Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ löggilt vandamál. Þar með komum við, líkt og aðrir fatl- aðir einstaklingar, væntanlega til með að hafa rétt á nið- urgreiddum hjálpartækjum, sem við þurfum á að halda, til dæmis við nám enda eru til lög í landinu sem kveða á um að allir þegnar þessa lands eigi rétt á því að fara í gegn- um nám þrátt fyrir að sumir þurfi til þess meiri aðstoð en aðrir.“ Guðmundur og Tómas eru nú að hefjast handa við smíði nýs hugbúnaðar, sem byggist á því að breyta töluðu máli í texta með hjálp hljóð- gervils. Samfélagið krefst læsi „Lesblinda hefur ekkert með greind að gera,“ segja þeir ábúðarfullir. „Þvert á móti er talið að lesblindir geti á ýmsum sviðum búið yfir ákveðinni snilligáfu. Nefna má að arkitektaskóli einn í Þýska- landi tekur aðeins við nem- endum, sem haldnir eru les- blindu, og verkfræðifyrirtæki í Kaliforníu leitar eftir les- blindu starfsfólki í hönnunar- vinnu þar sem lesblindir eiga betra með þrívíddarvinnu en aðrir. Lesblinda er orð og hattur yfir mörg vandamál og því er ekki hægt að fullyrða að fær sé aðeins ein leið til að kenna lesblindum að stauta sig fram úr texta. Til eru margar að- ferðir við að kenna lesblindum lestur og þarf aðstoðin því að vera einstaklingsbundin. Ekki þýðir að taka einhvern Evr- ópustaðal og skella honum yfir alla. Aðalatriðið er að forðast það að setja lesblinda í hóp heimskra nemenda. Því fyrr sem vandamálið greinist, því betri möguleika á lesblindur einstaklingur á að fá aðstoð við hæfi og þar með að komast framhjá öllum þeim ljónum, sem kunna að verða á vegi hans á menntabrautinni ef ekkert yrði að gert til að upp- ræta vandann. Til þess að komast áfram í nútíma sam- félagi, þarf maður auðvitað að vera læs,“ segir Tómas og bætir við að rekja megi ólæsi að stórum hluta til samfélags- vandamáls því talið sé að um helmingur fanga í bandarísk- um fangelsum sé ólæs. Viljum tilheyra bókaþjóð Eitt af helstu baráttumálum nýs félags lesblindra verður að fá bækur útgefnar á hljóð- snældum. „Draumur okkar er sá að bókaútgefendur fari að sjá sér hag í því að gefa út hljóðsnældur samfara bókum svo að bókmenntaarfurinn verði aðgengilegur öllum Ís- lendingum. Sú útgáfa kæmi ekki aðeins lesblindum til góða, heldur ekki síður öldr- uðum og sjónskertum. Hljóð- bókasafnið í Kópavogi er ágætt, eins langt og það nær, en þar er ekki að finna nema brotabrot af þessum mikla menningararfi og á Lands- bókasafninu eru aðeins 1.600 titlar til á hljóðsnældum. Við viljum því hvetja bókaútgef- endur til að sjá metnað sinn í að gefa efni sitt út á hljóð- snældum í ríkara mæli svo að allt að 10-20% bókaunnenda til viðbótar geti fengið notið bókarinnar. Við náum ekkert að lesa bækurnar þrátt fyrir góðan vilja og verðum þar af leiðandi áfram lítt víðlesnir og þar af leiðandi félagslega ein- angraðir frá menningarauðn- um. Við viljum hinsvegar og eigum rétt á að vera hluti af þessari merkilegu bókaþjóð, eins og Íslendingar vilja gjarnan láta skilgreina sig,“ segja þeir Tómas og Guð- mundur og bæta að lokum við að áhugasamir einstaklingar um fyrirhugaða félagsstofnun og málefni lesblindra geti sent inn fyrirspurnir til þeirra beggja á netföngin tomas@lesblinda.co.is gsj@lesblinda.co.is. join@mbl.is „Framan af ævinni hef ég sennilega verið frekar „eðlilegt“ barn. Ég var frekar fljótur til. Byrjaði að labba sex mánaða og tala tveggja ára, en var kallaður Mr. Touch því ég hafði ríka snertiþörf. Ég þurfti að koma við allt, taka í sundur og setja saman á ný og það aftraði mér ekkert að þurfa að klifra upp á skápa til að ná í það sem ég ætlaði mér. Ég var mikið eftirlæti fjölskyld- unnar sem lítill ljóshærður engill og fékk ein frænkan mig oft lánaðan í vagninum til að labba með mig niður Laugaveginn með vinkonunum. En svo kom að því að litli ljóshærði drengurinn þurfti að fara í skóla og fljótlega fór að bera á vandamálum, sem ekki voru vel séð, enda var allt mitt fólk meira og minna háskólagengið, pabbi minn og afi báðir læknar og auðvitað lá beinast við að ég fetaði svipaða leið,“ seg- ir Guðmundur Johnsen, sem fæddur er ár- ið 1967 og útskrifaðist úr HÍ sem stjórn- málafræðingur árið 1993 eftir að hafa hnotið um ýmsa steinhnullunga á mennta- veginum. „Ég fór í átta barnaskóla á leiðinni,“ segir Guðmundur. „Í Lundarskóla á Ak- ureyri var ég fyrst settur í sérkennslu átta ára gamall og þá hófst skammarganga toss- ans fyrir alvöru. Maður stóð hokinn upp þegar nafnið manns var kallað upp og læddist út úr stofunni fullur iðrunar. Þetta var auðvitað mik- ið álag á sjálfsmynd barnsins og braust meðal annars út hjá mér með hnefahögg- um og munnbrúki ef með þurfti því auðvit- að þurfti ég að svara fyrir mig á einhvern hátt. Í fullvissu minni um að ég væri ekki vitlaus, var erfitt að taka tossa-stimplinum. Veturinn eftir fluttist fjölskyldan austur á Kirkjubæjarklaustur þar sem pabbi gerðist heimilislæknir. Þar lenti ég í gömlum sveita- skóla, þar sem vinstrisinnuð kennaraklíka úr Reykjavík hafði hreiðrað um sig sem var ekki par hrifin af því að hægrisinnaður faðir minn væri að skipta sér mikið af hlutunum. Deilur risu meðal menntamannanna sem náðu alla leið inn í skólastofu til sonar sjálf- stæðismannsins. Skólastjórinn brá á það ráð að fara að taka mig inn á skrifstofu til sín til að kenna mér að lesa. Hann sat í Guðmundur Johnsen, stjórnmálafræðingur Læddist hokinn út úr stofunni fullur iðrunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.