Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ása Friðriks-dóttir fæddist á Hóli við Kaplaskjóls- veg (nú Nesvegur 55) hinn 1. desember 1920. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans (Landakotsspít- ala) hinn 20. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Frið- rik Friðriksson, fæddur á Hóli á Stokkseyri hinn 16. desember 1868, lát- inn 20. mars 1943, og kona hans Alfífa Ingileif Magnúsdóttir, fædd á Hóli, Staðarstað, Snæfellsnesi hinn 15. september 1879, látin 12. júlí 1945. Systkini Ásu eru: Hannes (hálf- bróðir, samfeðra), Ingvar, Frið- leifur, Kristín, Margrét, Ólafur (hálfbróðir, samfeðra), Karlotta, Birgi Ernst Gíslasyni, f. 1965, móð- ir Ásu er Ingunn Óskarsdóttir, f. 1947. 3) Ingileif Ólafsdóttir, f. 1954, látin 1999, var gift Ágústi Inga Jónssyni, f. 1951. Börn þeirra eru: a) Ólafur Bjarki, f. 1979, b) Anna Dröfn, f. 1985. Fyrir átti Ása soninn Friðrik með sambýlismanni sínum, Birni Arnórssyni, f. 1915, d. 1961. Friðrik Björnsson er fæddur 1943, kvæntur Herdísi Gunngeirs- dóttur, f. 1947. Börn þeirra eru: a) Gunngeir, f. 1968, í sambúð með Eddu Björgu Sigmarsdóttur, f. 1972. b) Ásgeir, f. 1973, og c) Sig- urrós, f. 1981. Barnabarnabörnin eru fimm. Ása bjó allan sinn aldur í Reykjavík og eftir hefðbundna skólagöngu vann hún í fiskvinnslu, lærði síðan klæðskeraiðn, sem varð hennar aðalstarf með heim- ilisstörfunum. Starfsferlinum lauk hún á Elliheimilinu Grund, þar sem hún vann í eldhúsinu í nokkur ár, eða þar til að hún komst á eft- irlaun við 67 ára aldur. Útför Ásu fór fram síðastliðinn föstudag í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðjón, Valtýr og Ágúst, sem öll eru lát- in, nema Karlotta, sem er fædd 1911. Hinn 6. september 1945 giftist Ása Ólafi Einarssyni, fæddum á Eskifirði 6. september 1912, látinn 19. mars 1988 og eru börn þeirra: 1) Þórhildur Ólafsdóttir Fuegi, f. 1946, gift David Fuegi, f. 1946, búsett í Bretlandi. Börn þeirra eru: a) Thomas, f. 1973, b) Nicholas, f. 1977. 2) Einar Ólafsson, f. 1947, kvæntur Kristjönu Guðmundsdótt- ur, f. 1949. Börn þeirra eru: a) Elín Sjöfn, f. 1974, b) Berglind Ósk, f. 1979, í sambúð með Loga Unnars- syni Jónssyni, f. 1973. Fyrir átti Einar Ásu, f. 1965, í sambúð með Tengdamóðir mín, Ása Friðriks- dóttir, er látin. Það er erfið og jafnvel svolítið skrýtin tilfinning að kveðja mann- eskju, sem hefur verið stór hluti af lífi manns í næstum fjóra áratugi. Ég var feimin, lítil 18 ára stelpa, þegar kynni okkar Ásu hófust, en þá fórum við, ég og Friðrik, elsti sonur hennar, að draga okkur saman. Ása tók mér ákaflega vel og fljótlega hvarf feimnin og urðum við góðar vinkonur. Ása var hlýleg kona og hreinskiptin og talaði aldrei illa um nokkurn mann, en gat verið nokkuð skapstór og bráð, ef hallað var á hana eða einhvern í fjölskyldunni, en aldrei varð okkur sundurorða öll þessi ár. Þegar við ungu hjónin fórum að huga að búskap og festa okkur hús- næði kom upp sú staða, að Ólafur og Ása fengu úthlutað lóð í Sörlaskjóli, þar sem þau byggðu tvíbýli og varð úr, að þau seldu okkur efri hæðina fokhelda. Hafði Friðrik unnið mikið með fóstra sínum við byggingu húss- ins og vildi Ólafur að hann keypti hæðina í stað þess að leigja áfram, eins og við höfðum gert. Ellefu urðu árin góð, sem við bjuggum saman í Sörlaskjólinu og gott var að hafa tengdó á neðri hæð- inni og fá hjá henni ráðleggingar varðandi matargerð, svo ég tali nú ekki um saumaskap, en Ása saumaði alla tíð mikið, bæði á fjölskylduna svo og fyrir fyrirtæki úti í bæ. Auð- vitað vildi Ása gera mig að góðri saumakonu, en mikið var saumað á þessum árum, meðan auraráð voru lítil. Garðurinn okkar í Sörlaskjólinu var fallegur og vel hirtur og var það eingöngu vegna þess, hversu Ólafur annaðist hann af mikilli natni og þekkingu, á meðan Ása sá um heim- ilið af mikilli alúð. Ása vann alla tíð mikið, var ósér- hlífin og mikill dugnaðarforkur. Hún mundi baslið á fyrstu búskaparárun- um, þegar huga þurfti að hverjum eyri til að ná endum saman. Þótt hagur hennar vænkaðist fór Ása ekki fram úr sjálfri sér hvað eyðslu snerti, var alla tíð nægjusöm og út- sjónarsöm og átti bruðl og íburður ekki upp á pallborðið hjá henni. Þess í stað lét hún börnin sín njóta og studdi þau með öllum ráðum alveg fram á hinsta dag. Úr Sörlaskjólinu fluttu þau hjónin í Espigerði og voru þá komin í nábýli við yngstu dótturina, Ingu, sem bjó með fjölskyldu sinni í Álfalandi. Eft- ir örfá ár í Espigerðinu dó Ólafur og hætti Ása þá að vinna og kom sér þá vel að vera í nábýli við Ingu, en Inga var betri en enginn, þegar eitthvað bjátaði á. Þær mæðgur voru alla tíð mjög nánar og hef ég aldrei séð dóttur hugsa um móður sína eins vel og Inga gerði. Við hin þurftum aldrei að hafa neinar áhyggjur, því Inga sá um allt sem gera þurfti og meira til. Því var það mikið áfall þegar Inga greindist með krabbamein, aðeins fertug að aldri. Barátta Ingu stóð í fimm ár og stóð mamma hennar sem klettur við hlið hennar og gerði allt sem hún frekast gat til að létta henni og fjölskyldu hennar lífið. Ása var ekki söm eftir lát Ingu sinnar og gat ekki fyrirgefið almættinu þetta ranglæti. Vorið áður en Inga dó fluttist Ása, að frumkvæði dóttur sinnar, í íbúð eldri borgara, Bólstaðarhlíð 41. Var það mikil gæfa fyrir Ásu, sem var dugleg að sækja hina ýmsu þjónustu sem þar er í boði, svo sem leikhús- ferðir, gönguferðir og ferðalög, en þó var það sérstaklega spilamennsk- an sem heillaði hana og spilaði hún bridds hvenær sem tækifæri gafst til. Golfið heillaði einnig Ásu og fannst henni fátt skemmtilegra en að pútta á flötinni í Bólstaðarhlíð- inni. Hún var mikil keppnismann- eskja og sóttist alltaf eftir fyrstu sætunum. Ása veiktist sl. vor, en það var síð- an í haust, að hún greindist með krabbamein sem varð hennar bana- mein. Hún stóð sig eins og hetja í veikindum sínum. Eftir áramót var hún lögð inn á Landspítalann og þaðan lá leiðin fljótlega á líknar- deildina á Landakotsspítalanum, þaðan sem hún átti ekki aftur- kvæmt. Að leiðarlokum vil ég kveðja tengdamóður mína með þakklæti fyrir samveruna, í þeirri vissu, að hún sé komin í faðm látinna ástvina sinna, sæl og glöð. Blessuð sé minning hennar. Herdís Gunngeirsdóttir. Með söknuð í hjarta kveðjum við elskulega tengdamóður og ömmu. Á þessari stundu reynum við að ylja okkur við fallegar minningar um góðar stundir sem við áttum með þér. Nú hefur þú kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Við huggum okk- ur við að þér líði nú betur og vel sé tekið á móti þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt og ný, Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hjartans þakkir fyrir allt. Guð geymi þig. Kristjana, Berglind, Elín Sjöfn og Ása. Rúmur aldarfjórðungur er liðinn síðan leiðir okkar Ásu Friðriksdótt- ur lágu fyrst saman. Þegar nú er komið að kveðjustund rifjast upp myndir og minningar frá liðnum ár- um. Nokkur orð koma aftur og aftur upp í hugann. Hjálpsemi, hrein- skiptni og tryggð eru nokkur þeirra orða sem vel lýsa samskiptunum við Ásu. Það var á vormánuðum 1978 sem ég kvæntist Ingileif, yngri dóttur Ásu og Ólafs Einarssonar. Höfð- ingjabragur var á heimili tengdafor- eldra minna við Sörlaskjól. Það hafði alla tíð staðið vinum Ingu opið, hvort sem var á nóttu eða degi. Ólafur starfaði lengstum sem skrifstofu- maður, tefldi mikið og hlúði að garð- inum að húsabaki af slíkri kostgæfni og vandvirkni að eftir var tekið. Ása sá um heimilið, auk þess sem hún starfaði lengi við saumaskap og fleira. Heimilið bar Ásu fagurt vitni og alla tíð bar hún hag þess og fjöl- skyldunnar fyrst og fremst fyrir brjósti. Bæði voru þau Ólafur og Ása dugleg að hjálpa börnum sínum og hvetja til góðra verka. Ása og Inga tóku þátt í lífi hvor annarrar í blíðu og stríðu. Hjálpuð- ust að þegar á bjátaði, glöddust sam- an þegar vel gekk. Tókust á um menn og málefni svo hvinið gat í því hvorug hrökk undan ef sannfæring var að baki. Dagurinn var þó sjaldn- ast liðinn þegar þær náðu sáttum á ný. Þær gátu hvorug lengi án hinnar verið. Ása var snar þáttur í lífi fjölskyld- unnar meðan við bjuggum í Álfa- landi og aldrei bar skugga á í sam- skiptum okkar. Við eigum eftir að sakna Ásu ömmu. Fyrir hálfu fjórða ári lést Inga eftir rúmlega fimm ára hetjulega baráttu við krabbamein. Þessi fimm ár var Ása sá bakhjarl heimilis okkar Ingu sem alltaf var tilbúinn að rétta hjálparhönd. Sú hjálp, hvort heldur var við heimilis- störf eða aðstoð vegna barnanna, var ómetanleg og verður aldrei fullþökk- uð. Missir okkar allra var mikill þeg- ar Inga dó og valdi Ása að kveðja dóttur sína með ljóðinu Móðurharm- ur eftir Vilhjálm frá Skáholti. Hún hafði séð bókina á náttborði Ingu á líknardeildinni í Kópavogi og staldr- aði við þetta fallega ljóð. Betur gat hún ekki orðað hugsanir sínar á þessari sorgarstundu því söknuður- inn var sár. Hún huggaði sig við að eiga eftir að hitta dóttur sína aftur í „yndislegum heimi“ en í ljóðinu seg- ir svo um endurfundi móður og dótt- ur að loknu þessu jarðneska lífi: Þá verður ei á augum mínum móða er mamma aftur sér þín brosin hýr. Með þessum orðum og sannfær- ingu um ljúfa endurfundi hennar við eiginmann og dóttur kveðjum við, ég og börnin mín, Ásu ömmu og þökk- um allt og allt. Ágúst Ingi Jónsson. Elsku amma. Nú er þessum áfanga þínum lokið hér en þótt leiðir okkar skiljist um sinn efast ég ekki um að þú horfir brosandi til okkar núna um leið og þú leggur upp í ferðalag til nýrri og betri heima. Þú skilur eftir þig djúp spor og hlýjar minningar í huga þeirra sem þér voru nákomnir og fyrir það er- um við þér ævinlega þakklát en í stað þess að samhryggjast vil ég samgleðjast þér, amma mín, því nú ertu loks frjáls undan þungri skikkju líkamans og getur hafið þig til flugs. „Lífið er bernska ódauðleikans.“ (Goethe.) Takk fyrir samveruna. Sigurrós Friðriksdóttir. ÁSA FRIÐRIKSDÓTTIR Elsku mamma, það er svo erfitt að þurfa að kveðja þig í hinsta sinn og það er það seinasta sem ég hélt að ég þyrfti að gera núna vegna þess að ég hélt að ég myndi vera að taka á móti þér af spítalanum eftir þín löngu og erfiðu veikindi, en ég gerði mér kannski ekki grein fyrir og vildi ekki gera mér grein fyrir hve hættulega veik þú varst. Þrátt fyrir EYGLÓ ÁSTVALDSDÓTTIR ✝ Eygló Ástvalds-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 22. ágúst 1958. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 15. febrúar síð- astliðinn og var úför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 26. febrúar. það ætlaðir þú að sigr- ast á veikindum þínum, en því miður fór ekki svo. Ég man að ég var að vinna þann dag sem þú fórst á spítalann í sein- asta skipti. Það var rétt fyrir jól. Ég hringi heim og fæ þær fréttir að þú sért alvarlega veik og liggir á gjör- gæsludeild í öndunar- vél og ég man það að mér fannst eins og ég hefði verið kýld í mag- ann og næði ekki and- anum. Svo fór ég til þín og féll gjör- samlega saman vegna þess að þú varst svo máttlítil, en það var bara byrjunin á þeim ósköpum sem áttu eftir að dynja yfir og ég man bara til þess að ekkert gekk vel. Um leið og við höfðum einhverja von dundi eitt- hvað hræðilegt yfir og ég man hve illa mér brá að sjá þig þegar þú varst nýlögð inn á gjörgæsluna, en svo bættust alltaf fleiri og fleiri tæki við vegna þess að þú varðst bara veikari og veikari, en alltaf hélt ég í vonina um að þú myndir ná þér og koma heim. Undir lokin varstu kom- in í tvær öndunarvélar og þetta stærðarinnar rúm sem mér fannst þú týnast í vegna þess hve smágerð þú varst, en auðvitað hélt ég alltaf í vonina. Sú von brást þegar ég kom úr vinnu laugardagskvöldið 15. febrúar. Þá var hringt í okkur og sagt að við ættum að koma upp á spítala vegna þess að þér hefði hrakað svo mikið. Þegar við komum varst þú farin og þá fannst mér eins og hjartað hefði verið rifið úr mér. En mér finnst svo skrýtið að þú skyldir kveðja svona skyndilega vegna þess að pabbi var hjá þér fyrr um kvöldið og þá var allt í fínasta lagi og þú öll að koma til, en svona er lífið nú skrítið. Ég bara trúi ekki að ég og þú munum aldrei aftur getað rölt sam- an í búðir á Laugaveginum og farið í Koló að gramsa eins og þú hafðir yndi af og það er svo sárt að hugsa um allt það sem við áttum eftir að gera saman og vegna þess hve snögglega þú kvaddir munum við aldrei geta gert þá hluti saman. En það eru svo margar góðar minning- ar sem þú skildir eftir handa okkur og það er ekki hægt að muna eftir þér öðruvísi en kátri, skemmtilegri og virkilega góðri manneskju. Allir sem þekkja þig geta staðfest að þú gerðir allt til þess að hjálpa öðrum og máttir aldrei sjá neinn sem leið illa og þá sérstaklega ekki okkur börnin þín fjögur. Þú gerðir allt fyr- ir okkur og máttir aldrei vita til þess að einhver talaði illa um okkur. Þá varst þú fyrsta manneskjan til þess að segja þeim til syndanna og það eru nú margir sem þú hefur hjálpað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.