Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 43 Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR SIGURJÓNSDÓTTUR frá Fíflholtum, Mýrasýslu, Vesturgötu 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild B-4 öldrunardeild og deild K-2 Landakoti. Halldóra Baldursdóttir, Reynir Guðlaugsson, Jón Kjartan Baldursson, Sigurjón R. Baldursson, Ármann Þór Baldursson, Sigurrós P. Tafjord, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín og tengdamóðir, ÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR FANNBERG, sem andaðist á Grund sunnudaginn 23. febrú- ar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 4. mars kl. 15.00. Ólafur Fannberg, Marissa B. Fannberg. Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, BERTHE JÓNSDÓTTIR FUMAGALLI, lést á hjúkrunarheimilinu Priory Court, Stam- ford, Englandi, laugardaginn 8. febrúar sl. Útför hennar fór fram 18. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Agnethe Kristjánsson. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HLÖÐVERS KRISTJÁNSSONAR, Hjallabrekku 35, Kópavogi. Megi góðar vættir ávallt vaka yfir starfsfólki Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Esther Jónsdóttir, Binna Hlöðversdóttir, Torfi Haraldsson, Erna Hlöðversdóttir, Niels Chr. Nielsen, Róbert Hlöðversson, Ingibjörg Garðarsdóttir, Valþór Hlöðversson, Guðrún Gunnarsdóttir, Jódís Hlöðversdóttir, Einar Ólason, Bryndís Hlöðversdóttir, Hákon Gunnarsson, Jón Hrafn Hlöðversson, Elsa D. Gísladóttir, Orri Vignir Hlöðversson, Helga Dagný Árnadóttir, Hlöðver Hlöðversson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALBJARGAR ÁGÚSTSDÓTTUR, Skúlagötu 10, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Árni Jónasson, Kristinn Atlason, Ída Atladóttir, Auður Atladóttir, Anna Atladóttir. Alúðar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur hlýju og samúð við andlát og útför okkar elskulegu, MARÍU JÓNU GEIRSDÓTTUR, Hátúni 12. Signý Þ. Óskarsdóttir, Aðalsteinn Helgason, Sigríður Ósk Geirsdóttir, Jón Eiríksson, Þorkell G. Geirsson, Sigríður I. Ólafsdóttir, Egill Þorkelsson, Agnes Þorkelsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, tengdadóttur, systur og mágkonu, HÖLLU SVEINSDÓTTUR, Brekkubæ 6, Reykjavík. Svanþór Þorbjörnsson, Þorbjörn Svanþórsson, Sveinn Teitur Svanþórsson, Bjarki Dagur Svanþórsson, foreldrar, tengdaforeldrar og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GYLFA BORGÞÓRS GUÐFINNSSONAR, Jaðarsbraut 25, Akranesi. Bryndís Ragnarsdóttir, Halldóra Sigríður Gylfadóttir, Leó Ragnarsson, Hrefna Björk Gylfadóttir, Stefán Bjarki Ólafsson, Elva Jóna Gylfadóttir, Elmar Björgvin Einarsson, Ragna Borgþóra Gylfadóttir, Arild Ulset, Erna Björg Gylfadóttir, Þórður Guðnason, Bryndís Þóra Gylfadóttir, Sigurður Axel Axelsson og barnabörn. bara nokkuð vel, þó svo að í miðri Hamborg hafi það endað með einu stóru herbergi uppi á fjórðu eða fimmtu hæð án lyftu. Skoðað var víða og farið alla leiðina niður til Hannover og síðan til baka um marga smábæi upp til Kiel þar sem var farið með ferju yfir til Dan- merkur. Gekk þessi ferð í alla staði mjög vel, þannig að eftir smá hvíld heima var aftur farið af stað til að skoða Danmörku. Man ég hvað Kjartan tengdafaðir minn hafði gaman af því að spreyta sig á dönskunni. Eftir ánægjulega heim- sókn var þeim fylgt til Kastrup þar sem var kvatt og var það í síðasta skiptið sem við sáum Kjartan tengdaföður minn, því hann lést í lok þess árs, blessuð sé minning hans. Sigga kom síðan aftur í heim- sókn til okkar eftir lát Kjartans um það leyti sem eldri sonur okkar fæddist, sem var skírður í höfuðið á afa sínum. Var hún stoð og stytta eins og ávallt við umönnun hans og fylgdi okkur síðan með Norrænu heim um sumarið með viðdvöl í Færeyjum. Ávallt var Sigga tilbúin að hjálpa til með börnin og kom þá í heimsókn til okkar til Bolungavík- ur á meðan við bjuggum þar. Oft var ferðinni heitið í Löngumýrina um jól eða páska og um helgar þegar við bjuggum á Sauðárkróki. Síðustu sex ár hefur hún verið heimsótt á Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Ég vil þakka Siggu fyrir alla hjálpina sem hún hefur veitt okkur í gegnum tíðina, sér í lagi þegar hún sá um Ingu á meðan við Anna vorum bæði við nám og síðan aftur þegar Inga bjó hjá ömmu sinni í fjóra vetur þegar hún stundaði nám við Verkmenntaskólann á Ak- ureyri. Guð blessi minningu þína. Jón Bæring. Mig langar að setjast niður og minnast hennar ömmu minnar á Akureyri í nokkrum orðum. Það var alltaf notalegt að koma til hennar og afa í Löngumýrina. Matarlyktin tók á móti manni og allt var gert til að láta manni líða vel. Ég minnist þess þegar ég var í áttunda bekk og fór í skíðaferðalag til Akureyrar þá var ekki hægt annað en að kíkja til ömmu. Ein bekkjarsystir mín fór með mér og sagði eftir heimsóknina að þetta væri svona ekta amma, röddin og allt. Þetta er besta lýsing á henni sem ég hef heyrt, hún var svona ekta amma. Amma hafði alltaf nóg að gera, hún ól upp fimm börn og var virkur þátttakandi í uppeldi barna- barnanna. Síðan var hún alltaf að sauma, hún saumaði á okkur barnabörnin og fyrir fullt af fólki. Tvinnakeflunum safnaði hún sam- an í poka og við lékum okkur með tvinnakefli þegar við komum í Löngumýrina. Það var ótrúlegt hvað hægt var að gera mikið með tvinnakeflin, byggja turna og búa til hálsfestar. Þegar ég var orðin stór og komin með mín eigin börn fékk eldra barnið einu sinni í jóla- gjöf leikfang sem var eins og tvinnakefli í laginu, nema sérútbúið sem leikfang. Þetta sýnir hversu amma var sniðug í uppeldi barna- barnanna. Fram að átta ára aldri bjó ég í Hrísey og þá var stundum farið inn á Akureyri. Eitt skiptið veiktumst við, ég og bróðir minn, í sömu ferð- inni. Það var nú ekki málið að búa bara um okkur hjá afa og ömmu í Löngumýrinni því þar var nóg að rúmum og fullt af dúnsængum. Það er sérstök minning hjá mér að hátta hjá ömmu í mjúku rúmin með nýtt á rúmunum. Í hvert skipti sem farið var úr Löngumýrinni stóð amma alltaf í dyrunum og veifaði okkur. Nú þeg- ar ég kveð hana í hinsta sinn bið ég guð að blessa hana með þakklæti fyrir allt. Amma mín, þig vil ég ávallt muna og minningu þína geyma í huga mér. Haf ástarþökk fyrir samveruna og okkar mörgu gleði- stundir hér. Þín Sigrún. Kær vinur og frændi er látinn. Hann verður mér ætíð minnisstæður vegna margra ástæðna. Ég kynntist honum allt of seint, hann var þá á áttræðisaldri. Höskuldur bjó á Drangsnesi er ég kom þangað í fyrsta sinn. Erindið var að fylgja bróður mínum til grafar í október 1986 en þeir þekktust alla tíð. Sum- arið eftir fór ég á alla bæi í Árnes- og Kaldrananeshreppi að ósk bú- enda vegna samantektar Pálsætt- ar. Ég gisti á mörgum bæjum, þar á meðal á Burstafelli hjá Höskuldi og Önnu í báðum leiðum. Mér er það minnisstætt hversu mikil áhrif hann hafði á mig við fyrstu kynni. Kannski var það ætt- arsvipurinn og fasið sem mér fannst líkjast föður mínum, sem var föðurbróðir hans. Þegar ég var kominn að Burst- afelli í heimsókn til Önnu og Hösk- uldar leið mér svo vel að ég hefði viljað vera nær þeim það sem eftir væri ævinnar. Fallegt og hlýlegt heimili þeirra hafði notaleg áhrif og ég fann elsku streyma frá þeim hjónum. Við Höskuldur þurftum að ræða mikið saman um ýmislegt, HÖSKULDUR BJARNASON ✝ HöskuldurBjarnason fædd- ist á Klúku í Bjarn- arfirði á Ströndum 11. maí 1911. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 1. febr- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Drangsnes- kapellu 8. febrúar. s.s. fólkið á staðnum, atvinnu og ættina okk- ar. Hann sýndi mér þakklæti fyrir að taka saman ættina okkar sem þá var á byrjun- arstigi og hlakkaði til að sjá ef úr því yrði bók. Honum þótti slæmt að eiga ekki mynd af föður sínum og spurði mig hvort ekki hefði getað leynst mynd af honum hjá pabba mínum eða hans systkinum eða afkomendum, en eng- in mynd var til af Bjarna Guð- mundssyni, föður Höskuldar, en hins vegar af systkinum Bjarna sem bjuggu á Ísafirði. Þegar ég var ein á ferð um Vestfirði og kom í Steingrímsfjörðinn gat ég ekki far- ið suður án þess að gera mér krók út á Drangsnes og gista hjá vinum mínum á Burstafelli. Þegar þau fluttu suður á Hrafnistu varð sam- band okkar meira. Höskuldur var alla tíð hlýr og elskulegur við mig og minnist ég hans með þakklæti og virðingu. Hann var ekki iðjulaus þar, handlaginn eins og pabbi, hugsaði ég, þetta er í ættinni. Ég fór alltaf glaðari eftir heimsókn til þeirra. Margar hugsanir spretta fram þegar vinur fellur frá og allir sakna góðs vinar. Nú er Höskuld- ur, þessi virðingarverði maður, kvaddur með söknuði. Ég votta Önnu, börnum og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning Höskuldar Bjarnasonar. Pálína Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.