Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ SEINT á nýliðnu ári birtist í Fréttablaðinu frásögn um að þriggja manna starfshópur hafi ver- ið skipaður af borgarráði til að end- urskoða fyrirkomulag forvarnar- starfs á vegum Reykjavíkurborgar. Tilefni skipunarinnar var að sögn sú að ungir fíkniefnasalar væru „að störfum innan veggja grunnskól- anna“. Nú þyrfti að bregðast skjótt við. Nokkru síðar birtist viðtal í Morgunblaðinu við starfsfólk Reykjanesbæjar, sem vinnur að for- vörnum í sínum heimabæ. Tilefni þess viðtals var að bæjarblöðin suð- ur með sjó höfðu birt frásagnir af fíkniefnaneyslu ungmenna og vildi starfsfólk Reykjanesbæjar koma því á framfæri hvernig forvarnar- starfi væri háttað í bæjarfélaginu. Þessar frásagnir frá Reykjavík og Reykjanesbæ létu ekki mikið yfir sér en sýndu ákveðna stefnu og góðan ásetning. Málið krefst þó enn ítarlegri umræðu og gagnrýnnar skoðunar. Hér er um mjög mik- ilvægan, en um leið viðkvæman þátt í samfélagi okkar að ræða, sem kall- ar á pólitíska stefnumótun til langs tíma. Bæði sveitarfélögin, Reykjavík og Reykjanesbær, hafa um nokkurra ára skeið rekið öflugt átak í for- vörnum; Ísland án eiturlyfja og Reykjanesbær á réttu róli. Und- irritaður þekkir nokkuð til verkefn- isins í Reykjavík og hefur ekki farið varhluta af þeim góðu áherslum og þrýstingi sem stjórnendur verkefn- isins hafa viðhaft til að hafa jákvæð áhrif á foreldra og börn þeirra í borginni. Með prýðisgóðum árangri ef marka má kannanir. Samt er haft eftir forstöðumanni þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur þegar vikið er að fíkniefnum í grunnskólum borgarinnar að „ástandið væri mun verra en áður hafi þekkst“. Hvernig má þetta vera? Af frá- sögnum að dæma virðist sama hversu vel er unnið að forvörnum, vandinn bara eykst. Því er nærtækt að spyrja af hverju okkur takist ekki betur til? Gæti skýringa verið að leita í því að við kjósum að líta framhjá megin uppsprettum vand- ans? Getur verið að við séum föst í því að stara á einkennin og höldum að það sé nægjanlegt að plástra sár- ið rétt eftir að kýlið springur hverju sinni? Er hugsanlegt að rætur vandans liggi að stærstum hluta í því lífsgæðaviðhorfi sem við höfum sett á oddinn og í þeirri samfélags- gerð sem við höfum kosið að búa okkur og börnum okkar? Erum við fara út á hálan ís ef við ætlum okk- ur að rífa upp fúnar rætur og kalla með því á endurskoðun ríkjandi gildismats? Einsýnt er að aldrei verður hægt að útrýma öllum fé- lagslegum vanda sem finnst í sam- félagi okkar. Til þess er mannlegt eðli of margslungið. En það má draga verulega úr þessum vanda, eða auka við hann, allt eftir því hvernig við mótum samfélagið, stoð- ir þess og innviði. Til langs tíma litið eru tveir aug- ljósir þættir sem skipta mestu máli í öflugum forvörnum; annarsvegar gott, öflugt og aðlaðandi mennta- kerfi, þar sem allir búa við sama að- gengi, og hinsvegar ráðstöfunar- tekjur sem duga til mannsæmandi lífs. Svo einfalt er það nú. Aðrir þættir sem lögð er áhersla á í for- vörnum, s.s. íþróttir, félagsstarf, útivist, sköpun, listir, heilbrigður lífsstíll, o.s.frv. koma í kjölfar þess- ara tveggja þátta. Til skemmri tíma litið þurfum við auðvitað að eiga úrræði þar sem brugðist er við framkomnum vanda hverju sinni. Við þurfum að byggja upp sterkar og árangursmiðaðar barna- og unglingadeildir innan fé- lagsþjónustunnar, sem geta brugð- ist fljótt og örugglega við þeim vandamálum er skjóta upp kollinum hverju sinni. Nýjustu fréttir af starfi barnaverndarnefnda eru ekki beint jákvæðar og allt bendir til þess að málefni unglinga hafi orðið útundan hjá alltof störfum hlöðnum barnaverndarnefndum, sbr. forystu- grein Morgunblaðsins frá 13. des- ember síðastliðinn. Í þessu efni gildir það sama og fyrir öll fram- sækin fyrirtæki og stofnanir; það þarf að sjá til þess að stjórnendur og starfsfólk félagsþjónustunnar hafi þau meðöl sem virka, svo starf- semin sé með þeim krafti og sóma sem almannavilji stendur til. Að auki verðum við að tryggja að alltaf sé greiður aðgangur að öflugum og traustum meðferðarúrræðum fyrir þá ungu einstaklinga sem þess þurfa. Öflugt nútíma samfélag, sem leggur áherslu á raunveruleg lífs- gæði, byggir m.a. á menntun, þekk- ingu og getu þegnanna. Því er gjarnan haldið fram að íslenska þjóðin sé vel menntuð, upplýst og lesin. Hvort er þessi fullyrðing þjóðsaga eða staðreynd? Sam- kvæmt tölum frá Hagstofunni eru um 42% vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði með stutt framhalds- skólanám, grunnskólapróf eða minni menntun að baki. Samkvæmt sömu stofnun er aðeins 16% vinnu- afls með háskólamenntun. Styður þetta kenninguna um vel menntaða þjóð? Alls ekki, segja þeir sem þekkja til í öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Ennfremur sýnir nýleg rannsókn að rúmlega 15 þúsund Íslendingar á aldrinum 15 – 65 ára eiga við mjög mikla eða um- talsverða lestrarörðugleika að stríða. Til viðbótar þeim eiga um 20 þúsund Íslendingar í nokkrum vandræðum með starf, endur- menntun eða eðlilegan hreyfanleika í atvinnulífinu vegna lítillar lestr- arfærni og þeir hinir sömu eru ólík- legir til að reiða sig á lesmál til að taka þátt í almennri þjóðfélagsum- ræðu. Lítil lestrarfærni háir því 35 þúsund einstaklingum á aldrinum 15 – 65 ára. Ein öflugasta forvörn sem við eigum völ á er því að efla mennta- kerfið allt og tryggja möguleika allra til að njóta þess. Allt frá Leik- skólum Íslands til Háskóla Íslands. Og við ættum fyrst um sinn að leggja ofuráherslu á að styrkja enn frekar fyrstu tvö skólastigin; leik- skólann og grunnskólann. Í sam- vinnu við heimilin í landinu fer þar fram einstaklings- og félagsþjálfun, sem getur gert gæfumuninn um framtíð og möguleika barnanna okkar. Um leið og við eigum að gera miklar kröfur til þessara skólastiga, þá þurfum við að leggja áherslu á að fá bestu mögulegu kennara inn í skólana, búa þeim frá- bært starfsumhverfi og ábyrgjast að þeir hafi þau verkfæri sem duga til að bregðast við mismunandi þörfum nemenda sinna. Það liggur auðvitað í augum uppi að okkar önnur öflugasta forvörn er að tryggja mannsæmandi laun til allra vinnandi manna og kvenna. Þá er átt við að við sjáum til þess að allir foreldrar, einstæðir eður ei, geti með hóflegum vinnudegi tryggt framfærslu sína og barna sinna með sómasamlegum hætti, tekið þátt í samfélaginu með reisn og jafnframt sinnt uppeldisskyldu sinni af alúð. Það dylst varla neinum að við höf- um kosið að breyta samfélagi okkar á undanförnum árum á þann veg að hylla gegndarlausa auðsöfnun um leið og við lítum fram hjá fátækt, örbirgð og auðnuleysi. Eða jafnvel fyrirlítum fátækt, örbirgð og auðnu- leysi. Því hefur verið haldið á lofti að ein besta forvörn sem til er sé íþróttaiðkun og þátttaka í upp- byggilegu félagsstarfi. Án efa er margt rétt í þessari kenningu. En áttum okkur á því að þeir sem búa við fátækt og erfiðar félagslegar að- stæður á Íslandi eiga líka börn og unglinga. Er líklegt að þær rúmlega 2000 (tvö þúsund) fjölskyldur, sem leituðu til hjálparstofnana og líkn- arfélaga fyrir jólin til að eiga fyrir mat, hafi efni á að greiða félags-, skóla- og þátttökugjöld fyrir börn sín í íþróttum, tónlistarskóla, dansi, leiklist og heimspeki? Er trúlegt að foreldri sem hefur undir 67.000 kr (sextíu og sjö þúsund krónum – sjá Mbl. 4. janúar 2003, bls. 11) í ráð- stöfunartekjur á mánuði og hefur barn eða börn á framfæri sínu, hafi tök á að rækta og örva barn sitt með því að gefa því vandaðar bók- menntir, hljóðfæri, tölvu eða reið- námskeið og taka það með sér í jeppaferð á Langjökul á góðum degi til að sjá samhengið í sköpunarverki Guðs? Eða til Grikklands til að anda að sér sögunni beint uppúr vöggu vestræns lýðræðis og menningar? Er ekki tími til kominn að við vökn- um af værum blundi? Forseti lýðveldisins, landlæknir og fleiri hafa tjáð sig um fátækt á Íslandi í byrjun árs 2003. Land- læknir benti m.a. á líkamlega og fé- lagslega sjúkdóma sem fylgja fá- tækt og þá alvarlegu afleiðingar, sem þeir sjúkdómar hafa. Það getur bæði verið jákvætt og neikvætt að samfélagið sé fámennt. Eitt það já- kvæða er sú staðreynd að það á að vera viðráðanlegt verkefni að tryggja sæmilegan jöfnuð í sam- félaginu og sjá til þess að börn og ungmenni skynji sig sem full- og jafngilda þegna samfélagsins, sem komið er fram við af virðingu. Óháð efnahag foreldranna. Það er á þess- um börnum sem framtíð okkar og samfélagsins hvílir á. Engum öðr- um. Unglingur, sem hefur það á til- finningunni að samfélagið sýni sér skeytingarleysi eða jafnvel fyrirlitn- ingu, er ekki líklegur til að finnast sem hann skuldi því sama samfélagi nokkurn skapaðan hlut. Ekki trún- að, ekki áhuga, ekki virðingu. Hvernig gæti þá viðkomandi ung- lingur kosið að bregðast við sam- félagi sínu? Hvar á sá unglingur að fá þá spennu, örvun, tilhlökkun, virðingu og félagslegu tengsl sem hann þrífst á? Mig minnir að það hafi verið fyrir síðustu kosningar að það birtust sjónvarpsauglýsingar með stjórn- málaforingja, sem lagði út af fíkni- efna- og félagslegum vanda ung- linga með þeim orðum að ef 200 ungmenni væru í voða á fjöllum þá myndi þjóðin gera allt sem í hennar valdi stæði til að bjarga þeim. Nú blasir við að yfir 2000 fjölskyldur með, ja hvað eigum við að segja, 1000 til 2000 börnum og ungmenn- um innanborðs, þurftu að leita sér neyðaraðstoðar fyrir jólin. Getur verið að í þessu íslenska efnahags- spili hafi gleymst að stokka og verið vitlaust gefið? Hvað segja bændur nú við því? ER TÍMABÆRT AÐ GEFA UPPÁ NÝTT? Eftir Þórarin Eyfjörð „Af frásögn- um að dæma virð- ist sama hversu vel er unnið að forvörnum, vandinn bara eykst.“ Höfundur hefur m.a. starfað að meðferðarverkefnum fyrir ung- menni í vanda síðustu tvo áratugi. www.hofdi.is Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Þrastarás 28 - Hafnarfirði - Opið hús Í dag býðst þér og þínum tækifæri til að skoða stór- glæsilegt 190 fm endaraðhús á tveimur hæðum m. innbyggðum 25,6 fm bílskúr. Einstaklega skemmtileg hönnun, glæsilegt eldhús. Þrjú mjög góð svefnherbergi og 2 baðherbergi, Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna- og skipasali horn-nuddbaðkar o.fl. o.fl. Allt unnið af fagmönnum. Sjón er sögu ríkari! Kíktu við á milli kl. 14 og 16 í dag og Nína tekur vel á móti þér. Verð 23,5 millj. SÉRLEGA FALLEGT 203 fm EIN- BÝLI ásamt 29 fm BÍLSKÚR. Möguleg 6 svefnherbergi. FRÁ- BÆRT ÚTSÝNI YFIR HÖFNINA OG FJÖRÐINN. FALLEGT OG MIKIÐ ENDURNÝJAÐ HÚS. Verð 21,8 millj. SÝNENDUR: Guðlaug og Helgi í síma 555 3723. VERIÐ VEL- KOMIN. SUÐURGATA NR. 56 - HF. - FRÁBÆRT ÚTSÝNI FALLEGT og vel með farið 184 fm RAÐHÚS á tveimur hæðum ásamt 27 fm innbyggðum BÍLSKÚR, sam- tals 221 fm. Gott skipulag. 4 rúm- góð herb. Góð gólfefni og innrétting- ar. LAUST FLJÓTLEGA. Verð 19,5 millj. SÝNENDUR: Reynir og Elín- borg eru í síma 555 1737. VERIÐ VELKOMIN. KLAUSTURHVAMMUR NR. 22 - HF. - GOTT VERÐ Fallegt og vandað 222 fm ENDA- RAÐHÚS ásamt 38 fm innbyggðum BÍLSKÚR á vinsælum stað í HVÖMMUNUM. Möguleiki er að gera aukaíbúð með sérinngangi. Skjólsæll og rólegur staður við Suðurbæjar- sundlaugina. LAUST FLJÓTLEGA. Verð 21,9 millj. SÝNENDUR: Erlend- ur og Andrea í síma 555 4204. VER- IÐ VELKOMIN. LÆKJARHVAMMUR NR. 21 - HF. - ENDARAÐHÚS ÁS FASTEIGNASALA Fjarðargötu 17 - Hafnarfirði Sími 520 2600 - Fax 520 2601 Netfang as@as.is - Heimasíða http://www.as.is OPIÐ HÚS - Í ÞESSUM GLÆSILEGU EIGNUM ER OPIÐ Í DAG Á MILLI KL. 14 OG 17 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Brynjar ætlar að sýna í dag alveg stórglæsilega 179,7 fm, 5-6 her- bergja sérhæð, á efstu hæð í ný- byggðu húsi með innbyggðum 25,9 fm bílskúr. Íbúðin er til af- hendingar fljótlega tilbúin til inn- réttingar. Góð lofthæð er í íbúð- inni. V. 20,9 m. 3793 Skipholt 62 Opið hús frá kl. 13-15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.