Morgunblaðið - 02.03.2003, Side 37

Morgunblaðið - 02.03.2003, Side 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 37 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Hvammsgerði 14 Opið hús frá kl. 14-17 Mjög gott og mikið endurnýjað 121 fm tvílyft einbýlishús auk 27 fm bíl- skúrs. Á neðri hæð er flísal. forst., eldhús m. nýrri innréttingu og nýjum tækjum, parketl. stofa, 1 herb. og flísal. baðherbergi og rúmgott þvottaherb. Uppi eru 3 svefnherb. og flísal. baðherb. Stór og fallegur garður með hellu- lagðri verönd og skjólvegg. Áhv. húsbr. 4,8 millj. Verð 22,3 millj. Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-17. Verið velkomin. Til sölu fullbúið og vandað 231 fm skrifstofuhúsnæði á 5. hæð í góðu lyftuhúsi. Húsn. er fullinnréttað, með tölvulögnum, góðri lýsingu og eldhúsi. Staðsetningin er mjög miðsvæðis og öll þjónusta í næsta nágr. Möguleiki er að leigja sér- bílastæði. Frábært útsýni. Verð 22,9 millj. Tilv. 31424 Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík. Sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson lögg. fasteignasali. LÁGMÚLI - SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  VESTURTÚN 55A - PARHÚS - BESSASTAÐAHREPPI Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Opið hús í dag frá kl. 14-17 Glæsilegt ca 160 fm parhús á þessum frá- bæra stað. Glæsilegar sérsmíðaðar innrétt- ingar, arinn í stofu, verönd í garði. Rúmgóð herbergi, frábært skipulag. Mjög góð eign í alla staði. Áhvílandi hagstæð lán 11 milljón- ir. Verð 19,4 millj. Guðbjörg býður áhuga- sama velkomna. 80708 GOÐASALIR 11 - PARHÚS - KÓPAVOGI Opið hús í dag frá kl. 14-17 Nýkomið í einkasölu glæsilegt tvílyft par- hús með innbyggðum bílskúr, samtals ca 185 fm. Sérsmíðaðar vandaðar innrétting- ar, parket, náttúruflísar á gólfum, suður- svalir. Frábært útsýni og staðsetning. Áhv. húsbréf. Verið velkomin. Verð 24,5 millj. STEKKJARHVAMMUR 20 - RAÐHÚS - HF. Opið hús í dag frá kl. 14-17 Nýk. fallegt og vel staðsett endaraðh. með innbyggðum bílskúr (innangengt), samtals 207 fm. 4-5 svefnherbergi o.fl. Fallegur garður, frábær staðsetning og útsýni. Hag- stætt verð 19,9 millj. Verið velkomin. 83541 BLIKAÁS 15 - HF. - 4RA HERBERGJA Opið hús í dag frá kl. 13-15 Nýkomin í einkasölu á þessum frábæra stað glæsileg 120 fm íbúð á fyrstu hæð í nýju klæddu fjölbýli. Sérinng.,glæsilegar innréttingar og gólfefni, sérsólpallur. Áhv. húsb.8,6 millj. Verð 16,2 millj. Bjarni og Anna taka á móti væntanlegum kaupendun. 48002Grafarvogur - sérbýli vantar! Höfum kaupanda að góðu einbýli eða parhúsi í Grafarvogi. Eignin þarf ekki að vera fullfrágengin. Upplýsingar veita Bárður s: 896 5221, Þórarinn s: 899 1882 Síðumúla 27 • Sími 588 4477 • www.valholl.is Stórt bakarí Höfum til sölu stórt bakarí í eigin húsnæði. Hátt hagstætt lán getur fylgt. Upplýsingar veitir: Eignaland ehf., Hlíðasmára 9, Kóp. Guðmundur Þórðarson hdl. og lögg fastsali. Símar 568 3040 — 891 6768. VIÐ lifum á nýjum og glæsilegum tímum. Ráðstjórnin okkar reiðir fram meira en sex milljarða króna til vegaframkvæmda. Og það sem meira er: Enginn þarf að borga! Formaður Framsóknarflokksins lýsti yfir því að öll Íslandsmet væru slegin með þessu fjárframlagi; enga skatta á mannfólkið þyrfti að leggja, þar sem hér væri um að ræða fundið fé, sem mölur og ryð hefðu grandað ef þeir formenn hefðu ekki tekið það til handargagns á erfiðum tímum at- vinnuleysis og alþingiskosninga. Það var þó lögð á það mikil áherzla að þetta fé, sem þeir höfð- ingjar hafi fundið í skollabuxum, væri ekki fram reitt til vegagerðar vegna væntanlegra kosninga. Þeir hefðu ekki einu sinni munað eftir kosningunum né heldur að láta yf- irvöld vegamála vita af því sem til stóð, enda ekki ólíklegt að pening- arnir hafi fundizt nóttina áður. Sanntrúaður stjórnarsinni sagði greinarhöfundi í óspurðum fréttum að höfðingjarnir hefðu haft fjárhæð- ina tvöfalt hærri – eða jafnvel jafnháa deCODE-styrknum – ef þeir hefðu ekki óttast að meinfýsin mannkerti færu að kenna ,,gottgjö- relsið“ við atkvæðakaup. Mikil lifandis skelfingar ósköp gleður það þann, sem hér heldur á penna, að skattar eigi að stórlækka. Hann er búinn að lifa svo lengi í von- inni. Í áratuga dvöl hans meðal sannra Íslendinga í Sjálfstæðis- flokknum upplifði hann það á hverj- um landsfundi að ákveðnar voru skattalækkanir, og jafnvel afnám skatta, og á því hnykkt fyrir hverjar kosningar. En aldrei rættist draum- urinn fyrr en nú, þegar aðalritari ráðstjórnar hefir tekið af skarið með dýrum eiðum að hætti hans. Ég segi eins og heitkonan um Pétur Þrí- hross, þegar hann kom færandi hendi með heilan dunk af fjöreggj- um: Það vildi ég að gvöð blessaði þennan yndismann í bráð og lengd. Og ekki gleyma höfðingjarnir átt- högum sínum, þótt fluttir séu á möl- ina. Formann Framsóknar hafði lengi dreymt um gat undir Al- mannaskarð en aldrei munað eftir því, þegar fjárveitingavaldið var að fást við áætlanir í vegamálum. Að vísu dugar þetta nýja fundna fé ekki til að fullbora gatið. En formaðurinn verður þá ekki hjátækur sér í rausn- inni: Hann fær eins og einn milljarð hjá mömmu upp í arf og lánar ríkinu í gatið á góðum kjörum. Þá getur að- alhöfundur kvótakerfisins sagt með blæbrigðum þekktrar sögupersónu: Örlát er konan en ég hafði áður gef- ið henni. Ólafi Ljósvíkingi varð það einu sinni á að segja við Pétur Þríhross: Ég hélt að nútíminn, það væri fyrst og fremst að hafa í sig og á. Pétur Þríhross rak í rogastanz við að heyra þvílík býsn af vörum skáld- bróður síns. Og Þríhross nútímans sjá aðeins feita betlara í biðröðum líknarfélaga og telja fátækt upp- spuna nema sem sjálfskaparvíti ves- linga. Meðal annarra orða: Hvernig skyldi Framsóknarflokkurinn fara að því að fjármagna kosningabarátt- una, þegar ósvífnir skattheimtu- menn rembast undir beinbrot og skúfslit við að koma aðal styrkveit- andanum undir hjól og steglur, og jafnvel í rasphús ef svo vill verkast? Vonandi að þeir þar á bæ Fram- sóknar finni innansleikjur í ein- hverri nýrri nábrók að negúsera með. Fjöreggin Eftir Sverri Hermannsson „Það var þó lögð á það mikil áherzla að þetta fé, sem þeir höfðingjar hafi fundið í skollabuxum, væri ekki fram reitt til vegagerðar vegna væntanlegra kosninga.“ Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. FRÁ unglingsárum hef ég verið eindreginn fylgismaður Sjálfstæðis- flokksins þó að ég hafi illa getað fellt mig við núverandi forystu flokksins í minni heimabyggð, Garðabæ. Hef ég sérstaklega verið andsnúinn framgangi hreppsnefnd- ar í umhverfismálum og þá aðallega varðandi bryggjuhverfið og lýst sjónarmiðum mínum í greinum hér í Morgunblaðinu um það málefni. As- inn var svo mikill að það gleymdist að gera ráð fyrir fyrir barnaskóla í skipulagi þessa nýja hverfis! Þá hafa skuldir hreppsins hrannast upp á síðustu árum og við það er ég ekki sáttur. Þá kallaði ég nýlega eftir sjálfstæðum röddum í þingflokki sjálfstæðismanna varðandi virkjana- mál. Ég tel mikla skammsýni að steypa hálendinu norðan og austan Vatnajökuls undir lón og mannvirki fyrirhugaðrar Kárahnjúkavirkjun- ar. Ég hef lýst sjónarmiðum mínum um það málefni í grein hér í Morg- unblaðinu. Þegar enginn þorir eða nennir lengur að hafa sjálfstæða skoðun í mjög þýðingarmiklu máli í Sjálfstæðisflokknum af ótta við flokkslínuna, þá finnst mér að líkja megi því við órækt. Ég hef því spurt hvort kominn sé arfi í flokkinn. Ekki þurfti ég að leita langt um rökin fyrir sjálfstæðisstefnunni. Faðir minn, Björn Ólafsson, var einn helsti boðberi atvinnufrelsis í Sjálfstæðisflokknum á sinni tíð. Hann var líka mikill náttúruunnandi og einn af stofnendum Nafnlausa fé- lagsins, sem var undanfari Ferða- félags Íslands. Eitt hið mikilvæg- asta sem hann innrætti mér þó var að enginn einn maður byggi yfir endanlegri visku og því yrði að sýna umburðarlyndi og leyfa frjáls skoð- anaskipti í flokki eins og Sjálfstæð- isflokknum. Niðurstaða fékkst eftir rökræðu. Aðrir helstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins voru örugglega á sömu skoðun, flestir ef ekki allir. Þess vegna gátu þeir skipst á skoð- unum í mikilsverðum málum og þótti ekki tiltökumál. Oftast jöfnuðu menn síðan ágreining sinn og stóðu saman út á við. Slík viðhorf hafa gert Sjálfstæðisflokkinn að því stór- kostlega afli sem hann er og hefur verið um langt skeið. Burðarásinn í íslenskum stjórnmálum. Þrátt fyrir frábæra forystu Dav- íðs Oddssonar má ekki gleyma því að hugmyndirnar sem að baki búa hefur hann ekki smíðað einn og að framkvæmdinni hafa fleiri komið öll þessi ár. Má þar benda á menn eins og Friðrik Sophusson, Geir H. Haarde og marga fleiri. Á undan var áratugabarátta fjölda manna í Sjálfstæðisflokknum sem gerðu flokkinn að því sem hann er í dag. Davíð Oddsson hefur í mínum huga verið fremstur meðal jafningja og það er þannig sem við Íslendingar viljum hafa það. Við viljum engan konung eða hertoga sem kallar eftir einhvers konar heraga í búðum sín- um. Slíkt er fjarri lyndiseinkunn flestra okkar leyfi ég mér að full- yrða. Nú berast fregnir af því að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé að minnka og flokkurinn þarf að bregðast við því. Í mínum huga er ljóst að gömlu gildin, umburðarlyndi, rökræða og umhyggja fyrir lítilmagnanum munu gagnast forystumönnum sjálf- stæðismanna best nú sem hingað til. Ef Davíð Oddsson hefur í heiðri slík sjónarmið og þá framgöngu, sem gerðu hann að leiðtoga okkar sjálf- stæðismanna er ég ekki í nokkrum vafa um það að allir frjálslyndir Ís- lendingar fylki sér um hann og Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosn- ingum. Fremstur meðal jafningja Eftir Pétur Björnsson „Allir frjáls- lyndir Íslend- ingar munu fylkja sér um Davíð og Sjálfstæðisflokkinn.“ Höfundur er fyrrverandi forstjóri og býr í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.