Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SVEINN Jónsson fæddist að Stein-
um undir Eyjafjöllum þann 19. apríl
1862 og ólst þar upp og á Leirum hjá
foreldrum sínum, Jóni bónda á Stein-
um og Leirum Helgasonar (þar Guð-
mundssonar í Kálfhaga í Flóa Jóns-
sonar í Hreiðurborg Þórðarsonar í
Litlugötu á Eyrarbakka Þórissonar
þar Benediktssonar) og konu hans
Guðrúnar Sveinsdóttur Ísleifssonar
frá Skógum Jónssonar í Selkoti Ís-
leifssonar á Lambafelli
Magnússonar.
Sveinn fluttist 8
mánaða að Leirum, en
síðan fluttist fjölskyld-
an aftur að Steinum,
þegar hann var 12 ára
(Þórður safnvörður á
Skógum telur hann
líka alinn upp að ein-
hverju leyti í Berja-
nesi).
Nýlega fermdur fer
Sveinn til sjóróðra í
Vestmannaeyjum og
átti „að ganga með
skipum“, því hann var
óráðinn. Átti hann þar
illa vist í Sjólyst, húsi,
sem Guðmundur Dið-
riksson átti. Gekk hann
fyrir formenn á hverj-
um morgni og bað um
skiprúm, sem losnað
hefði þann daginn
vegna forfalla. Sveinn
dró 120 fiska yfir ver-
tíðina og var helming-
urinn hlutur hans.
Hann réri 6 vertíðir í
Vestmannaeyjum, var
fiskinn, en sjóveikur og
það svo, að hann sagði
mér ungum, að stund-
um hefði hann beðið
Guð að láta ekki bíta á
hjá sér, því það væri
svo erfitt að fást við
þann gula sjóveikur.
Árið 1883 heldur
Sveinn til Reykjavíkur og á þar at-
hvarf hjá Ólafi gullsmið Sveinssyni
(1849-1915) í Austurstræti 5 (þar
sem nú er Búnaðarbankinn) móður-
bróður sínum. (Ólafur var faðir
Georgs bankastjóra og langafi
Georgs verðlagsstjóra). Hefur nú
Sveinn trésmíðanám hjá Þorkatli
Gíslasyni trésmíðameistara, Tjarn-
argötu 6, hér í borg. Lauk hann því
námi 1886.
Strax að námi loknu sumarið 1886
heldur hann austur að Núpakoti und-
ir Eyjafjöllum og reisir þar hús
ásamt öðrum fyrir bændahöfðingj-
ann Þorvald Björnsson að Þorvalds-
eyri. Þann 12. nóvember 1886 geng-
ur hann að eiga Guðrúnu
Runólfsdóttur smiðs frá Maríubakka
Runólfssonar.
Árið 1887 heldur Sveinn svo til
Vestmannaeyja, því þar hugði hann
gott atvinnu að leita, því eini smið-
urinn í Eyjum hafði drukknað. Síðan
starfar hann að trésmíðum og ann-
arri byggingarvinnu í ellefu ár, en
flytur brott 1898. Hann tók m.a. að
sér að mála hús fyrir Þorstein lækni,
en þegar Gísli Johnsen bað hann að
koma fyrir salerni á
svefnhæð húss síns,
Breiðabliks, þá svaraði
Sveinn Jónsson: „Ég
skal gera allt fyrir þig
Gísli minn, sem þú bið-
ur mig um, nema að búa
til kamar á 2. hæðinni.“
Pípulagningarmenn
voru þá óþekkt stétt,
svo trésmiðir áttu að
gera alla hluti, sem að
húsbyggingunni laut.
1898 er Sveinn kominn
til Reykjavíkur að vinna
við Miðbæjarbarna-
skólann undir yfirstjórn
Jóns Sveinssonar húsa-
smíðameistara, Póst-
hússtræti 14 B. Árið
1899 skilur Sveinn við
Guðrúnu Runólfsdóttur
og flytur alfarinn til
Reykjavíkur.
Þannig segir í kynn-
ingarriti Stórstúkunn-
ar á Sveini Jónssyni:
„Nokkru síðar, árið
1900, byggði hann sér
hús í Þingholtsstræti,
og var það þá eitthvert
fegursta hús bæjarins.
Þessi húsbygging hans,
ásamt lóðarkaupum, er
hann gerði þá, hleypti
miklum vindi í segl
hans. Reykvíkingar
sáu, að hér var smekk-
vís yfirsmiður, og síðan
hafa þeir, er hafa reist
sér fögur hús, reynt að fá uppdrætti
hjá Sveini, og beðið hann að sjá um
bygginguna. En lóðarkaupin urðu til
þess, að Sveini Jónssyni græddist fé,
og er hann nú, sökum lóða og húsa
sinna, orðinn ríkur maður að vorum
mælikvarða.“ Í afmælisviðtali við
Svein á 75 ára afmæli hans, 1937,
segir hann svo frá: „Ég nam aldrei
teikningu. Ég lagði niður fyrir mér,
hvernig húsin skyldu vera, en það
sem ég teiknaði var tekið gott og
gilt.“ Húsin þóttu lagleg, til dæmis
húsið, sem Jóhannes Jóhannesson á
nú við Suðurgötu 4, Halbergshúsið
við Laufásveg (nr. 9) og Ingólfshús
(það brann). „Ég hefði viljað smíða
öll þín hús,“ sagði Rögnvaldur arki-
tekt Ólafsson. Þann 3. október 1901
má segja að þáttaskil hafi orðið í lífi
Sveins Jónssonar, því þann dag
gengur hann í Iðnaðarmannafélagið í
Reykjavík, en það hafði verið stofnað
3. febrúar 1867 af 31 handiðnaðar-
manni. Hann gerðist einn af stofn-
endum Sjúkrasjóðs Iðnaðarmanna
og lengi gjaldkeri sjóðsins.
Hann stofnaði 25. febrúar 1904
hlutafélagið Völund ásamt 39 öðrum
trésmiðum og fór til Danmerkur
ásamt framkvæmdastjóra Völundar
hf. Magnúsi Th.S. Blöndal, til véla-
kaupa. Sat hann í stjórn Völundar hf.
í áratugi.
Hann gerðist mikill áhugamaður
um sögu Ingólfs Arnarsonar land-
námsmanns. Tildrög þess voru þau,
að hann var nokkrum sinnum beðinn
að mæla fyrir minni Reykjavíkur á
samkomum Iðnaðarmannafélagsins
og fór þá að grúska í ýmsu, sem um
Reykjavík hafði verið ritað og fékk
smám saman meiri áhuga fyrir Ing-
ólfi.
Er rit hans um Ingólf Arnarson til
í tveim eintökum (handrit), annað er í
Landsbókasafninu, hitt í Borgar-
skjalasafni. Mun Sigurður Bene-
diktsson blaðamaður hafa aðstoðað
hann við þetta verk. Hann fór ásamt
Elínu Magnúsdóttur konu sinni og
Júlíönu dóttur sinni til Dalsfjarðar á
Fjölum, en það er fæðingarstaður
Ingólfs Arnarsonar. Hann skildi ekki
við Ingólf, fyrr en hann „kom honum
á Arnarhól“, eins og hann kemst að
orði í afmælisviðtalinu í Vísi, 19. apríl
1937.
Iðnaðarmannafélagið beitti sér
fyrir því, að reist var styttan, sem
Einar Jónsson gerði og nú trónir efst
á Arnarhóli. Sveinn var í Ingólfs-
nefndinni, sem stóð fyrir fjársöfnun í
sambandi við gerð styttunnar, en
hún var afhjúpuð 24. febrúar 1924.
Með stofnun veðdeildar við Lands-
banka Íslands árið 1900 og við stofn-
un Íslandsbanka árið 1903 batnaði
mjög öll aðstaða til húsbygginga, því
nú fengust veðdeildarlán hjá bönk-
unum og hafði Sveinn á fyrsta tug
aldarinnar mikil umsvif og það svo,
að um tíma var hann með 17 hús í
smíðum, öll fyrir eigin reikning.
Svo rífleg voru veðdeildarlánin, að
í sumum tilfellum hafði hann afgang,
þegar búið var að selja veðdeildar-
bréfin.
Sveinn situr í bæjarstjórn Reykja-
víkur 1908–10 og lengi sat hann í
Byggingarnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Jónsson var mikill bindind-
ismaður og gerðist einn af stofnend-
um stúkunnar Verðandi nr. 9 þann 3.
júlí 1885. Hann var gerður að heið-
ursfélaga í Stórstúku Íslands. Hann
hafði mikil afskipti af kaupum templ-
ara á Hótel Íslandi og rekstri þess.
Sveinn hafði mikil afskipti af
stjórnmálum, var í stjórn stjórn-
málafélagsins Fram, var í Heima-
stjórnarflokknum og síðast í Sjálf-
stæðisflokknum. Eftir að hann hætti
í húsbyggingum á kreppuárunum
fyrir fyrri heimsstyrjöldina, tók
hann að versla með veggfóður, ró-
settur og gipslista í kjallara húss
síns, Kirkjustrætis 8 B. Hét verslun
hans Sveinn Jónsson & Co.
Jóhann hét maður Guðlaugsson,
veggfóðrari að atvinnu. Sá vann oft
fyrir Svein. Eitt sinn hringir hann í
Jóhann og biður hann að veggfóðra
fyrir sig eftir hádegi á laugardegi.
Jóhann telur sig vanbúinn að verða
við beiðni þessari, því hann sé að
gifta sig kl. 14 þennan laugardag.
„Jæja, þá verður að hafa það,“ segir
Sveinn. Þegar þau hjónin koma heim
frá vígslunni beið þeirra kaffistell
fyrir 12 frá Sveini Jónssyni. Jóhann
þessi dúklagði síðan fyrir dóttur
mína Lilju og var það 4. kynslóðin,
sem hann vann fyrir af þessari ætt.
Þegar frændi minn spurði Jóhann, af
hverju hann tæki ekki uppmæling-
artaksta af Lilju, þá svaraði Jóhann:
„Ekki af þessu fólki.“ Stellið góða var
búið að skila sér vel, það var víst.
Um sjötugt hættir Sveinn allri um-
sýslu, nema hvað hann reisir sér hús
að Skeggjagötu 2. Ekki undi hann
þar lengi, því allt of langt var niður í
bæ, þar sem hann undi gjarnan við
kaffidrykkju að Hótel Íslandi. Seldi
hann því hús sitt að Skeggjagötu rétt
fyrir stríðið 1939 og gerðist leigjandi
hjá Þuríði Bárðardóttur ljósmóður á
1. hæð að Tjarnargötu 16. Þar var
stutt á Hótel Ísland og stutt í Tjarn-
argötu 36 til Sveins Magnúsar sonar
hans. Nú brann Hótel Ísland árið
1944 og flutti hann sig þá að Hótel
Borg. Tekur nú að halla undan fæti
með heilsuna og eitt sinn er ég hitti
hann, segi ég: „Afi minn, hvernig líð-
ur þér núna?“ „Ekki vel,“ svarar
gamli maðurinn, „en manni verður
stundum að líða illa, til að kunna að
meta það, þegar manni líður vel.“
Viturlega mælt, það.
Loks fór svo að heilsan þraut al-
veg, hann andaðist 13. maí 1947.
Sveinn Jónsson var fjórkvæntur:
1. kona hans var Guðrún Runólfs-
Börn Sveins Jónssonar og Guðrúnar Runólfsdóttur (1860–1949). Í fremri röð
frá vinstri: Sveinn Magnús Sveinsson (1891–1951), forstjóri Völundar hf., Ársæll
Sveinsson (1893–1969), útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, og Sigurður
Sveinsson (1898–1964) kaupmaður. Standandi frá vinstri: Sigurveig Sveins-
dóttir (1887–1972) húsfrú og Júlíana Sveinsdóttir (1889–1966) listmálari.Uppdráttur af Steinabæjunum, sem Júlíana Sveinsdóttir gerði eftir fyrirsögn föður síns. Björn bóndi á Löngumýri í
Reykjavík taldi vanta tvö hús á uppdráttinn.
Ljósmynd úr bók Harðar Ágústssonar um Íslenska byggingararfleifð
Suðurgata 4, reist 1906 í Reykjavík. Teiknað af Sveini Jónssyni.
Sveinn Jónsson trésmíða-
meistari 1862–1947
Leifur Sveinsson
Ljósmynd úr bók Harðar Ágústssonar um Íslenska byggingararfleifð
Laufásvegur 9, reist 1905 í Reykjavík. Teiknað af Sveini Jónssyni.
Eftir Leif Sveinsson
Æviágrip þetta var flutt á niðjamóti
í Skógaskóla í júlí 1986
Sveinn Jónsson tré-
smíðameistari
(1862–1947).