Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 47
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 47 BÖRNIN eru það dýr-mætasta sem Ísland á. Íþeim liggur heill ogframtíð þjóðarinnar. Að mörgu leyti er vel að þeim hlúð, borið saman við önn- ur lönd víða. En á ýmsum sviðum mætti líka gera betur. Hér mætti nefna það, sem verið hefur í fjöl- miðlum að undanförnu og er enn og verður, þar til úr verður bætt, þ.e.a.s. staða geðheilbrigðisþjón- ustu fyrir börn og unglinga, sem vægast sagt er í molum. Af fréttum allra síðustu daga hefur sem betur fer mátt ráða, að nú eigi loksins að gera eitthvað róttækt. Enda hlýtur það að vera krafa allra hugsandi landsmanna, hvort sem þeir eru kristnir eða ekki. Annað, sem aldrei má gleymast eða týnast í lífsdansi heilbrigðra, eru langveiku börnin. Um þau má t.d. lesa á www.einstok.com og www.umhyggja.is. Ekki eru þeir margir, hygg ég, sem rennir grun í alla hinu erfiðu barnasjúkdóma, sem til eru hér og verið er að glíma við frá morgni til kvölds og allar nætur. Ég hvet því eindregið til skoðunar ofannefndra vefslóða. Þar er að finna sláandi upplýsingar, en mjög svo þarfar og hollar. Hið þriðja, sem ég vildi nefna hér, á Æskulýðsdegi þjóðkirkj- unnar, er andleg og líkamleg mis- notkun, sem börn greinilega verða iðulega fyrir, því nýjustu rann- sóknir sýna nefnilega, að ein af hverjum fimm stúlkum eru misnot- aðar í þjóðfélagi okkar í upphafi 21. aldar og einn af hverjum tíu drengjum. Nýleg rannsókn, sem gerð var á skaðsemi heimilis- ofbeldis, sýndi aukinheldur fram á, að börn, sem horfðu á foreldri sitt beitt líkamlegu ofbeldi hlutu alvarlegri sálræn meiðsl en þau börn sem urðu fyrir því sjálf. Ástæðan er sú, að í fyrra dæminu gátu þau ekki útskýrt ofbeldið og upplifðu því meira öryggisleysi; yrðu þau sjálf fórnarlömbin var út- skýring þeirra hins vegar sú, að þau hefðu verið óþæg og átt það skilið. Þetta er ljótt. Ekki er það fallegra, sem maður heyrir um ungmennin sum hver, að þau verði að nota kynlíf sem gjaldmiðil, t.d. sem aðgöngumiða í vinsæl og eftirsótt teiti; að öðrum kosti fái þau ekki inngöngu. Eink- um verða stúlkur fyrir þessari nið- urlægingu. Þetta er smán- arblettur á þeim drengjum eða ungu mönnum, sem búa þannig um hnútana. Einnig hefur það færst í vöxt, með auknu aðgengi að klámi, að börn gangi of langt í könnunarleið- öngrum sínum. M.ö.o. er lækn- isleikurinn gamli orðinn talsvert alvarlegri nú en fyrrum. Og því miður hefur fræðslan ekki aukist í réttu hlufalli við klámvæðinguna, sem tröllríður íslenskum byggðum nú um stundir. Rétt er að benda á, að rann- sóknir sýna, að kynferðislegt of- beldi í æsku eykur líkur á að ein- staklingurinn leiti í ofbeldissamband. Oft er það svo, að fólk lætur sig ógjarnan heimilisvandamál ann- arra varða með beinni íhlutun. Það er viðhorf sem þarf að breytast, því til að virk afstaða gegn ofbeldi á börnum náist, af hvaða toga sem er, þarf umsvifalaust að tilkynna grun um slíkt til réttra aðila, s.s. barnaverndarnefnda. Í raun og veru ber fólki skylda til að gera þetta. Friðhelgi heimilisins nær ekki til ofbeldis. Í sambandi við heimilis- og kyn- ferðisofbeldið, sem t.d. má lesa nánar um á www.herferdin.tk finnst mér að bók Írisar Anitu Hafsteinsdóttur, Ekki segja frá, ætti að vera skyldulesning allra foreldra, sem og í efri bekkjum grunnskólans. Um einelti hef ég ritað áður í þessum dálki. Sem betur fer er kominn skriður á þau mál síðan, eftir herferð Stefáns Karls Stef- ánssonar leikara, og vonandi að þetta birtingarform ofbeldisins heyri brátt liðinni tíð með aukinni kynningarstarfsemi og þátttöku fjöldans. Við, sem játendur og fylgjendur Krists, berum hér mikla ábyrgð. Og okkar er að bregðast við sam- kvæmt leiðsögn hans. Lokaorð mín í dag eru úr hinni þekktu ljóðabók Spámanninum, eftir kristna, bandaríska þjóð- skáldið Kahlil Gibran, en þar segir eftirfarandi: Börn ykkar eru ekki börn ykkar. Þau eru synir og dætur lífsins og eiga sér sínar eigin langanir. Þið eruð farvegur þeirra, en þau koma ekki frá ykkur. Og þó að þau séu hjá ykkur, heyra þau ykkur ekki til. Þið megið gefa þeim ást ykkar, en ekki hugs- anir ykkar, þau eiga sér sínar eigin hugsanir. Þið megið hýsa líkami þeirra, en ekki sálir þeirra, því að sálir þeirra búa í húsi framtíð- arinnar, sem þið getið ekki heimsótt, jafnvel ekki í draumi. Því að lífið fer ekki aftur á bak og verður ekki grafið í gröf gærdagsins. Þið eruð boginn, sem börnum ykkar er skot- ið af eins og lifandi örvum. En mark bogmannsins er á vegi eilífð- arinnar, og hann beygir ykkur með afli sínu, svo að örvar hans fljúgi hratt og langt. Látið sveigjuna í hendi bogmannsins vera hamingju ykkar, því að eins og hann elskar örina, sem flýgur, eins elskar hann bogann í hendi sér. Morgunblaðið/RAX Barnið Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er í dag og við hæfi að beina kastljósinu að erfingjum lands- ins, börnunum okkar, sem mörg hver eiga ekki sælt líf. Því miður. Sigurður Ægisson biður fólk um að kynna sér aðstæður þeirra og grípa inn í ef nauðsyn krefur. sigurdur.aegisson@kirkjan.is KIRKJUSTARF ára drengi og stúlkur kl. 17.30–18.30 í stofu 104 í Álftanesskóla. Rúta ekur börnunum heim að loknum fundi. Skemmtileg dagskrá. Mætum öll. Vídalínskirkja. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyrir 9–12 ára drengi í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUM. Lágafellskirkja. Sunnudagaskólinn kl. 13 í safnaðarheimili kirkjunnar að Þver- holti 3, 3. hæð. Allir velkomnir. Mánu- dagur: Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lága- fellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnu- dag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Samkoma kl. 14. Lofgjörð og fyrirbænir. Ræðumaður er Helga R. Ármannsdóttir. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barna- starf fyrir 1–5 ára börn og 6–12 ára á sama tíma. Kaffi og samfélagð eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Brauðs- brotning kl. 11. Ræðumaður Þorsteinn Óskarsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Gospelkór Fíladelfíu sér um lofgjörðina. Vegurinn. Bænastund kl. 16. Samkoma kl. 16.30, Högni Valsson predikar, lof- gjörð, brauðsbrotning, krakka- og ung- barnakirkja. Allir velkomnir. Ath. nýleg sending af bókum í bókabúðinni. mars kl. 17, en þá mun Jörg Sondermann flytja orgelverkið Job eftir Petr Eben, en milli kafla les sr. Kristján Valur Ingólfsson. Á föstudaginn langa 18. apríl kl. 21 verða tónleikar, en þá flytur Schola cantorum Stabat mater eftir Alessandro Scarlatti og fleiri föstuverk. Stjórnandi verður Hörður Áskelsson. Það er einlæg von okkar að þetta fjölbreytta helgihald og tón- leikar nýtist mörgum og þessir misjöfnu tímar gefi fleira fólki möguleika á að sækja kirkju á tímum sem henta hverjum og ein- um. Unga fólkið í Léttmessu í Árbæjarkirkju ENN á ný býður Árbæjarkirkja upp á Léttmessu sem valkost við hina hefðbundnu messu. Létt- messurnar, sem ávallt eru fyrsta sunnudagskvöldið í hverjum mán- uði kl. 20, hafa hlotið fádæma undirtektir og fallið fólki á öllum aldri einkar vel í geð. Að þessu sinni (2. mars) ber messuna upp á æskulýðsdaginn og mun unga fólkið í söfnuðinum því stíga fram og leyfa kirkjugestum að njóta hæfileika sinna. Sigurvegarnir úr söngkeppni Ársels þær Þóra Sif Friðriksdóttir og Þuríður Kristín Kristleifsdóttir taka 3 lög saman, hljómsveitin Dawn spilar kröfuga sveiflu sem meðal annars inniheldur U2 lagið ,,One“, þá munu unglingar úr Ár- bæjarskóla sýna atriðið sem þau kepptu til úrslita með í hæfi- leikakeppni grunnskólanna. Óskar Ingi Ingason, prestur í Árbæjarkirkju, þjónar fyrir altari en hugvekjan verður leikþáttur í umsjá unglinga úr starfi kirkj- unnar. Eftir messu verður boðið upp á veitingar í safnaðarheimili og vöfflur seldar á vægu verði. Ekki vanrækja andlegu hliðina, mættu í Léttmessu. Árbæjarkirkja. Uppeldi drengja Í SJÓNVARPSÞÆTTINUM „Um trúna og tilveruna“ sem sýndur er vikulega á sjónvarpsstöðinni Omega og er í umsjá séra Frið- riks Schram, prests Íslensku Kristskirkjunnar, er umfjöllunar- efnið í þetta skipti uppeldi drengja. Viðmælandi Friðriks er Agnes Eiríksdóttir, móðir og flug- freyja. Efnisumfjöllunin í þætt- inum byggist á nýlegri bók upp- eldisfræðingsins dr. James Dobson sem heitir „Bringing up boys“. Bók þessi er þegar orðin verðlauna- og metsölubók vest- anhafs. Þátturinn var sýndur í beinni útsendingu sl. þriðjudag en verður endursýndur í dag, sun- nud., kl. 13.30 og annað kvöld, mánudag kl. 20. Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Engilbert Aron Kristjánsson 435 0145 690 2918 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 847 5572 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Þór Lini Sævarsson 456 8353 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Rose Bruford College LEIKLISTARNÁM Rose Bruford College, sem var stofnaður árið 1950, er einn helsti leik- listarskóli Evrópu og býður upp á nám á öllum sviðum leiklistar og skyldra listgreina. Hæfnispróf og viðtöl fara fram í Reykjavík 5. og 6. apríl vegna eftirfarandi greina, en kennsla hefst í september 2003: Einnig munum við veita viðtöl vegna meistara- og doktorsnáms, sumar- skóla og eins árs alþjóðlegs undirstöðunáms. Komið og ræðið við okkur um starfsferil í leikhúsi. Nánari upplýsingar og viðtalstíma má fá: Sue McTavish, Rose Bruford College, Lamorbey Park, Sidcup, Kent, DA15 9DF. Sími +44 (0) 20 8308 2637. Fax: +44 (0) 20 8308 0542. Netfang:sue.mctavish@bruford.ac.uk Skoðið heimasíðu okkar: www.bruford.ac.uk Tónlist leikara Evrópsk leikhúslist Lýsingarhönnun Leiklist Búningar Leikmynd Tónlistartækni Sviðstjórnun Leikstjórn Bandarísk leikhúslist Hljóð- og myndhönnun Bresk háskólastofnun Skólastjóri: Prófessor Alastair Pearce
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.