Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Breki fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Katla kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Fé- lagsvist á morgun kl. 14. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Nýtt nám- skeið í módelteikningu byrjar miðvikudaginn 5. mars kl. 13, tilkynna þarf þátttöku sem fyrst. Danskennsla fellur niður í mars. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu á sunnudögum kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöðin og matur í há- degi. Sunnudagur: Leikurinn í dag kl. 15. Dansleikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Skrifstofa fé- lagsins er í Faxafeni 12 sími. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Fjölbreytt vetrardagskrá í boði alla virkar daga kl. 9– 16.30. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Vesturgata 7. Íþróttahátíð í Laug- ardalshöll á vegum fé- lags áhugafólks um íþróttir aldraðra verð- ur á öskudaginn, 5. mars, kl. 13–15. Farið frá Vesturgötu kl.12.30 Skráning hafin. Fram- talsaðstoð frá Skatt- stjóranum í Reykjavík verður veitt mánudag- inn 17. mars upplýs- ingar og skráning í síma 562 7077. Vitatorg. Kvöldvaka verður fimmtudaginn 6. mars kl. 18, allir vel- komnir, upplýsingar í síma 561 0300. Tómstundastarf eldri borgara í Reykja- nesbæ. Íþróttadagur eldri borgara verður í Laugardalshöll á ösku- daginn miðvikudaginn 5. mars, eldri borgarar af höfuðborgarsvæðinu sýna dans og leikfimi. Allir velkomnir, skrán- ing í síma 861 2085. Kvenfélag Háteigs- sóknar, fundur verður þriðjudaginn 4. mars kl. 20 í safnaðarheim- ilinu, spilað verður bingó. Kvenfélag Seljasókn- ar. Fundur verður þriðjudaginn 4. mars, kl. 20. Húðfegr- unarstofa verður með kynningu á Gel-í sprautun. Happdrætti. Kvennakórinn Seljur sér um fundinn. Kvenfélag Garða- bæjar. Í tilefni af 50 ára afmæli félagsins verður hátíðarfundur þriðjudaginn 4. mars á Garðaholti borðhald hefs kl.19.30, tilkynna þarf þátttöku. Hátíð- armóttaka verður á Garðaholti laugardag- inn 8. mars kl.17–19. Félag breiðfirskra kvenna, fundur verður mánudaginn 3. mars kl. 20 í Breiðfirðingabúð. Sólveig Eiríksdóttir hjá Grænum kosti kemur í heimsókn. All- ir velkomnir. Kvenfélag Laug- arnessóknar, fundur verður á morg- un 3. mars, kl. 20 í safnaðarheimili kirkj- unnar. Kvenfélag Lágafells- sóknar heldur fund í Hlégarði mánudaginn 3. mars kl. 19.30 til- kynnið þátttöku í síma 566 7835 eða 566 6187. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, mánudagskvöldið 3. mars kl. 20. Skúli Svav- arsson kristniboði sér um fundarefnið, allir karlmenn velkomnir. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Pennanum Bókabúð Andrésar, Kirkjubraut 54 Akranesi, s. 431 1855; Dalbrún ehf., Brákarbraut 3, Borg- arnesi, s. 437 1421; Hrannarbúðinni, Hrannarstíg 5, Grund- arfirði, s. 438 6725 og Versluninni Heima- horninu, Borgarbraut 1, Stykkishólmur, s. 438 1110. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum: hjá Jóni Jóhanni Jóns- syni, Hlíf II, Ísafirði, s. 456 3380; Jónínu Högnadóttur, Esso- versluninni, Ísafirði, s. 456 3990. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stang- arhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysa- varnafelagid@lands- bjorg.is. Í dag er sunnudagur 2. mars, 61. dagur ársins 2003. Föstuinn- gangur, langafasta/sjöviknafasta. Orð dagsins: Ég mun leita að hinu týnda og sækja hið hrakta, binda um hið limlesta og koma þrótti í hið veika, en varðveita hið feita og sterka. Ég mun halda þeim til haga, eins og vera ber. (Esk. 34, 16.)     Samfylkingin hefuropnað stjórnmála- skóla í verzlunarhúsnæði við Lækjargötu. Þar munu helztu for- ystumenn og talsmenn flokksins leiðbeina nem- endum og koma víða við næstu daga.     Þannig var sagt frásetningu skólans í frétt í Fréttablaðinu á föstudag: „Troðfullt var við setningu Stjórnmála- skóla Samfylkingarinnar þegar hann hóf göngu sína á miðvikudags- kvöldið í húsnæði Top Shop við Lækjargötu og komust færri að en vildu. Top Shop er sem kunnugt er hætt starf- semi á staðnum en Sam- fylkingin hefur tekið húsnæðið á leigu og er að breyta því í kosninga- miðstöð. Stjórnmálaskól- inn er rekinn á annarri hæð verslunarhúsnæð- isins.“     Össur Skarphéðinsson,formaður flokksins, setti skólann með brýn- ingarávarpi til nemenda, sem eru á öllum aldri og brennandi af áhuga, að sögn framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar. Há- punktur fyrsta kennslu- dagsins var hins vegar ræða Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur þar sem hún ræddi um póli- tísk verkefni samtímans, blaðlaust, og hreif með sér nemendur,“ segir í frétt Fréttablaðsins.     Liðsmenn vinstri vefj-arins Múrsins láta sér hins vegar fátt um finnast og virðast ekki hrífast með, þótt þeir segist reyndar í orði kveðnu ánægðir með framtak Samfylking- arinnar. Í pistli á Múrn- um segir m.a.: „Enn ánægjulegra er hins veg- ar hversu röggsamlega Samfylkingin bregst við ásökunum um að flokk- urinn sé ekkert nema málefnalaus froða. Leið- in til þess er auðvitað að halda „stjórnmálaskóla“ þar sem ungar ljós- hærðar konur geta lært að tala þindarlaust í þrjár mínútur án þess að segja neitt, frambjóð- endur almennt geta lært að segja „auðvitað“ á undan öllu sem þeir segja, Össur getur haldið námskeið um hvernig skuli skrifa hótunarbréf til Baugs og Ingibjörg Sólrún um hvernig biðja skuli Baug afsökunar á hnjánum.“     Og áfram halda Múr-verjar: „Ánægjuleg- ast af öllu er hins vegar að Samfylkingin skuli hafa valið sem tákn sitt búðina „Top Shop“. Ein- hvern veginn er þessi búð hið fullkomna tákn fyrir Samfylkinguna. Hún er svo dásamlega nútímaleg, Evrópuleg, full af glysi og óþarfa – og var ekki fyrr komin á Lækjargötuna en hún gufaði upp og skildi eftir sig glæsilegar en auðar vistarverur.“ STAKSTEINAR Stjórnmálaskólinn í Lækjargötu Víkverji skrifar... HVERNIG stendur á því að alltafþegar maður fer með heim- ilistæki í viðgerð, sem hafa verið bil- uð og illa starfandi í fjölda vikna, ganga þau eins og smurð vél þegar til viðgerðarmannsins er komið? Víkverji fór á dögunum með staf- rænt upptökutæki í viðgerð þar sem hleðslurafhlaða í tækinu var hætt að hlaða sig þegar tækinu var stungið í samband. Víkverji hafði gert miklar tilraunir á heimili sínu, stungið tæk- inu í mismunandi innstungur, passað upp á að hleðslutækinu væri rétt stungið í samband, juggað snúrunni fram og til baka og keypt nýja raf- hlöðu – en allt kom fyrir ekki. Raf- hlaðan hlóð sig ekki. Víkverji sá sér ekki annað fært en að fara með tækið góða í viðgerð. Viku síðar kom að því að sækja það. Viðgerðarmaðurinn sagðist hafa prófað að hlaða tækið og jugga snúr- unni til og frá eins og Víkverji hafði einmitt prófað líka – en hjá viðgerð- armanninum hlóð rafhlaðan sig sama hvað viðgerðarmaðurinn gerði. „Ég get ekki gert við tæki sem ekki er bilað,“ sagði viðgerðarmaðurinn. Víkverji fór heim, stakk tækinu í samband og auðvitað. Ekkert líf. VÍKVERJA finnst gaman aðkjósa. Honum finnst kosninga- rétturinn svo mikilvægur réttur að hann kýs í öllum kosningum sem hann hefur rétt á að kjósa í, burt séð frá því hvert málefnið er. Þannig hefur Víkverji t.d. kosið um hunda- hald í Reykjavík, sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness og hvort flugvöllurinn í Vatnsmýri eigi að fara eða vera. Hefur Víkverji í hvert skipti reynt að mynda sér skoðun á málinu og síðan farið í sparifötin á kjördag og látið skoðun sína í ljós. Nú eru framkvæmdir á hálendinu norðan Vatnajökuls vegna Kára- hnjúkavirkjunar að komast á fullan skrið og á fimmtudag safnaðist mannfjöldi saman niðri í miðbæ Reykjavíkur, sló hring utan um Al- þingishúsið og hrópaði á „þjóð- aratkvæði“. Í Sviss er blásið til þjóð- aratkvæðagreiðslu um hin ýmsu mál á um tveggja mánaða fresti og er í hvert skipti kosið um fjölda atriða er varða framtíð Svisslendinga þó vissulega slæðist léttvægari málefni eins og afgreiðslutími verslana þar inn. Er Víkverji ekki að leggja til að kosið verði um hvert einasta atriði á Íslandi en hann heldur að í jafn mik- ilvægu málefni og Kárahnjúkavirkj- un, sem afar líflegar umræður eru um og skoðanir skiptar, væri gaman að fá að kjósa. Telur hann málið í það minnsta mikilvægara en hunda- hald í Reykjavík, þó niðurstaðan úr þeim kosningum hafi reyndar verið „hundsuð“. Morgunblaðið/Sverrir Það er gaman að kjósa. ALVEG er það mér undr- unarefni hvers vegna bíó- eigendur hafa ekki tekið upp þann sið að bera fram popp í bíó í ílátum eins og gert er í Bandaríkjunum, en þessi ílát eru úr sama efni og ísboxin. Það er svo hvimleitt þetta skrjáf í bréfpokunum þegar maður er í bíó og eru Íslendingar alveg sér á báti. Það er eins og þeir hafi ekki fengið að borða í marga daga þegar í bíó er komið, popp, kók, sælgæti, nachos og hvað annað sem þeir kunna að finna í sæl- gætissölu bíósins. Ekki virðist vera neitt lát á þessu áti eftir hlé (hlé er eitthvað sem mér finnst vera alger niðurlæging fyrir okkur sem ekki þurfum að reykja eða hakka í okkur mat) þar er frekar gefið í og meira keypt og etið. Ég skora á bíóeigendur að endurskoða þetta með poppið. Það er algerlega óþolandi að sitja með pokaskrjáfið í eyrun- um. 281063-5459. Eyðiland ÞEGAR ekkert kemur í hugann sem áhugavert þykir kemst hugsunin í einskonar eyðiland. Þetta eyðiland er þó alls ekki ekkert, því að við erum fastbundin umhverfi okkar og aðstæðum. Kannski er- um við upptekin af daglegu amstri og áhyggjum – og yfirdrættinum í bankanum. Flestir reyna að standa í stykkinu og ná sér í auka- vinnu til að lækka yfir- dráttinn. Jafnvel taka nýtt langtímalán þótt „lántöku- gjaldið“ sé mörg hundruð þúsund. Köld vatnsgusa kom í andlit okkar borgaranna, sem margir hverjir borga allt að 22% vexti fyrir yf- irdráttinn, þegar kaup- þingsforstjóri fékk 58 millj- ónir fyrir að ná þessum peningum af okkur. Þvílíkt afrek. Nú hættum við að refsa fyrir smáhnupl í Hagkaup og verðlaunum þá sem ná árangri. Húrra fyrir fram- takinu. Kári í Kópavogi. Að blikka ljósum Í VELVAKANDA sl. fimmtudag var pistill frá ökumanni: Að blikka ljós- um. Við lestur pistilsins fannst mér líklegt að sá sem blikkaði ljósunum hafi verið að fá ökumanninn til að skipta um akrein – eða slökkva á þokuljósum – frekar en hann hafi ætlast til að hann yki hraðann. Annar ökumaður. Allt flokkað sem sjúkdómar ÉG ER andvíg því að ríkið og við skattborgararnir séum látin greiða fyrir grenningarmeðferð á fólki á Reykjalundi. Væri ekki rétt að þeir sem þjást af of- fitu tækju sig á og borðuðu heldur minna. Mér finnst að með því að flokka allt mögulegt undir sjúkdóma nú til dags sé verið að hamla því að fólk beri ábyrgð á eigin gjörðum. Mér er minnisstætt þeg- ar haft var viðtal við ungan pilt sem sagðist drekka sig fullan um hverja helgi. Hann var spurður að því hvort hann væri ekki hræddur við að verða alki. Hann svaraði brosandi: Það er allt í lagi, þá fer ég bara í meðferð. Er endalaust hægt að heimta af þeim sem standa undir bákninu? Eldri borgari. Tapað/fundið Armband í óskilum ARMBAND fannst í Skip- holtinu sl. miðvikudag. Upplýsingar í síma 561 1129. Motorola-sími týndist MOTOROLA T191 týndist sl. föstudag 21. febrúar í Hlíðunum í nágrenni Bón- usvideó. Skilvís finnandi hafi samband í síma 562 0765. Fundarlaun. Jólakort í óskilum FUNDIST hefur jólakort með brúðkaupsmynd og undirskriftin er María Lovísa og Stefán Eysteinn. Upplýsingar í síma 554 0116. Dýrahald Grettir er týndur Grettir er 5 ára snögg- hærður persi, rauðbrönd- óttur, ómerktur og ólar- laus. Hann var í heimsókn í Björtuhlíð í Mosfellssveit og slapp þaðan út en býr við Reykjalundarveg í Mos- fellssveit. Þeir sem hafa orðið hans varir eru vin- samlega beðnir að hafa samband í síma 821 1378 eða hafa samband við Katt- holt. Svört læða fæst gefins 8 mánaða læða, svört, róleg og blíð, fæst gefins. Upp- lýsingar í síma 551 4396 eftir kl. 16.30. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Poppskrjáf í bíó LÁRÉTT 1 niðurfelling, 4 stökkva, 7 kerru, 8 meiða, 9 rödd, 11 þráður, 13 grætur hátt, 14 öfgar, 15 mjöður, 17 reiðar, 20 skar, 22 yf- irstétt, 23 þokar úr vegi, 24 skjálfa, 25 hæsi. LÓÐRÉTT 1 alfarið, 2 fullnægjandi, 3 dæsa, 4 hæð, 5 pokar, 6 ávöxtur, 10 tuskur, 12 ferskur, 13 lík, 15 skært, 16 viljugt, 18 hest- um, 19 rugga, 20 hlynna að, 21 órólegur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 brúklegur, 8 semja, 9 getur, 10 ker, 11 renna, 13 annar, 15 hagur, 18 smátt, 21 auk, 22 strák, 23 arinn, 24 hugarflug. Lóðrétt: 2 rúman, 3 kraka, 4 eigra, 5 urtan, 6 ísúr, 7 þrár, 12 níu, 14 nem, 15 hest, 16 gúrku, 17 rakka, 18 skarf, 19 álitu, 20 töng. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.