Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Árbæjarkirkja. Æskulýðsfélagið Lúkas með fund í safnaðarheimilinu kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Kl. 13–15.30 opið hús fyrir fullorðna í safn- aðarheimili kirkjunnar. Spilað, fræðst, kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyrirbænaefnum má koma til djákna í síma 557 3280. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í sama síma fyrir há- degi á mánudögum. Æskulýðsstarf fyrir 8.–10. bekk á mánudagskvöldum kl. 20. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10. bekk kl. 20. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK fundur fyrir stelpur 9–12 ára kl. 17.15 í kirkj- unni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelpur velkomnar. Reykjavíkurprófastsdæmi: Hádegisfund- ur presta verður á morgun, mánudag 3. mars, í Bústaðakirkju kl. 12. Fríkirkjan í Reykjavík. Barnastarf kl. 11. Bangsadagur. Þá koma allir með bangsana eða dúkkurnar með sér í messuna. Öndunum gefið brauð eftir messu. Allir velkomnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagur: Ung- lingar 16 ára og eldri kl. 20–22. Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10–12 Safnaðarstarf FASTAN er sérstakur tími kirkju- ársins, þ.e. síðustu 7 vikurnar fyr- ir páska. Á þessum tíma er píslarsaga Krists lesin og íhuguð, Pass- íusálmar sr. Hallgríms Péturs- sonar eru lesnir og sungnir og gjarnan eru fjölmargir tónleikar á þessum tíma með efni tengdu píslarsögunni. Í Hallgrímskirkju verður hefð- bundið helgihald á þessum tíma, en auk þess verður bætt við helgi- haldi í tilefni föstunnar eins og endranær. Löng hefð er fyrir föstumessum á miðvikudags- kvöldum, en að þessu sinni hefur verið ákveðið að bjóða upp á ann- an hátt, sem m.a. felst í eftirfar- andi atriðum. 1. Á miðvikudagsmorgnum verður morgunmessa kl. 8 með altarisgöngu. 2. Hvern virkan dag föstunnar verða lesnir passíusálmar í hádegi þ.e. kl. 12.15, fyrst mánudaginn 3. mars. Einn sálmur verður lesinn hvern dag. En á föstudaginn langa verða síðan allir pass- íusálmarnir lesnir eins og komin er hefð fyrir. Að þessu sinni munu félagar úr Mótettukórnum lesa sálmana á föstudaginn langa, en um þessar mundir á kórinn 20 ára afmæli og vill kórinn m.a. minnast afmælisins með þessum hætti. 3. Á fimm sunnudagskvöldum föstunnar í röð, frá og með 9. mars verða kvöldmessur með tón- list, söng og íhugun. Kammerkór kirkjunnar, Schola cantorum og Mótettukórinn syngja undir stjórn Harðar Áskelssonar, þá verða einnig ungir einsöngvarar og hljófæraleikarar kallaðir til. 4. Á fimmtudögum er ávallt kyrrðarstund í hádegi með tón- list, íhugun og bæn. En að kyrrð- arstund lokinni er boðið upp létt- an hádegisverð á vægu verði. 5. Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir tvennum tónleikum á þessum föstu- tíma, þ.e. 30. Morgunblaðið/Ásdís Langafastan í Hallgrímskirkju ✝ Árni Ragnarssonfæddist á Flat- eyri við Önundar- fjörð 16. maí 1935. Árni lést á Spáni 17. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ragnar Jakobs- son útgerðarmaður, ættaður frá Æðey við Ísafjarðadjúp, f. 18. mars 1904, d. 1. apríl 1992, og Margrét Jónsdóttir kennari frá Eyri í Seyðisfirði, f. 21. sept. 1906, d. 26. júní 1987. Árni átti þrjá bræður. Þeir eru: Jó- hann, f. 21. febr. 1934, d. 23. sept. 1973, Kristján, f. 1938, og Krist- inn, f. 1941. Árni giftist 13. apríl 1957 eft- irlifandi eiginkonu sinni Guðfinnu Halldórsdóttur frá Ísafirði, f. 5. júlí 1936, dóttir Halldórs Gunn- arssonar, skipstjóra á Ísafirði, f. 12. júlí 1911, d. 5. febr. 1984, og Guðbjargar Bárðardóttur kenn- ara frá Bolungarvík, f. 15. nóv. 1912, d. 19. mars 1983. Börn þeirra Árna og Guðfinnu eru: 1) Ragnar, f. 1957, ókvæntur en á dóttur frá fyrra sambandi, Elínu Guðfinnu, f. 1992, sem búsett er í Noregi ásamt móður sinni Lene Hovland, f. 1966. 2) Halldór Jak- ob, f. 1959, kvæntur Guðfinnu Jónsdóttur, f. 1956, og börn þeirra eru Guðfinna, f. 1984, og Gunnar Páll, f. 1990. 3) Margrét Hanna, f. 1960, gift Eyþóri Ó. Karlssyni, f. 1960, og börn þeirra eru Árni Snær, f. 1984, Ragn- ar Örn, f. 1987, og Kristín Eva, f. 1992. 4) Árni Þór, f. 1969, sambýliskona er Ingigerður Laugdal Bragadóttir, f. 1969 og eiga þau saman Vilhjálm Baldvin, f. 2000, en Árni Þór á dóttur frá fyrra sam- bandi Agnesi Láru, f. 1993, með Önnu Katrínu Einarsdótt- ur, f. 1969. Fyrir átti Ingigerður soninn Ingvar Örn, f. 1993. Árni fór suður til Reykjavíkur eins og þeir sem hugðu á frekara nám eftir skyldunámið. Hann stundaði nám við Kennaraskólann og lauk þaðan prófi árið 1956. Síð- an lá leið hans til Englands þar sem hann stundaði nám við versl- unarskóla í eitt ár. Eftir það fór hann til Edinborgar og vann þar um tíma en þar kynntist hann eft- irlifandi eiginkonu sinni og giftu þau sig þar. Árni vann í Ölgerð- inni og Heklu um tíma en árið 1965 keypti hann Hljóðfærahús Reykjavíkur og rak hann það til 1988. Hann keypti síðan Express litmyndir á Hótel Esju ásamt eig- inkonu sinni sama ár og rak það til ársins 1997. Síðustu ár ævi sinnar var hann búsettur ásamt eiginkonu sinni á Spáni. Bálför Árna fór fram á Spáni. Kveðjuathöfn um hann var haldin í kapellunni í Fossvogi 21. febr- úar. Þegar vinir og samferðamenn hverfa úr þessum heimi hvarflar hugurinn til baka. Fyrstu kynni mín af Árna mági mínum, fyrir 43 árum, eru mér minnisstæð. Ég var að koma til tengdaforeldra minna í fyrsta sinn og öll fjölskyldan samankomin til þess að líta á og kynnast stúlkunni sem Kristján, bróðir Árna, var að koma með í sunnudagskaffi. Þetta var ósköp erfitt fyrir mig en ég man eftir uppörvandi brosi frá ungum manni sem hélt á nýfæddum syni sínum Halldóri í fanginu. Ég var feimin við fólkið og beindi því allri minni athygli að litla barninu. Árni sá hvað mér leið og kímdi. Gerði þetta atvik mér augnablikið eftir- minnilegt. Á þessum tíma voru eldri bræðurnir, Jóhann og Árni, kvæntir menn með fjölskyldur en þeir yngri, Kristján og Kristinn, ennþá í heima- húsum. Þeir bræður ólust upp á Flateyri við Önundarfjörð. Faðir þeirra, Ragnar Jakobsson, var útgerðar- maður og vann sínu plássi vel og lengi og var allt í öllu eins og sagt er um athafnamenn í þorpum landsins. Hann var einstaklega geðþekkur og fallegur maður. Móðir þeirra, Mar- grét Jónsdóttir kennari, var sann- kallaður dugnaðarforkur. Man ég ekki eftir neinu sem hún gat ekki gert. Hún tók þátt í öllu sem var að gerast auk þess að sjá um stórt og gestkvæmt heimili þeirra hjóna sem rómað var fyrir gestrisni. Eldri bræðurnir fóru til mennta í Héraðsskólann í Reykholti í Borg- arfirði og Árni síðar að Núpi í Dýra- firði. Síðan lá leið hans til Reykjavík- ur í Kennaraskóla Íslands og lauk hann þaðan kennaraprófi. Það átti ekki fyrir honum að liggja að stunda kennslu því áhugi hans beindist að verslun og viðskiptum. Árni dvaldi í Englandi við nám og var síðar í Skotlandi og þar kynntist hann konu sinni, Guðfinnu Halldórsdóttur frá Ísafirði. Þau giftu sig í Edinborg 13. apríl 1957. Sama dag, hér heima, giftist Jóhann bróðir hans unnustu sinni, Sigríði Ólafsdóttur, og var þetta einning brúðkaupsdagur for- eldra þeirra bræðra. Þetta var stór dagur fyrir þau Margréti og Ragn- ar. Árni hafði mörg áhugamál. Hann var góður skíðamaður og mikið fyrir útivist. Um tíma átti hann sportbát og sigldi um sundin blá, veiddi fisk og fugla. Hann var líka laxveiðimað- ur og skaut sínar jólarjúpur. Var svo sannarlega í essinu sínu við þessa iðju, frjáls og glaður. Sumarbústað- urinn í Skorradal var líka mikið not- aður og undu þau Guðfinna sér vel þar. Eftir heimkomuna starfaði Árni um skeið hjá Heklu hf. en síðan keyptu þeir bræður Hljóðfærahús Reykjavíkur og rak Árni það síðar einn um langa hríð. Er hann mjög mörgum kunnur fyrir störf sín þar og sem kaupmaður um langan tíma við Laugaveginn. Árni var ljúfur maður, glaðlegur og lipur. Brosið hans var bjart og augun glettin enda maðurinn spaug- samur og hafði notalega nærveru. Hann gat líka verið fastur fyrir og fylginn sér. Á þessum árum vorum við oft saman fjölskyldurnar í ferðalögum og við aðra skemmtan. Tengda- mamma var oftast driffjöður við að ná fjölskyldunum saman, útbúa nesti og fara með teppi út í lautir, fara í leiki og skemmta börnum sem og fullorðnum. Þetta eru ógleyman- legar stundir sem við eigum góðar minningar um. Það hefur nú ekki verið neitt smámál að fá á stuttum tíma fjórar tengdadætur sem „rændu“ sonunum frá henni, en hún var okkur ákaflega góð og lærðum við margt af henni. Fjórða tenga- dóttirin er Elín Jóhannsdóttir, eig- inkona Kristins. Eftir að Árni seldi Hljóðfærahúsið ráku þau hjónin um árabil framköll- unarfyrirtækið Express. Þau eignuðust hús á Spáni enda elskuðu þau að vera í sól og hita. Eina yndislega viku áttum við hjónin með þeim og var þá farið á fallegu golfvellina sem voru rétt við bæj- ardyrnar. Þeir bræður nutu sín vel en hitinn var of mikill fyrir okkur svilkonurnar svo við vorum bara í golfbílaleik. Eftir sölu Express fluttu þau til dvalar á Spáni og voru þar síðustu árin. Því miður nutu þau þess ekki sem skyldi. Heilsa Árna var ekki góð síðustu árin. Tvö síðastliðin sumur dvöldu þau hér um tíma og leitaði hann sér lækninga. Hann tók veik- indum sínum af miklu æðruleysi og karlmennsku og gerði að gamni sínu til síðasta dags. Þeir bræður, Árni og Kristján, töluðu saman kvöldið áður en Árni dó og sagði hann að sér liði bara vel. Mig bað hann nokkru áður að skila kveðju til móður minn- ar, sem honum þótti mjög vænt um, en hún lést 18. janúar sl. Guðfinna studdi hann vel og gerði allt sem hægt var til að honum liði sem best. Hans tími var liðinn og hinn 17. desember lést hann á sjúkrahúsi á Spáni. Við söknum hans mikið og nú eru þeir farnir tveir bræðurnir. Jóhann lést aðeins 39 ára að aldri árið 1973. Árni og Guðfinna eignuðust fjögur börn, Ragnar, Halldór Jakob, Mar- gréti Hönnu og Árna Þór. Innilega samúð vottum við þeim öllum og barnabörnunum níu. Við fjölskyldan þökkum Árna samfylgdina og biðjum honum bless- unar. Kristín Möller. ÁRNI RAGNARSSON Það var haustið l974 sem við hjónin ákváðum að fara til Banda- ríkjanna til dvalar í nokkra mán- uði þar sem ég átt tvo bræður í Seattle og marga ættingja, þar á meðal er Mary frænka mín sem við kveðjum nú. Málin æxluðust þannig að hún útvegaði okkur íbúð í Tacoma rétt hjá sér og var því mikill samgangur á milli okkar. Við vorum með tvo yngstu syni okkar með okkur og fóru þeir í skóla með frændum sínum sem voru á sama aldri. Þarna áttu Mary og hennar elskulegi maður Joseph stóran þátt í því að dvölin varð eins ógleymanleg og raun bar vitni. Á þessum tíma rak Mary ferðaskrifstofu og var búin að MARY GILLIGAN ✝ Mary MilnerGilligan fæddist í Reykjavík 22. nóv- ember l935. Hún lést í Tacoma í Washingtonfylki í Bandaríkjunum 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðbjörg Krist- jánsdóttir og Kjart- an Milner heildsali, sem er látinn. Systkini Mary eru Elisabeth og John, bæði búsett í Seattle í Bandaríkjunum. Eiginmaður Mary er Joseph Gilligan og börn þeirra eru Marilyn, Catherin og John. Útför Mary var gerð frá South Yakima Avenue Chapel 25. jan- úar. ferðast út um allan heim. Mary var bæði glæsileg, vel gefin og talaði mörg tungumál. Á sínum yngri árum var hún mikil keppn- ismanneskja í sundi og hafði stundað bal- let. Hún var flug- freyja hjá Loftleiðum áður en hún gifti sig og hélt til Bandaríkj- anna en hún hafði kynnst Joseph eigin- manni sínum í einni af ferðunum. Þau bjuggu um tíma hér í Reykjavík en fluttu síðan til Bandaríkjanna til heimabæjar hans, Tacoma. Þau voru ólöt að við að bjóða okkur með sér bæði í ferðalög og út að borða þegar við bjuggum í ná- grenni þeirra. Eitt sinn smalaði hún saman bræðrum mínum og fjölskyldum þeirra og var farin dagsferð á fimm bílum upp í fjöllin. Mary var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom og þær minningar munum við geyma. Hún hefur átt við mikla vanheilsu að stríða hin síðari ár en var dyggilega studd af sínum góða eiginmanni og fjölskyldunni allri. Móðir hennar Guðbjörg sem er systkinabarn við mig lifir hana 92 ára að aldri. Hún bjó í nálægð við hana og voru þær mæðgur mjög nánar og því missir hennar mikill. Við Inga sendum Joseph, Guð- björgu og allri fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur. Guðmundur Jónsson. Elsku Maggi minn. Til hamingju með daginn. Ég vildi óska að ég gæti smellt á þig kossi en ég verð lík- lega að bíða með það í smá. Ég er svo ósátt og reið yfir að þú skulir vera farinn og að þú hafir þurft að fara með svo hörmulegum hætti. Ég vona að þú finnir ein- hvern tímann frið þar sem þú ert. Það er allavega langt í að ég finni frið innra með mér, hvort það verðureinhvern tímann veit ég ei. Daginn sem þú fórst var ég búin að tala við Laufeyju og fá leyfi til að heimsækja þig, en þú kvaddir áður en ég komst til þín. Eftir sit ég með minningar, eins og þegar ég sá þig fyrst í Sjallanum á Ísa- firði 4. júní 1999. Ég var að syngja á sjómannaballinu og sá er þú labb- aðir inn í salinn. VÁ!! Ég trúi á ást MAGNÚS FREYR SVEINBJÖRNSSON ✝ Magnús FreyrSveinbjörnsson fæddist á Seyðisfirði hinn 2. mars 1980. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 2. júní síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Ísafjarðar- kirkju 8. júní. við fyrstu sýn og þú ... svo fallegur, sólbrúnn, í hvítu jakkafötunum og vel til hafður, eins og þú varst alltaf. Ég get svo svarið það, Maggi, að þessari sýn á ég aldrei eftir gleyma því þú varst eins og engill ... og ert eflaust fallegasti eng- illinn í ríki hins æðri máttar. Þetta kvöld kynnt- umst við, ég og þú, en eitt stóð í veginum fyrir lokadansinn og við tvö vitum hvað það var. Það líð- ur ekki einn dagur að ég hugsi ekki til þín. Endalaust getur maður sagt ,,ef“ og spurt „af hverju“. Ef ég hefði beðið aðeins lengur á þeim stað þar sem ráðist var að þér, því ég var þar fimm mínútum áður, þá ... Af hverju beið ég ekki aðeins lengur ... en hugsanlega er engin svör að fá. Við verðum kannski seinna... Hvað sem því líður, til hamingju með afmælið, elsku Maggi minn, hvar sem þú ert. Góða ferð, elsku vinur. Elska þig í dag, á morgun og að eilífu. Þín Edda. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.