Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 1
TALSMAÐUR Íraksstjórnar greindi frá því í gær að hafizt hefði verið handa við að eyðileggja fjórar Al-Samoud 2-eldflaugar íraska hersins, sem vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna höfðu úrskurðað ólöglegar. Þá hófu vopnaeftirlitsmenn einnig að yfirheyra íraskan vísindamann, sérfróðan um vopnaáætlanir Íraka, en engin slík viðtöl höfðu farið fram um nokk- urt skeið. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna gátu þó ekki strax staðfest fullyrðingar Íraka um eyðingu eldflauganna. „Eyðing hófst kl. 13.30 [10.30 að ísl. tíma],“ sagði Uday al-Tai, yfirmaður í upp- lýsingamálaráðuneytinu í Bagdad. Verkið væri að hans sögn unnið í herstöðinni í Al- Taji, um 30 km norður af höfuðborginni, að viðstöddum fulltrúum Íraksstjórnar og SÞ. Hófst verkið eftir að Demetrius Perri- cos, staðgengill Hans Blix sem yfirmaður vopnaeftirlitsliðsins, og Amer al-Saadi hershöfðingi, einn aðalráðgjafi Saddams Husseins Íraksforseta, komu sér í gær- morgun saman um tímaáætlun að eyðingu flauganna næstu daga. Alls eru Írakar taldir eiga 100–120 Al-Samoud-2-flaugar. Hans Blix hafði krafizt þess að Írakar hefðust handa við að eyðileggja eldflaug- arnar, sprengjuodda, íhluti og framleiðslu- tæki í seinasta lagi á laugardag, eftir að sérfræðingar SÞ höfðu úrskurðað að þær væru langdrægari en heimilt er sam- kvæmt skilmálum SÞ um vopnaeign Íraka. Mikilvægur áfangi Blix lýsti loforð Íraka um að eyðileggja flaugarnar „mjög mikilvægan áfanga að raunverulegri afvopnun“. Þykir sennilegt að bæði eyðing eldflauganna sem og áframhaldandi hindrunarlaus viðtöl eftir- litsmanna við sérfræðinga Íraka muni hafa mikið að segja um tóninn í næstu áfanga- skýrslu um vopnaeftirlitið, sem áformað er að Blix flytji öryggisráði SÞ í vikunni. Eyðing eldflauga sögð hafin AP Írakar ýta eldflaug af gerðinni Al Samoud 2 þar sem hún er framleidd nærri Bagdad. Bagdad. AP, AFP. STOFNAÐ 1913 59. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Draumurinn hélt velli Rætt við Halldór Guðmundsson um Eddu og útgáfu 10 Kristinn Sigmundsson syngur Mefistó í París Sunnudagur 1 Heilsulind í Hólminum Í Stykkishólm er komið heilsu- fyrirtæki Sunnudagur 8 Bókaður næstu árin 1.100 falla í eiturlyfjastríði Bangkok. AFP. STRÍÐ yfirvalda í Taílandi gegn eiturlyfjaviðskiptum í landinu sem blásið var til fyrir mánuði hefur á þessum tíma kostað að minnsta kosti 1.128 manns lífið. Greindi for- sætisráðherrann, Thaksin Shina- watra, frá þessu í gær og viður- kenndi þá jafnframt í fyrsta sinn opinberlega að hugsanlega hefði lögreglu orðið á einhver „mistök“. „Yfir 1.100 dauðsfallanna voru ekki að fyrirmælum stjórnvalda heldur verk sjálfra meðlima glæpa- hópanna, sem óttuðust að rannsókn- in næði til þeirra,“ sagði Thaksin í vikulegu útvarpsávarpi. Hann sagði að lögregla hefði drepið 28 manns í sjálfsvörn en við- urkenndi að „vondir lögreglumenn“ kynnu að hafa verið viðriðnir önnur tilfelli þar sem mannfall varð. „Það er eðlilegt að einhver mis- tök verði í svo umfangsmiklu stríði og í einhverjum tilfellum kann að vera um verk lögreglumanna að ræða, þar sem til eru vondir lög- reglumenn,“ sagði ráðherrann. Að hans sögn hafa 76 manns verið handteknir í tengslum við mann- drápin. Hið mikla mannfall hefur kallað á flóðbylgju harðrar gagnrýni af hálfu talsmanna mannréttindasamtaka, sem hafa skorað á yfirvöld að láta fara fram rannsókn á hlut lögreglu í manndrápum utan dóms og laga. En Thaksin sagði að stjórnin myndi þrátt fyrir þetta hvergi hopa í baráttunni gegn eiturlyfjunum. Enginn bannar bröltið Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðsins beindi linsu sinni að þeim af jörðu niðri. Vettlingar og húfur eru víðsfjarri enda hefur veður verið einmuna milt á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu og minnir frekar á vor eða haust en hávetur. ÞAÐ getur verið gaman að príla og ekkert síðra að leika slíkar listir á stað þar sem enginn bannar manni uppátækið. Þessir galvösku piltar léku sér sallaánægðir í klifurgrindinni á leikvellinum við Austurbæjarskóla og brostu sínu breiðasta undir heiðbláum himninum þegar ljósmyndari VERÐMÆTI erlendra eigna líf- eyrissjóðanna minnkaði um rúm- lega 31 milljarð króna, eða rúm 23% á síðasta ári. Ástæða minnk- unarinnar er fyrst og fremst verð- lækkanir á mörkuðum erlendis og hækkun gengis íslensku krónunn- ar, en ekki er nema að litlu leyti um sölu á erlendum eignum að ræða. Eignir lífeyrissjóðanna erlendis námu samanlagt 134,7 milljörðum króna í árslok 2001, en í árslok 2002 hafði eignin erlendis minnk- að í 103,6 milljarða króna. Hlutfall eigna lífeyrissjóðanna erlendis af heildareignum var í árslok 15,3% og hafði lækkað um rúm fimm prósentustig á árinu úr 20,9% í árslok 2001. Hlutfall erlendra eigna af heildareignum var enn hærra í árslok 2000, eða 22,6%. Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka líf- eyrissjóða, sagði í samtali við Morgunblaðið að meginástæður minnkunar á erlendri eign lífeyr- issjóðanna á liðnu ári væru verð- lækkanir á erlendum mörkuðum og styrking íslensku krónunnar sem gerði það að verkum að verð- mæti erlendra eigna í krónum lækkaði. Erlend hlutabréfaeign minnkaði um 22 milljarða króna. Erlend hlutabréfaeign minnkaði um 22 milljarða Langstærstur hluti eignanna erlendis er í hlutabréfum og hlutabréfasjóðum, en mikill minnihluti í erlendum skuldabréf- um eða hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða. Mest minnkaði eignin í erlend- um hlutabréfum eða um 22 millj- arða króna. Eignin fór úr 53,3 milljörðum króna í árslok 2001 í 31,3 milljarða króna í árslok 2002. Eignin í erlendum hlutabréfa- sjóðum minnkaði um 8,6 milljarða króna, úr 61,7 milljarða króna í 53,1 milljarð. Í erlendum skulabréfum er eign lífeyrissjóðanna hins vegar nánast óbreytt milli ára eða um 3,3 millj- arðar króna og minnkar lítillega og í hlutdeildarskírteinum verð- bréfasjóða minnkar eignin um tæpar 300 milljónir króna, úr 16,3 milljörðum kr. í tæpa 16 millj- arða. Erlendar eignir lífeyrissjóða minnkuðu um 31 milljarð              ! "    # $% $ Prótein úr byggi ORF líftækni hf. reiknar með að eftir 10–12 ár muni fyrirtækið rækta erfðabreytt bygg á sex þús- und hekturum, en það er aðeins um 1% af því landi sem hentar undir byggrækt hér og er ónotað í dag. Fyrirtækið fékk í liðinni viku leyfi Umhverfisstofnunar til tilrauna- ræktunar á erfðabreyttu byggi undir berum himni í sumar. For- svarsmenn fyrirtækisins, Björn L. Örvar og Einar Mäntylä, plöntu- sameindalíffræðingar, vonast til að það muni skapa nokkur hundruð manns atvinnu. ORF líftækni erfðabreytir ís- lensku byggi til próteinfram- leiðslu, en próteinið hleðst ein- göngu upp í fræi byggsins. Þar sem fræin geyma virk prótein ár- um saman er hægt að fullvinna próteinið eftir þörfum. Standa von- ir til að framleiðslukerfið geti opn- að leið fyrir ódýrari próteinlyf. Framleiðsluaðferðir próteins eru almennt mjög kostnaðarsamar og verðið eftir því. Engar plöntur skyldar íslensku byggplöntunni eru í íslenskri náttúru og hún er ófær um að frjóvga aðrar plöntur. Hún nær ekki að vaxa utan rækt- unarreita án aðstoðar mannsins og getur því ekki breiðst út. Gæti opnað/18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.