Morgunblaðið - 02.03.2003, Side 39

Morgunblaðið - 02.03.2003, Side 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 39 Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði! FRANZ@holl.is Hóll — Alltaf rífandi salaAGUST@holl.is FJÖLDI EIGNA TIL SÖLU OG LEIGU! Ekki hika við að hringja í okkur félagana, Franz, gsm 893 4284, Ágúst gsm, 894 7230. Bryggjuhverfi – Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna á næstu vikum – Sölumenn verða á staðnum – Fullbúin sýningaríbúð á 2. hæð í Naustabryggju 13 – Íbúðirnar eru frá 2ja-5 herbergja – Húsið er klætt að utan með varanlegri álkæðningu – Merkt stæði í upphitaðri bílageymslu fylgir hverri íbúð (er innifalið í verði) – Geymsla og þvottahús eru í hverri íbúð, en auk þess fylgir sérgeymsla í bílakjallara – Mikil lofthæð í íbúðunum eða 2,60 m – Aðeins 12 íbúðir eru í stigagangi – Tvær lyftur eru í húsinu – Mikil lofthæð í íbúðunum eða 2.60 m Sölusýning - opið hús í dag, sunnudag, frá kl. 12 til 15 - kaffi á könnunni Naustabryggja 13-15 – nýjar íbúðir á eftirsóttum stað í nýju hverfi 2 2 2 Magnús Axelsson lögg. fasteignasali sími 533 1111 fax 533 1115 Kringlan 4-12 - Stóri turn - 9. hæð - www.laufas.is Opið hús í Vesturbergi 10 Góð 94 fm íbúð á 2. hæð í fjölbýli. Lýsing: Forstofa með parketi á gólfi og skápum. Hol með parketi. Barnaherb. eru með teppi á gólfi, hjónaherb. með parketdúk. Baðherbergi með baðkari, flísar á gólfi og góð innrétting. Björt og rúmgóð stofa með parketi á gólfi og útgengi á suðursvalir. Hálfopið eldhús með parketi á gólfi og ágætri eldri innréttingu. Öll sameign er nýlega endurnýjuð, m.a. nýjar aðal- hurðir. Í kjallara er sérgeymsla, sameiginleg hjóla- og vagnageymsla ásamt þvottahúsi með nýrri stórri þvottavél. Íbúðin getur losnað mjög fljótt. Eyjólfur tekur á móti gestum með rjúkandi kaffi á könnunni í dag á milli kl. 15 og 17. Nánari upplýsingar á LAUFÁSI fasteignasölu – Sími 533 1111 Opið hús Öldugata 29 100 fm 3ja herb. íbúð á jarðh. Til sýnis og sölu mikið endurnýjuð, rúmgóð og afar falleg 100 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sér- inngangi í glæsilegu fjórbýlishúsi á þessum sívinsæla stað. Verð 13,2 m. Áhv. 6,4 m. Brunabmat 10,1 m. Eignin getur verið til afhendingar fljótlega. Ríkharður verður með heitt á könnunni og tekur vel á móti gestum í dag, sunnudag, á milli kl. 14.00-17.00. Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar, sími 511 1555. STÓRU upplestrarkeppninni í 7. bekk lýkur í mars með 29 upplestr- arhátíðum um land allt. Fyrstu há- tíðirnar eru haldnar mánudaginn 3. mars í Reykjanesbæ og á Akranesi, og þær síðustu verða haldnar þriðju- daginn 1. apríl í Eyjafjarðarsveit og í Austurbæ Reykjavíkur. Skáld keppninnar í ár eru þeir Pétur Gunnarsson og Davíð Stefáns- son. Upplesarar munu flytja brot úr Punkti punkti kommu striki eftir Pétur og nokkur ljóð eftir Davíð, auk ljóða að eigin vali. Nemendur hafa frá degi íslenskrar tungu æft upp- lestur og framburð og á hátíðunum koma fram þeir sem lengst hafa náð í sínum skóla. Á hátíðunum koma einnig fram ungir tónlistarmenn og víða munu nýbúar flytja ljóð á móðurmáli sínu, segir í fréttatilkynningu. Að verkefninu standa: Heimili og skóli, Íslensk málnefnd, Íslenska lestrarfélagið, Kennaraháskóli Ís- lands, Kennarasamband Íslands og Samtök móðurmálskennara, í sam- vinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara á hverjum stað. Edda – útgáfa veitir öllum flytj- endum bókarverðlaun en Sparisjóð- irnir veita þremur bestu flytjendum peningaverðlaun. Aðrir styrktaraðilar eru: Flug- félag Íslands, Kennaraháskóli Ís- lands, Menntamálaráðuneytið, Mjólkursamsalan og Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar. Upplýsingar um há- tíðina í hverju byggðarlagi má fá í grunnskólum landsins eða á skóla- skrifstofum. Fjögurra vikna upplestr- arhátíð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.