Morgunblaðið - 02.03.2003, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 33
ar horft er til átaka í Írak. Velta menn þá fyrir sér
hvað beri að gera þegar átökum ljúki.
Óvissuástand
í Afganistan
Í Afganistan ríkir enn
mikið óvissuástand
þótt vissulega hafi ým-
islegt breyst. Þorkell
Þorkelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, var í
Afganistan fyrr á árinu og eru myndir úr för hans
birtar í sunnudagsblaðinu og í dag, laugardag,
eru myndir hans birtar á vefsíðu Morgunblaðsins
á Netinu auk þess sem hægt er að skoða hluta
þeirra á sýningu ljósmyndara í Gerðarsafni í
Kópavogi. Guðni Einarsson blaðamaður fjallar
um hjálparstarf í Afganistan og ræðir við Þorkel:
„Frá því bráðabirgðastjórnin tók við völdum 22.
desember 2001 hafa mikil umskipti orðið í Afgan-
istan. Þrjár milljónir barna hófu aftur skólanám,
þar af meira en milljón stúlkna, en þeim var bönn-
uð skólavist í valdatíð talíbana. Um 1.700 þúsund
afganskir flóttamenn hafa snúið heim, flestir frá
nágrannaríkinu Pakistan, þótt margra bíði ekk-
ert nema rústir einar. Þorkeli þótti aðkoman að
Kabúl ekki glæsileg.
„Stórir borgarhlutar eru mjög illa farnir eftir
24 ára styrjöld, fyrst við Rússa, síðan innbyrðis
átök og loks þegar Bandaríkin og bandamenn
þeirra réðust á talíbana,“ segir Þorkell. „Íbúðar-
hverfin eru til dæmis mjög illa farin eftir loft-
árásir og skothríð. Margir búa í afskaplega lélegu
húsnæði eða hreysum. Innviðir landsins eru í
rúst. Starfhæf veitukerfi, eins og rafmagns- og
vatnsveitur, eru af skornum skammti. Þar af leið-
andi eru hús hituð með ofnum þar sem brennt er
eldiviði og kolum. Skólpkerfi eru sömuleiðis illa
farin eftir hernaðinn og eðlilegt viðhald hefur ver-
ið lítið sem ekkert í á þriðja áratug.““
Í liðnum mánuði brutust enn út átök í landinu
og hafa bandarískir, evrópskir og afganskir her-
menn barist hlið við hlið gegn uppreisnarmönn-
um úr röðum talibana, en komið hafa í ljós vís-
bendingar um að talibanar séu að reyna að safna
liði og láta að sér kveða að nýju á landamærum
Pakistans. Margt er enn ógert í Afganistan bæði í
öryggis- og efnahagsmálum eins og kom fram í
grein eftir Isobel Coleman, sem er í rannsókn-
arstöðu við Ráð milliríkjasamskipta, í dagblaðinu
Financial Times í febrúar. 4.800 manns eru í al-
þjóðlegri öryggissveit, sem er á staðnum og það
virðist útséð um að hún verði stækkuð. Banda-
ríkjamenn hafa verið að þjálfa afganskan atvinnu-
her, sem í eiga að vera hermenn af öllum þjóð-
arbrotum og trúarhópum, sem byggja landið, en
greinilegt er að það mun taka tíma. Eftir margra
mánaða þjálfun hafa aðeins 50 hermenn tekið til
starfa, en nokkur hundruð hermenn eru í þjálfun.
Sagt er að utan Kabúl ráði stríðsherrar og stiga-
menn ríkjum og oft vinni þeir saman. Hjálpar-
stofnanir hika við að starfa utan helstu þéttbýlis-
kjarna. Gríðarleg vinna er framundan í
Afganistan.
„Afganar þurfa að færa sér alþjóðlegan stuðn-
ing sem mest í nyt meðan tækifærin eru fyrir
hendi eftir stjórn talibana,“ skrifar Coleman.
„Hversu lengi þau tækifæri verða fyrir hendi er
ekki ljóst, en það verður ekki til frambúðar og
Afganar eru í sárri þörf fyrir hjálp til að hrinda
efnahagslífinu af stað. Þó virðist stjórn Bush
leggja meiri áherslu á að heyja stríðið gegn
hryðjuverkum en að byggja hikandi upp þjóð í
Afganistan. Framlög til hernaðaraðgerða hafa
verið rúmlega milljarður dollara á mánuði á með-
an aðstoð til mannúðarmála og uppbyggingar í
þessu stríðshrjáða landi var minni en 530 millj-
ónir dollara árið 2002. Meira að segja í banda-
ríska varnarmálaráðuneytinu velta menn nú
vöngum yfir því hvort hagsmunum Bandaríkj-
anna væri ekki betur borgið með því að færa
meira fé til uppbyggingar.“
Það sýnir umfang vandans að innviðir á borð
við samgöngur eru í molum og íbúar landsins lítt
menntaðir. 95% afganskra kvenna og 65% karla
eru ólæs. Lífslíkur eru 40 ár. Hamid Karzai, for-
seti Afganistans, heimsótti Bush í Hvíta húsið á
fimmtudag. Í tengslum við heimsóknina var bent
á að ekki dygði að setja á svið táknrænar athafnir
á meðan stjórn Bush gerði ráð fyrir minna fé til
uppbyggingar í Afganistan á fjárlögum en þingið
hefði heimilað. Í leiðara í dagblaðinu New York
Times í gær, föstudag, sagði að „sigurinn á víg-
vellinum gæti orðið innantómur ef ekki væri út-
hald til að ljúka verkefninu“.
Deilt um
kostnað og þörf
fyrir hermenn
Það mun líka þurfa út-
hald í Írak.
Samkvæmt fréttum,
sem birtust í dag-
blaðinu Los Angeles
Times á miðvikudag
er bandaríska varnarmálaráðuneytið nú farið að
láta að því liggja við forseta og þing að kostnaður-
inn við það að sigra Íraka og hernema landið í sex
mánuði gæti orðið 85 milljarðar dollara, en það er
mun meira en embættismenn stjórnarinnar hafa
sagt opinberlega. Í blaðinu segir að þegar upp-
hæðin, sem ætluð er Tyrkjum fyrir samvinnufýsi,
bætist við verði kostnaðurinn kominn upp í rúm-
lega 100 milljarða dollara og það sé helmingi
meira en Rumsfeld varnarmálaráðherra kvaðst
gera ráð fyrir í janúar. Bush segir að ótímabært
sé að ræða tölur og gefur til kynna að kostnaður
af stríði eigi ekki að hafa forgang fyrir þjóðarör-
yggi.
Þá hafa ummæli herforingjans Erics K. Shins-
ekis, yfirmanns landhers Bandaríkjahers, fyrir
þingnefnd um stærð þess herafla, sem þurfi að
vera áfram í Írak eftir að átökum lýkur, vakið at-
hygli. Shineski sagði að nokkur hundruð þúsund
hermenn myndi þurfa til að stunda friðargæslu
og sinna mannúðarverkefnum eftir stríð. Í frétt í
dagblaðinu Los Angeles Times sagði að þing-
mennirnir, sem á hlýddu, hefðu verið slegnir yfir
þessum tölum og haft var eftir sérfræðingi að
fengju Bandaríkjamenn ekki aðstoð yrði að senda
nánast allan þann herafla, sem til taks væri í
bandaríska landhernum, á vettvang í Írak. Talið
er að af 480 þúsund manns í landhernum, sem
hefur yfirleitt tekið að sér svona verkefni, séu 293
þúsund hermenn til taks. Paul Wolfowitz, sem áð-
ur er getið, sagði þegar hann bar vitni fyrir þing-
nefnd á fimmtudag að mat herforingjans á þeim
herafla, sem þyrfti, væri stórlega ýkt og sömu-
leiðis ályktanir um kostnað. Fór greinilega í taug-
arnar á nefndarmönnum að Wolfowitz vék sér
fimlega undan tilraunum til að fá hann til að
leggja mat á það hver kostnaðurinn kynni að
verða.
Bandaríkjamenn hafa gert tvær ólíkar áætl-
anir um það hvernig eigi að stjórna Írak ef stjórn
Saddams verður steypt af stóli. Í annarri þeirra
er gert ráð fyrir því að Bandaríkjamenn verði ein-
ir að verki og þurfi því að vera lengur en ella á
staðnum til þess að ná markmiðum um afvopnun
og uppbyggingu lýðræðis. Sú áætlun myndi gefa
Bandaríkjamönnum meira vald yfir atburða-
rásinni, en myndi einnig skapa meiri hættur, til
dæmis ef illa gengur og andúð skapast. Hin áætl-
unin gerir ráð fyrir því að Bandaríkin feli sam-
félagi þjóðanna vald og aðra ábyrgð þremur eða
fjórum mánuðum eftir að átökum lýkur. Ekki hef-
ur verið skilgreint með hvaða hætti þetta yrði, en
styðjast mætti við reynsluna frá Kosovo og Aust-
ur-Tímor.
Hópur lýðræðissinnaðra, íraskra stjórnarand-
stæðinga hefur haft samráð við Bandaríkjastjórn
um gang mála. Einn úr þessum hópi, Kanan Mak-
iya, hefur nú sett fram harða gagnrýni á fyrirætl-
anir Bandaríkjamanna. Hann segir að fyrirheit,
sem Bush gaf á fundi með nokkrum stjórnarand-
stæðinganna, um lýðræði virðist ætla að fara fyrir
lítið vegna vélabragða embættismanna í Wash-
ington, sem „alltaf hafa verið andvígir hugmynd-
inni um að koma á lýðræði í Írak með hjálp
Bandaríkjanna, en slíkt myndi af nauðsyn fela í
sér róttækt fráhvarf frá hefðinni á þessum slóð-
um, til dæmis með því að uppræta Baath-flokkinn
(með svipuðum hætti og nasistar voru upprættir í
Þýskalandi eftir stríð), og endurskipulagi íraska
ríkisins sem sambands- og lýðræðisríki, sem ekki
byggðist á skiptingu í þjóðarbrot“.
Makiya skrifaði í dagblaðið Guardian að frið-
þæging gjaldþrota, arabískrar valdastéttar lægi
að baki og þegar upp væri staðið ætti að halda í
kúgunarstofnanir Baath-flokksins og hersins í
nýju gervi. „Bandaríkjamenn eru komnir á
fremsta hlunn með að skuldbinda sig við áætlun
um að skipa herstjórn í Bagdað eftir Saddam þar
sem Bandaríkjamenn stjórni ráðuneytum og
bandarískir hermenn vakti götur íraskra borga,“
skrifar hann. „Áætlunin eins og hún var kynnt
írösku stjórnarandstöðunni í Ankara [í byrjun
febrúar] gerir einnig ráð fyrir því að Bandaríkja-
menn skipi óráðinn fjölda íraskra kvislinga, sem
eru arabaríkjunum við Persaflóa og Sádum þókn-
anlegir til að þjóna þessari herstjórn sem ráðgjaf-
arráð.“
Horfur á stríði virðast aukast dag frá degi og
aðdragandinn hefur ekki farið framhjá neinum.
Yfirleitt er það aðdragandi stríðs, sem fær mesta
athygli, en það er ekki síður mikilvægt hvernig
komið er á friði því að þar er hætt við að sáð verði
fræjum næsta ófriðar ef ekki er farið rétt að.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Álftir við Ægissíðu.
Power vitnar í skjal,
sem hún gróf upp,
frá bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu:
„Burtséð frá mann-
réttindum og efna-
vopnum eigum við
að mörgu leyti sam-
leið með Írökum
hvað snertir póli-
tíska og efnahags-
lega hagsmuni.“
Laugardagur 1. mars