Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ 7. marz 1993: „Undanfarna mánuði og misseri hefur bor- ið æ meira á ýmiss konar af- brotum og ofbeldi í þjóð- félaginu. Er svo komið, að yfirvöld þurfa að taka málið föstum tökum jafnframt því, að nauðsynlegt er að um- ræða fari fram um þessa þróun meðal almennings til að leita orsakanna og finna leiðir til úrbóta.“ . . . . . . . . . . 6. marz 1983: „Samband ís- lenskra auglýsingastofa hef- ur enn á ný haft frumkvæði að könnun á lestri dagblaða og afnotum af sjónvarpi hér á landi. Hagvangur hf. fram- kvæmdi könnunina sam- kvæmt viðurkenndum reglum um skoðanakannanir. Það ber að fagna þessu framtaki auglýsingastofa því að niðurstöðurnar eru jafnt viðskiptavinum þeirra og öðrum góð leiðsögn. Sú breyting hefur orðið helst á íslenskum fjölmiðlamarkaði síðan síðasta könnun af þessu tagi var framkvæmd, að síðdegisblöðin Dagblaðið og Vísir hafa sameinast und- ir einn hatt. Milli þessara blaða var hörð samkeppni á markaðnum fyrir samein- ingu og þau voru bæði mikið lesin og náðu samtals til um 99% lesenda á höfuðborg- arsvæðinu fyrir sameiningu en undir einum hatti eru þau lesin af 69,85% íbúa svæð- isins og 64,17% lands- manna.“ . . . . . . . . . . 4. marz 1973: „Haustið 1970 hækkaði mjólkurverðið um nær 20%. Um þá hækkun hafði Magnús Kjartansson þetta að segja í forystugrein Þjóðviljans á þeim tíma: „Komin er til framkvæmda mjög tilfinnanleg hækkun á mjólk og mjólkurafurðum, en framundan eru hliðstæðar hækkanir á öðrum búvörum. Hefur verðlagsgrundvöll- urinn hækkað frá síðasta ári um 22%, en á síðustu þremur mánuðum nemur hækkunin hvorki meira né minna en rúmum fimmtungi og mun slík óðaverðbólga nálgast heimsmet.“ Daginn eftir sagði núverandi iðn- aðarráðherra þetta í leiðara Þjóðviljans: „Sú hrikalega hækkun á mjólkurafurðum, sem kom til framkvæmda í gær, er blygðunarlaus árás á neytendur og engum óhag- kvæmari en bændur; hún er ömurleg sönnun um ófarnað þann, sem óðaverðbólgu- stefna ríkisstjórnarinnar leiðir yfir þjóðina. Verð- hækkanir þessar voru þau stóðtíðindi, sem öll þjóðin ræddi um í gær …“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BARÁTTAN GEGN KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Fyrirhugaðar framkvæmdirvið Kárahnjúkavirkjun erumjög umdeildar eins og skýrt hefur komið fram í almennum umræðum og mótmælaaðgerðum andstæðinga virkjunarinnar. Slíkar mótmælaaðgerðir eru þáttur í okk- ar lýðræðislega samfélagi og ekk- ert við þeim að segja. Fólk kemst stundum í mikið uppnám vegna skoðana annarra, sem kunna að vera andstæðar þeirra eigin. Það er ástæðulaust að komast í uppnám yfir mismunandi skoðunum. Enginn á að líta svo á að andstæðar skoð- anir annars fólks á mönnum og málefnum séu hættulegar á einn eða annan veg. Fyrir nokkrum árum fóru fram miklar umræður um fyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun, sem ekkert varð úr. Deilurnar þá snerust um það, hvort þau virkjanaáform ættu að fara í umhverfismat. Morgunblaðið var meðal þeirra, sem töldu að sú virkjun ætti að fara í umhverfismat og taldi, að það hefðu verið mikil mistök stjórnvalda að fara ekki þá leið. Framkvæmdir við Kárahnjúka- virkjun hafa hins vegar í einu og öllu verið undirbúnar samkvæmt gildandi lögum og reglum. Virkj- unin fór í gegnum umhverfismat og úrskurðir féllu bæði hjá skipulags- stjóra og ráðherra. Leikreglum lýð- ræðisins hefur verið fylgt í einu og öllu. Almennar umræður hafa verið miklar. Ljóst er að virkjunin nýtur víðtæks stuðnings, hvort sem and- stæðingum hennar líkar betur eða verr, bæði á Alþingi og utan þings. Stjórnarflokkarnir báðir standa að ákvörðunum um virkjunina, svo og meirihluti þingmanna Samfylking- arinnar. Hið sama má segja um verkalýðshreyfinguna. Í ljósi þess að öll skilyrði lýðræð- isins hafa verið uppfyllt í sambandi við þessa framkvæmd er það of langt gengið, þegar alþjóðleg um- hverfisverndarsamtök reyna nú að koma í veg fyrir að Landsvirkjun geti fjármagnað þessar fram- kvæmdir eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær. Þar kom fram, að alþjóðasamtök, sem nefnast International Rivers Network hafi sent bréf til eins fjár- málafyrirtækis og boðað sambæri- legt bréf til annarra fjármálafyr- irtækja, þar sem þau eru hvött til þess að lána ekki fé til þessara framkvæmda. Í bréfi þessu er því haldið fram, að opnar umræður hafi ekki farið fram um þetta mál á Ís- landi. Hver einasti Íslendingur veit að þetta eru ósannindi. Því er líka haldið fram að landsmenn þori ekki að láta skoðanir sínar í ljósi. Þetta er fáránleg staðhæfing eins og allir landsmenn vita. Það er full ástæða til að bera virðingu fyrir skoðunum þess fólks, sem ekki vill láta ganga lengra í framkvæmdum á hálendi Íslands en orðið er. Sá hópur landsmanna vann mikinn sigur með úrskurði setts umhverfisráðherra vegna Norðlingaölduveitu. Það er full ástæða til að vera vel á verði um frekari framkvæmdir á þessu svæði og þá ekki sízt vegna vaxandi um- ræðna um uppbyggða hálendisvegi með varanlegu slitlagi, sem Morg- unblaðið hefur ítrekað mælt gegn á undanförnum árum. Það er líka auðvelt að skilja þann sársauka, sem fram kemur í málflutningi and- stæðinga Kárahnjúkavirkjunar. En þegar ákvarðanir af þessu tagi hafa verið teknar í lýðræð- islegu þjóðfélagi á grundvelli þeirra leikreglna, sem í því gilda er of langt gengið þegar alþjóðleg um- hverfisverndarsamtök reyna að bregða fæti fyrir þær ákvarðanir, með allt að því dulbúnum hótunum í garð alþjóðlegra fjármálafyrir- tækja. Í raksstjórn hefur verið Bandaríkja- stjórn þyrnir í augum í rúman áratug og það var rétt liðinn sólarhringur frá því að hryðjuverkin voru framin í Bandaríkjunum 11. september þegar farið var að velta vöngum yfir því hvort láta ætti til skarar skríða gegn Írökum. Bob Woodward, blaðamaður Washington Post, lýsir í bók sinni Bush at War fundi þjóðaröryggisráðs Bandaríkjaforseta 12. september þar sem til umræðu er hvernig brugð- ist skuli við. Á fundinum spyr Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra hvort ráðast eigi gegn hryðjuverkum á breiðari grundvelli en aðeins al- Qaeda, hryðjuverkasamtökum Osama bin Lad- ens. George Bush forseti og Colin Powell utanrík- isráðherra leiddu að því rök á fundinum að auð- veldara yrði að tryggja samstöðu alþjóðasamfélagsins og nýta Sameinuðu þjóðirn- ar ef áherslan yrði á al-Qaeda, sem böndin bárust strax að. Talaði Powell síðan um það að bandalag- ið gegn hryðjuverkum ætti að vera eins víðtækt og unnt væri og skilyrði fyrir þátttöku gætu verið misjöfn eftir því hvaða land ætti í hlut. Mitt í þess- um umræðum varpar Rumsfeld því fram hvort ekki væri ráð að láta til skarar skríða gegn Írök- um, ekki bara al-Queda. Samkvæmt Woodward var varnarmálaráðherrann ekki aðeins að mæla fyrir sjálfan sig, heldur einnig Paul D. Wolfowitz, aðstoðarutanríkisráðherra, sem var sannfærður um að rétt væri að gera Írak að meginviðfangs- efni fyrstu lotunnar í baráttunni gegn hryðju- verkum. Fyrir árásirnar hafði verið unnið að hernaðar- áætlun, sem beindist gegn Írak, í varnarmála- ráðuneytinu. Enginn á fundinum var í vafa um þá ógn, sem stafaði af Saddam Hussein. Þvert á móti voru fundarmenn sannfærðir um að hann væri staðráðinn í að ná sér í gereyðingarvopn og jafn- vel nota þau. Því myndi á einhverjum tímapunkti koma að því að Írak yrði skotmark, en eins og kemur fram í bók Woodwards var Rumsfeld að vekja máls á þeim möguleika að „nota tækifærið, sem skapaðist vegna hryðjuverkanna, til þess að ráðast gegn Saddam“. Saddam Huss- ein ákveður að þurrka út Kúrda Það þarf vart að taka fram að ferill Saddams Husseins er blóði drif- inn. Þegar Baath- flokkurinn rændi völd- um í Írak varð Sadd- am næstvaldamesti maður landsins og sýndi fljótt blóðþorsta sinn. Hann varð forseti árið 1979 og stjórnaði harðri hendi. Gagnrýni var ekki liðin og hóf hann þegar hreinsanir í flokknum til að tryggja völd sín. En hann lagði ekki aðeins áherslu á að knýja flokkinn til hollustu. Saddam efndi til átaka við Írana og stóðu þau í um áratug. Kúrdar í Írak urðu honum sérstaklega erfiðir eftir að stríðið við Íran hófst. 18 milljónir manna bjuggu í Írak og þar af voru Kúrdar fjórar milljónir. Saddam Hussein átti í miklum erfiðleikum með að stjórna Kúrdum í dreifbýli. Vopnaðir Kúrdar leituðu skjóls til fjalla og gerðu íraska stjórnarhernum ýmsa skráveifu þaðan. Sumir gengu svo langt að gera bandalag við Írana. Saddam ákvað að grípa til sinna ráða til að leysa „Kúrdavandann“ og þurrka út Kúrdana. Dregin voru bannsvæði og allir þeir Kúrdar, sem voru þar um kyrrt og neituðu að setjast að í nýj- um byggingum, sem stjórnin lét reisa, voru uppfrá því taldir svikarar og ætlaður bráður bani. Aðgerðum Saddams Husseins gegn Kúrdunum er lýst í bók Samönthu Power, A Problem From Hell, America and the Age of Genocide, sem fékk viðurkenningu hjá samtökum bandarískra bók- menntagagnrýnenda í vikunni. Þar rekur hún helstu grimmdarverk síðustu aldar, allt frá þjóð- armorði Tyrkja á Albönum til þjóðernishreinsana Serba í Kosovo, og hvernig Bandaríkjamenn brugðust við. Aðgerðir Íraka gegn Kúrdum hóf- ust árið 1987 og náðu hámarki frá febrúar til sept- ember 1988. Herferð þessi var kölluð anfal, sem þýtt hefur verið herfang og er hugtakið sótt í frá- sögn kóransins af því þegar Múhameð fær vitrun eftir að hafa sigrað hóp trúleysingja. Íraskir her- menn rændu eða eyðilögðu allt, sem fyrir varð og þurrkuðu út allt, sem minnti á tilvist Kúrda í sveitum landsins. Aðgerðunum var ekki aðeins beint gegn uppreisnarmönnum úr röðum Kúrda, heldur öllum þeim, sem bjuggu á bannsvæðunum, konum, körlum og börnum. Karlmönnum var safnað saman, þeir voru fluttir á afskekkta staði í rútum og þar voru þeir skotnir til bana með vél- byssum. Power segir að Saddam hafi ekki haft í hyggju að þurrka út hvern einasta Kúrda í Írak eins og Hitler hugðist gera við gyðinga. Hann fyr- irskipaði ekki heldur að allir menntamenn skyldu drepnir eins og Pol Pot í Kambódíu. Kúrdar, sem bjuggu í borgum landsins, urðu ekki fyrir meiri ofsóknum en aðrir borgarbúar, sem vissulega var haldið í greipum óttans. Það er ekki einu sinni hægt að fullyrða að þjóðarmorð hafi verið hans helsta markmið. Hans markmið var að stöðva uppreisnarmennina. Hann valdi hins vegar hrika- lega aðferð til þess. Kúrdískum borgurum var safnað saman og þeir teknir af lífi eða gasi beitt gegn þeim fyrir það eitt að þeir voru Kúrdar – ekki fyrir neitt, sem þeir höfðu gert. Á árunum 1987 og 1988 jöfnuðu hersveitir Saddams við jörðu nokkur þúsund bæi og þorp Kúrda. Talið er að nærri því 100 þúsund íraskir Kúrdar hafi verið myrtir. Fæstir þeirra voru und- ir vopnum. Stuðningurinn aukinn Í frásögn Power kem- ur fram að þótt upp- lýsingar og blaðafrá- sagnir af fólsku- verkum Íraka gegn Kúrdum hafi fljótt komið fram hafi jafnt þeir, sem mótuðu stefnu Banda- ríkjastjórnar sem vestrænir blaðamenn fjallað um þau eins og um væri að ræða skiljanlega til- raun til þess að kæfa uppreisnartilraun eða óhugnanlega afleiðingu af stríðinu við Íran. Bandaríkjamenn höfðu ákveðið að styðja Íraka í stríðinu við Írana, þar sem klerkastjórn undir for- ystu Ayatollah Khomeinis var við stjórn og fyrir vikið var ekki mótmælt. Bandaríkjastjórn neitaði að fyrir lægju afgerandi sannanir um að efna- vopnum hefði verið beitt og hélt því statt og stöð- ugt fram að Saddam Hussein myndi ná áttum. Þegar þar kom í september 1988 að Kúrdar tóku tugþúsundum saman að streyma til Tyrklands neyddist Bandaríkjastjórn til að fordæma stjórn Íraks fyrir að nota eiturgas gegn sinni eigin þjóð. Þótt notkun efnavopna væri hörmuð var hins veg- ar um leið tekin sú afstaða að um innanríkismál væri að ræða. Bandaríkjamenn höfðu á árunum 1983 til 1988 veitt Írökum styrki að andvirði 500 milljóna doll- ara til að kaupa bandarískar landbúnaðarvörur undir merkjum fyrirgreiðsluáætlunar, sem tákn- uð er með skammstöfuninni CCC. Gefum Power orðið: „Eftir árásina 1988 lagði Claiborne Pell öldungadeildarþingmaður fram tillögur um refsi- aðgerðir á þingi þar sem kveðið var á um að stöðva alla landbúnaðar- og framleiðslustyrki til Husseins til að refsa honum fyrir að myrða óvopnaða borgara. Pell var undir áhrifum frá að- stoðarmanni sínum í utanríkismálum, Peter Gail- braith, og færði rök að því að ekki einu sinni bandamaður Bandaríkjamanna kæmist upp með að nota gas gegn eigin þjóð. En stjórn [George] Bush ákvað, frekar en að binda enda á CCC- styrkina eða aðra bitlinga handa stjórn Íraks, ár- ið 1989, ári eftir að hinar grimmilegu gasárásir og fólksflutningar Saddams Husseins höfðu verið skjalfestar, að tvöfalda skuldbindingu sína gagn- vart stjórninni í Írak og hækka CCC-styrkina upp í rúma milljón Bandaríkjadollara. Frumvarpi Pells um að binda enda á þjóðarmorð, sem hefði refsað Saddam, hafði verið sökkt.“ Power vitnar í skjal, sem hún gróf upp, frá bandaríska utanríkisráðuneytinu: „Burtséð frá mannréttindum og efnavopnum eigum við að mörgu leyti samleið með Írökum hvað snertir pólitíska og efnahagslega hagsmuni.“ Mannrétt- indin verða að hálfgerðu aukaatriði – vissulega bagalegt að þau skuli vera brotin, en það er bara á svo mörgum öðrum sviðum, sem hagsmunirnir fara saman. Nú hefur dæmið hins vegar snúist við og hagsmunirnir fara hvergi saman. Ástæðan fyr- ir því að stríð gegn Írak vofir yfir er reyndar ekki mannréttindabrotin og morðin, heldur vopnabúr einræðisherrans. Allt bendir til þess að hann búi yfir einhverjum gereyðingarvopnum og þótt áhöld séu um það hversu hættuleg þau séu eða mikið af þeim er ekki nokkur vafi að Saddam Hussein neytir allra bragða til að vígvæðast og komast yfir þau vopn, sem hann getur. Það er hins vegar þegar kemur að þeim stað í röksemda- færslunni að látið skuli til skarar skríða til að frelsa Íraka undan oki harðstjórans, sem hljóm- urinn verður holur. Ef hefja ætti þetta stríð í þágu mannréttinda hefði það hafist fyrir 15 árum og Saddam Hussein heyrði sögunni til. Það getur aftur á móti vel verið að það henti að nota stríðs- glæpi hans gegn Írönum þegar hann notaði eit- urgas gegn íranska hernum eða morð hans á Kúrdum til að sýna fram á hversu óútreiknanleg- ur leiðtogi hann er og því ógerningur að segja til um hvernig hann muni nota þau vopn, sem hann kann að búa yfir eða kynni að komast yfir eða búa til. Mælikvarði mannréttinda getur hins vegar verið fullkomlega gild ástæða til íhlutunar og má í þeim efnum benda á aðgerðirnar, sem gripið var til þegar hervaldi var beitt til að stöðva þjóðern- ishreinsanir Slobodans Milosevic í Kosovo. Eftirleikurinn er mörgum ofarlega í huga þeg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.