Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ M eð nýrri kynslóð bók- menntamanna upp úr 1980 varð bilið milli stjórnmála og bók- mennta heldur gleiðara en áður og segja má að fornar kaldastríðsvær- ingar hafi endanlega verið úr sögunni með táknrænum hætti þegar Mál og menning og Al- menna bókafélagið gengu í eina sæng undir merkjum hins nýja fyrirtækis Eddu – útgáfu. Þar var Halldór Guðmundsson einn aðalhug- myndasmiðurinn er Mál og menning og Vaka- Helgafell sameinuðust. Mikilvægt að til sé öflugt bókaforlag „Edda – útgáfa varð til þegar Mál og menn- ing og Vaka-Helgafell sameinuðust árið 2000. Það má segja að síðustu skrefin í þeirri þróun að sameina þessi grónu fyrirtæki í útgáfulegum skilningi hafi ekki verið stigin fyrr en í fyrra þegar nýir eigendur keyptu tvo þriðju hluta Eddu. Þegar út í þetta var farið skipti okkur sem að þessu stóðum miklu að til væri á Íslandi öflugt bókaforlag. Þá á ég ekki við að það eigi aðeins að vera eitt stórt bókaforlag í landinu, en við verðum að hafa í huga að við erum að vinna á einhverju minnsta málsvæði heims og bóka- markaðurinn takmarkast af málsvæðinu. Það er hverri þjóð menningarleg nauðsyn að eiga vandaðar og stórar bækur um ákveðin svið, sagnfræði, orðabækur, kortabækur og fleira, og til þess að hægt sé að gefa út slíkar bækur með sómasamlegum hætti þarf að vera til öflugt bókaforlag sem getur fjármagnað gerð þeirra. Dæmi um það er Íslenska orðabókin sem var tíu ár í vinnslu, fyrst hjá Máli og menningu og síðan hjá Eddu. Þegar við hjá Máli og menningu ákváðum að ganga til sameiningarviðræðna við Vöku- Helgafell fannst okkur sem MM væri komin í ákveðið öngstræti. Við kæmust ekki lengra og þetta væri spurning um breytt rekstrarform þannig að fleiri gætu komið inn í þetta með okk- ur.“ Margir hafa velt því fyrir sér hvort rétt hafi verið staðið að málum við sameininguna og hvort þið hafið látið glepjast af glæstum fyr- irheitum. „Eftir á að hyggja gætum við vafalaust gefið út nýtilega handbók eða alltént gagnlegt kver um mistök við sameiningar. Við gerðum margt vitlaust og kannski var stærsta vitleysan sú að við ætluðum okkur um of, vildum gína yfir of miklu og vorum auðvitað líka smituð af þeirri gegndarlausu bjartsýni sem ríkti á viðskipta- hlið þjóðfélagsins á þeim tíma. Þó ekki sé langt síðan er samt ótrúlegt hvað hugarfarið í þeim efnum hefur breyst.“ Hvað áttu nákvæmlega við þegar þú talar um að þið hafið ætlað ykkur um of? „Við vorum að fást við of margt í einu og fleira en við kunnum. Auk sameiningar fyrir- tækjanna vorum við að fara inn á ný svið í út- gáfu, stækka önnur svið sem fyrir voru, flytja í nýtt húsnæði með ærnum kostnaði, stofna dreifingarmiðstöð – allt á sama tíma. Ég held einnig að við höfum ofmetið vaxtarmöguleika okkar og ofmetið fjárhagslegan styrk, verð- mætamat fyrirtækjanna var ekki nógu vel unn- ið. Þetta var einsog algengt er í íslenskum við- skiptum: menn byggja sér loftkastala og eru fluttir inn í þá fyrr en varir. Af þessu öllu saman sköpuðust ýmsir erfiðleikar sem hefur þurft að taka hraustlega á. Þar skipti auðvitað sköpum að á síðasta ári komu nýir eigendur, Ólafsfell ehf., félag Björgólfs Guðmundssonar, inn með hlutafé og síðan hefur verið unnið mjög mark- visst að því að endurskipuleggja fyrirtækið.“ Í hverju hefur sú endurskipulagning falist? Það kom í ljós eftir sameininguna að bókaút- gáfa og tímaritaútgáfa áttu takmarkaða sam- leið. Sömuleiðis var bjartsýni manna á vaxtar- möguleika rafrænnar miðlunar ekki skorin við nögl. Þessi skellur var reyndar alls ekki eins- dæmi hjá okkur. Hið sama átti sér stað víða er- lendis og fyrirtæki sem höfðu ætlað sér stóra hluti á sviði rafrænnar miðlunar hafa sum hver dagað uppi í gagnageimnum. Okkar nýja fyr- irtæki hét Edda – miðlun og útgáfa en það er táknrænt að nú er búið að taka orðið „miðlun“ út úr nafni fyrirtækisins. Auðvitað á elektrónísk útgáfa eftir að stóraukast, en það tekur bara lengri tíma en menn héldu, og þetta eru ekki þær feitu veiðilendur gróðans sem búist var við. Við sameininguna varð líka til of mikil yfirbygg- ing á kjarnastarfsemi fyrirtækisins og allt þetta hefur verið endurskipulagt. Nú eru um 70 manns í fullu starfi hjá Eddu – útgáfu hér á Suðurlandsbraut 12 og hefur fækkað um 20 á rúmu ári, en um 85 fastir starfsmenn eru síðan á verslunarsviði fyrirtækisins.“ Í árslok 2001 gengu þær sögur fjöllunum hærra að Edda rambaði á barmi gjaldþrots. Talað var um að þetta væri síðasta jólaútgáfa fyrirtækisins. „Við áramótin 2001–2002 var orðið alveg ljóst að fyrirtækið þurfti á endurfjármögnun að halda. Annar aðaleigendanna, Bókmennta- félagið Mál og menning, var tilbúið að gera sitt besta í því efni, enda hefur félagið ekki annað hlutverk en að sinna bókaútgáfu, en helstu hlut- hafar Vöku-Helgafells vildu ekki leggja meira fé í púkkið. Þá urðum við að finna nýjan sam- starfsaðila. Það tókst með samningum á vor- dögum í fyrra við Ólafsfell sem á nú tvo þriðju hluta Eddu en Mál og menning á þriðjung. Í kjölfarið var ákveðið að einbeita kröftum fyr- irtækisins að bókaútgáfu og bóksölu, auk þess sem rekin er deild sem heitir Hljóð og mynd. Við seldum tímaritaútgáfuna, Iceland Review, Atlantica og Ský og Dreifingarmiðstöðina.“ Snúnir tímar fyrir starfsfólkið Þú dregur enga dul á að þetta hafi verið líf- róður til að bjarga fyrirtækinu og ert greinilega feginn að hafa náð lendingu. „Þetta hafa verið snúnir tímar bæði fyrir starfsfólk og aðra aðstandendur fyrirtækisins, en niðurstaðan er sú að draumurinn um öfluga bókaútgáfu hélt velli um sinn. Til að gefa hug- mynd um umfang Eddu á íslenskum bókamark- aði þá seldu bókaforlög Eddu um 580 þúsund bækur á síðasta ári. Þá er ótalið ýmislegt annað efni eins og hljómdiskar og 250 þúsund Andr- ésblöð svo eitthvað sé nefnt. Stærsti flokkurinn í þessu er fagurbókmenntir, en síðan fræðibæk- ur, barnabækur, kennslubækur, ævisögur, orðabækur og landkynningarbækur.“ Þú segir að það þurfi öflugt útgáfufyrirtæki til að gefa út stórar fræðibækur og annað af því tagi. Er það ekki hlutverk hins opinbera að tryggja að slík verk séu gefin út í landinu í stað þess að reiða sig á hugsjónir einkafyrirtækja? „Til þess að þjóðin geti eignast ákveðin lyk- ilverk þarf opinber stuðningur að koma til. Hins vegar á hið opinbera ekki að standa í útgáfu sjálft, heldur veita veglega styrki til þeirra verka sem hafa ótvírætt þjóðmenningarlegt gildi. Það stendur síst á mér að vanþakka stuðn- ing hins opinbera við útgáfu Íslensku orðabók- arinnar en hann nemur aðeins örfáum prósent- um af kostnaði við útgáfuna. Meðan hlutfallið er ekki hærra en raun ber vitni þá ráðast útgef- endur tæpast í útgáfu slíkra lykilverka nema að vandlega athuguðu máli. Ef við horfum yfir síðustu 15 ár í íslenskri bókaútgáfu hafa orðið nokkur stór gjaldþrot. Margt hefur verið vel gert og mörg merk fræði- og bókmenntaverk hafa komið út en það kæmi mér ekki á óvart að í þessari tiltölulega litlu at- vinnugrein hafi tapast hátt í 2 milljarðar í gjald- þrotum og nauðasamningum á þessu tímabili, ekki síst vegna offramleiðslu. Það skiptir því miklu að bærilega takist til hjá okkur.“ Mörg forlög undir sama hatti Á dögunum var tilkynnt að Edda – útgáfa hefði keypt hið gamalgróna forlag Iðunni og er það hið síðasta í röð margra forlaga sem safnast hafa undir hatt Eddu – útgáfu. Hin eru Mál og menning, Vaka-Helgafell, Almenna bókafélag- ið, Forlagið og Þjóðsaga. „Forlagið var fyrsta dótturfyrirtækið sem Mál og menning keypti á sínum tíma. Jóhann Páll Valdimarsson, stofnandi Forlagsins, var útgáfustjóri þess hjá MM í 9 ár og jafnframt markaðsstjóri okkar, enda tvímælalaust einn allra öflugasti markaðs- og sölumaður sem ís- lensk bókaútgáfa hefur eignast. Þegar Jóhann Páll fór frá ykkur fylgdu hon- um nokkrir höfundar. Var ykkur eftirsjá að því? „Það er alltaf eftirsjá að góðum höfundum, en útgáfa er ákveðið trúnaðarsamband milli útgef- anda og höfundar og þetta á ekki hvað síst við um útgáfu fagurbókmennta. Það er því mjög eðlilegt að höfundur fylgi útgefanda sínum því menn eiga trúnað við fólk en ekki fyrirtæki. Jó- hann Páll hefur síðan verið okkar öflugasti keppinautur á jólamarkaðnum eftir að hann stofnaði JPV forlag.“ Samkeppnisstaðan virðist engu að síður ójöfn þar sem Edda er tvímælalaust stærst og nú hef- ur Iðunn bæst í forlagshópinn ykkar. „Það er eðlilegt að menn spyrji sig hvort hér sé komin upp einhvers konar einokunarstaða í krafti stærðar. Edda hefur tvímælalaust sterka stöðu á íslenskum bókamarkaði, en fjölbreytnin er engu að síður mikil. Við gáfum út á síðasta ári á milli 270 og 280 titla, að endurútgáfum með- töldum. Heildarfjöldi skráðra titla hjá Lands- bókasafni mörg undanfarin ár hefur hins vegar verið um 1.500, en þá er allt talið. Bara á jóla- markaði hafa verið um 4–500 titlar mörg und- anfarin ár, svo sjá má að hér koma margir aðilar við sögu.“ Auðveldur aðgangur að markaði „Það er rétt að hafa í huga að aðgangur að ís- lenskum bókamarkaði er fremur auðveldur. Það er ekki stórmál að gefa út bók á Íslandi. Margir hafa fjármagnað það sjálfir og það er nokkuð auðvelt að koma bókum að á útsölustöð- um, dreifingin er yfirstíganleg og aðgangur að fjölmiðlum er oftast nokkuð góður ef efnið er áhugavert. Þetta eru kostirnir við smæð mark- aðarins og stórt fyrirtæki hindrar ekki aðgang annarra. Ef við lítum til stóru markaðssvæð- anna erlendis er óheyrileg vinna því samfara að koma bók á framfæri og einatt mjög kostnaðar- samt. Því er ekki að heilsa hér. Við höfum einnig ákveðnar ástæður fyrir að halda svo mörgum forlögum í gangi hér innan fyrirtækisins. Með því viljum við tryggja breidd og fjölbreytni í útgáfunni. Það má segja að það fylgi því ákveðnar skuldbindingar að hafa svo miðlæga stöðu á markaðnum. Eitt af því er að sjá ólíkum lesendahópum fyrir bókum. Að mæta þörf lesenda jafnt fyrir alvarlegar bók- menntir sem kátlega afþreyingu. Forlögin inn- an Eddu hafa ólík útgáfumarkmið og hafa helg- að sér mismunandi hluta markaðarins. Þau búa frá fyrri tíð að ímynd og hefðum sem okkur er ljúft að virða. Þessu til áherslu hefur hvert for- lag sinn útgáfustjóra sem hefur verulegt frelsi innan þess fjárhagslega ramma sem reksturinn setur honum. Þess eru dæmi að bækur eru að koma út hjá einu forlaginu okkar sem útgáfu- stjóri annars forlags myndi ekki gefa út. Ég nefni frumkvæði útgáfustjóra Forlagsins í „blogg“-bókmenntum sem athygli vakti í fyrra.“ Er ekki bara verið að slá ryki í augu fólks með þessu? „Gagnvart lesandanum skiptir forlagsheitið ekki miklu máli. Lesendur hafa fyrst og fremst áhuga á verkunum sjálfum, höfundum og efni bóka. En þessi fjölbreytni er nauðsynleg ef margir og ólíkir höfundar eiga að þrífast áreynslulítið í sama húsi. Áherslur útgáfustjór- anna eru mismunandi og tengslin ólík. Þetta er ekki einungis menningarpólitískt gott heldur felst í þessu viðskiptalegt vit. Það er ekkert gagn í því að vera með reynda útgáfustjóra ef þeir hafa ekki frelsi til að velja bækur til útgáfu. Mitt hlutverk sem útgefanda Eddu er svo að- allega að halda sjó, reyna að stuðla að vönd- uðum vinnubrögðum og að gæðakröfur séu gerðar til verka, sama hvers eðlis þau eru. Út- gefandi verður að skilja að hann rekur þjón- ustufyrirtæki. Þetta er þjónusta við lesendur og höfunda. Þjónustan við höfundana felst í því sem hið gamla latneska heiti starfsins tiltekur, „publicare“: Gera heyrum kunnugt. Það á ekki að fara í grafgötur með hið mikilvæga hlutverk útgefandans að selja bækur. Höfundur kemur ekki á forlag til þess að útgáfa hans fari dult. Við höfum þurft að auka þann þátt starfsem- innar sem felst í markaðssetningu og sölu- mennsku. Hér áður fyrr var bóksölukerfið svo- lítið sjálfvirkt og aðalatriðið var að koma bókinni út. Þetta hlutverk breytir því hins veg- ar ekki að það er ákaflega lítið samband á milli sölu og gæða í fagurbókmenntum. Það er jafn- hallærislegt þegar salan er höfð sem eini kvarð- inn á bækur og þegar þær bækur eru taldar sæta mestum tíðindum sem enginn kaupir – af því að enginn kaupir þær. Má vera að til sé eitt- hvert bókmenntasögulegt réttlæti í litlu sam- félagi einsog okkar og að góð verk spyrjist út um síðir. Þess eru sem betur fer dæmi að salan komi með tímanum, en hún getur aldrei orðið mælikvarði lesandans á bókmenntagildi, það Skárri í bókum Fáir hafa haft fingur á púlsi íslenskrar bókaútgáfu undanfarna tvo áratugi til jafns við Halldór Guðmundsson, útgefanda Eddu. Fyr- irtækið hefur gengið í gegnum miklar breytingar á skipulagi og eignarhaldi undanfarið ár. Í samtali við Hávar Sigurjónsson ræð- ir Halldór um þessar breytingar, aðdraganda þeirra og feril sinn í bókaútgáfu sem hófst hjá Máli og menningu 1984. „Gætum vafalaust gefið út gagnlegt kver um mistök við sameiningar,“ segir Halldór Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.