Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Valtýr Guð-mundsson fyrr-
verandi bóndi á
Sandi í Suður-Þing-
eyjarsýslu fæddist á
Sandi hinn 17. des-
ember 1912. Hann
lést á sjúkrahúsinu á
Húsavík hinn 3. jan-
úar síðastliðinn. Val-
týr var sonur Guð-
mundar
Friðjónssonar skálds
og bónda á Sandi og
Guðrúnar Oddsdótt-
ur konu hans. Systk-
ini hans voru Bjart-
mar, Þórgnýr, Þóroddur,
Völundur, Heiðrek-
ur, Snær, Baldur,
Hermóður, Sigur-
björg, Sólveig og
Friðjón. Af þeim er
Friðjón einn á lífi.
Valtýr var kvænt-
ur Fanneyju Guðna-
dóttur sem einnig er
látin. Hann átti tvö
börn, Hrein og Elfu
Bryndísi, fimm
barnabörn og sjö
barnabarnabörn.
Valtýr var jarð-
sunginn að Nesi í Að-
aldal hinn 10. jan-
úar.
Ætti ég að mála af Valtý mynd
ég mundi vilja hafa á henni þetta:
Heiðskíran morgun, hávellu á lind
og heiðlóu á bak við gráa kletta
og Miklavatnið morgunroðaslétt,
í mýrinni ær að bíta stráin nett.
Og Valtýr gengur vestur veginn sinn
að vitja um netin, sóley gyllir hólinn.
Handan við fljótið, Björg og Bakranginn
bleikar fannir, roðar morgunsólin.
Hann dregur netið, brosið birtist strax.
Bíðið við, hann hefur fengið lax.
Gott væri að hafa gamla Ferguson
við gráan melhól, bundnar við hann spýtur.
Kría á flugi, eygir aflavon
þó utan við sé brimgarðurinn hvítur.
Allt hefur sinn tíma, að tína dún í poka
og tyrfa í skörð á brúm sem þarf að loka.
Svo mætti hafa sannan sunnanþey,
sólgullna bleikju, þyt frá orfi og ljá.
Bóndinn er að bera saman hey
í brakandi þurrki, ekkert hrakið strá.
Allt hefur sinn tíma sem menn þurfa að sinna
og svo hefur Valtýr gaman af að vinna.
Ekki má gleyma hríðaréli um haust,
með húfu, í úlpu, bóndi fer af stað.
Féð þarf heim í fjárhúsin sín traust,
í fjárhúsunum ilmar hey og tað.
Utan við húsin liggur staurastaflinn
og stóra sleggjan liggur upp við gaflinn.
Skammdegiskvöldin eiga ótal hljóð,
oft hamast stórhríð vælandi á glugga.
Þá situr bóndi og yrkir einlæg ljóð
en eldur lampans gefur hvika skugga.
Þau ljóð eru flest um sól og sumaryl.
Seint verða allar þessar myndir til.
Já, seint held ég að ég máli allar
þær myndir sem ég á í hug af Valtý
frænda, enda hefur hann verið hluti
af lífi mínu og umhverfi síðan ég man
eftir mér. Þannig er oft með þá sem
við þekkjum vel, að við tökum varla
eftir því þegar þeir fara, rétt eins og
þeir séu hér enn. Þannig var það með
Valtý. Þegar ég kom heim frá útför-
inni hans og stóð hér á hlaðinu,
fannst mér ég sjá hann hverfa fyrir
hornið á reykkofanum gamla með
taðpoka á baki. Skammt frá kofanum
eru fjárhúsin hans sem ég lék mér í
þegar ég var krakki og börnin mín
þegar þau voru krakkar. Á meðan ég
klappaði þar lömbunum eða veiddi
mýs, var hann inni í hlöðunni að taka
hey, gefa, eða utan við hana að kljúfa
staura. Mér finnst hann sé þarna
enn, þó höggin frá sleggjunni hans
séu vitaskuld þögnuð.
En hvernig maður var hann? Ég sé
hann fyrir mér í sínu daglega amstri,
þögulan, yfirvegaðan, eins og í sínum
heimi. Hvort sem hann gengur vest-
ur að fljóti, út að vatni, eða er á leið í
varpið, smalar eða gerir við girðingu,
er hann eins. Hann er lágvaxinn og
sterkur, gengur í samfestingi eða
gallafötum, hlýlegur og hæglátur, en
það flýgur þó áfram sem hann gerir.
Og hann er alltaf heima. Jafnvel eftir
að hann var kominn út á sjúkrahús
og við heimsóttum hann þangað, var
hann alltaf heima, því umræðuefnið
var á Sandi, veður, spretta, reki og
fuglalífið.
Valtýr var útimaður, hugsa ég,
náttúruunnandi, mikill göngumaður,
en lítill hestamaður. Seinast þegar ég
smalaði með honum sandgræðslu-
girðinguna, þá var hann á áttræðis-
aldri, vorum við hestlaus að venju og
ég gafst upp á að elta snarvitlausa
kind. Þá reiddist Valtýr rollunni og
tók til fótanna sjálfur. Ekki veit ég
hvað hann hljóp marga kílómetra, en
hann náði ánni. En hann var fleira en
bóndi og hlunnindabóndi. Hvar sem
viðhalds þurfti við, innan húss sem
utan, var hann sá laghenti nágranni
sem leita mátti til. Kæmi ég yfir í
Sand I að vetrinum, var hann gjarna
að mála eða dytta að einhverju, en
líka gat hann mætt mér í eldhúsdyr-
unum með svuntu, hefði húsmóðirin
farið af bæ eða orðið lasin. Einnig
man ég vel eftir honum hjúkra
ömmu, móður sinni, hér í gamla
daga. Og ósjaldan sat hann við að
yrkja ljóð, því hann var líka skáld og
gaf út ljóðabækur. Og þegar hann,
þessi maður sem aldrei féll verk úr
hendi, missti heilsu til vinnu á níræð-
isaldrinum hélt hann auðvitað áfram
að yrkja.
Nú hef ég reynt að lýsa honum
frænda mínum sem best ég kann eins
og hann kom mér fyrir sjónir heima,
það er að segja hversdags-Valtý, en
ég á eftir að lýsa spari-Valtý.
Valtýr bjó alla ævi á Sandi utan að
hann var vetrarpart á Laugum í
smíðadeild og fór líklega einu sinni á
vertíð. Hann fór lítið að heiman að
óþörfu eftir að ég fór að muna eftir
mér. Móðir mín sagði mér aftur á
móti að hér í gamla daga hefði hann
og bræður hans verið ákaflega virkir
í ungmennafélaginu, bæði á fundum
og í íþróttum. Þá keppti Valtýr í
frjálsum með mjög góðum árangri.
Einu sinni, sagði hún mér, gekk hún í
veg fyrir hann eftir keppni og sagði:
„Varst þú ekki upplagður í dag, Val-
týr minn, þú hefur oft stokkið
lengra?“ „Jú,“ svaraði kappinn, „en
hann bróður minn langaði svo að
sigra.“
Eitt sinn þegar ég var unglingur
kom ég á samkomu í Aðaldal, ein-
hvers staðar að, og er ég gekk í salinn
voru flestir stólar fullsetnir. Stóð þá
upp fyrir mér glæsilegur maður,
klæddur eins og Halldór Laxness í
þá daga minnir mig, og bauð mér
sæti. Þetta var Valtýr í sparifötun-
um. Eftir það gat ég vel séð fyrir mér
það sem mamma sagði mér líka, að
hann hefði verið mikið kvennagull.
Og bæri gesti að garði á Sandi var
hann alltaf eldhress, skrafhreifinn og
hrókur alls fagnaðar, sérstaklega ef
konur voru með í för. En við eldumst
öll. Það er bara misjafnt hvernig við
tökum því. Lengi reyndi Valtýr að
sinna bryggjum sínum í fljótinu, þó
það sé nokkuð straumþungt, en þar
kom að hann tók þær upp í síðasta
sinn. En eins og ég er búin að segja
tók Valtýr fram skrifblokkina, þegar
hann réð ekki lengur við sleggju og
aldrei ætlaði hann á stofnun. En er
þangað var komið, af óhjákvæmileg-
um ástæðum, gerði hann sitt besta úr
því enda flutti kona hans þangað með
honum og börnin hans voru honum
þar nær en áður. Ég veit að margir
samsjúklingar hans fengu frá honum
vísu og starfsfólkið sömuleiðis, enda
voru stúlkurnar að vélrita fyrir hann.
Starfsfólkið á sjúkrahúsinu á Húsa-
vík á bestu þakkir skilið fyrir góða
hjúkrun og félagsskap. Ég tek mér
það bessaleyfi að birta hér í lokin
brot úr ljóðinu Við rismál eftir Valtý,
en það er í ljóðabókinni Vökulok:
Hækkar sólfar í suðri
og sál minni lyftir
ófæddi andvarinn hlýi
áttunum skiptir, –
því báran á bænum sefur
– sé eg og heyri
að vetrarins virku dagar
verða ekki fleiri.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir
á Sandi.
VALTÝR
GUÐMUNDSSON
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
MAGNÚS ÁRNASON
matreiðslumeistari,
Víkurási 1,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 4. febrúar kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólína H. Kristinsdóttir,
Magnús Magnússon,
Una Magnússon,
Bolli Magnússon,
Árni Magnússon,
Guðlaugur Magnússon.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýju við andlát móður
minnar,
KRISTÍNAR GRÍMSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Eir,
áður til heimilis í
Bólstaðarhlíð 41.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á
hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Soffía Ákadóttir.
Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir,
GUNNAR HESTNES
vélstjóri,
sem lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn
28. janúar, verður jarðsunginn frá Áskirkju
þriðjudaginn 4. febrúar kl. 13.30.
Þorbjörg Bjarnadóttir,
Guðlaug Hestnes, Örn Arnarson.
Okkar ástkæri,
FRIÐBERT PÁLL NJÁLSSON,
Tjarnargötu 10B,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu-
daginn 26. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 4. febrúar kl. 15.00.
Monique Jacquette,
Davið Charles Friðbertsson
og aðrir ástvinir.
Ástkær bróðir okkar og mágur,
SIGFÚS ARNAR ÓLAFSSON
heimilislæknir,
frá Gröf á Höfðaströnd,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 30. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Jón Ólafsson, Inga Svava Ingólfsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Hjálmarsson,
Edda Jónína Ólafsdóttir, Hafliði Hafliðason.
Okkar góði vinur og frændi,
ÁRNI SIGURÐSSON
frá Steinum,
verður jarðsunginn frá Eyvindarhólakirkju
miðvikudaginn 5. febrúar kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á
Minningarsjóð dvalarheimilisins Kirkjuhvols.
Upplýsingar í síma 487 8108.
Aðstandendur.
Maðurinn minn, faðir okkar, tendafaðir og afi
TORFI ÁSGEIRSSON,
hagfræðingur,
Faxaskjóli 22,
Reykjavík
lést á Landspítalanum, Landakoti, föstudaginn 31. janúar.
Vera Pálsdóttir,
Ásgeir Torfason, Jenný Matthíasdóttir,
Anna Kristjana Torfadóttir,
Ólafur Torfason, Oktavía Guðmundsdóttir,
Ragnheiður Torfadóttir, Stefán Eiríksson
og barnabörn.
Þar sem englarnir syngja
sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
RÓBERT BIRKIR
VIGGÓSSON
✝ Róbert BirkirViggósson fædd-
ist í Reykjavík 9. maí
1976. Hann lést 23.
janúar síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Reynis-
kirkju 1. febrúar.
Drottinn minn réttu
sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans
harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól
að morgni.
Svo vaknar hann með sól
að morgni.
Farðu í friði vinur minn
kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður
mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Með hluta úr lagi eftir þitt uppá-
hald kveðjum við þig.
Gaman hefði verið að sjá, hvað þá
heyra fleiri texta eftir þig. Nokkra
fengum við að sjá en flestir hurfu víst
með þér.
Elsku Elísa, Viggó, Jón Ingi,
Lovísa, Hlynur og aðrir nátengdir
megi þið finna styrk hjá guði, hvort
öðru og okkur hinum í þessari miklu
raun.
Kveðja
Brynjólfur og
Hólmfríður.