Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 37 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Hvammsgerði 14 Opið hús frá kl. 14-17 Mjög gott og mikið endurnýjað 121 fm tvílyft einbýlishús auk 27 fm bíl- skúrs. Á neðri hæð er flísal. forst., eldhús m. nýrri innréttingu og nýjum tækjum, parketl. stofa, 1 herb. og flísal. baðherbergi og rúmgott þvottaherb. Uppi eru 3 svefnherb. og flísal. baðherb. Stór og fallegur garður með hellu- lagðri verönd og skjólvegg. Áhv. húsbr. 4,8 millj. Verð 22,3 millj. Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-17. Verið velkomin. Til sölu fullbúið og vandað 231 fm skrifstofuhúsnæði á 5. hæð í góðu lyftuhúsi. Húsn. er fullinnréttað, með tölvulögnum, góðri lýsingu og eldhúsi. Staðsetningin er mjög miðsvæðis og öll þjónusta í næsta nágr. Möguleiki er að leigja sér- bílastæði. Frábært útsýni. Verð 22,9 millj. Tilv. 31424 Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík. Sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson lögg. fasteignasali. LÁGMÚLI - SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  VESTURTÚN 55A - PARHÚS - BESSASTAÐAHREPPI Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Opið hús í dag frá kl. 14-17 Glæsilegt ca 160 fm parhús á þessum frá- bæra stað. Glæsilegar sérsmíðaðar innrétt- ingar, arinn í stofu, verönd í garði. Rúmgóð herbergi, frábært skipulag. Mjög góð eign í alla staði. Áhvílandi hagstæð lán 11 milljón- ir. Verð 19,4 millj. Guðbjörg býður áhuga- sama velkomna. 80708 GOÐASALIR 11 - PARHÚS - KÓPAVOGI Opið hús í dag frá kl. 14-17 Nýkomið í einkasölu glæsilegt tvílyft par- hús með innbyggðum bílskúr, samtals ca 185 fm. Sérsmíðaðar vandaðar innrétting- ar, parket, náttúruflísar á gólfum, suður- svalir. Frábært útsýni og staðsetning. Áhv. húsbréf. Verið velkomin. Verð 24,5 millj. STEKKJARHVAMMUR 20 - RAÐHÚS - HF. Opið hús í dag frá kl. 14-17 Nýk. fallegt og vel staðsett endaraðh. með innbyggðum bílskúr (innangengt), samtals 207 fm. 4-5 svefnherbergi o.fl. Fallegur garður, frábær staðsetning og útsýni. Hag- stætt verð 19,9 millj. Verið velkomin. 83541 BLIKAÁS 15 - HF. - 4RA HERBERGJA Opið hús í dag frá kl. 13-15 Nýkomin í einkasölu á þessum frábæra stað glæsileg 120 fm íbúð á fyrstu hæð í nýju klæddu fjölbýli. Sérinng.,glæsilegar innréttingar og gólfefni, sérsólpallur. Áhv. húsb.8,6 millj. Verð 16,2 millj. Bjarni og Anna taka á móti væntanlegum kaupendun. 48002Grafarvogur - sérbýli vantar! Höfum kaupanda að góðu einbýli eða parhúsi í Grafarvogi. Eignin þarf ekki að vera fullfrágengin. Upplýsingar veita Bárður s: 896 5221, Þórarinn s: 899 1882 Síðumúla 27 • Sími 588 4477 • www.valholl.is Stórt bakarí Höfum til sölu stórt bakarí í eigin húsnæði. Hátt hagstætt lán getur fylgt. Upplýsingar veitir: Eignaland ehf., Hlíðasmára 9, Kóp. Guðmundur Þórðarson hdl. og lögg fastsali. Símar 568 3040 — 891 6768. VIÐ lifum á nýjum og glæsilegum tímum. Ráðstjórnin okkar reiðir fram meira en sex milljarða króna til vegaframkvæmda. Og það sem meira er: Enginn þarf að borga! Formaður Framsóknarflokksins lýsti yfir því að öll Íslandsmet væru slegin með þessu fjárframlagi; enga skatta á mannfólkið þyrfti að leggja, þar sem hér væri um að ræða fundið fé, sem mölur og ryð hefðu grandað ef þeir formenn hefðu ekki tekið það til handargagns á erfiðum tímum at- vinnuleysis og alþingiskosninga. Það var þó lögð á það mikil áherzla að þetta fé, sem þeir höfð- ingjar hafi fundið í skollabuxum, væri ekki fram reitt til vegagerðar vegna væntanlegra kosninga. Þeir hefðu ekki einu sinni munað eftir kosningunum né heldur að láta yf- irvöld vegamála vita af því sem til stóð, enda ekki ólíklegt að pening- arnir hafi fundizt nóttina áður. Sanntrúaður stjórnarsinni sagði greinarhöfundi í óspurðum fréttum að höfðingjarnir hefðu haft fjárhæð- ina tvöfalt hærri – eða jafnvel jafnháa deCODE-styrknum – ef þeir hefðu ekki óttast að meinfýsin mannkerti færu að kenna ,,gottgjö- relsið“ við atkvæðakaup. Mikil lifandis skelfingar ósköp gleður það þann, sem hér heldur á penna, að skattar eigi að stórlækka. Hann er búinn að lifa svo lengi í von- inni. Í áratuga dvöl hans meðal sannra Íslendinga í Sjálfstæðis- flokknum upplifði hann það á hverj- um landsfundi að ákveðnar voru skattalækkanir, og jafnvel afnám skatta, og á því hnykkt fyrir hverjar kosningar. En aldrei rættist draum- urinn fyrr en nú, þegar aðalritari ráðstjórnar hefir tekið af skarið með dýrum eiðum að hætti hans. Ég segi eins og heitkonan um Pétur Þrí- hross, þegar hann kom færandi hendi með heilan dunk af fjöreggj- um: Það vildi ég að gvöð blessaði þennan yndismann í bráð og lengd. Og ekki gleyma höfðingjarnir átt- högum sínum, þótt fluttir séu á möl- ina. Formann Framsóknar hafði lengi dreymt um gat undir Al- mannaskarð en aldrei munað eftir því, þegar fjárveitingavaldið var að fást við áætlanir í vegamálum. Að vísu dugar þetta nýja fundna fé ekki til að fullbora gatið. En formaðurinn verður þá ekki hjátækur sér í rausn- inni: Hann fær eins og einn milljarð hjá mömmu upp í arf og lánar ríkinu í gatið á góðum kjörum. Þá getur að- alhöfundur kvótakerfisins sagt með blæbrigðum þekktrar sögupersónu: Örlát er konan en ég hafði áður gef- ið henni. Ólafi Ljósvíkingi varð það einu sinni á að segja við Pétur Þríhross: Ég hélt að nútíminn, það væri fyrst og fremst að hafa í sig og á. Pétur Þríhross rak í rogastanz við að heyra þvílík býsn af vörum skáld- bróður síns. Og Þríhross nútímans sjá aðeins feita betlara í biðröðum líknarfélaga og telja fátækt upp- spuna nema sem sjálfskaparvíti ves- linga. Meðal annarra orða: Hvernig skyldi Framsóknarflokkurinn fara að því að fjármagna kosningabarátt- una, þegar ósvífnir skattheimtu- menn rembast undir beinbrot og skúfslit við að koma aðal styrkveit- andanum undir hjól og steglur, og jafnvel í rasphús ef svo vill verkast? Vonandi að þeir þar á bæ Fram- sóknar finni innansleikjur í ein- hverri nýrri nábrók að negúsera með. Fjöreggin Eftir Sverri Hermannsson „Það var þó lögð á það mikil áherzla að þetta fé, sem þeir höfðingjar hafi fundið í skollabuxum, væri ekki fram reitt til vegagerðar vegna væntanlegra kosninga.“ Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. FRÁ unglingsárum hef ég verið eindreginn fylgismaður Sjálfstæðis- flokksins þó að ég hafi illa getað fellt mig við núverandi forystu flokksins í minni heimabyggð, Garðabæ. Hef ég sérstaklega verið andsnúinn framgangi hreppsnefnd- ar í umhverfismálum og þá aðallega varðandi bryggjuhverfið og lýst sjónarmiðum mínum í greinum hér í Morgunblaðinu um það málefni. As- inn var svo mikill að það gleymdist að gera ráð fyrir fyrir barnaskóla í skipulagi þessa nýja hverfis! Þá hafa skuldir hreppsins hrannast upp á síðustu árum og við það er ég ekki sáttur. Þá kallaði ég nýlega eftir sjálfstæðum röddum í þingflokki sjálfstæðismanna varðandi virkjana- mál. Ég tel mikla skammsýni að steypa hálendinu norðan og austan Vatnajökuls undir lón og mannvirki fyrirhugaðrar Kárahnjúkavirkjun- ar. Ég hef lýst sjónarmiðum mínum um það málefni í grein hér í Morg- unblaðinu. Þegar enginn þorir eða nennir lengur að hafa sjálfstæða skoðun í mjög þýðingarmiklu máli í Sjálfstæðisflokknum af ótta við flokkslínuna, þá finnst mér að líkja megi því við órækt. Ég hef því spurt hvort kominn sé arfi í flokkinn. Ekki þurfti ég að leita langt um rökin fyrir sjálfstæðisstefnunni. Faðir minn, Björn Ólafsson, var einn helsti boðberi atvinnufrelsis í Sjálfstæðisflokknum á sinni tíð. Hann var líka mikill náttúruunnandi og einn af stofnendum Nafnlausa fé- lagsins, sem var undanfari Ferða- félags Íslands. Eitt hið mikilvæg- asta sem hann innrætti mér þó var að enginn einn maður byggi yfir endanlegri visku og því yrði að sýna umburðarlyndi og leyfa frjáls skoð- anaskipti í flokki eins og Sjálfstæð- isflokknum. Niðurstaða fékkst eftir rökræðu. Aðrir helstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins voru örugglega á sömu skoðun, flestir ef ekki allir. Þess vegna gátu þeir skipst á skoð- unum í mikilsverðum málum og þótti ekki tiltökumál. Oftast jöfnuðu menn síðan ágreining sinn og stóðu saman út á við. Slík viðhorf hafa gert Sjálfstæðisflokkinn að því stór- kostlega afli sem hann er og hefur verið um langt skeið. Burðarásinn í íslenskum stjórnmálum. Þrátt fyrir frábæra forystu Dav- íðs Oddssonar má ekki gleyma því að hugmyndirnar sem að baki búa hefur hann ekki smíðað einn og að framkvæmdinni hafa fleiri komið öll þessi ár. Má þar benda á menn eins og Friðrik Sophusson, Geir H. Haarde og marga fleiri. Á undan var áratugabarátta fjölda manna í Sjálfstæðisflokknum sem gerðu flokkinn að því sem hann er í dag. Davíð Oddsson hefur í mínum huga verið fremstur meðal jafningja og það er þannig sem við Íslendingar viljum hafa það. Við viljum engan konung eða hertoga sem kallar eftir einhvers konar heraga í búðum sín- um. Slíkt er fjarri lyndiseinkunn flestra okkar leyfi ég mér að full- yrða. Nú berast fregnir af því að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé að minnka og flokkurinn þarf að bregðast við því. Í mínum huga er ljóst að gömlu gildin, umburðarlyndi, rökræða og umhyggja fyrir lítilmagnanum munu gagnast forystumönnum sjálf- stæðismanna best nú sem hingað til. Ef Davíð Oddsson hefur í heiðri slík sjónarmið og þá framgöngu, sem gerðu hann að leiðtoga okkar sjálf- stæðismanna er ég ekki í nokkrum vafa um það að allir frjálslyndir Ís- lendingar fylki sér um hann og Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosn- ingum. Fremstur meðal jafningja Eftir Pétur Björnsson „Allir frjáls- lyndir Íslend- ingar munu fylkja sér um Davíð og Sjálfstæðisflokkinn.“ Höfundur er fyrrverandi forstjóri og býr í Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.