Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 27 DILBERT mbl.is stuttu máli: segja söguna. Klipping þjónar alltaf frásögninni og það breytist ekki þótt list master-ein- taksins sé að tapast. Ég er þó sjálf þeirrar skoðunar að kvikmyndagerðarmenn eigi að læra á filmu, áður en þeir færa sig yfir í stafræna heiminn. Það kenn- ir þeim ákveðinn aga.“ Áskorun að klippa símtöl Þá er brugðið á tjaldið atriði úr In the Line of Fire (1993) þar sem Clint Eastwood leikur fyrrum líf- vörð Bandaríkjaforseta er reynir að koma í veg fyrir tilræði af hálfu þráhyggjusjúklings sem John Malkovich leikur. Þeir tveir tala saman í síma áður en Malkovich laumar sér í færi við forsetann með leynivopn í fórum sínum. Klappað er í salnum að þessu at- riði loknu, eins og öðrum sem sýnd eru. „Handritið að myndinni var gott og við tökur og klippingar fylgdum við því nokkuð vel eftir,“ segir Coates, spurð um vinnulagið. „En sumu reyndist ofaukið og þá slepptum við því. Annars finnst mér alltaf dálítið erfitt að tala um hvernig ég klippi. Ég fylgi bara eðlisávísuninni.“ Hún tekur sér stutta málhvíld til þess að íhuga hvað sé meira hægt að segja um óskarstilnefnda klipp- inguna í nefndri mynd. „Símtöl eru í uppáhaldi hjá mér,“ segir hún loks. „Þar liggur vandinn í að velja. Mann langar að hafa báða í mynd, sér í lagi tvo svona góða leikara, en verður að velja hvorn skal sýna hvenær,“ segir hún og bætir við að þeir Malkovich og Eastwood hafi í raun verið að tala saman á milli her- bergja meðan tökur fóru fram. Og hún ljóstrar fleiru upp. „Við notuðum til dæmis nokkur raunveruleg myndskeið með Clint- on forseta og skiptum honum út fyrir Bandaríkjaforseta myndar- innar. Með stafrænu tækninni er jú allt hægt. Ef Coca Cola ákveður til dæmis að gerast styrktaraðili kvikmyndar sem er í vinnslu, er minnsta málið að fella nokkrar kókdósir inn í valin atriði,“ segir hún eins og til þess að ögra íhalds- sömum áhorfendunum sem taka illa í hugmyndina um stafrænt kók. Þegar Coates klippir hefur hún hjá sér tökuhandrit leikstjórans, auk þess að þekkja söguna vel fyr- irfram. En hefur hún aldrei þurft að „bjarga“ kvikmyndum sem liðu fyrir slæmt handrit? „Áður fyrr kom það nú stundum fyrir að ég hélt á lífi persónu sem átti að deyja samkvæmt handrit- inu, og svoleiðis nokkuð. Oft var þetta skrautlegt og skemmtilegt en nú til dags vinn ég ekki með leikstjórum nema þeir hafi ákveðna sýn.“ Næst er sýnt brot úr lokaatriði Erin Brockovich, þegar lögfræð- ingurinn sem Erin vinnur fyrir af- hendir henni launaávísun sem er ekki „alveg í samræmi við vænt- ingar“. Erin hellir sér yfir mann- inn, áður en hún lítur á tékkann sem reynist snöggtum hærri en hún hugði. „Ég get sagt ykkur að þetta at- riði var ekki í upphaflega handrit- inu, en það er samt afar skemmti- legt. Hún [Julia Roberts] var líka svo dásamleg og sagan sem byggt var á var góð. “ Sparkaði margoft í græjurnar Coates hafði áður unnið með Soderbergh, sem fyrr segir, og fyrir þá vinnu var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna. Myndin er Out of Sight, og á tjaldið er varpað at- riðinu þar sem George Clooney og Jennifer Lopez hittast yfir drykk og ræða málin, færa sig svo til stofu og gerast nánari, en inn í at- riðið er klippt rúmsena sem á eftir að gerast. „Þetta er dásamleg sena,“ and- varpar spyrillinn hugfanginn. „Já, við Soderbergh skemmtum okkur mjög vel yfir þessum klipp- ingum. Þetta var líka sena sem virkaði alveg frá byrjun. Hins veg- ar varð klippiaðferðin til á staðn- um, í raun hefði ekki verið hægt að skrifa senu á þennan hátt. Hugmyndin um að frysta ramm- ana kom til dæmis úr upphafs- atriðinu. Þar eru persónur kynntar til sögunnar með þessari aðferð og okkur datt í hug að nota hana meira. Annars voru atriðin tekin upp nokkrum sinnum svo við höfð- um nokkur tilbrigði að velja úr. Leikararnir fengu líka að spinna dálítið, til dæmis var honum [Clooney] ekki fyrirskipað að leggja höndina á lærið á Lopez í stofunni. Það bara gerðist og varð órjúfanlegur hluti af atriðinu.“ „Já, þetta er líka svo sexí sena,“ segir spyrillinn, enn uppnuminn. „En þau þoldu reyndar ekki hvort annað á tökustað,“ svarar þá Coates hlæjandi og spyrillinn missir andlitið. „Ónei, þurftirðu nú endilega að segja okkur það,“ hrópar hann og gerir sér upp reiði. „Hvað þú get- ur verið grimm, Anne! Segirðu kannski líka við börnin þín að jóla- sveinninn sé ekki til, að tannálf- urinn sé ekki til…“ Að þessu er mikið hlegið, en Coates býðst til þess að sýna sömu senu á ný með „hefðbundinni“ klippingu. Þar fer allt fram í raun- tíma og atriðið er snöggtum flat- ara og skortir allan stíl. Þegar Coates er næst spurð hvort hún noti stundum andsvör úr ólíkum tökum til þess að púsla saman samtali, segir hún að stund- um sé það hægt. „En í mörgum tilfellum myndast einhver orka á milli leikara í ákveðinni töku sem verður að koma til skila. Þetta snýst enn og aftur um að velja og hafna.“ Og áfram er rætt um muninn á stafrænni vinnslu og filmuvinnslu. Coates ítrekar að umskiptin hafi verið afar erfið, en kvikmyndin Congo (1995) var fyrsta stóra verk hennar sem tekið var stafrænt. „Ég vissi ekki neitt um tölvur. Mús var í mínum huga bara dýr sem hleypur um gólf. Af þeim sök- um tók ég námskeið í stafrænni myndvinnslu en fannst óþægilegt að hafa alltaf einhvern yfir mér. Ég vil helst vinna ein í herbergi. Svo kom þetta auðvitað smám saman, en ég játa að ég sparkaði margoft í græjurnar á meðan ég var að venjast. Það var nóg að eyða orkunni í skapandi hugsun, svo maður þyrfti ekki að hafa áhyggjur af tækninni líka. Ég þoldi ekki sjálfa mig fyrir að vera svona langt á eftir! Nú myndi ég hins vegar aldrei fara aftur í filmuna. En að sama skapi mun mér aldrei þykja jafn- vænt um stafrænu tæknina og mér þótti um filmurnar. Bara þessi til- finning, að þreifa á filmu, er óvið- jafnanleg,“ segir hún dreyminni röddu. Vildi klippa Hestahvíslarann „Hversu mikið samstarf er í raun milli klippara og leikstjóra?“ spyr Danielson, rétt áður en hann gefur orðið laust út í sal. „Ef satt skal segja myndi ég kjósa að samvinnan væri enn meiri. Oft held ég að það gæti hjálpað ef klipparar væru hafðir með í ráðum á frumstigum vinnsl- unnar – áður en farið er í tökur. En þetta er auðvitað misjafnt eftir leikstjórum og kannski skiljanlegt líka að þeir vilji ekki heyra álit manns svo snemma. Í tökum kem- ur samt fyrir að ég veiti ábend- ingar um sjónarhorn sem mér sýn- ast ekki virka, og þá eru leikstjórarnir nú yfirleitt þakklát- ir.“ Hefjast þá fyrirspurnir úr sal og kennir þar ýmissa grasa. Upp kemst um enn frekari notkun Coates á hvítri lygi, en hún kveðst hafa svindlað sig inn í starf sem aðstoðarkona hjá leikstjórum Rauðu skónna, Powell og Press- burger, árið 1948, með því að skottast um á tökustað með filmu- box merkt myndinni. „Ég átti haug af svona filmuboxum og ef ég merkti þær réttri mynd var auð- velt að labba sig inn á settin,“ ját- ar hún og kveðst hafa lært margt af vinnunni við Rauðu skóna. „En ég hefði áreiðanlega lært enn meira ef ég hefði vitað betur um hvað málin snerust. Þetta var í blábyrjun ferilsins.“ Aðspurð hvaða leikstjórar séu nú um stundir helst á óskalist- anum, nefnir hún m.a. Sidney Poll- ack og Robert Redford. „Robert Redford er allt í lagi leikari, en hann er mun áhuga- verðari sem leikstjóri. Ég hefði til dæmis viljað klippa Hestahvíslar- ann, ef einhver hefði boðið mér það á sínum tíma,“ segir hún. Og áfram berast umræðurnar fram og aftur þar til komið er að nýjustu kvikmyndinni sem ber handbragði Anne Coates vitni. Það er Unfaithful (2002) með Richard Gere í aðalhlutverki og ber hún leikaranum vel söguna. Leikstjór- inn Adrian Lyne mun hins vegar hafa verið mislyndur með afbrigð- um en Coates segist orðin vön því að leikstjórar helli yfir hana úr skálum reiði sinnar á slæmum dögum. „Stundum eru einhver vandamál heima fyrir og sumir koma með slíkt með sér í vinnuna. Það er kannski skiljanlegt, en endrum og sinnum fæ ég samt al- veg nóg og helli mér yfir þessa menn á móti – þá skilja þeir fyrr en skellur í tönnum,“ segir klippi- konan röska að endingu og brosir í kampinn. sendill sith@mbl.is                                                                    !           "#  $  %  $          '  (       (                ( *                 $               + ,  -    (         !  -   ...     *    / 0##     %1       "#"   $ %    !  &&&             ! '(  )     ***&  Heimsferðir bjóða nú einstakt helgartilboð til Prag þann 6. mars á glæsilegu 4 stjörnu hóteli, Pyramida, skammt frá kastalahverfinu í Prag. Flug út þann 6. mars og gisting í 4 nætur. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu farar- stjóra Heimsferða í Prag allan tímann og getur valið um fjölda spennandi kynnisferða í þessari fegurstu borg Evrópu. Helgarferð til Prag 6. mars frá kr. 39.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.950 Helgarferð til Prag, 6. mars - 4 nætur. Flug, hótel og skattur. Verð per mann í tveggja manna herbergi m. morgunmat. Hótel Pyramida, gott 4 stjörnu hótel. Almennt verð kr. 41.950. Flug fimmtudaga og mánudaga í mars og apríl Síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.