Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í SKIPULAGI hverfa og bygginga þarf frá upphafi að gera ráð fyrir hí- býlum fólks með þroskahömlun, enda þarf við hönnun að taka mið af þáttum eins og hljóðeinangrun, umferð, að- gengi og veðurfari. Dýrara er auk þess að aðlaga húsnæði sérþörfum eftir á, eins og gjarnan hefur komið í ljós. Þessi sjónarmið og fleiri voru sett fram á ráðstefnu um búsetumál fólks með þroskahömlun sem fram fór á Grand hótel Reykjavík á föstu- dag. Að ráðstefnunni stóðu Húsbygg- ingasjóður Landssamtakanna Þroskahjálpar og Þroskaþjálfafélag Íslands og var m.a. fjallað um stefnu stjórnvalda, fjármögnun íbúðahús- næðis, hönnun híbýla, þjónustu og friðhelgi sjálfræðis. Skortur á einstaklingsíbúðum „Menn hafa hingað til ekki hugað nægilega að skipulaginu. Til dæmis hefur sambýlum gjarnan verið plant- að við hlið leikskóla og þá hugsuð sem stofnanir en ekki hús fyrir íbúa,“ sagði Helgi Hjörvar, formaður Hús- byggingarsjóðs ÖBÍ, í samtali við Morgunblaðið og bætti við: „Ef ekki er hugað að framtíðarskipulagi er hætta á því að menn fari að reyna að redda einhverju eftir á.“ Hann nefndi að áberandi skortur væri á íbúðum fyrir einstaklinga, einbýli væri van- metið búsetuform, en í röðum öryrkja eins og í samfélaginu öllu væru marg- ir einhleypingar. „Vaxandi þrýstingur og eftirspurn eftir slíkum íbúðum get- ur á endanum leitt til þess að byggðar verða nýjar Hátúnsblokkir, með þrjú hundruð öryrkja á sömu lóðinni.“ Það samrýmdist ekki hugmyndum þátt- töku öryrkja í samfélaginu. Innan Öryrkjabandalagsins eru hópar með ólíkar þarfir, svo sem hreyfihamlaðir, einhverfir og geðfatl- aðir. Helgi sagði að nokkuð hratt gengi á biðlista fólks með þroska- hömlun, dæmi um það væru útskriftir fólks af Kópavogshæli inn í einkaíbúð- ir. Á Reykjavíkursvæðinu er og verið að byggja húsnæði fyrir á annan milljarð króna, sem mæta mun þörf yfir eitt hundrað manns. „Við höfum boðist til þess að koma á svipuðum lausnum í málum geðfatlaðra, en rík- isstjórnin er með starfshóp sem vinn- ur nú að tillögum um úrlausnir í þeirra málum,“ sagði Helgi og kvað geðfatlaða vera þann hóp sem ætti í langmestum búsetuörðugleikum. „Viðeigandi úrræði hafa ekki fylgt breyttum hugmyndum okkar um sjúkdóminn, við höfum enn ekki þró- að þjónustu inn í íbúðir fólksins held- ur virðumst við enn vilja leggja mikið fé í stórar og dýrar stofnanir.“ Hann sagði geðfatlaða þurfa þjónustu, stuðning og eftirlit. „Þegar sá stuðn- ingur fylgir fólki ekki inn í almenna búsetu, getur það skapað vandamál í fjölbýli sem aftur eykur fordóma í garð okkar sem erum fötluð. Við meg- um ekki hverfa aftur til fortíðar á því sviði.“ Svigrúm einstaklingsins aukið Forsvarsmenn Landssamtakanna Þroskahjálpar fögnuðu erindi Krist- ínar Sigursveinsdóttur, iðjuþjálfa og deildarstjóra búsetudeildar Akureyr- arbæjar, sem kynnti drög að búsetu- áætlun til ársins 2013 sem hafa að markmiði að niður verði lögð öll sam- býli þar sem herbergi er eina einka- rýmið. Þetta þýðir að hver og einn skuli fá einkaaðgang að bæði her- bergi, baðherbergi og eldhúskrók, enda eigi þroskahamlaðir rétt á al- mennilegu svigrúmi eins og aðrir. „Menn panta ekki einu sinni hót- elherbergi í dag án þess að hafa að- gang að eigin baði,“ sagði Halldór Gunnarsson, formaður Landssamtak- anna Þroskahjálpar, en benti á að til- lögur norðanmanna væru í sjálfu sér ekki nýmæli. „Allar nýjar íbúðir hafa þennan lágmarkssstandard, en hins vegar býr fólk enn á litlum stofnunum þar sem svona háttar til.“ Væru tillög- urnar því afturvirkar, þ.e.a.s. tækju til eldri stofnana sem væru börn síns tíma. Halldór fagnaði tillögum starfs- hópsins á Akureyri enda væru þær samhljóða stefnu Þroskahjálpar, að fólk með þroskahömlun skuli búa við sem eðlilegust skilyrði og njóta frið- helgi í einkalífi. Mjög mikill skortur er víða á einstaklingsíbúðum fyrir fólk með þroskahömlun Heimili þroska- hamlaðra blandist í byggð Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Frá ráðstefnu um búsetumál þroskahamlaðra sem stóð í allan gærdag og var vel sótt. MARTIN Eyjólfsson, sendiráðunaut- ur í utanríkisráðuneytinu, segir að smáríki hafi almennt spjarað sig ágætlega innan Evrópusambandsins (ESB) og að það sé almennt mat fræðimanna að ESB hafi aldrei geng- ið gegn grundvallarhagsmunum ríkja. Þetta kom fram í ræðu Martins á ráðstefnu Sambands ungra sjálf- stæðismanna, DEMYC og NUU, ungliðahreyfinga mið- og hægriflokka í Evrópu. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Staða og hlutverk smáríkja í Evr- ópusambandinu Oft undir í baráttu við stærri ríki Martin tók dæmi um smáríki sem hefðu náð mikilvægum samnings- markmiðum sínum er þau gengu inn í ESB. Þeirra á meðal væru Finnar sem og Svíar en þeir hefðu, er þeir gengu í ESB árið 1995, náð því að fá varanlega heimild til að styrkja land- búnað sérstaklega norðan 62. breidd- argráðu. Þá hefðu Austurríkismenn náð því að fá varanlega heimild til að styrkja sérstaklega landbúnað á svæðum sem væru yfir ákveðinni hæð yfir sjávarmáli. Þannig hefðu þessi ríki náð því að fá ákveðna sérstöðu viðurkennda er þau gengu í ESB. Martin minnti þó á að heildarmyndin væri ekki svo einföld og að smærri ríki yrðu oft undir í baráttunni við þau stærri. Spyrja mætti til dæmis hvort viðbrögð ESB-ríkja hefðu orðið þau sömu ef Jörg Haider hefði verið Frakki en ekki Austurríkismaður en ESB hefði haldið Austurríkismönn- um frá fundum ESB vegna aðildar flokks Haiders að austurrísku ríkis- stjórninni. Þá væri erfitt að sjá fyrir sér leiðtoga smáríkis tala til stóru ríkjanna eins og Jacques Chirac Frakklandsforseti talaði til nokkurra Mið- og Austur-Evrópuríkja nýverið um stuðning þeirra við Bandaríkjamenn, en eins og fram hefur kom- ið í fréttum hefur for- setinn gagnrýnt vænt- anleg aðildarríki ESB í Mið- og Austur-Evrópu fyrir að láta í ljósi stuðning við stefnu Bandaríkjastjórnar í Íraksmálinu. Martin minnti þó á að skipting hópa innan ESB væri flóknari en svo að þar væru einung- is „litlir“ hópar gegn „stórum“ og öfugt. Oft væri t.d. talað um tog- streitu milli norðurs og suðurs, Mið- Evrópuríkja og jaðarsvæða, landbún- aðarsamfélaga og annarra, svo dæmi væru nefnd. Hann sagði einnig að grundvallar- atriðið í samstarfinu innan ESB sem og á öðrum alþjóðlegum vettvangi væri það að lönd þyrftu að vinna sína heimavinnu. Rödd smáríkja heyrðist m.ö.o. ef málstaðurinn væri góður og ef heimavinnan væri unnin. Sér- ákvæði Íslendinga í Kyoto-bókuninni væri gott dæmi um það. Í átt að meiri miðstýringu? Fleiri erindi voru haldin á ráðstefn- unni. M.a. flutti Dr. David Rýc, tékk- neskur ráðgjafi og varaformaður DEMYC, ræðu um smáríki innan Evrópu. Dr. Rýc gerði fyrrgreinda gagnrýni Chiracs á nokkur Mið- og Austur-Evrópulönd einnig að umtals- efni. Hann velti því fyrir sér hvort þessi gagnrýni væri vísbending um að ESB væri að þróast í átt að meiri mið- stýringu þar sem stóru ríkin, eins og Frakkland og Þýskaland réðu ferð- inni; minni ríkin mættu ekki hafa sjálfstæðar skoðanir; hlutverk þeirra í framtíðinni væri að „þegja“. Rýc lagði áherslu á að það væri ekki þróun sem t.d. fyrrum kommún- ísk ríki þyrftu á að halda. Hann sagði æskilegt að ESB þróaðist í átt til meira lýðræðis, þar sem t.d. þjóðþing- in hefðu meiri völd en nú er. Ráðstefna um stöðu og hlutverk smáríkja í Evrópusambandinu Smáríki sögð spjara sig ágætlega Martin Eyjólfsson FRÉTTAMYND ársins 2002 tók Gísli Egill Hrafnsson ljósmyndari hjá Fróða af Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra að senda fyrsta kjúklinginn í greipar dauð- ans við vígslu nýs sláturhúss Holtakjúklinga á Hellu. Þetta var kunngjört við opnun árlegrar sýningar Blaðaljósmyndarafélags Íslands í Gerðarsafni í gær. Myndin varð jafnframt hlutskörp- ust í flokki skopmynda. Nafn myndarinnar er Hefnd hænsnahirðisins og í áliti dóm- nefndar segir: „Textinn segir allt sem segja þarf. Einstaklega skop- legt augnablik sem vakandi ljós- myndari hefur náð að fanga vel.“ Blaðamannafélag Íslands veitir myndinni verðlaun að upphæð 100 þúsund krónur. Hjálmar Jónsson, formaður félagsins, af- henti verðlaunin. Á sýningunni getur að líta á þriðja hundrað blaðaljósmyndir frá liðnu ári.Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson Fréttamynd ársins EINAR Árnason prófessor vísar á bug gagnrýni Agnars Helgasonar, líffræðilegs mannfræðings, og Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á rannsóknir hans, en í Morgunblaðinu á fimmtudag sögðu þeir að hægt væri að hrekja nánast allt sem Einar setti fram í grein sem hann birti í vísindatímarit- inu Annals of Human Genetics. Í greininni færir Einar rök fyrir því að íslenska þjóðin sé ekki jafneinsleit og áður hefur verið talið. „Það eru villur í gögnum sem þeir notuðu, ég hef fundið þessar villur, bent á þær og reynt að koma í veg fyrir að þeim sé dreift áfram, en þær hafa farið víða og verið notaðar,“ segir Einar. Í alþjóðlegum gagna- grunni sem Agnar byggði rannsókn- ir sínar á voru upplýsingar um 33 Dani rangt skráðar. „Ég lýsi því í greininni mjög náið hvaða áhrif það hafði. Þetta er bara sýnidæmi um villurnar. Það eru fleiri villur, t.d. hjá Þjóðverjum og Sviss- lendingum. Ég sýni ekki þær villur í greininni en ræði þær. Tölurnar eru frábrugðnar hjá fleiri þjóðum en Dönum,“ segir Einar. Villur ber að leiðrétta „Ég endurreikna síðan þessar sömu stærðir og Agnar Helgason hefur reiknað og niðurstaðan er sú að Íslendingar eru miðað við hin réttu gögn í 9, 11 eða 13 sæti af 26 þjóðum, eftir því hvaða mælingu er beitt, á mælikvarða þar sem land númer 1 er sundurleitast og land númer 26 er einleitast. Það þýðir að Íslendingar eru í efri hlutanum fyrir allar mælingarnar,“ segir Einar. „Þetta eru niðurstöðurnar, það er ekki nokkur leið miðað við þessar niðurstöður að halda því fram að Ís- lendingar séu einsleitir. Það er ekk- ert óeðlilegt að vísindamenn deili um túlkun niðurstaðna, slík samkeppni er af hinu góða og eflir framgang vís- inda. En villur í niðurstöðum ber að leiðrétta. Vísindamenn verða að þola að bent sé á villur og þær leiðréttar. Að hafa það sem sannara reynist er aðalsmerki vísinda,“ segir Einar. Engin leið að halda því fram að Ís- lendingar séu einsleitir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.