Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐGENGI UPPLÝSINGA Microsoft Business Solutions–Axapta „Eins og við vitum er það lykilatriði í harðri samkeppni að allar upplýs- ingar séu fáanlegar strax og aðgengilegar jafnt stjórnendum sem öðrum starfsmönnum fyrirtækja. Axapta kerfið varð fyrir valinu á sínum tíma þar sem kerfið er þeim kostum gætt að geta vaxið með fyrirtækinu auk þess sem það býður upp á mikla möguleika varðandi tengingar við vefinn.“ „Sérlausnir okkar sölu- og þjónustu- aðila hafa reynst okkur afar vel en með þeim hafa samskipti við bæði vöruhús okkar hjá Eimskipum og frísvæði Jóna- Transport hf. verið færð í rafrænt form með EDI - samskiptum. Hagræðingin af þessu er mikil þar sem kerfið sparar okkur mikinn innslátt við pantanir auk þess sem það stuðlar að lágmörkun lagerhalds.“ „Það hefur sannast í öllum okkar samskiptum við okkar sölu- og þjónustuaðila hversu dýrmætt er að vinna með fólki með mikla reynslu og víðtæka þekkingu á þörfum viðskiptavina sinna þegar kemur að þjónustu við upplýsingakerfi fyrirtækja.“ Fanney Einarsdóttir fjármálastjóri Globus hf. auðveldar deildum. Björn er deildarstjóri erfðatæknideildar og Einar deildar- stjóri próteintæknideildar. Heiti fyrirtækisins, ORF, hefur tvöfalda merkingu. Leikmenn vita að það vísar til amboðsins sem notað er við slátt, en í erfðafræðinni er það skammstöfun á Open Reading Frame, þess hluta gens sem táknar amínósýruröð próteins. Nafnið hentar því óneitanlega vel fyrirtæki, sem vinnur að framleiðslu á próteini með hjálp erfðabreytts byggs. Áður en þeir félagar komu heim til að byggja upp ORF líftækni starfaði Björn L. Örvar í Vancouver í Kanada og Einar Mäntylä í Upp- sölum í Svíþjóð. Báðir eru með dokt- orsgráðu í plöntusameindalíffræði. Þeir fengu rannsóknarstöðustyrki frá Rannís, sem gerði þeim kleift að flytja heim. Björn hóf störf hjá Iðn- tæknistofnun og Einar hjá Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins og þessar tvær stofnanir fóstruðu verkefni þeirra í fyrstu. Rannís hefur stutt vel við bakið á þeim, nú síðast með 5 milljóna króna styrk til að þróa framleiðslukerfi sitt. Þeir vísa einnig til mikilvægs stuðnings Framleiðnisjóðs landbún- aðarins. Afmörkunin er einsdæmi Allt fram á síðustu ár hafa prótein helst verið framleidd með aðstoð baktería eða gersveppa. „Þau kerfi styðjast við sérstaka gertanka við framleiðsluna, en gallinn er sá að oft ræður framleiðsluferlið ekki við flókin, samsett prótein. Í kjölfarið fóru menn að þreifa fyrir sér með erfðabreytingar á plöntum og dýr- um til próteinframleiðslu. Dýra- frumur hafa getað framleitt flókin prótein, en slík framleiðsla er ein- staklega dýr og flókin, auk þess sem mikil hætta er á alls konar smiti. Slík framleiðslukerfi afkasta svo litlu, að þau munu aldrei geta full- nægt eftirspurninni eftir þeim pró- teinum sem menn eru núna að þróa. Plöntur búa yfir sama eiginleika og dýr, þær eru heilkjörnungar, en geta afkastað miklu meira. Plöntur geta sett saman flókin prótein, jafn- vel mótefni. Framleiðsla er hins vegar miklu ódýrari en þegar farin er sú leið að styðjast við dýrafrum- ur.“ Líklega fóru menn offari í plöntu- tilraunum fyrst um sinn, eins og dæmið með maísinn og repjuna sýna. „Þessar plöntur geta dreift sér og hafa ekki þessa afmörkun, sem er svo marginnbyggð í okkar kerfi með bygginu. Hin örugga af- mörkun okkar er einsdæmi í heim- inum. Hérna spilar allt saman. Við tryggjum að próteinið myndast ein- göngu í fræjunum og plantan getur ekki dreifst út. Það er skemmtilegt til þess að hugsa, að erfitt ræktun- arumhverfi hér á landi gefur allt í einu sóknarfæri.“ Erfðabreytingarnar, sem miða að því að próteinið safnist eingöngu í fræin, gerir það að verkum að ekki þarf að fullvinna það strax eftir upp- skeru. „Fræin eru til þess fallin frá náttúrunnar hendi að geyma virk prótein árum saman. Þetta mun gera reksturinn miklu hagkvæmari en ella. Við getum einfaldlega geymt fræin í sekkjum og hreinsað eftir því sem markaðurinn krefst. Þetta á ekki við um þau kerfi sem styðjast við dýrafrumur, þar þarf að hreinsa próteinið jafn óðum og geyma það við sérstakar aðstæður. Vinnsluferlið er líka miklu við- kvæmara. Stórfyrirtæki eru með 10 þúsund lítra gertanka og verða að hreinsa próteinin um leið og hægt er. Ef eitthvað fer úrskeiðis er öll ræktunin ónýt. Það sama á við um þegar prótein er látið safnast upp í mjólk spendýra, eins og dæmi eru um. Það verður auðvitað að vinna strax, áður en mjólkin súrnar. Kostnaðurinn af próteinræktun í plöntum er aðeins lítið brot af kostn- aði við tankræktun, auk þess sem stofnkostnaðurinn er margfalt lægri. Mengunarhættan er mikil við ræktun í tönkum, en hún er engin þegar próteinið varðveitist í fræj- unum.“ Þeir segja að samkeppnisaðilar þeirra í útlöndum hafi erfðabreytt tóbaksplöntum, sem safna upp pró- teinum í laufblöðum sínum. „Þessir aðilar standa þó ekki eins vel að vígi og við, því þeir þurfa að vinna pró- teinið úr ferskum laufblöðum, en geta ekki látið fullvinnsluna bíða betri tíma.“ Gæti gert próteinlyf ódýrari Eftirspurn eftir próteini er svo mikil, að þótt ORF líftækni sé enn í þróunarstarfi og hafi ekkert unnið að markaðsmálum hafa borist fyr- irspurnir frá fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum, þar á meðal frá lyfjafyrirtæki. „Prótein sem lyf eru mjög að sækja í sig veðrið innan lyfjaiðnaðarins. Hingað til hafa lyf verið framleidd með efnafræðileg- um aðferðum, en með framförum í líftækni og læknisfræðirannsóknum hafa menn fundið að mörg prótein hafa sérvirk áhrif. Þar leynast mikl- ir möguleikar til að bæta meðhöndl- un. Eldri lyf geta verið ósérhæfð og hafa jafnvel áhrif á allar frumur lík- amans, en próteinvalkostir eru sér- virkari og geta valið úr, t.d. sýktar frumur eða krabbameinsfrumur og ráðist eingöngu að þeim. Það er sammerkt með öllum þessum nýju próteinlyfjum, að þau eru gríðarlega dýr. Vonandi getur okkar fram- leiðslukerfi opnað leið fyrir ódýrari próteinlyf.“ Innan örfárra ára koma á markað tvö próteinlyf, sem framleidd eru í plöntum. Bandarískt fyrirtæki hyggst setja á markaðinn bóluefni gegn tannsýklum og franskt fyrir- tæki ætlar að framleiða lyf sem dregur úr sjúkdómseinkennum slímseigjuvanþrifs (cystic fibrosis), arfgengs lungna- og meltingarfæra- sjúkdóms sem dregur sjúklingana oft til dauða langt fyrir aldur fram. „Þegar þessi lyf komast á markað tekur tæknin áreiðanlega mikinn kipp og áhugi fjárfesta stóreykst,“ segja Björn og Einar. Íslenskt próteinlyf gegn sýkingum? Fyrir nokkrum árum unnu plöntusameindalíffræðingar fyrst og fremst að erfðabótum á matvæl- um. Á tímabili var umræða um erfðabreytt matvæli mjög neikvæð, en nokkuð hefur dregið úr henni að fenginni reynslu af þeim. Vísinda- menn fóru hins vegar að skoða betur notagildi erfðabreytinga á plöntum og sáu í hendi sér að þær myndu henta vel til próteinframleiðslu. „Fyrsta próteinið, sem framleitt var með þessum hætti, kom á markað árið 1998. Það var reyndar ekki lyf- virkt prótein, heldur prótein sem notað er í líftækni.“ Þeir segja að fimm til tíu fyrir- tæki í heiminum séu sýnu stærst á þessum markaði. „Þessi fyrirtæki eru ekki stór á mælikvarða lyfjafyr- irtækjanna, eru kannski með 50-100 manns í vinnu. Þótt þau séu sum komin lengra með afurðir sínar en við, þá glíma þau við innbyggt vandamál, þar sem þau hafa ekki þá skýru afmörkun sem við höfum í bygginu. Menn þurfa að hafa full- komna stjórn á öllu ferlinu ef vel á að vera.“ Björn og Einar eru sannfærðir um að miklir möguleikar séu á að bæta ræktunarkerfi þeirra. Plöntu- sameindalíffræðin sé tiltölulega ungt fag og framfarir verði áreið- anlega örar. „Mikilvægur hluti af starfi okkar verður stöðug rann- sóknarvinna, því við ætlum að halda forystu á þessu sviði.“ Í útiræktuninni, sem hefst í sum- ar, verður unnið tilraunaprótein, sem ORF líftækni hefur engan áhuga á að nýta. „Hins vegar höfum við nú þegar eitt prótein í huga, sem við viljum framleiða í byggi. Það er prótein, sem er hugsanlega lyfvirkt og þá ætlum við að reyna að fullnýta alla þætti kerfisins. Sú vinna er af- rakstur rannsókna íslenskra lækna og framleiðslan yrði samstarfsverk- efni okkar og Landspítala - háskóla- sjúkrahúss. Við getum ekki gefið upp hvaða prótein þetta er, en það tengist sjúkdómsvörnum líkamans. Læknarnir telja mikla möguleika bundna þessu próteini, ef hægt er að framleiða það í nægu magni.“ ORF líftækni getur framleitt hvaða prótein sem er í erfðabreyttu byggi. „Plöntur eru ekki lakari en dýrafrumur að því leyti. Þær hafa raunar ýmsa kosti fram yfir dýra- frumur eða mannafrumur. Við fram- leiðslu vaxtarþáttar hafa próteinin oft slæm áhrif á efnaskipti dýra- frumu, því hún kannast við þau og bregst við þeim. Þegar vaxtarþáttur úr mönnum er framleiddur í plöntum er aðstaðan önnur, því plantan kannast ekkert við prótein- ið.“ Sækja um nokkur einkaleyfi ORF líftækni ætlar að sækja um nokkur einkaleyfi á aðferðum sín- um. „Við erum ekki upphafsmenn að þessari aðferð, en við erum að end- urbæta hana. Við sækjum því um einkaleyfi á hvernig auka megi pró- Morgunblaðið/Kristinn Einar Viðarsson, starfsmaður ORF líftækni hf., við búnað sem hreinsar prótein úr byggfræjum. Unninn er vökvi úr fræj- unum, viðkomandi prótein aðskilið frá öllum öðrum próteinum og það síðan þurrkað svo eftir situr hreint próteinduft. Ódýrari próteinlyf? PRÓTEINLYF framleidd í plöntum hafa marga kosti. Framleiðslukostnaður er lítill Að sögn Björns L. Örvars og Einars Mäntylä er hann aðeins 1% af fram- leiðslukostnaði í kerfum sem styðj- ast við dýrafrumur, bakteríur eða gersveppi. Stofnkostnaður er lítill Ekki þarf t.d. að leggja í miklar framkvæmdir til að útvega orku, því byggplantan vinnur orku úr sólar- ljósi og tekur næringu úr jarðveg- inum. Að sögn Björns og Einars kostar ný, stórtæk framleiðsluein- ing með dýrafrumum hins vegar tugi milljarða króna. Smithætta er engin Þegar prótein eru framleidd með dýrafrumum er hætta á mengun af völdum smitefna, t.d. príóna, HIV og lifrarbólgu af B-stofni. Framleiðsluaukning er auðveld, framleiðslugeta er mikil Eins og Björn og Einar benda á í viðtalinu er nægt land til að planta byggi hér á landi og ræktunin geng- ur ekki á það land sem þegar er í notkun. Eftir 10-12 ár reiknar ORF líftækni með að rækta bygg á sex þúsund hekturum, en það er aðeins um 1% af því landi sem hentar und- ir byggrækt, en er ónotað í dag. Nánast sjálfbær framleiðsla Loks benda Björn og Einar á, að framleiðsla próteinlyfja nálgist það að vera sjálfbær þegar stuðst er við plöntur en ekki dýrafrumur. Kostir próteinframleiðslu í plöntum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.