Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 31 Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir Leiðsögn um sýninguna then ... hluti 4 – minni forma verður kl. 15. Þetta er jafnframt síðasti sýning- ardagurinn. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Leiðsögn um sýninguna Andlits- myndir og afstraksjónir kl. 14 og 16. Íslensk grafík, Hafnarhúsi Sýning Önnu G. Torfadóttur er ljúka átti í dag verður framlengd til 9. mars. Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Ball- ettkvikmynd um Ívan grimma verð- ur sýnd kl. 15. Um 20 árum eftir lát tónskáldsins Sergejs Prokofiev, sem samdi tónlistina við kvikmyndir Eis- ensteins, var ballett við þessa tónlist frumsýndur í Bolshoj-leikhúsinu í Moskvu. Danshöfundur var Júrí Grígorovits. Þjóðmenningarhúsið, bóksalur Sýningu á verkum Þórarins Eldjárn sem hefur verið Skáld mánaðarins er að ljúka. Þjóðmenningarhúsið er op- ið frá 11-17, ókeypis aðgangur er á sunnudögum. Nýheimar, Höfn í Hornafirði Ingv- eldur Ýr Jónsdóttir messósópran og Guðríður Sigurðardóttir píanóleikari halda tónleika kl. 20. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Á leið til Vest- urheims“, en þær fóru með þessa tónleika til Kan- ada og komu fram á tíu stöðum á Ís- lendingaslóðum á vegum Þjóðrækn- isfélags Íslend- inga í Norður-Ameríku. Á dagskránni eru m.a. kanadísk lög eftir tónskáldið Jean Coulthard við ljóð haida-indíána, þekkt lög eftir Sibelius, lagaflokkurinn Haugtussa eftir Grieg, nýleg íslensk lög eftir ýmsa höfunda og blanda af frönskum kabarettlögum. Menningarmiðstöð Hornafjarðar stendur fyrir tónleikunum. Gunnarsstofnun, Skriðuklaustri Ljósmyndasafn Austurlands opnar ljósmyndasýningu kl. 14.30. Sýndar verða gamlar myndir frá atvinnu- háttum og mannlífi á Austurlandi fyrr á tíð. Ennfremur myndir af Fljótsdælingum og fleiri Hér- aðsbúum frá ýmsum tíma. Mynd- irnar eru skannaðar í tölvu og sýnd- ar með myndvarpa á tjaldi. Þá verður starfsemi Héraðsskjalasafns Austfirðinga kynnt í stuttu máli. Sýningin er styrkt af Menningarráði Austurlands. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Ingveldur Ýr Jónsdóttir LHÍ Laugarnesi Haraldur Jónsson myndlistarmaður heldur fyrirlestur kl. 12.30 og fjallar í myndum og máli um tilurð og uppsprettu verka sinna. Einkasýning á verkum Haraldar stendur nú yfir í i8. Gallerí List Skipholti 50d Auður Ólafsdóttir myndlistarkona er gluggalistamaður gallerísins til 17. mars. Auður hefur haldið nokkrar einkasýningar og fjölda samsýninga. Gallerí List er opið 11-18 virka daga og 11-14 á laugardögum. Á MORGUN Nýjar vörur Hallveigarstíg 1 588 4848 Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. 4.500 nemendur lesa upp STÓRA upplestrarkeppni 7. bekk- inga grunnskólanema hefur nú göngu sína í sjöunda sinn. Fyrstu keppnirn- ar verða á morgun, mánudag, í Reykjanesbæ og á Akranesi og þær síðustu í Eyjafjarðarsveit og í Aust- urbæ Reykjavíkur 1. apríl. Um 4.500 nemendur í 150 skólum taka þátt í keppninni, eða um 95% árgangsins. Skáld keppninnar í ár eru þeir Pét- ur Gunnarsson og Davíð Stefánsson. Hinir ungu upplesarar munu flytja brot úr Punkti punkti kommu striki eftir Pétur og nokkur ljóð eftir Davíð, auk ljóða að eigin vali. Nemendur hafa allt frá degi ís- lenskrar tungu æft vandaðan upplest- ur og framburð undir leiðsögn kenn- ara síns, og á hátíðunum koma fram þeir sem lengst hafa náð í sínum skóla. Keppnin hefur á undanförnum árum verið mikil lyftistöng fyrir bekkjarstarfið í 7. bekk. Nemendur hafa lært að koma fram og flytja texta á vandaðan og virðulegan hátt, lagt rækt við góða túlkun en án nokkurra öfga eða tilgerðar. Til sölu Chippendale- borðstofuhúsgögn - borð - 12 stólar - 3 skápar. Upplýsingar í síma 897 1023 eða 695 2129 Ferðahappdrætti Aðalútdráttur föstudaginn 4. apríl 2003 ferð fyrir tvo til Dublinar eða Prag að verðmæti 90.000 1 Vinningur 2 Vinningar Ferð fyrir tvo í eina viku til Mallorca eða Portúgal að verðmæti 150.000 að verðmæti42milljónir Vinningar Í sjónvarpinu strax að loknum kvöldfréttum Alla föstudaga í mars, þ.e. 7. 14. 21. og 28 verður dregið aukalega úr greiddum miðum um þrjá vinninga hverju sinni að verðmæti 330.000 Upplýsingar í síma 570 5900 Fjöldi útgefina miða er 190.000 332 vinningar að verðmæti 42.820.000 Vinningaskrá á heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar www.landsbjorg.is 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.