Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 2

Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Útrás Samskipa Samskip hafa keypt helmings- hlut í eistneska skipafélaginu T&E ESCO-Container Lines AS. Eru kaupin að sögn áfangi í útrás Samskipa í austurvegi og styrkja flutningþjónustu þeirra milli N- Evrópu og Eystrasaltsríkja, Finn- lands og Rússlands. Lausir úr prísund Skipverjarnir fimm á Hugin VE-66, sem voru í raun kyrrsettir um borð í skipinu í Múrmansk í Rússlandi losnuðu úr þeirri prís- und í gær. Var skipið selt þangað en rússneskir embættismenn vildu ekki taka vegbréf mannanna gild þegar til kom. Átök um atkvæðin Búist er við að Bretar og Bandaríkjamenn muni leggja á það mikla áherslu á næstunni að fá ríkin í öryggisráði SÞ á sitt band í Íraksmálinu. Hefur Bush opnað á nýja ályktun en fortöl- urnar munu mæða mest á Blair. Seld t i l s jö landa Kvikmyndin Nói albínói eftir Dag Kára hefur þegar verið seld til sjö Evrópulanda eftir þátttöku sína í kvikmyndahátíðinni í Rott- erdam í vikunni. Þá þykir myndin mjög sigurstrangleg á kvik- myndahátíðinni í Gautaborg. Aukin bí lasala Sala á nýjum bílum jókst um 43% í janúar miðað við janúar í fyrra. Seldust alls 703 nýir bílar í ár og var salan mest hjá Toyota. Formaður Bílgreinasambandsins segir spáð 15-20% aukningu í ár. Gjaldþrotum fjölgar Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði um rúmlega 200 á síðasta ári og er það 56,5% fjölgun milli ára. 565 fyrirtæki urðu gjaldþrota 2002 en 361 á árinu 2001. Meiri hindranir Íslenskir sjóntækjafræðingar halda því fram, að lög hér á landi takmarki starfsemi þeirra miklu meira en í nágrannaríkjunum. Hafa þeir í mörg ár barist fyrir því að fá að annast sjónlagsmæl- ingar en samkvæmt lögum er að- eins augnlæknum heimilt að gera það. Sunnudagur 2. febrúar 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 9.389  Innlit 19.296  Flettingar 99.064  Heimild: Samræmd vefmæling Sölumaður fyrir hár- og förðunarvörur Heildsala sem sérhæfir sig í hár- og förðunar- vörum leitar að reyndum sölumanni. Í starfinu felst að finna nýja viðskiptavini, þjónusta nú- verandi viðskiptavini og hafa umsjón með kynningarmálum. Um 40% starf er að ræða til að byrja með, laun eru að hluta frammistöðutengd. Áhugasamir sendi starfsferilskrá til augl.deildar Morgunblaðsins fyrir 9. febrúar merkt: „Hár 1“. DREIFINGARAÐILI ÓSKAST! Við óskum eftir áhugasömum aðila til að sjá um sölu og dreifingu á hágæða smurefnum á Íslandi. Varan er seld í 147 löndum um heim allan í dag. Við bjóðum upp á:  Heildarlausn: þjálfun og kennsla, efni og prufur fyrir markaðssetningu og markaðsvernd. Við leitum að:  Fyrirtæki eða einstaklingi, sem getur ráðið til sín starfsfólk ef þarf, og hefur til umráða a.m.k. 50 fm lagerrými. Þekking og/eða reynsla af smuerfnum ekki nauðsynleg þar sem við veitum alla nauðsynlega kennslu. Nánari upplýsingar í síma 45 2331 7895. Áhugasamir sendi umsóknir á ensku eða dönsku til: Top-Tek A/S Gasværksgade 9 - DK-6700 Esbjerg Sími 0045 7691 34747. Fax 0045 7613 4749. Netfang: omega@omegaolie.dk www.omegaolie.dk ⓦ á Herjólfsgötu í Hafnarfirði Upplýsingar í síma 569 1116. Stóll til leigu Hársnyrtisveinar eða meistarar! Erum með stól til leigu á skemmtilegum vinnustað. Góð aðstaða — frábær staðsetning. Upplýsingar í síma 893 1376 eða 893 1375. Fullum trúnaði heitið. „Ég vissi alltaf að ég vildi gera þessa bíó- mynd sem mína fyrstu,“ segir Dagur Kári um frumraunina Nóa albín- óa sem í vikunni hefur vakið mikla athygli á þremur evrópskum kvikmyndahátíðum. Í samtali við Árna Þórarinsson bætir hann við: „Og mig langaði til að gera mína fyrstu bíó- mynd á Íslandi til þess að leggja áherslu á upp- runa minn.“ Næst kem- ur svo dogmamynd í Danmörku. Öðruvísi en allir aðrir Sunnudagur 2. febrúar 2003 ferðalögKaffihús VínarborgarbörnGrísafróðleikurbíóSvik og prettir hjá Steven Spielberg Sælkerar á sunnudegi Veitingahúsarýni um La Primavera „Lykillinn að velgengni La Prima- vera er stöð- ugleikinn.“ Prentsmiðja Morgunblaðsins Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 47 Listir 28/31 Bréf 48/49 Af listum 28 Dagbók 50/51 Birna Anna 28 Krossgáta 52 Forystugrein 32 Hugsað upphátt 27 Reykjavíkurbréf 32 Leikhús 54 Skoðun 36 Fólk 54/61 Minningar 37/40 Bíó 58/61 Þjóðlífsþankar 41 Sjónvarp 62 Þjónusta 46 Veður 63 * * * GUÐFINNA Einarsdóttir heldur í dag upp á 106 ára afmælið sitt. Guðfinna er þriðji elsti núlifandi Íslendingurinn en hún fæddist á Leysingjastöðum í Dalasýslu árið 1897. Guðfinna býr hjá dóttur sinni og tengdasyni, Jóhönnu Þorbjarn- ardóttur og Páli Jónssyni. Hún ólst upp í Dalasýslu og bjó þar ásamt foreldrum sínum. Hún fór í vist til Reykjavíkur um tíma. Guðfinna fór einnig í Húsmæðra- skóla. „Ég var á kvennaskólanum á Blönduósi þegar ég var tuttugu ára,“ segir Guðfinna. Það þótti henni skemmtilegur tími. Árið 1942 fór Guðfinna til Reykjavíkur en fluttist stuttu síð- ar í Hvítadal á heimili Sigurðar Sigurðssonar og tveggja barna hans, en hann hafði þá nýlega misst konu sína. „Ég var þar hús- stýra og það var nóg að gera.“ Guðfinna sá þar um heimilið í rúm 20 ár. Þá fluttist hún til Reykjavíkur til dóttur sinnar og hefur búið þar síðan, eða í rúm 30 ár. „Ég kunni vel við mig í sveit- inni, en ég kann enn betur við mig í Reykjavík,“ segir Guðfinna. Alltaf nóg að borða Mikið var um tónlist á bernsku- árum Guðfinnu. „Ég ólst upp við söng og hljóðfæraspil. Faðir minn spilaði á harmonikku í gamla daga og var söngmaður mikill. Bróðir minn lærði orgelspil og spilaði á kirkjuorgel í Hvammi við messu hjá séra Ásgeiri í fleiri ár. Faðir minn var forsöngvari þar. Ég söng og þótti syngja vel, það sagði séra Ásgeir að minnsta kosti,“ segir Guðfinna og hlær. Hún minnist bernsku sinnar með brosi á vör. „Móðir mín bjó til góðan mat og við fengum alltaf nóg að borða.“ Guðfinna las mikið hér áður fyrr og hlustaði á snældur en nú hlustar hún gjarnan á tónlist og horfir á fréttir með dóttur sinni og tengdasyni. „Dóttir mín og tengdasonur hugsa vel um mig. Mér líður vel hjá þeim.“ Guðfinna átti tvö systkini, Jón og Þuríði sem bæði eru látin og svo einn fósturbróður, Einar Kristjánsson, sem er 85 ára og heimsækir hana stundum. Hún á alls ellefu afkomendur. Guðfinnu hefur tekist vel að að- laga sig breyttum lífsháttum. Hún borðar til að mynda allan nútíma- mat og var fljót að tileinka sér nýja tækni eins og fjarstýringu við sjónvarp þegar hún kom fyrst. Guðfinna er enn við ágæta heilsu. Hún er reyndar sjóndöpur en heyrir ágætlega. Guðfinna gengur við göngugrind en vildi helst vera laus við hana. Hún hef- ur alla tíð lifað heilbrigðu lífi en segist ekki vita hver galdurinn er á bakvið langlífið. Guðfinna tekur á móti vinum og vandamönnum í dag á heimili sínu, Dalalandi 12. Blóm og gjafir eru afþökkuð.  flutti Valtýr Guðmundsson stjórnarskrárfrumvarp sem olli miklum deilum. Meginatriði frumvarpsins fól í sér að skipaður skyldi sérstakur ráðherra fyrri Ísland, er mætti á Alþingi og bæri ábyrgð fyrir því á öllum stjórnarathöfnum sínum. Mótstöðumenn þess héldu fram að það gengi ekki einungis of skammt heldur jafnvel í öfuga átt í sjálfstæðisbar- áttunni. Frumvarpið var síðan fellt.  bárust fregnir af linnu- lausri ásókn enskra botn- vörpunga á fiskimið í Faxaflóa. Almenningi gramdist athafnaleysi dansks varðskips sem átti að verja landhelgina í Fló- anum.  gáfu tvö ung skáld, Þor- steinn Erlingsson og Ein- ar Benediktsson, út fyrstu bækur sínar. Bók Þor- steins var ljóðabókin Þyrnar en Bók Einars hét Sögur og kvæði. Árið 1897 … (Heimild Öldin okkar 1861 – 1900) Guðfinna Einarsdóttir er 106 ára í dag Ólst upp við söng og hljóðfæraleik Morgunblaðið/Kristinn Guðfinna Einarsdóttir ásamt langömmubarni sínu, Einari Páli Pálssyni. Hún hélt á honum undir skírn sl. sumar. RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI og Læknavaktin ehf. hafa undirritað samning um blóðsýnatöku s.s. vegna ölvunaraksturs fyrir ríkislög- reglustjóra og lögreglustjóra í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Um langt árabil voru blóðsýnin tekin á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss, áður Borgarspít- alans en samningi þess efnis var sagt upp í fyrra af yfirlækni slysa- deildar. Samkomulag var þó um að veita þjónustuna þangað til lög- reglan hefði komið á samningi við annan aðila. Á fimmtudag ritaði rík- islögreglustjóri undir samninginn við Læknavaktina og tekur samn- ingurinn gildi 11. febrúar. Atli Árnason og Þórður Ólafsson frá Læknavaktinni með Harald Johann- essen ríkislögreglustjóra á milli sín. Læknavaktin tekur blóð- sýni fyrir lögregluna FIMM skipverjar, sem hafa verið innlyksa í Hugin VE65 í höfninni í Múrmansk síðan á þriðjudag, voru í gærmorgun sóttir af rússneskum embættismönnum og fluttir áleiðis til norsku landamæranna. Áttu þeir von á að komast heim með flugi frá Osló eða Kaupmannahöfn í dag. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær hafa yfirvöld í Rússlandi neitað að taka vegabréf þeirra gild en þeir fluttu Hugin til landsins eftir að hann hafði verið seldur þangað. Stóð til að þeir félagar færu heim um leið og skipinu hefði verið skilað. Eftir að fyrirheit um að þeir fengju að fara frá landi voru ítrek- að brotin í vikunni voru skipverj- arnir loks sóttir af rússneskum embættismönnum í gærmorgun og fluttir með bíl til norsku landa- mæranna. Þegar Morgunblaðið náði tali af þeim voru þeir staddir í rússneskri landamærastöð og höfðu beðið þar í nokkurn tíma. Að sögn Gríms Gíslasonar vél- stjóra voru landamæraverðir þar þá enn að velta fyrir sér vegabréf- um þeirra en hann átti þó von á að úr myndi rætast og þeir kæmust yfir landamærin í gær. Hann sagð- ist svo sannarlega vona að þetta gengi upp að þessu sinni. „Við er- um orðnir leiðir á Rússlandi svo vonandi sleppum við úr landi í dag,“ sagði hann um hádegi í gær. Grímur átti von á að þeir kæm- ust heim með flugi frá Osló eða Kaupmannahöfn í dag, sunnudag, ef það gengi eftir en það færi þó eftir því hversu vel gengi að breyta flugmiðunum sem hann sagði búið að breyta nær daglega síðan vand- ræðin hófust á þriðjudag. Skipverjar Hugins VE65 á heimleið AÐEINS einn læknir, Ingþór Friðriksson, er starfandi í Borgarnesi og þjónar hann um 4.000 íbúum svæðisins. Tveir læknar hafa sinnt þremur læknastöðum við heilsugæslustöðina en ástandið hefur þyngst töluvert undanfarið þar sem annar þeirra er í orlofi fram á vor. Guðrún Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri seg- ist vera með allar klær úti til að fá annan lækni til starfa. „Ég leita allra leiða til að fá hingað annan lækni. Það er óheyrilegt álag á einn mann að vera hér með 4.000 íbúa. Það hefur gengið mjög illa að manna þriðju stöðuna. Þetta er viðvarandi ástand sem staðið hefur yfir í þrjú ár. Ég veit ekki ástæð- una fyrir því,“ sagði Guðrún. Heilsugæslustöðin er komin nokkuð til ára sinna en er vel tækjum búin að sögn Guðrúnar. Guðrún sagði að í svona aðstæðum reyndi enn meira á hina 15 starfsmenn stöðvarinnar. Hún sagði starfsfólkið vinna vel saman og alla hjálpast að. „Auðvitað getum við ekki tekið að okkur starf lækna en ef það er eitthvað annað sem við getum gert til að létta undir með lækninum þá gerum við það.“ Heilsugæslustöðin sinnir öllum bráðatilfellum. Aðrir þurfa yfirleitt ekki að bíða lengur en í tvo daga til að komast að enda tekur Ingþór allt upp í 30 sjúklinga á dag, en meðaltalið er 14. Guðrún segist þó bjartsýn á að finna lækni fljótlega. Hún sagði útlitið bjartara nú en það var fyrir nokkrum dögum. Læknaskortur í Borgarnesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.