Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FLUGLEIÐIR VERÐMEIRI
Markaðsvirði Flugleiða hefur ríf-
lega þrefaldast á einu ári og er nú
11,3 milljarðar króna en það nam um
3,5 milljörðum fyrir réttu ári. Á mið-
vikudag nam markaðsvirðið um 10,2
milljörðum.
Mikil rýrnun erlendra eigna
Verðmæti erlendra eigna lífeyr-
issjóðanna minnkaði um rúmlega 31
milljarð króna eða um rúm 23% á
árinu 2002. Ástæðan er fyrst og
fremst verðlækkanir á mörkuðum
erlendis og hækkun gengis íslensku
krónunnar.
Mesta atvinnuleysið í sex ár
Atvinnulausum fjölgaði um 431 í
febrúar, en í lok mánaðarins var
6.291 án vinnu og er þetta mesta at-
vinnuleysi sem mælst hefur síðan
vorið 1997.
Eyðing eldflauga byrjuð
Talsmaður Íraksstjórnar greindi
frá því í gær að byrjað væri að eyði-
leggja fjórar Al-Samoud 2-
eldflaugar íraska hersins, sem
vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóð-
anna höfðu úrskurðað ólöglegar.
Greiðslurnar tvöfölduðust
Heildargreiðslur úr Ábyrgð-
arsjóði launa námu 715 milljónum
króna á nýliðnu ári, en árið 2001
námu greiðslurnar 356 milljónum
kr. Um 1.500 manns fengu greitt úr
sjóðnum í fyrra samanborið við ríf-
lega 1.000 manns árið áður. Flest
mál tengdust gjaldþrotum fyr-
irtækja og er talið að gjaldþrotin séu
vel á þriðja hundraðið.
Sameiginlegar tóbaksvarnir
Fulltrúar meira en 170 þjóða
ákváðu í gær drög að alþjóðasátt-
mála um tóbaksvarnir til að draga úr
mikilli fjölgun dauðsfalla af völdum
reykinga. Í drögunum eru áform um
hömlur á tóbaksauglýsingar og
-merkingar svo og um átak gegn
smygli á tóbaki og óbeinum reyk-
ingum.
Sunnudagur
2.mars 2003
tvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð
mbl.is/atvinna Gestir í vikunn 17.216 Innlit 15.438 Flettingar 63.647 Heimild: Samræmd vefmælin
Störf
í Vesturbæjarskóla
atráður í eldhús starfsfólks í 1 mánuð vegna
rfalla. Sérkennari vegna forfalla frá 1. apríl,
0% starf.
kólaárið 2003—2004:
Almenn kennsla.
Smíðakennsla.
Tónmenntakennsla vegna forfalla til 1. nóv-
ember.
Skólaliði til að sinna nemendum í leik og
starfi, gangavörslu, baðvörslu og fleira.
pplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla-
óri í síma 562 2296.
msóknir ber að senda til skóla.
un skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar
ð viðkomandi stéttarfélög.
ánari upplýsingar um laus störf og grunn-
óla Reykjavíkur er að finna á netinu undir
ww.grunnskolar.is.
Skeifunni 17
108 Reykjavík
AcoTæknival – lei›andi í lausnumSími 550 4000
www.atv.is
Kristinn Sigmundsson bassasöngvar
syngur um þessar mundir hlutverk
Mefistós í óperunni Faust eftir
Charles Gounod í Bastilluóperunn
í París. Hanna Friðriksdóttir var
á frumsýningunni og náði
tali af hinum hógværa
stórsöngvara, sem bók
aður er mörg ár fram
í tímann í helstu
óperuhúsum heims
– en er búsettur í
Kópavoginum.
Íslenskur
Mefistó í
Bastillunn
unnudagur
.mars 2003
g y g
Land reist úr rústum
Lífið í Afganistan í kjölfar ófriðar
Langvarand
þurrkar og
jarðskjálftar
eiga líka þát
eyðileggingun
Prentsmi
Morgunblaðs
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Hugvekja 47
Listir 28/31 Myndasögur 48
Af listum 28 Bréf 48
Birna Anna 28 Dagbók 50/51
Forystugrein 32 Krossgáta 53
Reykjavíkurbréf 32 Leikhús 54
Skoðun 34 Fólk 54/61
Umræðan 35/37 Bíó 58/61
Þjónusta 46 Sjónvarp 62
Minningar 42/4 Veður 63
* * *
Kynningar – Blaðinu í dag fylgir aug-
lýsingablaðið FAGRA VERÖLD 2003
frá Heimsklúbbi Ingólfs. Blaðinu
verður dreift um allt land.
UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur í nýju áliti að
nokkur réttaróvissa ríki um það hvernig dóms-
málaráðherra beri að leysa úr umsókn um rík-
isborgararétt. Hefur hann ákveðið að vekja at-
hygli Alþingis á álitinu þar sem hann telur
eðlilegt að kanna hvort og þá á grundvelli hvaða
sjónarmiða ráðherra sé heimilt að hafna um-
sókn um ríkisborgararétt þó viðkomandi ein-
staklingur uppfylli lögbundin skilyrði.
Málið snýst um útlending sem hafði verið bú-
settur hér á landi um skeið en sótti um íslensk-
an ríkisborgararétt í apríl árið 2002. Dóms-
málaráðuneytið hafnaði beiðni mannsins fjórum
mánuðum síðar þar sem m.a. var byggt á nei-
kvæðri umsögn Útlendingaeftirlitsins. Í gögn-
um þess kom fram að maðurinn hafði tvívegis
komið til Íslands á fölsuðum vegabréfum og að
hann hefði ekki aflað viðeigandi ferðaskilríkja í
heimalandi sínu. Ráðuneytið benti manninum
jafnframt á að hann gæti leitað til Alþingis með
beiðni sína. Hann sætti sig ekki við þessi svör
og leitaði til umboðsmanns í ágúst sl., auk þess
að óska eftir frekari rökstuðningi frá ráðuneyt-
inu. Sætti hann sig t.d. ekki við umsögn Útlend-
ingaeftirlitsins og taldi hana efnislega ranga.
Umboðsmaður telur m.a. í áliti sínu að synjun
um ríkisborgararétt verði að vera reist á mál-
efnalegum forsendum og hún sé í eðlilegum
tengslum við markmið laganna. Telur umboðs-
maður að það kunni að hafa skort á að reglum
um andmælarétt og málsmeðferð hafi verið
fylgt hjá viðkomandi stjórnvöldum.
Í bréfum ráðuneytisins til mannsins kemur
fram að þar sem ekki liggi fyrir jákvæð umsögn
Útlendingaeftirlitsins telji dómsmálaráðherra
að „skilyrði laga“ séu ekki uppfyllt til að veita
ríkisborgararétt. Þar sem hvorki umsagnir eft-
irlitsins, nú Útlendingastofnunar, né lögreglu-
stjóra eru bindandi fyrir ráðherra álítur um-
boðsmaður að bréf ráðuneytisins til mannsins
hafi verið villandi og ekki til þess fallin að hann
fengi skilið af lestri þeirra á hvaða lagagrunni
ákvörðunin byggðist.
Beiðnir ekki samþykktar
ef einhver vafi er uppi
Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri í dóms-
málaráðuneytinu, segir við Morgunblaðið að
ráðuneytið muni að sjálfsögðu fara eftir þeim
tilmælum umboðsmanns að taka mál mannsins
fyrir að nýju, komi fram ósk um það. Hann seg-
ir ráðuneytið hafa haft þá reglu að samþykkja
ekki beiðnir um ríkisborgararétt nema ef öllum
vafa um umsækjendur sé eytt. Komi upp sér-
stakar aðstæður sé fólki vísað til allsherjar-
nefndar Alþingis, sem gert hafi verið í þessu til-
viki.
Umboðsmaður Alþingis fjallar í áliti um synjun á ríkisborgararétti
Réttaróvissa vegna um-
sókna um ríkisborgararétt
„JAPANSKI eftirlitsmaðurinn hef-
ur verið hæstánægður með loðnuna
og við erum búnir að frysta um 200
tonn fyrir Japansmarkað,“ segir Páll
Guðmundsson, útgerðarstjóri Hug-
ins ehf. í Vestmannaeyjum, sem ger-
ir út tog- og nótaveiðiskipið Hugin
VE. Allt að tífalt hærra verð fæst
fyrir frosna loðnu en fyrir loðnu sem
fer til bræðslu.
Mun hærra verð fæst fyrir heil-
frysta loðnu en fyrir loðnu sem fer til
bræðslu. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins fást 40 til 70 krónur
fyrir kílóið af loðnu sem seld er á
Japansmarkað, allt eftir stærð henn-
ar og gæðum, en tæpar 7 krónur eru
nú greiddar fyrir kílóið til bræðslu.
Flokkast betur um borð
Lítið hefur hinsvegar verið fryst
af loðnu fyrir Japansmarkað það
sem af er vetrarvertíð, enda hefur
loðnan þótt heldur smá fyrir hinn
kröfuharða markað í Japan. Nokkur
loðnuskip eru búin frystibúnaði og
hafa fulltrúar japönsku kaupend-
anna verið ánægðir með sjófrystu
loðnuna.
Loðnufrysting fyrir Japansmark-
að hófst um borð í Hugin VE í síð-
ustu viku, þegar fryst voru rúm 200
tonn úr einni veiðiferð. Þar af fóru
um 74 tonn í dýrasta flokk. Afgang-
urinn, um 850 tonn, fóru í bræðslu.
Páll segir vinnsluna hafa gengið vel
en frystibúnaðurinn var settur um
borð í skipið sl. sumar. Frystigetan
um borð er um 90 tonn á sólarhring.
Loðnan er flokkuð og fryst um leið
og hún kemur um borð og segir Páll
að svo virðist sem loðnan flokkist
betur úti á sjó en í landi. „Loðnunni
er dælt beint í tanka með köldum sjó
um borð og þess vegna verður mun
minni þrýstingur á henni í tönkunum
og það pressast ekki úr henni vökvi.
Gæði loðnunnar verða jafnframt
meiri, hún kemur úr um sex gráðu
heitum sjó og er dælt í kælitankana
þar sem hitastigið er mínus ein
gráða. Þannig hefur hitastigið í
loðnunni lækkað um sjö gráður þeg-
ar hún er fryst. Það virðist hafa mik-
ið að segja, að minnsta kosti hefur
japanski eftirlitsmaðurinn, sem hef-
ur verið um borð frá því að loðnan
varð hæf til frystingar á Japan, verið
mjög ánægður með stærðina á henni
og gæðin.“
Ótíð hefur mjög sett mark sitt á
yfirstandandi vertíð og segir Páll
það geta komið niður á frystingunni
fyrir Japansmarkað, enda loðnan að-
eins boðleg Japönum í skamman
tíma eða á meðan hrognahlutfallið í
henni er hæfilegt. Þá segir Páll að
mjög sé farið að þrengjast að kvóta-
stöðunni hjá mörgum loðnuskipum
og menn bíði nú eftir því að loðnu-
kvótinn verði aukinn.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Helgi Einarsson vinnslustjóri sér um að meta stærð loðnunnar, ásamt japönskum eftirlitsmanni.
Allt að tífalt hærra verð
fyrir frosnu loðnuna
Frysting fyrir Japansmarkað gengur vel
um borð í loðnuskipinu Hugin VE
Morgunblaðið/Sigurgeir
Skipverjar á Hugin VE koma loðnu
fyrir í frystilestinni.
ÁRNI Finnsson, formaður Náttúru-
verndarsamtaka Íslands, segir það
skyldu Náttúruverndarsamtaka Ís-
lands að leita leiða til að hafa áhrif á
framkvæmdir við Kárahnjúka, þar
með talið að hafa samband við lána-
stofnanir. Það sé sjálfsagt atriði í
baráttu allra náttúruverndarsam-
taka að benda lánastofnunum á það
ef þær ætla að fjármagna fram-
kvæmdir sem eru gagnrýniverðar.
Morgunblaðið greindi frá því í gær
að Peter Bosshard, sem er einn af
forsvarsmönnum alþjóðlegu náttúru-
verndarsamtakanna International
Rivers Network, hafi ritað a.m.k.
einni erlendri fjármálastofnun bréf,
þar sem reynt er að hafa áhrif á hana
til að veita ekki lán til framkvæmda
við Kárahnjúkavirkjun.
Aðspurður hvort Náttúruverndar-
samtök Íslands eigi hlut að bréfinu
segir Árni að það sé í nafni Inter-
national Rivers Network.
Fjármálasérfræðingar vilji
ekki tjá sig um arðsemi
Meðal annars er þar staðhæft að
margir Íslendingar séu hræddir við
að láta skoðanir sínar á Kárahnjúka-
virkjun í ljós opinberlega. Aðspurður
hvort þær upplýsingar séu fengnar
frá Náttúruverndarsamtökunum
segir Árni að Peter Bosshard hafi tal-
að við fjölda manns og hann hafi sjálf-
sagt dregið ályktanir sínar af því.
„Hins vegar kom fram í grein, þar
sem fjallað var um fjárhagslegar hlið-
ar málsins í viðskiptablaði Morgun-
blaðsins, að þeir Íslendingar, sem eru
að vinna fyrir fjármálastofnanir, hafa
ekki viljað gefa álit sitt á því hvort
þetta verkefni sé arðbært eða ekki.
Þannig að það eru þess dæmi að
menn hafi ekki viljað tjá sig um mál-
ið. Ráðherrar og fulltrúar Lands-
virkjunar hafa ráðist að náttúru-
verndarsamtökum og einstaklingum
fyrir andstöðu þeirra við þessa fram-
kvæmd.“
Inntur eftir því hvort Náttúru-
verndarsamtökin muni beita sér á
svipaðan hátt segir Árni að það sé
skylda samtakanna að leita allra leiða
til að hafa áhrif á niðurstöðu málsins.
„Þar með talið að hafa samband við
lánastofnanir. Alþjóðlegar lánastofn-
anir hafa sett sér viðmið og reglur
varðandi lán til m.a. virkjanafram-
kvæmda. Það er þá hlutverk náttúru-
verndarsamtaka að benda á ef þau
viðmið og þær reglur eru ekki upp-
fyllt.“
Á́rni Finnsson um
bréf International
Rivers Network
Sjálfsagt
að hafa
áhrif á lána-
stofnanir