Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 25
fjölsótt útivistarsvæði, enda nálægt milljónaborginni St. Pétursborg, og koma þar nú um 600 gestir daglega. „Týndi“ lundurinn Áætlanir Péturs mikla, um að nýta skóginn til skipasmíða, urðu ekki að raunveruleika á dögum stóru tréskipanna. Af hverju lund- urinn var ekki höggvinn er ekki vit- að, en hugsanleg orsök gæti tengst staðsetningunni á hinu umdeilda Kirjálaeyði. Eftir að Svíar töpuðu því til Rússa árið 1721 hefur það ýmist verið undir rússneskri stjórn, tilheyrt finnska hertogadæminu, sjálfstæðu Finnlandi á árunum 1918–1940, þá Sovétríkjunum og nú loks aftur undir rússneskri stjórn. Þannig „týndist“ lundurinn um tíma og „fannst“ í raun ekki fyrr en árið 1869, þegar sænski skógfræð- ingurinn Blomqvist kom í skóginn. Hefst þá nýr kafli í sögu skógarins í kjölfar þess að gott form trjánna og mikill vöxtur varð mönnum ljós. Skógfræðingar sáu möguleikana sem fólust í því að nota trén í Raiv- olaskóginum til undaneldis. Ráðist var í að safna fræi í lundinum og koma á legg tilraunareitum og sér- stökum fræræktunarreitum og var gróðursett í þann fyrsta í Punkah- arju í Finnlandi um árið 1880. Síðar var komið á fót mörgum frægörð- um, m.a. í Finnlandi og Svíþjóð, þar sem tré af Raivola-uppruna voru gróðursett gagngert til þess að framleiða fræ til notkunar í skóg- rækt. Úr þessum frægörðum höfum við Íslendingar fengið mikið magn af fræi til ræktunar. Margt rækt- unarfólk kannast við staði eins og Imatra, Ihala, Mustila eða Lass- inmaa, en þetta eru allt frægarðar með lerki af Raivola-stofni. Raivola-lerkiskógurinn er því sérstaklega áhugaverður fyrir ís- lenskt skógræktarfólk. Rússalerki er algengasta trjátegundin í skóg- rækt hér á landi og hefur árangur af ræktun þess víða verið framar vonum. Rússalerki af Raivola-upp- runa var fyrst gróðursett hér á landi árið 1956. Það hefur reynst af- ar vel í ræktun og er bæði hrað- vaxta, beinvaxið og heilbrigt, sér- staklega á Norðaustur- og Austurlandi þar sem umfangsmikla lerkiskóga er nú að finna. Nánast allt lerki sem gróðursett hefur verið hér, undanfarin 30 ár, er af Raivola- uppruna og er því heimsókn á þenn- an stað hálfgerð pílagrímsferð fyrir íslenskt skógræktarfólk. Guttormslundur elstur íslenskra rússalerkilunda Áhugavert er að hugleiða vöxt ís- lensku lerkiskóganna í samanburði við Raivolaskóginn. Við eigum að vísu enga skóga til á svipuðum aldri og einnig eru vaxtarupplýsingar ekki aðgengilegar fyrir fyrstu 150 ár Raivolaskógarins. Þannig er elsti rússalerkilundur hérlendis, Gutt- ormslundur á Hallormsstað, réttum 200 árum yngri en Raivolaskógur- inn, gróðursettur árið 1938. Eftir 64 ár eru hæstu tré orðin um 21 metra há, sem kemur hreint ekki svo illa út í samanburðinum. Þegar við yf- irgáfum Raivola var auðvelt að láta hugann reika að því hvernig elstu lerkiskógarnir á Héraði muni líta út eftir 200 ár, kannski orðnir 50 m há- ir! En þó að áætlanir Péturs mikla um að framleiða lerkitimbur fyrir rússneska herskipaflotann, hafi ekki gengið eftir, kom að því að hægt væri að nýta lerkiviðinn til skipasmíða. Árið 1996 var ráðist í að endurbyggja glæsilegt seglskip úr flota Péturs mikla, freigátuna Shtandart í St. Pétursborg. Lá þá beint við að nota lerki úr Raivola- skóginum og voru nýttir um 100 teningsmetrar af viði sem hafði fall- ið í stormum í skóginum. Reyndist rússalerkið vera úrvalsefni til smíð- anna. Má því segja að loks hafi fengist efni úr lundinum til þeirra hluta sem upphaflega var stefnt að, um 260 árum eftir að Fockel sáði lerkifræjunum í akurinn í Raivola. Höfundur er skógfræðingur. Lerkitrén eru orðin sver og mikil. Hér eru rússnesku skógfræðingarnir sem veittu okkur leiðsögn um skóginn við eitt af úrvalstrjánum. Fræ af slíkum trjám hefur verið valið til undaneldis. Þau gefa því hugsanlega forsmekkinn af því hvernig lerkiskógarnir á Héraði muni líta út í framtíðinni, en þar hefur lerkifræ af Raivola-stofni verið mest notað. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 25 Heimsferðir stórlækka verðið til Mallorca. Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug til Mallorca alla mánudaga í sumar á frábærum kjörum og við stórlækkum verðið til þessarar vinsælu eyju í Miðjarðarhafinu, sem hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga í 30 ár. Þeir sem bóka fyrir 15. mars geta tryggt sér allt að 32.000 kr. afslátt fyrir fjölskylduna í valdar brottfarir, eða 8.000 kr. á manninn. Nú kynnum við glæsilega nýja gististaði á frábæru verði, til að tryggja þér toppaðbúnað í fríinu og þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða allan tímann. Bókaðu til Mallorca og tryggðu þér 32.000 kr. afslátt af ferðinni Beint flug alla mánudaga í sumar Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 26. maí í viku, Valentin Park, með 8.000 kr. afslætti. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í stúdíóíbúð í viku, Valentin Park, með 8.000 kr. afslætti, 26. maí. Lægsta verðið til Mallorca Glæsilegir nýir gististaðir San Valentin Club Munið Mastercard ferðaávísunina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.