Morgunblaðið - 02.02.2003, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
5
3
7
6
Fyrsta heimilið
www.bi.is
AÐSÓKN á vefsvæðið mbl.is sló
nýtt met í 4. viku þessa árs, sam-
kvæmt samræmdri vefmælingu
Modernus ehf. og Verslunarráðs
Íslands. Fréttavefurinn mbl.is er
fimm ára í dag. Á heimasíðu Mod-
ernus ehf. er frétt um metaðsókn-
ina að mbl.is. Þar segir m.a.:
„Nú er í fyrsta sinn hægt að
bera vefinn saman við stóra
þekkta vefi í útlöndum. Flettingar
á mbl.is fóru í liðinni viku í fyrsta
sinn yfir 2.500.000, innlit í fyrsta
sinn yfir 700.000 og gestafjöldinn
einnig í fyrsta sinn yfir 120.000.
Þessar tölur nægja vefnum til þess
að teljast jafnstór [og] tveir
þekktir danskir vefir. Þeir eru
www.bt.dk (BT online, 776.000
innlit í þriðju viku) og www.berl-
ingske.dk (Berlingske Tidende,
130.000 gestir í þriðju viku) í
Danmörku. Þetta hlýtur að þykja
saga til næsta bæjar, sérstaklega í
ljósi þess að Danir eru um
nítjánfalt fleiri en Íslendingar.“
Jens Pétur Jensen, fram-
kvæmdastjóri Modernus ehf.,
segir í samtali við Morgunblaðið
að af niðurstöðum reglulegra
vefmælinga, sem hófust í maí 2001,
megi álykta að stórir vefir hér á
landi séu nokkuð að stækka á
kostnað þeirra minni. Eins hafi
heimanotkun Netsins aukist í
kjölfar ADSL-væðingarinnar.
Aðsóknarmet á mbl.is
Fimm ár í netfréttum/24
GJALDÞROTUM fyrirtækja fjölgaði um
rúmlega tvö hundruð á síðasta ári sem er
56,5% fjölgun milli ára. 565 fyrirtæki
urðu gjaldþrota á árinu 2002 samanborið
við 361 fyrirtæki á árinu 2001.
Árangurslausum fjárnámum hjá fyr-
irtækjum fjölgaði minna á síðasta ári. Þó
fjölgaði þeim um tæp 20% milli ára. Það
er samt verulega minni aukning en árið á
undan, 2001, þegar árangurslausum fjár-
námum fjölgaði um tæp 80% frá árinu
2000.
Flest fyrirtæki sem urðu gjaldþrota í
fyrra voru í byggingarstarfsemi og
mannvirkjagerð eða 73 talsins og næst-
flest eða 71 gjaldþrot var í greininni
smásala og viðgerðir á hlutum til einka-
og heimilisnota. Þá urðu 54 gjaldþrot hjá
umboðs- og heildverslunum með annað
en bíla og vélhjól og 49 gjaldþrot urðu í
hótel- og veitingahúsarekstri á síðasta
ári.
Árangurslausum fjárnámum og gjald-
þrotum hjá einstaklingum fjölgaði einnig
á síðasta ári. Árangurslausum fjárnám-
um hjá einstaklingum fjölgaði um 26,1%
úr 5.393 árið 2001 í 6.799 í fyrra.
Tvöfalt fleiri árangurslaus
fjárnám en fyrir fimm árum
Þegar litið er fimm ár aftur í tímann
kemur í ljós að fjöldi árangurslausra
fjárnáma hjá einstaklingum hefur meira
en tvöfaldast frá 1998, en þá voru þau
rúmlega 3.000 talsins.
Gjaldþrotum einstaklinga fjölgaði
einnig í fyrra eða um 25,6%, úr 289 í 363.
Þeim hefur hins vegar fækkað frá ár-
unum þar á undan og er það að sumu
leyti rakið til breyttra innheimtuaðferða,
meðal annars tollstjóraembættisins, sam-
kvæmt upplýsingum Lánstrausts sem
heldur utan um skráningu á þessu sviði.
Samtals voru árangurslaus fjárnám
hjá einstaklingum og fyrirtækjum 9.392
talsins á síðasta ári en þau voru 7.569 ár-
ið 2001. Þeim hefur fjölgað tvöfalt frá
árinu 1999 þegar þau voru 4.613 talsins.
Gjaldþrot-
um fjölg-
aði um 56%
FÍKNIEFNI fundust í tveimur bíl-
um sem lögreglan í Kópavogi stöðv-
aði við reglubundið eftirlit aðfaranótt
laugardags. Fjórir voru í bílunum og
játuðu þeir á sig neyslu við yfir-
heyrslu.
Hjá þeim fundust tæki og tól til
fíkniefnaneyslu og lítilræði af kanna-
bisefnum. Þeim var sleppt eftir yf-
irheyrslu.
Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir
vegna gruns um ölvun við akstur í
Kópavogi í fyrrinótt.
Fíkniefni í
bifreiðum
í Kópavogi
REBEKKA Allwood, 13 ára stúlka
úr Mosfellsbæ, sem legið hefur á
sjúkrahúsi frá 6. nóvember sl.
vegna alvarlegra meiðsla sem hún
hlaut er hún varð fyrir bíl á Vest-
urlandsvegi, hefur verið á hægum
batavegi undanfarnar vikur. Var
gert ráð fyrir að hún fengi að fara
heim til sín í fyrsta skipti í gær í
tæpa þrjá mánuði, en þó aðeins í
nokkra klukkutíma til að byrja
með.
Í slysinu tvíhálsbrotnaði Re-
bekka og tvífótbrotnaði á öðrum
fæti auk þess sem hún fékk tölu-
vert höfuðhögg. Að sögn móður
hennar, Ólafar Þráinsdóttur, hef-
ur Rebekka verið í sjúkraþjálfun
og öðlast nokkurn mátt en þó ekki
nægilega mikinn til að standa á
fætur eða tala. Framundan er því
mikil þjálfun, bæði sjúkra- og
iðjuþjálfun auk talþjálfunar.
Fyrstu tvær vikurnar eftir slysið
var henni haldið sofandi í önd-
unarvél á gjörgæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi en síðan var
hún flutt yfir á barnadeild spít-
alans þar sem hún hefur verið í
sjúkraþjálfun. Að sögn móður
hennar eru læknarnir varkárir í
yfirlýsingum um batahorfur.
„Þeir segja að horfur á bata í
svona tilvikum séu mjög óútreikn-
anlegar, sérstaklega þegar börn
eiga í hlut, en þó geti þau komið á
óvart og náð sér ótrúlega vel,“
segir hún.
„Fyrstu tvo mánuðina var mjög
hæg framför hjá henni, en mér
finnst henni hafa vegnað betur nú
í janúar.“ Allt frá því Rebekka
losnaði úr öndunarvél hefur hún
haft foreldra sína og ömmu hjá
sér á spítalanum allan sólarhring-
inn og hefur móðir hennar verið
frá vinnu frá því slysið varð. Hún
segir mjög mikilvægt að hafa
ávallt einhvern hjá Rebekku og að
hún megi ekki vera ein á meðan
tjáningargetan er ekki meiri. Hún
segir slysið hafa verið mikið áfall
fyrir fjölskylduna og umönn-
uninni fylgi að sjálfsögðu mikið
álag. „Þótt ég reyni að taka hlut-
unum af eins miklu æðruleysi og
mögulegt er fær maður stundum
yfirþyrmandi áhyggjur af fram-
tíðinni,“ segir hún. „En maður
reynir eftir bestu getu að hrinda
þeim frá sér sem fyrst og taka
einn dag í einu. Sem betur fer hef-
ur Rebekka tekið stöðugum fram-
förum og hver áfangi glæðir vonir
um frekari bata.“
Í næstu viku er stefnt að því að
Rebekka fari í fyrsta skipti í þjálf-
un í sundlaug, en þess má geta að
hún býr að góðri íþróttaþjálfun,
sem móðir hennar telur að muni
nýtast henni vel í endurhæfing-
unni. Hefur hún æft fimleika með
meistaraflokki Ármanns og hand-
bolta og fótbolta með Aftureld-
ingu í Mosfellsbæ og hefur verið
haldið fótboltamót um helgina til
styrktar fjölskyldunni.
Foreldrar Rebekku vilja þakka
öllum þeim sem komið hafa að að-
hlynningu hennar og sýnt að-
standendum hennar hlýhug og
stuðning.
Börn geta kom-
ið á óvart og náð
sér ótrúlega vel
Morgunblaðið/Sverrir
Móðir 13 ára stúlku um batahorfur dóttur sinnar eftir alvarlegt bílslys
Ólöf Þráinsdóttir segir Rebekku hafa tekið stöðugum framförum.
MIKILL kippur kom í sölu á nýjum
bílum í janúar og seldust 703 nýir
bílar sem er 43% aukning frá sama
tíma í fyrra. Mest seldist af Toyota
eða 200 bílar, næst kom Hyundai
með 64 bíla og þar næst Volkswagen
með 61 bíl.
Mesta söluaukningin var hjá bíla-
umboðunum B&L og Brimborg en
bæði umboðin tvöfölduðu sölu sína í
janúar milli 2002 og 2003.
Spáð 15–20% söluaukningu
Að sögn Ernu Gísladóttur, for-
manns Bílgreinasambandsins, er
söluaukningin einkum rakin til
kynninga hjá bílaumboðunum sem
koma kaupendum af stað. „Vaxandi
bjartsýni í þjóðfélaginu og lækkun
vaxta hafa líka sín áhrif,“ segir hún.
Þó segir hún ekki gert ráð fyrir
meira en 15–20% söluaukningu í nýj-
um bílum fyrir árið framundan.
Sala á nýjum bílum rýkur upp
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Glænýir bílar í röðum á hafnarbakkanum við Sundahöfn.