Morgunblaðið - 02.03.2003, Side 26

Morgunblaðið - 02.03.2003, Side 26
26 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ A NNE V. Coates vann sem hjúkr- unarkona á stríðsárunum á Englandi. Hún var hestastelpa í æsku og fór ekki mikið í bíó, að eigin sögn. En í dag er hún með virtustu nöfnunum í heimi kvik- myndanna vestan hafs og hefur verið lengi. Þótt ekki væri nema fyrir vinnu hennar við Arabíu-Lár- ens (1962), sem færði henni Ósk- arsverðlaun, væri nafn hennar vandlega greypt í spjöld sögunnar. En Anne Coates hætti ekki á toppnum; í kjölfarið komu m.a. Morðið í Austurlandahraðlestinni (1974) og Fílamaðurinn (1980) en Coates hefur alls klippt 51 kvik- mynd á jafnmörgum árum og er enn í fullu fjöri. Þegar gestir flykktust til dæmis í kvikmyndahús til þess að sjá mynd Stevens Soderberghs, Out of Sight, sem talin var til svalari mynda er hún kom út (1998), brá mörgum við að heyra að við klippi- borðið hefði setið sjötug kona sem tiltölulega skömmu áður hafði til- einkað sér aðferðir stafrænnar tækni. Síðar vann Anne Coates aftur með Soderbergh að gerð myndarinnar Erin Brockovich (2000) sem hreppti Óskarinn það ár sem besta myndin. Konan er sem sagt goðsögn í lifanda lífi og hefur frá mörgu að segja. Hvít lygi kemur sér vel Anne Coates lærði á þrítugsaldri að beita skærum á filmur – svona rétt á meðan aðrar konur reyndu sig við bútasaum og sláturgerð. Hún nánast laug sig inn á gólf hjá Pinewood Studios – að eigin sögn – eftir að hafa tekið fyrstu skrefin hjá Religious Films. „Ég sagði ekki allan sannleikann í atvinnu- viðtalinu hjá Pinewood. Ég fullyrti að ég kynni að sinna ótal verkum sem ég hafði aldrei á ævinni komið nálægt. Ég hafði til dæmis aldrei notað fótknúna samsetningarvél og var eiginlega heppin að skera ekki af mér fingur í fyrstu. En ég tók bara skyndikúrs hjá vini mínum í klippiherberginu og viku síðar var ég byrjuð að vinna.“ Þannig hefur ferillinn rúllað og Anne Coates viðurkennir fúslega að dálítil hvít lygi geti komið sé vel, viti fólk hvað það vilji og sé tilbúið að sanna sig. Og sjálf hefur hún alla tíð vitað hvað hún hefur viljað. „Mér datt ekki í hug að gerast leikstjóri. Maðurinn minn er leik- stjóri, og með þrjú börn og heimili var ekki hægt fyrir mig að fara út í það. Leikstjóri verður að vera 100% viðstaddur þegar tökur á myndum hans fara fram og mér fannst ég einfaldlega geta gefið bæði kvikmyndaheiminum og fjöl- skyldunni meira með því að halda mig við klippingarnar,“ útskýrir hún og rifjar upp að það hafi síst verið auðveldara í „gamla daga“ en nú að komast inn í kvikmynda- bransann. Fyrstu skrefin tók hún sem hljóðupptökukona, réð sig svo sem klippara og lærði sem fyrr segir mest af fólki í kringum sig. Í dag segist hún ekki enn fylgja sér- stökum reglum eða viðmiðum. Hún fari helst eftir eigin tilfinningu, enda sé klipping kvikmyndar í raun mjög persónuleg aðgerð. „Dóttir mín, sem er í listaskóla, spurði mig um daginn: „Heyrðu mamma, segðu mér aðeins frá stíl- brögðunum sem þú beitir í vinnunni.“ Ég hváði og sagði: „Stílbrögðunum? Ég hef engan ákveðinn stíl.“ Þá svaraði dóttir mín: „Nú, það var skrýtið. Við er- um nefnilega að læra um Anne Coates-stílinn í skólanum!“ Grunaði að Lárens yrði góður Anne Coates var á meðal sér- stakra gesta á Kvikmyndahátíðinni í Edinborg á liðnu hausti og var þar í opnu viðtali; hún ræddi feril sinn við listrænan stjórnanda há- tíðarinnar, Shane Danielson, á sviði UGC-kvikmyndahússins, auk þess að svara fyrirspurnum gesta úr sal. Þess á milli voru valin dæmi úr verkum hennar sýnd á hvíta tjaldinu og að sjálfsögðu var byrjað á senu úr frægustu mynd- inni: Eyðimörkin brakar og eftir sandinum kemur óþekktur maður ríðandi á úlfalda. Arabíu-Lárens bíður og förunautur hans bíður einnig. Lárens fær sér vatnssopa. Tíbráin iðar og hófadynur úlfald- ans færist nær. Lárens skimar og bíður... Atriðið er óendanlega langt og heilli eilífð síðar er gesturinn kominn í nærmynd og skothvellur ríður af. „Þetta myndi ekki leyfast í kvik- mynd í dag. Heil mínúta með manni á úlfalda?“ spyr Danielson. „Þetta hentaði í þessari mynd því þetta var þannig mynd. Ég held því fram að hver mynd hafi sitt yfirbragð og kalli á vinnubrögð eftir því, óháð því hvenær hún er gerð,“ svarar Coates. Hún situr á sviðinu í bleikri blússu með varalit í stíl – enn er erfitt að sjá hana fyrir sér með filmuskærin yfir hausamótum heimsþekktra leik- ara. „Svo má líka spyrja: ef vel er leikið, hvers vegna þá að klippa?“ heldur hún áfram. „Ég man að við David [Lean, leikstjóri] prófuðum að klippa þessa senu meira, en þegar við horfðum á útkomuna lit- um við hvort á annað og hristum höfuðið. Þetta hafði sinn sjarma svona.“ Danielson rifjar upp Óskars- stytturnar í kringum Arabíu-Lár- ens og spyr í kjölfarið hvort mynd- in sú sé hápunktur ferlisins. „Ég reyni að líta ekki á það þannig. Við David höfðum að vísu hugboð um að við værum að gera góða mynd, en ekki endilega meistarastykki. En nú er hún orð- in sígild. Þetta var vissulega mik- ilvægt verkefni á mínum ferli og ég lærði mikið af David Lean, hann var dásamlegur leikstjóri og mikill sögumaður. En ég hef líka lært af mörgum öðrum.“ Hún áréttar að aldur skipti litlu máli þegar komi að því að velja samstarfsmenn. „Mér þykir raun- ar sérstaklega gaman þegar þeir eru ungir og upprennandi, eins og Steven Soderbergh, það kemur svo margt skemmtilegt út úr því. Reyndir leikstjórar eru of oft fast- ir í sama farinu eða komnir af blómlegasta skeiði sínu,“ segir hún og kímir. „David Lynch var til dæmis ungur þegar við gerðum Fíla- manninn sem að mínu mati er enn hans besta mynd. Hann leit í raun ekki út fyrir að vera meira en átján ára og á fyrsta fundi hélt ég að hann væri sendill. Ég ætlaði að senda hann eftir kaffi fyrir mig! En það var áhugavert að vinna með Lynch, hann er einkennilega innréttaður og fær skrýtnar hug- myndir. Til dæmis sagði hann mér frá stofnun þar sem afskræmt fólk var vistað – eins konar frík og vesalingar – og stakk upp á því grínlaust að ég færi þangað í sunnudagsferð með börnin, það yrði áreiðanlega gaman. Þetta átti að vera liður í undirbúningi mínum fyrir Fílamanninn,“ segir Coates og hristir höfuðið. „Ég man að við rökræddum ann- ars mikið um hvenær Fílamaður- inn ætti fyrst að sjást. Mel Brooks vildi skjóta fyrsta hettuatriðið á tvo vegu, þannig að andlitið sæist og sæist ekki, og taka svo ákvörð- un í klippiherberginu. Einhverjum öðrum fannst áhrifaríkast að and- litið sæist fyrst þegar hjúkrunar- konan missir bakkann. Þarna hefði stafræna tæknin komið sér vel til þess að prófa sig áfram, þetta var býsna snúið. Stundum er heldur ekki gott að dæma útkomuna nema atriðið sé blásið upp á tjald – og til þess þarf alltaf filmu.“ Vinnan má ekki vera of auðveld Coates hefur, í ljósi orðstírs síns, mikið um það að segja með hverjum hún vinnur. Eftir að hún hefur tekið tilboði leikstjóra, eyðir hún góðum tíma í að ræða við hann áður en farið er af stað. „Ég vil fá skýra hugmynd um það sem leikstjórinn er að hugsa og á tökustað fylgist ég með hon- um vinna. Við klippiborðið reyni ég svo að gera það sem ég held að samræmist hugmyndum hans, þar við bætist svo mitt persónulega handbragð.“ Hún bendir á að nú til dags heimsæki leikstjórarnir gjarnan klippiherbergið, sem ekki hafi tíðkast áður fyrr. „Þá reyni ég að mæta þeim með opnum huga. En ég stend líka oft fast á mínu ef ég hef tekið eitthvað í mig. Oft er ein- faldast að sýna viðkomandi það sem ég meina, í stað þess að reyna að lýsa því. Með stafrænu tækninni er þetta auðvelt, hægt er að klippa fleiri en eina útgáfu af ákveðnu atriði án þess að skemma neitt.“ Hún rifjar upp áratugina þegar filman var við lýði, þegar hver sentimetri ræmunnar var dýrmæt- ur og engu mátti skeika svo upp- tekin atriði skemmdust ekki. „Ég man að einn leikstjóri af gamla skólanum greip andann á lofti þegar hann sá að ég hafði klippt í sundur atriði í tilrauna- skyni í tölvu. Hann var ekki kunn- ugur stafrænu tækninni og hélt að ég hefði unnið óafturkræft skemmdarverk,“ rifjar Coates upp og hlær. Sjálf viðurkennir hún að skiptin úr filmu yfir í stafræna tækni hafi tekið á. Henni hafi þó aldrei dottið annað í hug en að gefa nýju tækninni tækifæri, enda gefi hún mikla möguleika. „Vinnan má samt ekki vera of auðveld og oft sakna ég gömlu góðu daganna. Mér líkaði við áskorunina sem fólst í filmuvinn- unni,“ bætir hún við. „Ertu sammála því að takturinn í kvikmyndum hafi aukist á síðustu áratugum og myndir orðið brota- kenndari en áður?“ spyr þá Dan- ielson. „Já,“ svarar Coates. „En áhorf- andinn er líka orðinn færari í að grípa það sem gerist á tjaldinu og minna þarf að útskýra fyrir hon- um. Auglýsingar, tónlistarmynd- bönd og önnur myndmiðlun hafa hjálpað til við þessa þróun.“ „En er stundum ekki of ört klippt?“ ítrekar spyrill. „Ja, stundum kalla atriði á eins konar blikkljósaklippingu, svo þau verði áhrifaríkari. Og það er oft smart. En ég legg áherslu á að það þurfi góðar ástæður til þess að klippa þannig.“ Hún kveðst hafa þær áhyggjur helstar af kvikmyndagerðarmönn- um samtímans að þeir safni of miklu efni, sem svo eigi að klippa niður í góða mynd. „Þetta er ekki tækninni sem slíkri að kenna, þarna eru einfaldlega á ferð vondir leikstjórar með óskýrar hugmynd- ir og ég passa mig á að vinna aldr- ei með þeim,“ segir Coates og hlær dátt. „Annars held ég að ekki þurfi að vera munur á útkomunni, eftir því hvort stafrænar tökuvélar eru not- aðar eða ekki. Í báðum tilfellum er verið að gera það sama, draga fram dramað eða kómedíuna, í Ég hélt að David Lynch væri Julia Roberts: Var hvers manns hug- ljúfi við tökur á Erin Brockovich. Anne Coates sjálf: Hér í faðmi Richard Gere, en þau unnu saman við gerð Unfaithful. Jennifer Lopez og George Clooney: Leikararnir tveir þoldu ekki hvort annað við tökur á Out of Sight að sögn Coates. David Lynch: Hefur enn ekki toppað Fílamanninn, að mati Coates. Hún Anne Coates lítur út eins og hver önnur amma, gráhærð og brosmild með gylltar hálsfestar. En konan er ekkert venjulegt gam- almenni því hún vinnur með eftirsóttustu leik- stjórum heims og hefur klippt nokkrar af þekktustu kvikmyndum sögunnar. Sigurbjörg Þrastardóttir hlýddi á hana lýsa ferlinum. Arabíu-Lárens: Ef vel er leikið hvers vegna þá að klippa? Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.