Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Á bakvið rómantíkina, glæsileikann og ástríðurnar
er átakanleg og ögrandi saga einstakrar konu.
Ein eftirminnilegasta mynd ársins!
„Listaverk...Salma Hayek sýnir góðan leik í aðalhlutverkinu
og Alfred Molina jafnvel enn betri leik í hlutverki Diego.“
★★★ HÖJ kvikmyndir.com
Golden Globe
Besta tónlistin
SJÓNVARPSSTÖÐVAR í Bandaríkj-
unum keppast við að sýna þætti um
Michael Jackson. Poppkóngurinn þyk-
ir fremur vera konungur sjónvarpsins
nú um stundir því ávallt er hann birt-
ist í sjónvarpi fylgist bandaríska þjóð-
in með.
ABC er komið með sýningarréttinn
á bresku heimildarmyndinni Living
With Michael Jackson. Er stöðin sögð
hafa greitt um 350 milljónir króna
fyrir sýningarréttinn í Bandaríkjunum
en fjölmargar stöðvar kepptust um
réttinn.
Myndin verður sýnd föstudaginn 7.
febrúar, sem tveggja klukkustunda út-
gáfa af fréttaskýringarþættinum 20/
20. Þátturinn er sagður gefa einstaka
sýn inn í sérstætt líferni Jacksons.
Tíu dögum síðar ætlar NBC að sýna
sérstakan Dateline-þátt, sem myndi
einungis fjalla um líf og starf Jack-
sons, og þær breytingar, sem hafa
orðið á honum og ekki síst andliti
hans.
Í Dateline verða viðtöl við fólk, sem
hefur staðið Jackson nærri, m.a. við
lýtalækni, sem hefur gert aðgerð á
honum. Ef þættirnir eru jafnupplýs-
andi og gefið er í skyn er líklegt að
almenningur verði orðinn einhvers
vísari um sérvitringinn.
Reuters
Hvernig skyldi Michael Jackson sjá heiminn? Bandarískir sjón-
varpsáhorfendur verða einhvers vísari um það á næstu vikum.
Jackson vinsælt sjónvarpsefni
Asian Dub Foundation –
Enemy of the Enemy
HINIR bresku
Public Enemy?
Asian Dub hafa
soðið athyglisverð-
an seið í hartnær
áratug, þar sem
poppi, rokki,
tæknói, hipp hoppi, döbbi og ind-
verskri tónlist er hrært saman í
merkilega heildstæðan jafning. Sveit-
in er þá afar pólitísk, eitthvað sem er
henni bæði styrkur og veikleiki. Tón-
listarlega hefur sveitin orðið æ örugg-
ari í gegnum árin og hér má finna
mörg góð dæmi um hvert hún er kom-
in („Fortress Europe“, „Rise to the
Challenge“). Best eru hröðu, beittu
lögin þar sem stílum ægir saman í
belg og biðu. En um leið og framvind-
an verður hægari er eins og botninn
detti úr sveitinni og enn vafasamari
eru tilraunir til hreinna dægurlaga,
þar sem Sinead O’Connor er fengin til
aðstoðar. Sumir sprettirnir á Enemy
of the Enemy eru því dálítið slappir
en sem heild tollir þetta ágætlega vel,
einkum er afstaða sveitarinnar og að-
koma að tónlistinni svöl. Foo Fighters – One By One
Það er orðið sorglega sjaldgæft að
sveitir vaxi að styrk
jafnt og þétt með
árunum. Í dag er
það iðulega þannig
að mesta fúttið er
farið þegar önnur
platan kemur út
(Oasis?). Dave Grohl hefur hins vegar
tekist að gera sína bestu plötu hér.
Popprokk Foo Fighters hefur hingað
til verið fremur ósannfærandi en ef
það tekur þrjár plötur að fínpússa
formúluna þá verður bara að hafa
það! Það er fáránlega mikið öryggi yf-
ir plötunni og Grohl og félagar hoppa
úr tuddarokkurum yfir í melódískt
pönkrokk af einskærri lagni. Afar
skothelt allt saman og mettandi.
Erlend tónlist
Arnar Eggert Thoroddsen
Maðurinn frá Elysian Fields
(The Man From Elysian Fields)
Drama
Bandaríkin 2001. Myndform VHS. (106
mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn
George Hickenlooper. Aðalhlutverk Andy
Garcia, James Coburn, Mick Jagger, Jul-
ianne Margulies, Olivia Williams.
BYRON Tyler (Garcia) er hæfi-
leikaríkur en lánlítill rithöfundur sem
berst í bökkum. Síðasta bók hans er
komin í útsöluhauginn og útgefandinn
neitar að gefa út næstu bók. Um síðir
neyðist hann því til
að leita á önnur mið
til að geta fram-
fleytt fjölskyldunni.
Hann kynnist dul-
arfullum snyrti-
pinna (Jagger) sem
býður honum vel
launað starf, sem
fylgdarsveinn, eða
karlhóra til þess að gæta jafnréttis.
Með sært stolt gerist Tyler leikfang
ungrar eiginkonu (Williams) frægs
rithöfundar (Coburn heitinn í einni af
sínum lokarullum) sem biður hann að
aðstoða sig við að klára bók áður en
dauðinn knýr dyra.
Þetta vandaða og skemmtilega
karlmennskudrama kemur þægilega
á óvart. Tilfinningaflækja miðaldra
karlmanns, sem neyðist til að horfast í
augu við að hafa ekki upp á annað að
bjóða en líkama sinn, er sannfærandi,
einkum vegna frábærrar frammi-
stöðu Garcia, sem og reyndar allra
meðleikara hans, þar með talið Jagg-
ers. Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Rithöfund-
ur til sölu