Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 23
dóttir, þau gengu í hjúskap eins og áður segir þann 12. nóvember 1886. Þau eignuðust 5 börn, er lifðu: 1. Sigurveig Guðrún, f. 10. janúar 1887, dáin 21. mars 1972, húsfrú. 2. Júlíana listmálari, f. 31. júlí 1889, dáin 17. apríl 1966. 3. Sveinn Magnús, f. 17. október 1891, dáinn 23. nóvember 1951, for- stjóri í Reykjavík. 4. Ársæll, f. 31. desember 1893, dá- inn 14. apríl 1969, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. 5. Sigurður, f. 16. nóvember 1898, dáinn 29. júní 1964, kaupmaður í Vestmannaeyjum. Eigi báru þau Sveinn og Guðrún gæfu til samþykkis og skildu þau, er Sigurður litli var 40 vikna (haustið 1899 – heimild Júlíana Svd.). 2. kona hans var Guðrún Guð- mundsdóttir, ekkja frá Gufunesi, bónda á Keldum Brynjólfssonar. Þau gengu í hjúskap 18. ágúst 1907, en skildu eftir 3 mánuði (heimild Júl- íana Svd.). 3. kona var Elín Magnúsdóttir tré- smiðs í Reykjavík Árnasonar. Hjóna- vígslan fór fram 8. júní 1918. Elín dó 10. ágúst 1933 og varð öllum harm- dauði, því hún var valmenni hið mesta. Elín, f. 12. ágúst 1877. 4. kona var Guðlaug Teitsdóttir bónda á Stóru-Drageyri í Skorradal Erlendssonar. Gengu þau í hjúskap 18. maí 1935. Guðlaug var fædd 10. júní 1904, en dó 8. nóvember 1974. Þrátt fyrir 42 ára aldursmun reyndist hjónaband þeirra hið far- sælasta, Guðlaug útlærð hjúkrunar- kona og bjó manni sínum hið feg- ursta heimili. Var hún vakin og sofin yfir velferð hans, þar til yfir lauk 13. maí 1947. Banamein hans var lungnabólga. Sveinn Jónsson var mikill bóka- safnari, en safnið óx honum yfir höf- uð, þannig að hann seldi söfn sín þrisvar sinnum, en byrjaði ávallt upp á nýtt. Sveinbjörn Jónsson hrl. sagði mér frá því, að þegar hann var fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Reykjavík, þá hafi hann boðið upp safn Sveins skv. ósk hans. Tók upp- boðið 5 daga. „Þar sem bókamenn eru mjög málgefnir, kom fyrir að kliður væri mikill í Bárubúð, þar sem boðið var upp. Þá gaf ég 10 mínútna kjaftahlé, en þá móðguðust karlarnir og þögðu“ sagði Sveinbjörn. Að lok- um átti hann aðeins eftir úrvalsbæk- ur, flest torfengnustu rit íslensk. All- ar þær bækur gaf hann Vestmannaeyjabæ og eru þær þar í sérstökum skáp í Bókasafni Vest- mannaeyja og til sérprentuð skrá um bókagjöfina. Þannig skildi hann við bæinn, sem hafði fóstrað börn hans svo vel. Skólaganga Sveins var hins- vegar með þeim alstytstu: „Svo var ég hjá honum Sigurði Sæmundssyni þrjú rökkur og eina kvöldvöku að læra reikning og er það allur minn skólagangur.“ (Úr fyrri Lesbókar- greininni.) En hvernig maður var Sveinn Jónsson? Í minningargrein um hann 20. maí 1947 í Mbl. kemst ritstjórinn Valtýr Stefánsson þannig að orði: „Sveinn Jónsson hafði lifað allt fram- faratímabil þjóðarinnar, allt frá því þjóðin var efnalaus, valdalaus og ráðalaus og fram til þeirra tíma, er við höfðum fengið fullt sjálfstæði og vorum orðnir bjargálna. Hann hafði sjálfur brotist áfram úr fátækt til efna, með dugnaði og fyrirhyggju, og þeirri bjartsýni sem ávallt einkenndi hann í öllu félagslífi hans og samstarfi við aðra. Hann var raunsær maður í athöfnum sínum, þegar um atvinnu og fjármál var að ræða. En í félagsmálum og menningar- málum var hann örgeðja hugsjóna- maður, er hafði óbilandi trú á því, að það myndi sigra, sem til frama horfir og blessunar fyrir land og lýð. Í hópi félaga og góðra kunningja var Sveinn síkátur og glaður. Þegar hann þurfti að koma einhverju til leiðar, innan þeirra félagssamtaka, sem hann vann fyrir, var það tíðum mesti styrkur hans, hve vel honum tókst að koma öðrum í gott skap. En það leyndi sér ekki að á bak við kæti hans og spaugsyrði var djúp alvara manns, sem vissi hvað hann vildi og þekkti ekki síður alvarlegar hliðar tilverunnar.“ Ég var 19 ára, þegar afi minn dó, svo ég man hann mjög vel og þótti ákaflega vænt um hann. Hann hafði þennan smitandi hlátur eða þetta já- kvæða útstreymi, að hvar sem hann kom, þá nötraði allt af kæti. Nelly Pétursdóttir, (1903-1981) húsfreyja á Miðhúsum í Álftaneshreppi, sagði mér frá því, að hún hafði starfað í eldhúsi mötuneytis þess, sem rekið var í Iðnó snemma á öldinni. Hún sá ekki matargestina, þegar þeir gengu inn í matsalinn, en hún vissi alltaf upp á hár, hvenær Sveinn Jónson var kominn, því þá varð allt vitlaust af hlátri um leið. Henrik Ibsen segir á einum stað í verkum sínum : „Han havde stor anlæg til att bli gla.“ Það mátti segja um Svein. Kunningi minn einn Jón P. Jóns- son húsgagnaframleiðandi í Gamla Kompaníinu sagði mér frá því, að Sveinn hafði verið spilafélagi föður síns og Þorvarðar prentara. Þeir spiluðu lomber. Það fór ekki fram hjá neinum á heimilinu, þegar Sveinn Jónsson var kominn. Þá sagði Jón P. við bræður sína: „Flýtum okkur nið- ur, káti kallinn er kominn.“ En hann gat líka verið harður í horn að taka og stjórnsamur, og það svo að lægi við harðstjórn og notaðist þá gjarnan við boðhátt og er það ætt- arfylgja. En enginn er fullkominn, hvorki Sveinn Jónsson né afkomend- ur hans. Síðustu orð hans við mig skömmu fyrir andlát hans voru þessi: „Allt sem hefur orðið mér til gæfu í lífinu á ég móður minni og fyrirbænum hennar að þakka. Það var oft þröngt í búi hjá okkur á Steinum, við vorum oft svöng systkinin, en stöðugur straumur nauðleitarfólks var um Steinabæina, sérstaklega á harðindaáratugnum 1880–90. Móðir mín vék oftast einhverju að þessu fólki, en eitt sinn ofbauð vinnukonu á Steinum örlæti móður minnar og mælti: „Þér mun hefnast fyrir þetta Guðrún Sveinsdóttir, að taka matinn frá svöngum börnum þínum og gefa þessum flökkulýð.“ Þá svaraði móðir mín: „Ef að eitthvað verður börnum mínum til gæfu á lífsleið þeirra, þá verða það einmitt þessir bitar, sem þú telur svo mjög eftir.“ Sveinn Jónsson hefði örugglega viljað gera orð sr. Matthíasar að sín- um: „Því hvað er ástar og hróðrar dís og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður.“ Heimildir: Brynleifur Tobíasson: Hver er maðurinn? Gísli Jónsson: Saga Iðnaðarmannafélags- ins í Reykjavík. Br. Sveinn Jónsson: Kynningarrit Stór- stúku Íslands. Valtýr Stefánsson: Minningargrein um Sv. J. í Mbl. 20. maí 1947. Pétur Zophaníasson: Sveinn Jónsson 75 ára, Mbl. 18. apríl 1937. Vísir: 19. apríl 1937, Sveinn Jónsson 75 ára eftir „a“, viðtalsþáttur. Sunnlenskir sagnaþættir, Gunnar S. Þor- leifsson, Bókaútgáfan Hildur 1981, þar sem eru á bls. 14–55 greinar eftir Svein Jónsson um sjóferðir undir Eyjafjöllum og Vest- mannaeyjum. Sveinn Jónsson: Íslenskt sveitaþorp á 19. öld – Steinar undir Eyjafjöllum. Í Lesbók Morgunblaðsins 2. sept. 1928. Sveinn Jónsson: Á Goðalandi, í Lesbók Mbl. 16. mars 1930 og 23. mars 1930. Hörður Ágústsson: „Íslensk byggingararf- leifð I. Ágrip af húsagerðarsögu 1750– 1940“, bls. 153–156. Útgefandi Húsafriðun- arnefnd ríkisins, Reykjavík 1998. Höfundur er sonarsonur Sveins Jónssonar og lögfræðingur í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 23 General Electric Helluborð 30% afsl. GE sýningarísskápar 20% afsl. Uppþvottavélar 20% afsl. Ofnar 30% afsl. Háfar 30% afsl. R Ý M U M FYRIR NÝJUM VÖRUM Sýningartæki á 15% - 50% afslætti! Bara á laugardag og sunnudag Þvottavélar og þurrkarar á 15-25% afsl. Opið: Laugardag 11:00 - 16:00 Sunnudag 13:00 - 16:00 Ýmis smátæki á STÓRlækkuðu verði Panasonic þráðlausir símar frá kr. 8.900.- Kenwood hrærivélar frá kr. 23.900.- Kenwood brauðristar frá kr. 1.990.- Kenwood töfrasproti kr. 1.890.- Kenwood djúpsteikingarpottar kr. 5.200.- Kenwood straujárn frá kr. 1.950.- ll l l l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.