Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HVERNIG á að mæla árangur fjármálafyrirtækja sem hafa það að aðalmarkmiði að ávaxta fé sjóðsfélaga? Þetta er áleitin spurn- ing nú um stundir þegar upplýst er að forstjóri eins stærsta fjár- málafyrirtækis landsins fær rausn- arlega uppbót á laun fyrir ein- stakan árangur í starfi. En hver er þessi mikli árangur? Hann felst í því að margfalda eignir félagsins á mettíma, með kaupum á erlendum banka og guð veit hverju. Áreið- anlega hefur forstjórinn staðið sig vel í þessu efni en við sem höfum veitt honum og starfsmönnum hans sparifé okkar til varðveislu og ávöxtunar veltum vöngum yfir árangrinum. Hans sér ekki stað í ávöxtun okkar fjár. Ég skráði mig fyrir nokkru síð- an fyrir viðbótarlífeyrissparnaði í séreignasjóði Kaupþings. Eftir að hafa fengið bréf frá fyrirtækinu með upplýsingum um ágæti þessa sjóðs, skráði ég mig fyrir 4% líf- eyrissparnað, en sem betur fer lækkaði ég hann fljótlega niður í 2%. Skemmst er frá því að segja að árangur Kaupþings við ávöxt- unina myndi ekki færa neinum starfsmanni Kaupþings kaupauka fyrir vel unnin störf. Á árinu 2001 var raunávöxtunin hjá Ævileið II –18,92% og breytingin milli ára til ársloka 2002 var –16,12%. Segi og skrifa mínus ávöxtun. Glæsilegt af- rek! Ég hefði átt fleiri krónur með því að geyma þær undir kodd- anum. Í stað þess að senda sjóðs- félögum afsökunarbréf á þessari slæmu ávöxtun sjóðsins tók Kaup- þing hins vegar uppá þeirri ósvífni í vikunni að senda öllum viðskipta- vinum lífeyrissjóðanna blátt teppi með áletruninni „Lífeyrissjóður Kaupþings fyrir þína hönd“! Tepp- ið fékk ég sent heim að dyrum. Fyrirgefiði– ég spara til að fá lág- marksávöxtun á mínu fé en ekki til að fá einhverjar gjafir sendar, – og af teppum á ég nóg. Einn sjóðs- félagi hafði á orði að Kaupþing sendi teppi því þeir viðskiptavinir sem treystu á lífeyri úr lífeyris- sjóðum þeirra myndu ekki eiga fyrir hitareikningnum þegar kæmi að efri árum og þá væri að minnsta kosti gott að eiga eitthvað til að orna sér við. Í öllu falli er ljóst að stjórnendur Kaupþings eru komnir ansi langt frá við- skiptavinum sínum ef þeir halda að þeir geti hent í þá einhverjum gjöfum í stað þess að vinna vinn- una sína. Ef mér skjátlast ekki skipta við- skiptavinir Kaupþings miklu máli fyrir fyrirtækið og eru forsenda þess að fyrirtækið geti vaxið á al- þjóðavettvangi eða hvaða vett- vangi sem er. Traust þess og trú- verðugleiki gagnvart viðskipta- vinunum hlýtur því að vera lykilatriði. Ég legg því til að hugað verði að því að árangurstengja laun starfsmanna við ávöxtun sjóð- anna sem þeir bera ábyrgð á. Og ef þeir stæðu sig jafnvel á þeim vettvangi og við það að auka eignir fyrirtækisins þætti mér þeir frek- ar eiga launauppbótina skilið. Gjafir Kaupþings Eftir Salvöru Nordal „Trúverð- ugleiki gagnvart viðskipta- vinunum hlýtur því að vera lykilatriði.“ Höfundur er í séreignarsjóði Kaupþings. UNDANFARNAR vikur hefur umræða um afskipti stjórnmála- manna af viðskiptalífinu komist í há- mæli. Það er gott mál. Menn virðast einhuga um að stjórnmálamenn eigi að láta viðskipti afskiptalaus. Pólitík- usar í bísniss er formúla sóunar. Al- menningur borgar brúsann. Þó mikið hafi áunnist í að minnka völd stjórn- málamanna undanfarin ár, er enn verk að vinna. Sementsverksmiðjan á Akranesi er í eigu ríkisins og heyrir undir iðn- aðarráðherra Valgerði Sverrisdóttur. Ráðherra hefur lagt fram frumvarp um að selja verksmiðjuna. Því ber að fagna. Opinber rekstur í framleiðslu sements er vafasamur enda viðmið sérkennileg, samkeppni verður óæskileg. Í rúm 40 ár ríkti ríkisein- okun þar til hið danska Aalborg Port- land hóf árið 2000 að selja sement til landsins. Innkoma danskra mæltist ekki vel fyrir meðal stjórnmálamanna og forsvarsmanna Sementsverk- smiðjunnar. Valgerður Sverrisdóttir hefur und- anfarin misseri beitt afli ráðherra- dóms til þess að koma höggi á danska fyrirtækið sem vogaði sér að hefja samkeppni við ríkisverksmiðjuna á Akranesi. Stjórnmálamenn og for- ráðamenn Sementsverksmiðjunnar hafa farið mikinn í ósmekklegum árásum og dylgjum á hendur danska félaginu sem hefur verið sakað um undirboð, einokunartilburði og reyna að koma Sementsverksmiðjunni fyrir kattarnef. Evrópuverð á sementi er kallað undirboð og bullað að hætta sé á danskri einokun. Sementsverksmiðjan kærði Aal- borg Portland Íslandi til samkeppn- isyfirvalda sem töldu ekki ástæðu til aðgerða – úrskurðuðu að danskir færu að lögum. Samt var áfram dylgj- að. Málinu var vísað til Eftirlitsstofn- unar EFTA – ESA. Valgerður upp- lýsti á Alþingi um daginn, að forúrskurður ESA hefði fallið danska félaginu í vil. Með öðrum orðum. Danska félagið hefur farið að lögum. Á Íslandi er „sekt“ þess að bjóða sem- ent á Evrópuverði. Ráðherra upplýsti þingheim um að hún liti „málið mjög alvarlegum augum“. Iðnaðarráðherra hefur gripið til aðgerða til þess að skekkja frjálsa samkeppni í sölu á sementi og þing- heimur er sammála. Ég hef ekki heyrt einn einasta þingmann taka upp hanskann fyrir samkeppni á sementsmarkaði. Danir kjósa ekki á Íslandi. Þvert á móti hafa þingmenn sem einn fylkt sér að baki ríkisverk- smiðjunni. Rétt fyrir jól samþykkti Alþingi heimild til þess að kaupa lóð Sementsverksmiðjunnar við Sævar- höfða á yfirverði, fyrir allt að 300 milljónir króna. Fasteignamat húsa er tæpar 98 milljónir og lóðamat 37. Þá hefur ríkisverksmiðjan keypt upp fyrirtæki sem voru í viðskiptum við danska félagið – Einingaverksmiðj- una og viðskiptin færð upp á Akra- nes. Þegar stjórnarformaður Sem- entsverksmiðjunnar – embætt- ismaður í iðnaðarráðuneytinu – var spurður um kaup ríkisins á steypu- stöð úti í bæ, kvaðst hann ekki hafa gefið fyrirmæli um að hætta að kaupa danskt sement. Húmoristi. Auðvitað hefur nýja ríkissteypustöðin ekki keypt danskt sement. Ofan á þetta allt er Sementsverk- smiðjan rekin með stórfelldum halla. Árið 2001 var tapið 230 milljónir. Boðað er að stefni í meira tap árið 2002 – allt að 400 milljónir. Þessar að- gerðir eru í besta falli á gráu svæði og líklegt að flokkist undir ólöglega rík- isstyrki. En þingmenn stimpla gjörn- inginn – þingheimur játar einum rómi. Nú stefnir í að ríkið hafi látið af hendi um milljarð í niðurgreiðslur á sementi eftir innkomu Dananna frá Álaborg. Eins og alltaf þegar ríkið er í bísniss er krafist forréttinda og fjár- munum ausið til hægri og vinstri. Pólitík og bísniss er tóm steypa. Hver borgar? Jú, auðvitað fólkið í landinu. Rétt er að þessu linni. Sporin hræða. Hver man ekki eftir milljörð- um í fiskeldi og loðrækt? Hver man ekki velferðarkerfi fyrirtækjanna? Milljörðunum sem ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar var mynduð til þess að útdeila? Hver man ekki eft- ir ríkiseinokun í fiskútflutningi? Hver man ekki eftir Línu.neti Ingibjargar Sólrúnar? Þar fór í súginn á þriðja milljarður af fjármunum Reykvík- inga. Alveg dæmalaust mál. Danirnir bjóða Íslendingum sement á Evrópu- verði. Sement á svipuðu verði og ver- ið er að selja til Englands, Írlands og Skotlands. Á Bretlandseyjum kvart- ar enginn undan of lágu sements- verði. Á Íslandi er kvartað undan verðlækkun og hrópað úlfur, úlfur – hætta á danskri einokun! Hér er flest á röngunni og rest á haus. Dylgjað er að Danir vilji komast í einokunaraðstöðu, rétt eins og í gamla daga. En við lifum á 21. öldinni. Það geta allir, sem vilja, selt sement á Íslandi. Allt sem þeir þurfa er síló og trukkur. Menn eiga að sættast á sam- keppni. Ef Sementsverksmiðjan er samkeppnisfær þá er það gott mál. Þá verður sement áfram framleitt á Akranesi. Vonandi verður svo. Í lokin svo öllu sé til haga haldið: Ég hef lítillega hjálpað Dönunum frá Álaborg og er fráleitt sáttur við fram- göngu landa minna. Pólitík og bísniss er tóm steypa Eftir Hall Hallsson „Við lifum á 21. öldinni. Það geta all- ir, sem vilja, selt sement á Íslandi.“ Höfundur er blaðamaður. ÞAÐ er sorglegt en það mun vera satt, að á BUGL, barna- og unglingageðdeild LSH, er ekki unnt að sinna alvarlegum vanda- málum vegna fjárskorts og að- stöðuleysis. Vandamálið er ekki nýtt og nefndir hafa áður komist að þeirri niðurstöðu að úrbóta sé þörf. En framkvæmdir hafa setið eftir því fjárveitingar hafa ekki fengist. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Hin sýnilega miðstýrandi hönd hefur ekki talið vandann nógu brýnan miðað við aðrar óskir um fjárveitingar og því fer sem fer. Ruglið á BUGLinu er vandi LSH í hnotskurn, ekki bara einnar deildar heldur allra. Stjórnendur LSH vilja breyta þessu fyrirkomu- lagi en komast seint eða hvergi. Miðstýrðar fjárveitingar hindra eðlilega uppbyggingu LSH því eft- irspurnin skilar sér afar seint til ráðuneytisins sem skipar nýjar nefndir hverju sinni. Verkefnin flytjast eðlilega annað því sjúku fólki leiðist að bíða eftir lækningu. Er til betri lausn? Jú, t.d. „markaðslausn“. Spítalar byggja starfsemi sína á greiningu og með- ferð lækna, öll önnur starfsemi er afleidd af starfi læknanna. Lausnin er í því fólgin að hver rannsókn og hvert læknisverk sé greitt ákveðnu verði og að upphæðin renni til við- komandi sérgreinar sjúkrahússins, í þessu tilviki til BUGL, en ekki inn í miðstýrða hít. Hinn lögboðni faglegi yfirmaður (yfirlæknir skv. íslenskum lögum) og starfsmenn hans geti þar með sniðið stakk sér- greinar sinnar eftir vexti og sinnt sjúklingum, en í mínu ungdæmi var litið á það sem aðaltilgang sjúkrahúsa. Í dag er þetta ekki svo, heldur rennur ein stór miðstýrð fjárveit- ing til sjúkrahússins. Skrifstofa sjúkrahússins situr önnum kafin við að deila út fé skv. s.k. „sviða- skiptingu“. Tekjurnar myndast sem sagt ekki af hinni seldu þjón- ustu, lækningunum, og þær skila sér ekki heldur til sérgreinanna með rökréttum hætti. En á einka- stofum læknanna er hvert verk greitt og þar fer uppbyggingin eðlilega fram. Mikil væri nú gæfa LSH og sjúkra landsmanna ef heilbrigðis- ráðuneytið og stjórnarráðið vildu flytja aðferðir sínar til samtímans. Ruglið á BUGLinu Eftir Pál Torfa Önundarson Höfundur er yfirlæknir blóðmeinafræðideildar LSH. „Mikil væri nú gæfa LSH og sjúkra landsmanna ef heilbrigð- isráðuneytið og stjórn- arráðið vildi flytja aðferðir sínar til samtímans.“ NÚ HIN síðari ár hefur störfum tengdum sjávarútvegi mjög fækkað í hinum dreifðu sjávarplássum lands- ins og ekki útlit fyrir neinar jákvæðar breytingar á næstu árum hvað það varðar. Allt miðast við stóriðju og samþjöppun kvóta þar sem fjöldi manns vinna en aðrir staðir eru af- skiptir. Fólkið hlekkist við vanvið- haldnar eigur sínar og ísmeygilegur doði slæfir huga þess, svo það veit ekki hvort heldur það á að fara eða þrauka áfram. Stjórnvöld ýmist hengja haus eða setja kíkinn fyrir blinda augað. Kosninga-milljörðum er dreift í sértæk verkefni, dúsu- menningin svífur á rytjulegum fálka- vængjum yfir bláum vötnunum og allt hlýtur að vera í besta lagi. Eða hvað? Menn úr öllum flokkum lofa bót og betrun en enginn reynir að móta já- kvæða atvinnustefnu fyrir þverrandi atvinnulífið. Eðlilega hefur mikil og heit umræða átt sér stað um fjöregg þjóðarinnar, fiskimiðin og kvótakerf- ið, þar sem stórum veiðiheimildunum hefur verið úthlutað til einstaklinga og fyrirtækja, sem gengur að sjálf- sögðu á skjön við hagsmuni þeirra sem eiga samkvæmt stjórnarskránni hlut í fiskimiðunum. Í þeirri hags- munaorrahríð hafa oft stór orð verið látin falla og margur farið sár frá borði. Til að færa atvinnumál lands- byggðarinnar til betri vegar verður ýmislegt að koma til sem allir eru sjálfsagt ekki sáttir við, en eiga hags- munir heildarinnar ekki að sitja að einhverju leyti fyrir fremur en að skara eld að köku einstaklinga? Margir útgerðarmenn kvarta yfir því að samkvæmt lögum megi þeir ekki hafa umráð yfir stærri hluta af þorsk- kvótanum en sem svarar 11%. „Við þurfum að fá meiri úthlutun til að geta hagrætt meira hjá okkur.“ Þannig hafa þeir vælt út stærri og stærri hluta af kökunni á kostnað sjávarplássanna vítt og breitt um landið. Að eyða byggðarlögum smátt og smátt með svona þjónkun við þá sem frekastir eru hlýtur að teljast hagfræði andskotans. Til að snúa þessari eyðingarstefnu við þurfum við að auka verulega við þorskkvótann til sjávarþorpanna. Til þess að það megi verða, án þess að skerða stofninn, þurfum við að grípa til sértækra að- gerða. Þær eru fólgnar í því, að banna skilyrðislaust veiðar úr þeim loðnu- göngum sem koma að landinu úr vestri, norðvestri og úr norðri. Loðn- an gengur undantekningarlítið rétt- sælis með landinu, eins og vatn að nið- urfallssvelg. Hængurinn drepst yfirleitt eftir frjógvun hrogna; en sá hluti hrygn- unnar sem lifir syndir máttlítill til hafs og á þeirri leið verða mikil afföll á henni, þar sem hungraður þorskurinn bíður hennar, til að næra sig á henni og fita. Það eru góðir karlar á Hafró að finna 20 nýjar tegundir botndýra við Ísland, en óneitanlega nokkuð skrýtnir, að halda það, að sumar dýrategundir dafni án fóðurs. Síðast- liðinn vetur voru þeir óvenju prunknir með sig, þeir fundu í tíma loðnu- göngu, sem var að ganga upp að norð- vestan verðu landinu, og vísuðu vin- um sínum á hana og gáfu þeim heimild til að veiða 200.000 tonn í við- bót. Skyldu þeir ekki hafa notað Bjarna Sæmundsson til þess að finna gönguna? En mér varð innanbrjósts eins og Sturlu í Vogum, þegar Bret- arnir voru að fiska uppí landsteinum hjá honum, en munurinn var bara sá, að eg átti ekki eins góða byssu og hann. Vegna ýmissra ástæðna eru loðnugöngur mjög mismunandi þýðingarmiklar fyrir sjávarlífríkið, sums staðar er ofgnótt af hrygnandi loðnu, en annars staðar allt of lítið. Því ber að taka tillit til þess við veiðar. Hafró lætur loka smáfiskahólfum hér og hvar við landið; hlýtur það ekki að vera af hinu góða? En hví að gleyma eða þykjast ekki þurfa að vernda að- alatriðin? Hrygning loðnunnar hefur margfeldisáhrif á lífríkið, eins og þeg- ar bóndinn ber tilbúinn áburð á túnið sitt. Allt er matur fyrir sjávarlífríkið, sem af loðnunni kemur. Marflær og önnur krabbadýr fá sína veislu í rotn- andi loðnusúmpnum, sem lenda svo meira og minna í maga ýmissa fiska, þar á meðal laxa og göngusilunga. Veiðiréttarhafar silungs og laxveiðiáa athugið, að þessi friðun loðnunnar skiptir ykkur meira máli en ykkur getur órað fyrir. Til umhugsunar um loðnuveiðar Eftir Gest Guðmundsson Höfundur er rafmagns- iðnfræðingur á Blönduósi. „Hrygning loðnunnar hefur marg- feldisáhrif á lífríkið, eins og þegar bóndinn ber tilbúinn áburð á túnið sitt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.