Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 59 www.regnboginn.is Nýr og betri DV RadíóX Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i.12. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i FRÁ FRAMLEIÐENDUM LEON OG LE FEMME NIKITA Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.14 ára Fantaflottur spennutryllir með ofurtöffaranum Jason Stratham úr Snatch Hraði , spenna og slagsmál í svölustu mynd ársins. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Suma vini losnar þú ekki við...hvort sem þér líkar betur eða verr Frábær gamanmynd um tvær vinkonur sem hittast aftur eftir 20 ár.Með Óskarsverðlaunaleikkonunum Goldie Hawn og Susan Sarandon ásamt hinum frábæra Óskarsverðlaunahafa Geoffrey Rush. Hverfisgötu  551 9000 GRÚPPÍURNAR Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 12. Á bakvið rómantíkina, glæsileikann og ástríðurnar var átakanleg og ögrandi saga einstakrar konu. Ein allra besta myndin sem þú sérð í ár! Salma Hayek er stórkostleg sem listakonan Frida.  kvikmyndir.com www.laugarasbio.is SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2 HK DV Sýnd kl. 2, 5.30 og 9. B.i. 12. YFIR 85.000 GESTIR  Kvikmyndir.com  HJ. MBL  Radio X Kvikmyndir.is Sýnd kl. 3, 8 og 10.15 B.i. 14. Sýnd kl. 2, 4 og 6.Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.40. Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna. Náðu þeim í bíó í dag. í mynd eftir Steven Spielberg. SAGAN af krökkunum, sem björg- uðu heiminum með því að fletta of- an af ýmsum óþokkum, er vel þekkt. Hver man ekki eftir Fimm-, Ævintýra- og Dularfullubókum Enid Blyton? Þar leystu söguhetj- urnar ýmsar ráðgátur án aðstoðar fullorðinna, en voru þó ekki jafn vel útbúin og Njósnakrakkarnir (Spy Kids), sem heimsækja hvíta tjaldið á ný í myndinni Njósnakrakkarnir 2: Eyja horfinna drauma (Spy Kids 2: Island of Lost Dreams). Alexa Vega, sem leikur Carmen Cortez, og Daryl Sabara, sem leik- ur bróður hennar, Juni, segja að eitt það skemmtilegasta við að leika í myndinni hafi verið allar græj- urnar, sem þau fengu að nota. Ferðast um til að kynna myndina Þegar Morgunblaðið ræddi við leikarana ungu, en Alexa er 14 ára og Daryl 10 ára, voru þau stödd á meginlandi Evrópu, upptekin við að kynna nýju myndina. „Við erum búin að fara í franska Disneyland. Það er rosalega gaman. Það er öðruvísi en Disneyland í Bandaríkjunum,“ segir Daryl. Alexa bætir við að þau hafi líka farið upp í Eiffel-turninn, enda er hún eldri og finnst ekki nógu svalt að hafa bara gaman af því að leika sér í tækjum. „Við fórum líka í Louvre og skoð- uðum Notre Dame-kirkjuna,“ bætir Daryl við og vill ekki vera síðri maður. Þau eru því búin að vera dugleg við að kynna myndina og skoða sig um, þannig að það er kraftur í þeim líkt og njósnakrökkunum. „Mér fannst skemmtilegast að leika í áhættuatriðunum,“ segir Daryl og Alexa tekur undir það: „Allar græjurnar, sem við notuðum, voru svo spennandi.“ Er RALPH að fylgjast með? Uppáhaldsgræja Daryls í mynd- inni er RALPH, sem er njósna- skordýr, lítið vélmenni, sem getur tekið myndir. „Hann getur verið hvar sem er, og gert svo mikið, hann gæti núna verið að hlusta á símtalið okkar,“ segir Daryl. Þeim báðum fannst enn skemmti- legra að leika í seinni myndinni en það eru áreiðanlega margir, sem muna eftir ævintýrum þeirra í fyrstu myndinni um njósnakrakk- ana. „Það var auðveldara að leika í seinni myndinni. Í fyrra skiptið vissum við ekki alveg hvað við vor- um að gera en náðum samt fljótt tökum á þessu. Það er líka meiri spenna í þessari mynd, betri tækni og fleiri græjur,“ segir Daryl en hvorugt þeirra virðist geta hætt að tala um græjurnar! „Það sem er líka öðruvísi núna er að keppinautar okkar í myndinni eru líka krakkar,“ bætir hann við. Við upptökur þurftu krakkarnir mikið að leika fyrir framan auðan skjá og fylgir þessu mikill þykj- ustuleikur. „Við þurfum mjög mikið að þykjast vera að leika á móti ein- hverju. Þess vegna var mjög skemmtilegt að sjá lokaútkomuna, því við vissum í raun ekkert hvern- ig myndin yrði,“ segir Daryl. „Ég held að allir krakkar hafi smánjósnakrakka í sér,“ segir Alexa. „Til þess að vera njósnakrakki verður maður að vita hvað maður er að gera og ég vissi það miklu betur í þessari mynd en hinni fyrri,“ segir Daryl. Þau útskýra að í fyrri myndinni hafi þau þurft að styðjast meira við eigið hugvit en núna hafi þau fengið að nota fleiri græjur við að bjarga heiminum. Alexa og Daryl ætla að sýna heiminum aftur hvað Carmen og Juni Cortez geta afrekað í Njósna- krökkunum 3. „Það er ennþá leynd- armál um hvað hún er en leikstjór- inn, Robert Rodriguez, sagði mér að segja þér að hún yrði mjög töff,“ segir Daryl. Robert er stór krakki „Robert er sjálfur eins og stór krakki,“ segir Alexa. „Hann hefur gaman af stóru leikföngunum sín- um eins og bílum. Hann á helling af tölvuleikjum,“ segir Daryl og er greinilegt að þeim finnst leikstjór- inn mjög skemmtilegur. Líf Daryl og Alexu er ekki eins og venjulegra 14 og 10 ára krakka. Sem dæmi ganga þau í skóla á tökustað. „Á milli sena förum við í skólann,“ segir Daryl. „Ég er í unglingadeildinni svo það er miklu meira að gera hjá mér núna. En ég er vön því ég hef mest- alla ævina farið í skóla á tökustað,“ segir Alexa, sem hefur leikið í bíó- myndum og sjónvarpi síðustu tíu árin. „Við höfum verið jafn lengi í þessu því ég byrjaði þegar ég var sjö vikna og Alexa þegar hún var fjögurra,“ segir Daryl. Vilja læra meira um kvikmyndir Þau hafa bæði áhuga á því að halda áfram að starfa við kvik- myndir. „Mig langar virkilega að starfa við kvikmyndir í framtíðinni. Kannski verð ég áfram leikari en mig langar líka að verða leikstjóri eða framleiðandi,“ segir hún og bætir við að hún hafi mikinn áhuga á íþróttum. „Mig langar líka að læra meira um kvikmyndagerð í háskóla,“ segir Daryl. „Leiklist er áhugamál mitt,“ seg- ir Alexa. „Það skemmtilega við þetta er að maður fær að ferðast til annarra landa,“ segir Daryl og aldrei að vita hvað þau eigi eftir að gera í framtíðinni. „Krakkar geta kennt foreldrum sínum svo margt, eins og kemur fram í myndinni,“ segir Alexa og Daryl er sammála: „Það er svo frábært að krakkar skuli geta bjargað heiminum. Aðrir krakkar sjá þetta og vita þá að þau geta hjálpað heiminum á marga vegu, með því að hjálpa foreldrum sínum. Krakkar geta kennt full- orðnum mikið. Þeir hafa svo mikið ímyndunarafl.“ Gaman að græjunum Njósnakrakkarnir hafa lent í ótrúlegum æv- intýrum og kunna að bjarga sér. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Carmen og Juni Cortez, leikarana Alexu Vega og Daryl Sabara, um nýju myndina. Njósnakrakkarnir Alexa Vega og Daryl Sabara í hlutverkum Carmen og Juni Cortez. Þau fá að notast við margskonar græjur í nýju myndinni. ingarun@mbl.is Njósnakrakkarnir í nýjum ævintýrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.