Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, SVAVA SCHEVING JÓNSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 fimmtudaginn 20. febrúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 3. mars kl. 13.30. Björgvin Guðmundsson, Kristín Gunnarsdóttir, Dóra Scheving Petersen, Gunnar Petersen. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA FRIÐRIKSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítala, Landakoti, fimmtudaginn 20. febrúar sl. Jarðsett var í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki líknardeildar færum við okkar bestu þakkir fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Friðrik Björnsson, Herdís Gunngeirsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir Fuegi, David Fuegi, Einar Ólafsson, Kristjana Guðmundsdóttir, Ágúst Ingi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓNATAN GUÐMUNDSSON frá Hjörsey, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju mið- vikudaginn 5. mars kl. 15.00. Lea Kristjánsdóttir, Guðmundur H. Jónatansson, Sigríður Guðmundsdóttir, Sigríður Jónatansdóttir, Bergsveinn Þorkelsson, Örlygur Jónatansson, Lára Sveinbergsdóttir, Ragnar Jónatansson, Hugrún Gunnarsdóttir og afabörn. Yndislegi maðurinn minn og pabbi okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, BJÖRN RAGNARSSON, Lindargötu 20, Reykjavík, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 23. febrúar, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 6. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Álfheiður H. Árdal, Úlfar Þór Björnsson Árdal, Freyja Björt Björnsdóttir Árdal, Arndís Úlla Björnsdóttir Árdal, Arndís Pálsdóttir, Ragnar Benediktsson, Úlla Þormar Árdal systkini og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur, bróðir og mágur, MAGNÚS ÓLAFSSON verkfræðingur, Álfheimum 22, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 4. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Herdís Heiðdal, Ingibjörg Magnúsdóttir, Örvar Arnarson, Ólafur Magnússon, Íris Baldursdóttir, Ingibjörg Sturludóttir, Sigríður P. Ólafsdóttir, Ingimar Halldórsson. Elskulegur vinur minn og bróðir, GUÐNI GÍSLASON, Granaskjóli 23, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. mars kl. 13.30. Sigríður Magnúsdóttir, Magnús Gíslason. Elskuleg móðir okkar, ELÍN ELÍASDÓTTIR frá Melstað, Höfðagrund 11, Akranesi, er látin. Útförin verður auglýst síðar. Börn hinnar látnu. Faðir okkar og tengdafaðir, MAGNÚS GUÐMUNDSSON, Snorrabraut 58, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 3. mars kl. 13.30. Hallgrímur Magnússon, Vigdís Hallgrímsdóttir, Egill Már Guðmundsson. ✝ Sigríður Þor-steinsdóttir fæddist í Garðakoti í Mýrdal 10. ágúst 1913. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri hinn 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurlín Er- lendsdóttir húsfreyja frá Hvoli í Mýrdal, f. 1. september 1885, d. 27. nóvember 1967, og Þorsteinn Bjarna- son, bóndi frá Holti í Álftaveri f. 17. apríl 1879, d. 9. desember 1970. Systk- ini Sigríðar eru Marta, f. 9. októ- ber 1910, d. 2. ágúst 1998, Jón, f. 17. febrúar 1912, d. 15. júlí 1998, Elísabet, f. 29. júlí 1915, d. 10. apr- íl 2001, Gróa, f. 5. janúar 1917, Jóna, f. 2. október 1919, Óskar, f. 4. nóvember 1920, Guðjón, f. 15. júní 1924, Kristín Magnea, f. 6. desember 1925, d. 1. desember 1926, og Kristján Magnús, f. 3. febrúar 1929, d. 10. júlí 1931. 20. september 1941 giftist Sig- ríður, Kjartani Fossberg Sigurðs- syni, vélvirkja og verkstjóra á Ak- ureyri, f. 1. júní 1908, d. 30. desem- ber 1985. Börn þeirra eru: 1) Þor- steinn Fossberg, f. 11. febrúar 1943, maki Elín Berg, f. 28. maí 1948, þau eiga tvo syni og tvö barnabörn. 2) Sig- urður Fossberg, f. 24. júní 1945, maki Regína Sigurðar- dóttir, f. 5. febrúar 1948, þau eiga fimm börn og átta barna- börn. 3) Rafn Foss- berg, f. 24. júní 1945, á eina dóttur og tvö barnabörn. 4) Örn Foss- berg, f. 19. desember 1948, maki Kristín S. Ögmundardóttir, f. 11. desember 1952, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. 5) Anna Foss- berg, f. 16. desember 1954, maki Jón B. Hauksson, f. 10. apríl 1955, þau eiga fjögur börn. Heimili Sigríðar og Kjartans var að Löngumýri 5 Akureyri, og bjuggu þau þar mestallan sinn bú- skap. Útför Sigríðar fór fram í kyrr- þey, að hennar ósk. Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Sigríðar Þorsteins- dóttur frá Garðakoti í Mýrdal. ,,Margs er að minnast, margt er að þakka.“ Sigríður fæddist uppúr aldamótunum 1900, ein af 10 systk- inum, en á þessum tíma var lífsbar- áttan oft hörð og miskunnarlaus, bæði fyrir fullorðna og börn, og hafði mótandi áhrif til lífstíðar. Þetta fólk man tímana tvenna. Konur þessarar kynslóðar heyra brátt sögunni til. Þetta eru konurnar sem lifðu líf- inu í æðruleysi og án þess að gera kröfur, létu fjölskylduna sitja fyrir öllu og gerðu það af mikilli gleði. Þegar mótlæti og erfiðir tímar komu í líf hennar dáðist ég að því hvernig hún tók á málunum, en það var með þessu einstaka æðruleysi og ró sem mér fannst einkenna hana svo mikið. ,,Það er ekkert að mér, mér líður vel.“ Þannig var tengdamóðir mín. Ég var aðeins 19 ára þegar ég kom á heimili Sigríðar og Kjartans í Löngumýri á Akureyri og leið mér vel þar, en við Örn vorum þar í um það bil ár áður en við fórum sjálf að búa. Það voru alltaf miklir kærleikar milli tengdaforeldra minna, sem skapaði gott andrúmsloft á heim- ilinu. Sigríður lagði sig fram um að skapa notalegt heimili fyrir þau hjónin og börnin og seinna barna- börnin sem voru mikið hjá henni. Það var ekki fórn af hennar hálfu, það var lífið sjálft. Þegar ég sá fyrst ljóðið hans Ómars Ragnarssonar um ,,íslensku konuna“ fannst mér að þetta ljóð gæti verið um hana. Ég ætla að setja nokkur brot hér úr kvæðinu, þar sem það er of langt til að birta það í heild. Hún bar þig í heiminn og hélt þér að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöld- ur og hlíf. Það var íslenska konan, sem ól þig og gaf þér sitt líf. Sigríður var frábær saumakona og lærði hún herrafatasaum í Vest- mannaeyjum hjá þýskum klæð- skera sem hét Stolzenwald. Sigríð- ur tók að sér saumaskap fyrir einstaklinga og um tíma saumaði hún fyrir J.M.J. á Akureyri. Hún átti marga fasta kúnna sem hún saumaði fyrir, þeir kunnu fljótt að meta saumaskap hennar. Stundum var sagt við hana ,,hún gæti saum- að flík úr engu“ og ekki skipti máli þótt gleymst hefði að koma með vasaefni eða tvinna, hún átti þetta einhvern staðar, þurfti ekki að nota það, það var velkomið. Tíminn á kvöldin og fram á nóttina var gjarnan notaður fyrir saumaskap- inn, en samt var hún alltaf fyrst á fætur á morgnana. Hún var um sextugt þegar barnabörnin fóru að koma í heim- inn. Þá var alveg sjálfsagt að gæta þeirra og um tíma gætti hún þriggja barna í einu. Tvö á fyrsta ári og eitt um fjögurra ára aldur. Og alltaf fannst barnabörnunum gott að eiga ömmu að. Þegar hún var um áttrætt voru nokkur af barnabörnunum hjá henni, ýmist við nám, og þá í fjóra vetur, eða vantaði húsnæði um tíma, og voru þau hjá henni í fæði og þjónustu. Þó Sigríði liði vel á Akureyri átti Mýrdalurinn hug hennar allan. Á hverju sumri þegar krakkarnir voru litlir var jeppinn hlaðinn og haldið af stað suður í Mýrdal, í Garðakot, og verið þar í nokkrar vikur á hverju sumri. Sigríður var mikill Skaftfellingur og þá sérstak- lega Mýrdælingur, þar naut hún sín vel. Hún fylgdist alltaf vel með fólk- inu þar, meðan hún gat, og var fús að rifja upp minningar þaðan. Með þessum orðum vil ég kveðja tengdamóður mína sem mér þótti mjög vænt um og var mér sem önnur móðir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Kristín Ögmundar. Nú hefur hún Sigríður tengda- móðir mín hvatt þennan heim á ní- tugasta aldursári. Minningar um liðin ár koma upp í hugann. Sigga var ætíð mjög atorkusöm, oftar en ekki á fullu í saumaskapnum, sauma buxur á börn sem fullorðna. Þjónustulundin var henni í blóð borin. Dæmi um kraftinn og þjónustulundina var þegar eitthvað vantaði af loftinu eða úr kjallaranum, var hún rokin áður en nokkur fékk rönd við reist. Á sumrin var ferðinni ávallt heitið í sveitina í Mýrdalinn, þar sem hún sá um heimilisstörfin hjá bræðrum sínum, sem og tók þátt í heyskapn- um, kúasmölun og fjósstörfunum, ekki málið. Oft var hún heimsótt í sveitina og fór það ekki á milli mála að henni leið vel í sveitinni sinni þar sem hún ólst upp. Mjög er manni minnisstætt þeg- ar Sigga ásamt Kjartani tengda- föður, Betu systur sinni og Stínu „frænku“ mágkonu sinni komu í heimsókn til okkar Önnu er við bjuggum í Danmörku 1985. Þá var leigður stór bíll og tekin ferð á hendur með þau öll niður til Þýska- lands. Ekki var ferðin skipulögð sérstaklega þannig að leitað var að gistingu að kveldi og gekk það SIGRÍÐUR ÞOR- STEINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.