Morgunblaðið - 02.02.2003, Qupperneq 6
Morgunblaðið/Sverrir
RIGNINGIN lemur malbikið á
Grandagarði. Eins og Ása-Þór hafi
sveiflað Mjölni og hann skoppi eft-
ir götunni. En þrumuguðinn lætur
þó ekkert á sér kræla. Hann hefur
ekki frétt af þorrablótinu.
Blótsgjöldin eru greidd við inn-
ganginn. Og við tekur notaleg
kaffistofa, þar sem gestirnir
gleyma sér, eins og iðulega gerist
þar sem næði skapast á manna-
mótum. Blaðamaður fylgist með
pari á miðjum aldri reyna að kom-
ast inn í Valhöll með greiðslukorti.
Þeim er vísað á
næsta hraðbanka.
Annaðhvort þurfa
þau að greiða með
peningum eða
falla í orrustu til
að komast inn.
Þegar blaðamaður gengur inn í
salinn standa þrjár konur fyrir
miðju í fornri helgiathöfn að heiðn-
um sið.
– Þá er kominn tími til að ausa á
horn, segir sú ábúðarfyllsta. Hún
eys í horn úr risastórum fonti, sem
gæti verið skjöldur Týs, og heldur
áfram:
– Látið hornin ganga, þannig að
tvö séu saman um drykkjarhorn.
Enginn má vera útundan. Gestir
drekki til þeirra goða sem hver
kýs.
Blaðamaður er staddur á þorra-
blóti Ásatrúarfélagsins. Víst er
þetta engin Péturskirkja í Róm.
Hér væri frekar vettvangur fyrir
sveitaball en kaþólska messu. Og
hvað getur verið þjóðlegra en
sveitaball? Í salnum eru um sjötíu
manns sem eiga það sameiginlegt
að trúa þó að hver trúi því sem
hann vill trúa. Hér er nýaldarfólk
sem kann að
ráða í stjörnur
og les náttúruna
eins og hún væri
dróttkvæð. En
einnig unnendur
fornþjóðlegra
fræða, íslenskuspekingar og
sagnaþulir. Og ungir menn með
krossa um hálsinn Óðni til dýrðar.
– Ég er með krossinn yfir
bindinu á fínni mannamótum, segir
einn.
Annar er með gljáfægða belt-
issylgju.
– Hvaða trúartákn er þetta?
spyr blaðamaður gáfumannslega.
– Þetta er nú bara til að halda
buxunum uppi, svarar pilturinn.
Blaðamaður ætlar að beina tal-
inu að öðru, þegar einn piltanna,
stór og þreklegur, brettir upp aðra
ermina og sýnir myndarlegt húð-
flúr af keltnesku sverði.
Setur á nef brún
svartur stundum,
eldrauður strax
Þannig er þorra lýst af séra
Bjarna Gissurarsyni. Ekki er þorri
frýnilegur af lýsingunni að dæma –
ekki frekar en maturinn.
– Oj, mig langar ekki í þetta,
segir stúlka og potar í matinn, sem
ygglir sig á móti.
– Þetta er þorrablót, segir vinur
hennar hneykslaður. Af hverju
varstu ekki bara heima og borðaðir
pítsu?
Blaðamaður stendur við vel úti-
látið þorrahlaðborð. Ljóst á öllu að
sagan á ekki að endurtaka sig frá
jólablótinu, þar sem hálft annað
hundrað manns mætti, og mat-
urinn kláraðist.
– Veistu nokkuð hvaðan síldin
er? spyr matgæðingur.
– Nei, svarar blaðamaður.
– Mér finnst ég þekkja bragðið,
held hún sé frá Neskaupstað.
Hár maður og alskeggja eftir
nýjustu ásatrúartískunni stendur
upp, lyftir horninu, og segir digr-
um rómi:
– Heill Freyju!
– Heill, bergmálar í sex tugum
hálsa.
Nánast ekkert lát er á skemmti-
atriðum allt kvöldið, ýmist haldnar
tölur eða flutt tónlist.
– Það er hefð að konur standi
upp á bóndadegi og segi eitthvað
fallegt um karlmenn, segir Kjal-
nesingagoði í þorraþæfingi. En svo
talar hún um eitthvað allt annað.
Vestfirðingagoði flytur upp-
fundna tónlist við dróttkvæði, „erf-
iðasta, flóknasta og skringilegasta
hátt á jarðkringlu“, og er fyrsta
embættisverk nýkjörins allsherj-
argoða að taka þátt í tónlistarflutn-
ingnum. Þá taka sjentilmenn við
með ljúfri sveiflu, kirkjuorganisti
frá Hrísey og djasselskur klarín-
ettuleikari. Ekki má gleyma fær-
eyskum hringdansi sem dansaður
er á svipaðan hátt og ásatrúin er
iðkuð – hver og einn fer í þá átt
sem honum líst best.
– Heill Freyju!
– Heill!
Blaðamaður hafði
ekki búist við því að
hitta jólasveininn á
samkomunni. En
þarna er hann lif-
andi kominn og
heilsar með vinstri,
þar sem hann er aumur í þeirri
hægri.
– Ég rotaði ísbjörn, segir hann
til skýringar. Svo bætir hann við af
innsæi, sem aðeins fæst með sárri
reynslu, að aldrei sé hægt að
þekkja þá úr sem heilsa fast.
– Vinstri höndin er líka nær
hjartanu, segir kvikmyndagerð-
armaður og náttúrubarn, sem
mættur er á þorrablótið til að njóta
bóndadagsins; konan hans raðar
ljúflega á diskinn hans öllu því sem
flestir fúlsa við.
– Er ekki bóndadagurinn að
verða búinn? kallar önnur kona í
salnum, sem er orðin þreytt á
dekrinu við karlinn. Hún verður að
þrauka hálftíma lengur. Þá getur
hún aftur farið að ráðskast með
hann.
– Heill Freyju!
– Heill!
Á blótinu er fólk á öllum aldri og
hefur unga kynslóðin hreiðrað um
sig á kaffistofunni. Piltar og
sprund gefa hvert öðru auga. Ein-
eygðir ljósastaurar lýsa upp nótt-
ina. Óðinn er alls staðar.
Á þorrablóti Ása-
trúarfélagsins
SKISSA
Pétur Blöndal
kynnti sér
háttu heið-
inna manna
– Oj, mig langar ekki í
þetta, segir stúlka og
potar í matinn, sem
ygglir sig á móti.
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍSKIR embættismenn
voru varaðir við kjarnorkuáætlun-
um Norður-Kóreustjórnar í nóvem-
ber 2001 en vegna uppnámsins í
kjölfar hryðjuverkanna vestra í
september var ekkert gert í málinu.
Kom þetta fram í Washington Post í
gær.
Blaðið segir að sérfræðingar við
Lawrence Livermore-stofnunina í
Kaliforníu hafi upplýst að N-Kóreu-
stjórn væri að reisa verksmiðju til
að auðga úran en það er síðan notað
við framleiðslu kjarnorkusprengna.
Embættismenn aðhöfðust þó ekkert
vegna ástandsins í kjölfar hryðju-
verkanna mánuðum fyrr. Þessar
upplýsingar voru síðan staðfestar í
júní í fyrra í viðamikilli skýrslu frá
CIA, bandarísku leyniþjónustunni,
og öðrum leyniþjónustustofnunum.
Eftir hverju var beðið?
Washington Post varpar fram
þeirri spurningu hvers vegna
Bandaríkjastjórn hafi beðið með
það fram í október á síðasta ári að
skýra n-kóreskum embættismönn-
um frá vitneskju sinni og skýra síð-
an ekki frá henni opinberlega fyrr
en nokkrum vikum síðar þótt hún
hafi búið yfir henni í langan tíma.
Vissu um kjarn-
orkuáætlanir
Washington. AFP.
KOMIÐ hefur í ljós að fjögur „út-
kulnuð“ eldfjöll í Suður-Ameríku eru
enn virk. Er það niðurstaða rann-
sókna með hjálp gervihnatta en þær
sýna kvikuhreyfingu undir fjöllun-
um. Segja vísindamenn að þetta
sama geti átt við um útkulnuð eld-
fjöll um allan heim.
Rannsóknirnar náðu til 900 eld-
fjalla í Andesfjöllum í Chile og voru
gervihnattamælingarnar gerðar
reglulega í nokkurn tíma. Mark Sim-
ons, prófessor við Tæknistofnunina í
Kaliforníu, segir, að með útkomuna í
huga verði að endurmeta eldfjöll og
eldfjallasvæði um allan heim enda
ekki ólíklegt að mörg útkulnuðu eld-
fjallanna séu í raun enn virk. Kom
þetta fram á fréttavef BBC, breska
ríkisútvarpsins, í gær.
Útkulnuð eld-
fjöll enn virk
MORÐ á tveimur ungum lögreglu-
þjónum í El Segundo í Kaliforníu að-
faranótt 22. júlí 1957 er nú talið leyst.
The New York Times greinir frá
því, að í september sl. hafi verið tekið
til við rannsókn málsins á ný, eftir
fjögurra áratuga hlé, er lögregla
fékk ábendingu sem síðan reyndist
að vísu ekki skila neinu. En þar sem
búið var að opna málið á ný ákvað
lögreglan að athuga hvort nýr
fingrafaragagnagrunnur, sem alrík-
islögreglan FBI opnaði í febrúar í
fyrra og geymir fingrafaraskrár úr
lögregluskýrslum hvaðanæva úr
Bandaríkjunum, kynni að koma
þeim á nýtt spor í þessu gamla saka-
máli.
Og viti menn: fingraför sem tekin
höfðu verið í bíl sem morðinginn
hafði stolið og ók er hann myrti lög-
reglumennina, virtust passa við
fingraför manns sem tekinn hafði
verið fyrir innbrot í Suður-Karólínu
árið 1956. Það kváðu vera fingraför
Geralds F. Mason, 68 ára gamals
fyrrverandi benzínstöðvarrekanda
sem kominn er á eftirlaun, sem var
handtekinn á heimili sínu í bænum
Columbia í Suður-Karólínu á mið-
vikudag.
Saksóknaryfirvöld í Kaliforníu
bíða þess nú að fá Mason framseldan
frá Suður-Karólínu svo að hægt sé
að rétta yfir honum, en auk hins tvö-
falda morðs er hann ákærður fyrir
mannrán, nauðgun og rán – nóttina
sem lögreglumennirnir voru drepnir
hafði morðinginn komið að tveimur
unglingapörum sem voru að kela í
bílum sínum. Hann neyddi þau til að
fara úr fötunum, batt þau og nauðg-
aði annarri stúlkunni, sem var fimm-
tán ára. Rændi hann eigum þeirra,
m.a. úrum strákanna, og stakk af á
öðrum bílnum; lögreglumennirnir
stöðvuðu hann er hann ók yfir á
rauðu ljósi. Úrin og morðvopnið, .22-
kalibera skammbyssa, fannst árið
1960 í húsagarði skammt frá þar sem
bíllinn var skilinn eftir.
Engin afbrot síðan 1957
Það sem gerir mönnum erfitt fyrir
að finna sakborninginn, sem á konu,
tvær dætur og þrjú barnabörn, og
flækir málaferlin á hendur honum,
er að hann hefur ekkert brotið af sér
svo vitað sé á síðustu 46 árum. Mjög
óvenjulegt er að menn fremji alvar-
legan ofbeldisglæp aðeins einu sinni
og lifi síðan sem löghlýðnir borgarar
fram á elliár. Enda segjast aðstand-
endur hans og nágrannar sannfærðir
um að lögreglan sé á villigötum og
fari mannavillt.
Telja sig hafa
leyst 45 ára
gamalt morðmál
UM sjö milljónir ólöglegra innflytj-
enda voru í Bandaríkjunum í janúar
2000. Kemur það fram í skýrslu, sem
bandaríska innflytjendastofnunin
birti í fyrradag.
Samkvæmt skýrslunni hafði ólög-
legum innflytjendum fjölgað um 1,2
milljónir manna frá október 1996
þegar síðasta skýrsla þessa efnis var
birt. Ljóst er, að ólöglegum innflytj-
endum hefur fjölgað miklu hraðar en
áður var talið.
Í skýrslunni um árið 1996 var tal-
ið, að þeim fjölgaði til jafnaðar um
275.000 manns á ári en nú er fjölg-
unin talin hafa verið um 350.000
manns á ári. Sem dæmi um það má
nefna, að bandaríska innflytjenda-
stofnunin áætlar, að bara á árinu
1999 hafi ólöglegum innflytjendum
fjölgað um meira en hálfa milljón
manna.
Næstum þrír af hverjum fjórum
ólöglegum innflytjendum eru í sjö
ríkjum, Kaliforníu, Texas, New
York, Illinois, Flórída, Arizona og
Georgíu. Í Kaliforníu og Texas er
fjöldinn um ein milljón manna í
hvoru ríki. Langflestir ólöglegu inn-
flytjendanna eru Mexíkómenn eða
69%.
Bandaríkin
Sjö millj-
ónir ólög-
legra inn-
flytjenda
Washington. AFP.
KÍNVERJAR fögnuðu því í gær, að þá var fyrsti dagur
nýs tunglárs, Árs geitarinnar, eins og það er kallað að
þessu sinni. Var mikið um að vera í Kína og meðal Kín-
verja annars staðar en myndin er frá Hong Kong. Þóttu
skrautsýningarnar þar minna nokkuð á kjötkveðjuhá-
tíðina í Brazilíu.
Reuters
Kínverjar fagna Ári geitarinnar