Morgunblaðið - 02.02.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 02.02.2003, Síða 1
SAMSKIP hafa keypt helmings- hlut í fyrirtækinu T&E ESCO – Container Lines AS, sem skráð er í Tallinn í Eistlandi og var áður rekið undir nafninu Estonian Shipping Company Ltd. (ESCO). Samkvæmt upplýsingum frá Samskipum eru kaupin áfangi í út- rás Samskipa í austurveg sem styrkja enn frekar flutningsþjón- ustu félagsins milli Norður-Evr- ópu og Eystrasaltsríkjanna, Finn- lands og Rússlands. Ársvelta áætluð um 930 millj. T&E ESCO – Container Lines er með fjögur skip í siglingum milli Eistlands, Finnlands, Svíþjóðar, Bretlands, Belgíu, Hollands og Þýskalands og er brottför tvisvar í viku. Hvert skip rúmar 266 gáma- einingar og er velta fyrirtækisins á þessu ári áætluð 12 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 930 milljóna íslenskra króna, en í heild voru fluttar 41 þúsund gámaein- ingar á þessari siglingaleið í fyrra. Helstu viðskiptavinir félagsins eru önnur skipafélög og flutnings- miðlanir og er stefnt að enn frek- ari markaðshlutdeild með hagræð- ingu og samhæfingu við aðra starfsemi Samskipa á svæðinu. Al- þjóðlega skipafyrirtækið Tschudi & Eitzen Group, sem er með höf- uðstöðvar í Noregi, er meðeigandi Samskipa í T&E ESCO – Contain- er Line. Samskip kaupa skipafélag í Eistlandi Morgunblaðið/Þorkell STOFNAÐ 1913 31. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 mbl.is Stríðsótti í Jórdaníu Jóhanna Kristjónsdóttir fjallar um viðhorf almúgans í Amman 12 Gengið um Tókýó með penna og myndavél Sunnudagur 8 Að bjarga heiminum Knáir krakkar eru aðalleikarar í Njósnakrökkunum Fólk 59 Heillandi óreiða BÚIST er við, að Bretar og Bandaríkja- menn muni leggja á það ofuráherslu á næstu dögum og vikum að fá ríkin, sem eiga fulltrúa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, á sitt band í Íraksmálinu. Augljóst er, að George W. Bush Bandaríkjaforseti opnaði á nýja ályktun um Írak í viðræðum sínum við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í fyrradag og víst þykir, að Blair muni beita sér mest í þessum fortölum. Blair mun leggja áherslu á þetta á fundi sínum með Jacques Chirac, forseta Frakk- lands, á þriðjudag en auk Bretlands og Bandaríkjanna hafa Frakkland, Kína og Rússland neitunarvald í öryggisráðinu. Halda þrjú síðastnefndu ríkin því fram, að nýja ályktun þurfi til að hefja stríð gegn Írak og því verði að gefa vopnaeftirlits- mönnunum meiri tíma. Átta önnur ríki, sem eiga fulltrúa í örygg- isráðinu en ekki fastafulltrúa, þar á meðal Þýskaland, eru sammála þessu og því eru aðeins fjögur ríki, Bandaríkin, Bretland, Spánn og Búlgaría, hlynnt tafarlausum hernaðaraðgerðum. Breska blaðið The Daily Telegraph sagði í gær, að meira en 100 breskir og bandarísk- ir sérsveitamenn hefðu farið frá Jórdaníu inn í Vestur-Írak til að staðsetja skotmörk komi til átaka. Írösk dagblöð eru hins vegar kokhraust og höfðu í gær eftir Saddam Hussein, forseta Íraks, að þótt Bandaríkja- menn sendu milljón hermenn til landsins, yrði þeim öllum slátrað. Barist um atkvæði í öryggisráði London. AFP. KVIKMYNDIN Nói albínói eftir Dag Kára hefur þegar verið seld til sjö Evr- ópulanda eftir þátttöku sína í kvik- myndahátíðinni í Rotterdam í vikunni. Í gærkvöldi, laugardag, var tilkynnt nið- urstaða dómnefndar á Gautaborgarhátíðinni, helstu kvikmyndahátíð Norðurlanda, þar sem Nói albínói keppti um verðlaun fyrir bestu norrænu myndina. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var myndin talin mjög sigurstrangleg. Fyrr í vikunni hafði hún unnið til tvennra verð- launa á Premiers Plans-hátíðinni í Frakklandi, fyrir bestu mynd og bestu tónlist, og á föstudag hlaut myndin áhorfendaverðlaun á hátíðinni í Rotter- dam. Að sögn Skúla Malmquist hjá Zik Zak- kvikmyndum, framleiðanda Nóa albínóa, hefur myndin verið seld til Frakklands, Ítalíu, Hollands, Belgíu, Lúxemborgar, Sviss og Austurríkis og tilboð hafa bor- ist frá fleiri löndum. Þá var greint frá því í Kaupmannahöfn í vikunni að Danska kvikmyndastofnunin hefur ákveðið að styrkja myndina með 145 þúsund dollara fjárframlagi, eða rúm- lega ellefu milljónum íslenskra króna. Nói albínói seldur til sjö landa Dagur Kári  Öðruvísi en/Sunnudagur 1 ÞÆR eru margar áskoranirnar í lífinu og þessi ungi maður hefur tekist á við eina þeirra. Líklega hafa steinarnir í lítilli tjörn, sem er að finna í Seljahverfi í Breiðholti, verið of freistandi til að sleppa því að reyna sig á þeim og virðist piltinum bara ganga ágætlega að hoppa á milli þeirra. Það er þó vissara að fara varlega þar sem snjórinn og hálkan geta reynst ansi lúmsk og hið minnsta feilspor getur endað með óvæntu baði í köldum polli. Búast má við að fljótlega leggi tjörnina, því að talsverðu frosti er spáð í dag um allt land. Morgunblaðið/Kristinn Stiklað á steinum ♦ ♦ ♦ „ÞETTA er mjög mikil aukning miðað við þá starfsemi sem við höf- um í dag,“ segir Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa. Að sögn hans hefur hið nýja fé- lag yfir að ráða 45 þúsund gáma- einingum og að viðbættri þeirri starfsemi sem Samskip eru með á þessu svæði verður félagið samtals með um 60 þúsund gámaeiningar. „Þetta er mjög ánægjulegt. Við verðum mjög stórir á þessu svæði. Við ætlum að samhæfa rekst- urinn okkar rekstri á þessum svæðum, það er að segja í Imm- ingham í Bretlandi, í Hollandi, Þýskalandi, Danmörku og Rúss- landi. Og munum við í kjölfarið setja upp skrifstofu í Belgíu. Þetta svæði hefur vaxið mjög mikið að undanförnu og spáð er áframhaldandi vexti.“ Mikil efling á starfsemi okkar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.