Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fundum þeirra TómasarRagnarssonar og Guð-mundar Johnsen barfyrst saman í janúarmán-uði síðastliðnum. Þrátt fyrir stutt kynni eru þeir komnir í bullandi samvinnu enda fundu þeir strax ákveðna samsvörun hvor í öðrum. Þeir eru báðir á fertugs- aldri, starfa báðir í vefbransanum, en stóra sameiginlega lífsreynslan er sú að þeir hafa alla tíð búið við lesblindu. Þrátt fyrir að báðir hafi þurft að glíma við lesblindu frá unga aldri með tilheyrandi tilvist- arkreppu og sársauka hafa þeir nú lært að lifa með því. Það hefur þó ekki verið auðvelt því þjóðfélag, sem gerir kröfur til manna um lestur á hverjum degi, kennir les- blindum ákveðna útsjónarsemi til þess að komast af dag frá degi enda læra lesblindir frá unga aldri að sneiða framhjá lestrarvandræð- um. „Þrátt fyrir að margir hafi bug- ast á leiðinni er í hópi lesblindra fullt af einstaklingum, sem skarað hafa fram úr á ýmsum sviðum mannlífsins,“ segja þeir félagar í samtali við blaðamann yfir kaffi- bolla á Borginni. Til að styðja þessa röksemd nefna þeir til sög- unnar nokkra þekkta einstaklinga, svo sem Alexander mikla, Karla- Magnús, Winston Churchill, Al- bert Einstein, Viktoríu Englands- drottningu, Charlie Chaplin, Walt Disney, Thomas Edison, Richard Branson, Bubba Morthens, Hrafn Gunnlaugsson, séra Sigurð Hauk Guðjónsson og Dorrit Moussaieff. Tómas var að skoða samkeppni í vefsíðubransanum á Netinu þegar hann rakst á forrit, sem Guðmund- ur hafði hannað til hjálpar les- blindum. Upp frá því fóru þeir að funda saman og stilla saman strengi. Þar sem þeir eru báðir lesblindir og í vefbransanum ákváðu þeir að nýta hæfileika sína og búa til vefsetur saman í þeim tilgangi að upplýsa fólk, bæði les- blinda og aðstandendur þeirra, á vefslóðinni www.lesblinda.co.is Þetta framlag þeirra á Netinu á að virka sem einskonar vefsam- félag með spjallþráðum þar sem „undarleg“ og „fordómalaus“ staf- setning verður leyfileg, en áform- að er að opna vefsetrið á morgun. Fljótlega vatt verkefnið rækilega upp á sig og eru þeir nú með ýmis önnur járn í eldinum. Skammargangan mikla Þeir Tómas og Guðmundur vinna nú að gerð 50 mínútna langs heimildarþáttar um sýn lesblindra, sem að öllum líkindum verður sýndur á einhverri sjónvarpsstöð- inni innan fárra vikna. Tekin hafa verið viðtöl við fimmtán lesblinda þekkta Íslendinga, sem segja m.a. frá ferli sínum og ýmsum neyð- arlegum atvikum samfara lesblind- unni. Viðtölin voru öll tekin upp í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfis- götu sem áður hýsti Landsbóka- safnið. Það er táknrænt að því leyti að lesblindir hafa í raun ekki haft neinn aðgang að því húsi í ljósi fötlunar sinnar. „Myndin, sem að koma fjölmargir aðilar, hefur að geyma persónusögu þessara ein- staklinga, en rauði þráður mynd- arinnar er sú skammarganga, sem allt þetta fólk hefur upplifað, og síðan sigurinn og gjöfin sem því hefur hlotnast síðar á ævinni.“ Félagarnir tveir áforma stofnun Félags lesblindra á Íslandi mið- vikudaginn 12. mars næstkomandi. Þeir telja brýna þörf vera á virku félagi lesblindra, sem hafi að bjóða bæði aðsetur og fróðleik og virki sem talsmaður lesblindra út á við enda sé talið að einn af hverjum tíu eigi við lesblindu að etja og allt að 20% fólks eigi við einhvers kon- ar lestrarerfiðleika að glíma. Sam- hliða er í bígerð stofnun styrkt- arsjóðs í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir og er stefnt að því að styrktarsjóðurinn verði til að byrja með um þrjár milljónir króna. Sjóðnum er ætlað að styrkja les- blinda einstaklinga til náms og eins geta þeir, sem hafa hug á að búa til efni fyrir lesblinda, sótt um framlög úr sjóðnum. Nýtt félag lesblindra mun sækja um aðild að Öryrkjabandalagi Ís- lands og hefur Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri þess félags, tekið málaleitaninni vel, að sögn tvímenninganna. „Við lítum svo sannarlega ekki á lesblinda sem öryrkja. Hinsvegar verður ekki fram hjá því litið að lesblindir búa við ákveðna fötlun, sem með aðild að ÖÍ verður viðurkennd sem Lesblinda og greind eiga ekkert skylt Þeir Tómas Ragnarsson og Guðmundur Johnsen, sem báðir hafa gengið í gegnum ýmsar hremmingar í skólakerfinu sem lesblindir einstaklingar, hafa nú tekið höndum saman um að lyfta grettistaki í málefnum lesblindra. Í samtali við Jóhönnu Ingvarsdóttur sögðust þeir vera að vinna að gerð heimildarmyndar um heim lesblindra og vefsamfélags á Netinu auk þess sem þeir áforma stofn- un styrktarsjóðs og félags lesblindra á Íslandi, sem verða mun aðili að Öryrkjabandalagi Íslands, ef að líkum lætur. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Við lítum svo sannarlega ekki á lesblinda sem öryrkja. Hins vegar verður ekki framhjá því litið að lesblindir búa við ákveðna fötlun, segja þeir Guðmundur og Tómas. „Ég féll í níunda bekk í Langholtsskóla, þar sem ég hafði verið alla mína skólagöngu, og flosnaði upp úr skóla. Ég bara gat ekki meir. Ég reyndi svo að taka þráðinn upp á ný í Iðnskólanum í Reykjavík og síðar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, en án árangurs í bæði skiptin. Síðan hef ég forðast allt sem heitir bók- legt nám,“ segir Tómas Ragnarsson, sem nú starfar sem viðskiptastjóri og ráðgjafi hjá hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækinu Innn hf., en það starf lýtur að því að búa til viðskiptahugmyndir og tækifæri fyrir fyrirtækið. Hann segist telja sig vera á réttri hillu í því skap- andi umhverfi sem atvinna hans byði upp á og því ætti undirbúningurinn, sem fælist í því að koma les- blinduverkefninu af stað, einkar vel við sig. „Í svona starfi finn ég mig þótt ég komi mér gjarnan undan því að skrifa bréf sjálfur. Ég er hins vegar algjörlega sjálfmenntaður á mínu sviði og hef sótt nokkra fyr- irlestra og kúrsa, séu þeir ekki bóklegs eðlis, í gegn- um árin til að afla mér aukinnar þekkingar.“ Tómas, sem fæddur er árið 1970 og alinn upp í Reykjavík, segist hafa lært að lesa 12 ára gamall. „Ég byrjaði í sérkennslu mjög fljótlega eftir að skólagang- an hófst og var tekinn út úr tímum sem yfirlýstur tossi. Ég hef í raun aldrei fengið neina greiningu á því að ég sé lesblindur, hélt að ég væri bara smáskrýtinn og öðruvísi en jafnaldrarnir enda var ég gjarnan lát- inn heyra það frá umhverfinu að ég væri bara svolítið vitlaus. Stríðnin, sér í lagi þegar maður þurfti að standa upp í tímum og lesa, en gerði ekkert annað en að stama, var auðvitað ekkert annað en andlegt ofbeldi. Amma mín, sem ól mig upp, reyndi eftir megni að verja mig. Eftir stóð að neyð- arlegt var að teljast til bókaþjóð- arinnar og geta ekki lesið.“ Tómas segist aðeins einu sinni á ævinni hafa lesið bók sér til af- þreyingar, en það hafi verið bók Einars Más Guð- mundssonar, Vængjasláttur í þakrennum, sem kveikti áhuga hans við kaflaupplestur í útvarpi. „Ég var örugglega hátt í þrjá mánuði með bókina. Hinsvegar verð ég að viðurkenna að bóklestur er ekki það fyrsta sem mér dettur í hug ætli ég mér að taka því rólega heima að kvöldi til. Maður grípur miklu fremur til sjónvarpsins eða útvarpsins. Reykjavíkurbréf Morg- unblaðsins hef ég aldrei lagt í að lesa því fyrir mér er það bara torskilinn textasteypa. Það sama má segja um 500 blaðsíðna ævisögu Jóns Baldvins Hannibals- sonar, sem móðir mín gaf mér í jólagjöf og Nób- elsskáldinu okkar næ ég barasta hreint ekki. Allir þessir fínu orðaleikfimitextar, sem menn eru svo gjarnir á að snobba fyrir, eru óskiljanlegir fyrir les- blinda enda er orðaforði þeirra yfirleitt miklu einfald- ari og hnitmiðaðri en orðanotkun færustu rithöfunda. Við erum ekki þjálfaðir í að nota þetta fágaða skrúð- mál.“ Tómas Ragnarsson viðskiptastjóri Tekinn út úr tímum sem yfirlýstur tossi 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.