingu. „Það er til að Jórdanarnir geti kallað til írösku hermannanna á arabísku að það sé bara best fyrir þá að gefast upp í einum hvelli. Þetta hefði svo djúp áhrif á írösku hermennina að þeir mundu leggja frá sér vopnin og snúast á sveif með Bush og öllum hans pótintátum og hjálpa til að koma Saddam Hussein frá völdum.“ Önnur saga er á þá leið að Írakar hafi ekki aðeins komið gereyðing- arvopnum sínum undan til Sýrlands heldur einnig grafið alls konar óþverravopn í jórdönsku eyðimörk- inni. Sést hafi til manna vera að moka til og frá í eyðimörkinni, eink- um í suðurhlutanum. Við athugun hafi þar verið íraskir menn á ferð og þeir hafi ekki getað gefið viðhlítandi skýringu á því hvað þeir væru að vafstra þarna og kom- ið með hinar fráleitustu skýringar svo sem að þeir væru verkfræðingar sem væru að leita að vatni og aðrir segðust vera fornleifafræðingar að gá hvort ekki væri eitthvað stór- merkilegt að finna þarna í sand- inum. Allir þessir grunsamlegu menn hafi hins vegar verið einir á ferð og allir verið með pokaskjatta um öxl og þeir hafi verið ófánlegir að sýna hvað væri í skjóðunni. Það hefur ekki hafst upp á nein- um sem hefur þó viljað stíga fram og staðfesta að til þessara írösku pokamanna hafi sannanlega sést. Auðvitað veit maður ekki hvort á að hlæja eða gráta þegar fólk talar á þessa leið og enn hef ég engan Jórdana hitt sem trúir þessari kenningu. En þetta sýnir auðvitað hvernig óttinn hefur náð tökum á útlendingum hér og magnað upp óbærilega spennu og vanlíðan meðal þeirra. Jórdanar eru líka hræddir Það eru ekki aðeins útlendingar sem bera ugg í brjósti vegna þess sem kynni að gerast. Í skoðana- könnun sem var gerð hér meðal al- mennings sögðust um 80 prósent búast við stríði, en meirihlutinn áleit að það mundi standa stutt enda væru Írakar vanbúnir að flestu leyti til að heyja stríð við veldi eins og Bandaríkin og Bretland. Það hefur líka vakið mikið umtal hér að Jórdanar hafa ákveðið að leyfa Bandaríkjamönnum að hafa ákveðna aðstöðu fyrir herlið í land- inu einkum til að manna loftvarn- arstöðvar og einnig mun vera í bí- gerð að leyfa þeim að nota jórdanska lofthelgi og segir sig sjálft að það gæti orðið mikil búbót fyrir herlið Bandaríkjamanna og hugsanlegra bandamanna þeirra. Þetta er mikil breyting frá því sem var í Flóastríðinu 1991 og hefur eðlilega ekki orðið til að draga úr ótta manna hér við að Írakar muni þá til dæmis gera árásir á Jórdaníu. Meðal alls þorra almennings er reiði í garð stjórnarinnar en reynt er að láta þetta allt fara lágt og ítrekað hefur verið margsinnis að enginn landhernaður verði leyfður á Írak frá jórdönsku landi. „Margir undruðust hvað mót- spyrna Íraka var veikburða í stríð- inu 1991,“ sagði jórdanskur blaða- maður við mig. „Hvernig geta þeir þá búist við að Írakar eigi eitthvað í þá núna þegar vopnaeftirlitsmenn voru árum saman að störfum í Írak, Clinton lét gera loftárásir á landið 1998 og uppbygging hefur engin verið í landinu vegna efnahags- þvingananna – nema þá helst í höll- um Saddams Hussein.“ Reuters Fánar Bandaríkjanna og Ísraels eru hér brenndir á mótmælafundi í Amman sem efnt var til vegna hótana Bandaríkjamanna um að ráðist verði á Írak. Hundruð Jórdana tóku þátt í mótmælunum, en jórdönsk stjórnvöld eru meðal þeirra arabaríkja sem bannað hafa mótmælagöngur gegn stefnu Bandaríkjanna. Horfur á stríði vekja óróleika og ugg Það er mikið rótleysi og óróleiki í Jórdaníu nú og verður ekki annað séð en þar sé búist við stríði, skrif- ar Jóhanna Kristjónsdóttir frá Amman. Eiginlega sé það bara spurning um hvenær Bandaríkjamenn láti til skarar skríða. Búa sig undir átök JÓRDANSKIR embættismenn staðfestu í lok liðinnar viku að Bandaríkjamenn myndu láta þá fá Patriot-flaugar, sem ætlaðar eru til að granda flugskeytum sem skotið hefur verið á loft. Haft var eftir upplýsing- aráðherra landsins að tvær til þrjár Patriot-flaugar væru væntanlegar. Dagblaðið Christian Science Monitor hafði eftir bandarískum embættismanni að borist hefði beiðni um gagneldflaugar frá Jórdaníu og ákveðið hefði verið að verða við henni. Sagði emb- ættismaðurinn að flokkur her- manna myndi fylgja og bætti við: „Það er ekki hægt að stinga þeim í jörðina og láta sig svo hverfa.“ Jórdanía verður þar með fimmta ríkið í þessum heims- hluta, sem býr yfir Patriot- flaugum. Ekki er vitað hvernig brugðist verður við þessum tíð- indum í Jórdaníu, en óttast er að viðbrögð verði harkalegri en annars staðar í arabaheiminum. Íslamskir klerkar þar í landi hafa þegar lýst yfir heilögu stríði eða „jihad“ gegn banda- rískum hagsmunum í Jórdaníu, hvernig sem þeir kunna að koma fram. Stjórnarandstaðan í Jórdaníu er Abdullah konungi reið vegna hernaðarsamstarfsins við Bandaríkjamenn og hafa margir í röðum stjórnarandstæðinga lýst yfir stuðningi við Saddam Hussein, leiðtoga Íraks. Jórdanía fékk 460 milljónir dollara í aðstoð frá Bandaríkj- unum 2002, þar af 200 millj- ónir í hernaðaraðstoð. Á sunnu- dag fyrir viku tilkynnti banda- ríska sendiráðið í Amman, höfuðborg Jórdaníu, að ákveðið hefði verið að senda Jórdönum 145 milljónir dollara fimm mán- uðum fyrr en ætlað var. Önnur ríki á þessum slóðum, sem hafa Patriot-flaugar, eru Bharain, Kúveit, Sádi-Arabía og Ísrael.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.