Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 21
teinmagnið í fræinu og á aðferðum sem snúa að mjög sérstöku prótein- hreinsunarferli.“ Helsti kostnaðurinn við prótein- ræktun í plöntum felst í hreinsun próteinanna. „Við losnum við kostn- að af gerjunartönkum, við þurfum ekki orku af því að plönturnar breyta ljósorku í efnaorku og þær taka næringu úr jarðvegi. Eftir sit- ur úrvinnsluþátturinn, en hann er alltaf með svipuðu sniði, hvort sem stuðst er við dýrafrumur, bakteríur, gersveppi eða plöntur. Við erum hins vegar að þróa kerfi, sem miðar að því að lækka úrvinnslukostnað- inn verulega. Þróunarstarfið lofar mjög góðu og við teljum víst að því ljúki á þessu ári. Þar með náum við verulegum sparnaði og um leið sláum við öllu öðru framleiðsluferli við.“ Bygg á sex þúsund hekturum eftir áratug Framleiðslugetan er helsta tromp ORF líftækni, segja þeir. „Við get- um framleitt mikið magn í einu og hægur vandi að bæta við ræktunar- svæði. Eftirspurnin er misjöfn eftir próteinum. Í sumum tilvikum er eftirspurnin í heiminum aðeins tíu kíló á ári, en af öðrum próteinum þarf miklu meira. Árlega eru notuð 3,4 tonn af insúlíni í heiminum, en markaður fyrir vaxtarhormón er í mesta lagi nokkrir tugir kílóa. Ef vel tekst til og uppskera af hverjum hektara er um þrjú tonn þýðir það 100-400 grömm af próteini. Verð- mæti afurðanna er mjög misjafnt, þar sem iðnaðarensím eru ódýrust en próteinlyf langverðmætust. Ekki er óalgengt að verðmæti próteinlyfs sé um 1.000 dollarar grammið, fram- leitt með eldri kerfunum, eða um 80 þúsund krónur.“ Magn í hverju fræi er misjafnt eftir próteinum. „Eitt prótein getur skilað 200 grömmum á hektara, en annað 400 grömmum. Eðli próteins- ins ræður þessu. Við þurfum að koma próteinmagninu í hverju fræi upp fyrir ákveðin mörk og allt þar umfram er vel þeginn bónus. Eftir 10-12 ár reiknum við með að rækta bygg á sex þúsund hekturum, en það er aðeins um 1% af því landi sem hentar undir byggrækt hér á landi og er ónotað í dag. Og þessi ræktun er hrein viðbót við aðra ræktun í landinu. Þetta væri ekki hægt að gera í Mið-Evrópu, þar sem hver skiki er í notkun. Þetta er enn einn kosturinn við ræktun hérlend- is. Þá er enn ótalið, að á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum er not- að mikið magn eiturefna, til að berj- ast gegn skordýrum, illgresi og sveppasýkingum. Hér er hægt að komast af án eiturefna. Menn geta svo rétt ímyndað sér hvort lyfjafyr- irtæki, sem ætla að nota prótein í lyfjagerð, velja hráefni sem aldrei hefur verið úðað með eitri eða af ökrum þar sem búið er að úða marg- oft.“ Þeir beina talinu aftur að insúlíni, sem sykursýkisjúklingar sprauta í æð. „Fjöldi fólks þarf að gera þetta daglega. Hér á landi er verið að þróa aðferðir til lyfjainntöku með nefúða og erlendis hafa slíkar rannsóknir beinst að insúlíni. Það væri mikil bylting fyrir sjúklinga ef þeir gætu notað nefúða í staðinn fyrir spraut- ur. Hins vegar þarf að margfalda, jafnvel tuttugufalda, magnið í hverj- um skammti ef insúlín verður gefið með nefúða. Þar með er insúlín- framleiðslan komin í sama vanda og blasir við þeim sem þróa próteinlyf, finna þarf hagkvæmt framleiðslu- kerfi svo kostnaður fari ekki upp úr öllu valdi. Núna er insúlín framleitt með aðstoð baktería og gersveppa, sem er dýr framleiðsla. Þar gætu plöntur komið til skjalanna og í raun gætu fá kerfi önnur annað þessari eftirspurn.“ Gæti skapað nokkur hundruð störf Þeir Björn L. Örvar og Einar Mäntylä benda að lokum á, að pró- teinframleiðsla í erfðabættu byggi gæti skapað fjölda starfa þegar fram líða stundir. Semja þurfi við bændur um byggrækt og setja þurfi upp hreinsiverksmiðjur nærri rækt- arlandinu. Ef allt fari að óskum muni ORF líftækni hf. skapa nokkur hundruð manns atvinnu innan tíu til fimmtán ára. rsv@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 21 BJÖRN L. Örvar og Einar Mäntylä segja að öll umgjörð um þekking- ariðnað hér á landi sé í hróplegu ósamræmi við stöðuna í nágranna- löndunum. Við hátíðleg tækifæri verði ráðamönnum tíðrætt um nauðsyn þess að byggja hér upp þekkingarsamfélag, en Íslendingar eigi enn langt í land. „Við höfum rekið okkur á þetta í samtölum við erlenda fjárfesta, sem segjast hafa fulla trú á aðferð okkar við prótein- framleiðslu í byggi en setja það fyr- ir sig að hér sé lítill stuðningur við starfsemi af þessu tagi. Í Belgíu sögðust einkafjárfestar tilbúnir að leggja fé í fyrirtækið, en þeir vildu að við flyttum það til Belgíu, því þá ættum við jafnframt rétt á góðum rannsóknarstyrkjum. Sama var upp á teningnum í Danmörku.“ ORF líftækni hf. hefur gert sam- anburð á samkeppnisstöðu sprota- fyrirtækja í líftækni í ýmsum lönd- um. „Í ljósi þess fjármagns, sem ríkisstjórnin ákvað nýlega að leggja í atvinnuuppbyggingu, má benda á að Írar hafa lagt gífurlegt fjármagn í rannsóknir og tækniþróun á sviði líftækni. Ef hlutfallslega sama fjár- magni væri veitt í þennan geira hér á landi væri árlegt fjárframlag frá hinu opinbera 3,1 milljarður króna. Finnar eru með fjölmörg átaksverk- efni í gangi, sem snúa að rann- sóknum og þróunarstarfi í líftækni. Þeir veita að meðaltali 132 milljónir í hvert verkefni. Kostnaður við slík verkefni er ekki minni hér en ann- ars staðar, þótt þau kynnu að vera færri. Í Frakklandi var líftækni kosn- ingamál og nú eru Frakkar að sam- þykkja lög um skattaívilnanir til líf- tæknifyrirtækja. Með þessu móti styðja þeir ekki aðeins frönsk fyr- irtæki, heldur draga til sín fyrirtæki annars staðar frá. Auðvitað er svona umhverfi gjörólíkt okkar. Nú er staðan meira að segja sú hér á landi að fjöldi vel menntaðs fólks er atvinnulaust og helst að skilja að það eigi að snúa sér að vegagerð.“ Þeir segja að Rannís styðji við vísindi og fyrstu skref þróun- arvinnu eftir mætti, en hafi allt of lítið fé til úthlutunar í alla mála- flokka. „Allir farvegir til stuðnings nýsköpunar virðast ýmist uppþorn- aðir eða eru ekki fyrir hendi. Þar má nefna að Nýsköpunarsjóður hefur ákveðið að koma ekki að neinum nýjum verkefnum árið 2003 og að Tækniþróunarsjóður hefur verið stofnaður með lögum en er án fjárveitingar. Á meðan fylla og víkka allar nágrannaþjóð- irnar farvegi sína fyrir nýsköpun og þekkingariðnað. Þannig lítur sam- keppnisstaða Íslands ekki vel út hvað varðar stuðning við nýsköp- un.“ Þeir benda á að hvað svo sem mönnum sýnist um fyrirtæki á sviði erfðavísinda séu þau komin til að vera. „Frumkvöðlafyrirtæki eru áhættusöm, en án þeirra verður engin nýsköpun. Þótt rekstur þeirra gangi stundum ekki að ósk- um eða þau sameinist öðrum hverfur tæknin ekki. Tölvufyrirtæki hafa lagt upp laupana hvert á fæt- ur öðru, en framþróun í tölvutækni heldur áfram. Lyfjaframleiðsla hættir ekki og nú hafa opnast nýir möguleikar í þróun lyfja sem byggj- ast á próteinum. Þar með opnast nýir meðferðarmöguleikar og markaðir. Þótt meingenaleitin hafi ekki skilað árangri jafn fljótt og vonir stóðu til felast gríðarlegar framfarir í því einu að greina eitt meingen og finna lyf við því.“ Lítill stuðningur við þekkingariðnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.