Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 29 LEIKHÚS um allan heim munu sameinast í andófi gegn stríði á morgun, mánudaginn 3. mars. Þá munu að minnsta kosti 807 leikhús í 49 löndum leiklesa Lýs- iströtu eftir Aristofanes. Aldrei hef- ur nokkurt verkefni innan leik- húsheimsins verið framkvæmt á þennan hátt og þátttakan er gríð- arleg. Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið taka þátt í þessu heimsátaki og munu leikarar beggja leikhúsanna stíga á svið kl. 20 og leiklesa verkið í þýðingu Kristjáns Árnasonar. Lýsistrata er einn af vinsælustu gamanleikjunum frá gullöld grískr- ar leikritunar og segir frá því er konur í Grikklandi taka sig saman og neita körlum sínum um kynlíf nema þeir leggi af stríðsrekstur og semji frið. Leikritið var flutt í Þjóð- leikhúsinu 1972 í rómaðri uppfærslu Brynju Benediktsdóttur. Í Borgarleikhúsinu fer flutning- urinn fram á Nýja sviðinu og þátt- takendur eru Marta Nordal, Nína Dögg Filippusdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Katla Margrét Þorgeirs- dóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Gísli Örn Garð- arsson, Björn Hlynur Haraldsson, Theodór Júlíusson og Guðmundur Ólafsson. Stjórnandi er Guðjón Ped- ersen. Þátttakendur í flutningi Þjóðleik- hússins eru Halldóra Björnsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Þröstur Leó Gunn- arsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Hjalti Rögn- valdsson, Erlingur Gíslason, Sig- urður Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Stefán Jónsson, Sig- urður Sigurjónsson, Pálmi Gestsson og Randver Þorláksson. Umsjón með leiklestrinum hefur Vigdís Jak- obsdóttir. Í Borgarleikhúsinu er aðgangs- eyrir kr. 500 en í Þjóðleikhúsinu er aðgangur ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum. Allur ágóði af sýningum beggja leikhúsanna mun renna til styrktar átaks til hjálpar börnum í Palestínu en því var hleypt af stokkunum hinn 1. janúar sl. og er samvinnuverkefni Rauða krossins í Danmörku og Rauða hálfmánans í Palestínu með stuðningi Rauða krossins á Íslandi. Nánar má lesa allt um þetta ein- stæða leikhúsverkefni á http:// www.lysistrataproject.com. Ljóð gegn stríði Ljóð í myrkri nefnist dagskrá sem hefst í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 20.30 annað kvöld í boði ljóð.is og Byond Borders. Dagskráin er liður í alþjóðlegum mótmælum gegn stríð- inu í Írak. Fram koma Þorsteinn frá Hamri og Ingibjörg Haralds, Ísak Harðarson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Bjarni Bernharður, Rúna K. Tetzschner, Þorsteinn Mar, Viðar Örn Sævarsson og Inga Jóna Krist- jánsdóttir og munu öll flytja ljóð sín. Birgitta Jónsdóttir mun flytja og syngja ljóð við undirleik Óskar Ósk- arsdóttur og jafnframt fagna útgáfu 10 smákvera sem koma út þennan sama dag hjá útgáfunni Beyond Borders. Ósk Óskarsdóttir mun að auki flytja frumsamin lög á píanó. Kristian Guttesen er kynnir kvölds- ins. „Myrkrið er margþætt hugtak, upprunalega spratt hugmyndin að- þessari uppákomu vegna þess hve mikið myrkur grúfir yfir okkur Ís- lendingum á þessum árstíma og Ljóð í myrkri átti að vera einskonar ljós fyrir sálartetrið,“ segir Birgitta Jónsdóttir. „En margt hefur gerst í heimsmálunum síðan þessi hug- mynd kviknaði og má segja að við lifum á tímum heimsmyrkurs, þar sem stríðsvá og ótti sé yfirþyrm- andi. Þess vegna hefur þemanu fyr- ir þessa ljóða-tóna-veislu verið breytt. Við trúum því að sem skáld og tónlistarmenn getum við gefið aðra sýn en þessa sem blasir við okkur í fjölmiðlum. Út um allan heim hafa skáld tekið sig saman og efnt til mótmæla gegn þessu myrkri; þessu stríði. Þessi uppákoma er lið- ur í alþjóðlegum mótmælum, þó fyrst og fremst liður í að auka birtu í heimi okkar með ljóðum sem eru óháð vertíð, ljóðum sem bara eru.“ Aðgangur er ókeypis. Leikhús heimsins sameinast gegn stríði Halldóra Björnsdóttir leikur Lýsiströtu í Þjóðleikhúsinu. Marta Nordal leikur Lýsiströtu í Borgarleikhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.