Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 11
verður hver að finna fyrir sjálfan sig. Á hinn bóginn hafa útgefendur svo að sjálfsögðu þjón- ustuhlutverk við lesendur, þeir verða að tryggja stórum lesendahópi fjölbreytilegt efni, lesefni sem ögrar og lesefni sem skemmtir.“ Erfiðara að komast að fyrir unga höfunda en áður var Þú óttast ekki að fákeppnin á íslenskum bókamarkaði verði til þess að meistaraverk liggi í skúffum óútgefin? „Ég vona að alltaf leynist einhvers staðar óútgefin meistaraverk. Það er það sem heldur okkur útgefendum við efnið. Sannarlega kemur fyrir að góð handrit fari framhjá útgefendum. Huggun mín þar er sú saga að þegar T.S. Eliot var ritstjóri hjá Faber & Faber hafi hann hafn- að Dýrabæ eftir George Orwell með þeim rök- um að það væri ekki markaður fyrir dýrasögur. Það getur verið erfitt að komast að með handrit á Íslandi en er þó auðveldara en erlend- is. Til marks um það er að hærra hlutfall að- sendra handrita er gefið út hér en til dæmis í nágrannalöndunum. Það er staðreynd. Staðan hefur líka gjörbreyst hvað höfundana snertir. Það hafa aldrei verið jafnmargir atvinnuhöf- undar starfandi á Íslandi og nú. Ef við lítum til baka um 100 ár þá var enginn atvinnuhöfundur í landinu. Nú skipta þeir tugum sem ekki fást við annað en skriftir. Það er því erfiðara fyrir unga höfunda að komast að en áður einfaldlega vegna þess að fleiri eru að skrifa, og markaður- inn hefur ekki stækkað að sama skapi. Fjöldi fastra höfunda hjá okkur er orðinn slíkur að ekki er rými fyrir marga nýliða á hverju ári. Ég vil hins vegar líta svo á að þegar við tök- um ungan höfund að okkur þá séum við að stofna til langtímasambands. Við viljum rækta höfundinn og ætlum ekki að sleppa honum strax þó að fyrsta bókin hafi ekki orðið met- sölubók. Við viljum líka veita höfundum okkar ákveðna þjónustu. Við erum með bókaklúbba, endurútgáfu í kiljum og réttindasölu til útlanda svo eitthvað sé nefnt. Þetta er allavega ósk- astaðan, þótt auðvitað takist misvel til.“ Þið hafið verið gagnrýndir fyrir að halda smærri útgefendum í fjárhagslegri spenni- treyju með því að stjórna bóksölunni að nokkru leyti í gegnum bókabúðir Máls og menningar. „Þessi gagnrýni heyrðist þegar við áttum í fjárhagslegum þrengingum á síðustu misser- um. En þá mættu menn minnast þess að Mál og menning hefur rekið bókabúðir í 40 ár og allir hafa lifað með því. Þess má svo geta að nú er verið að auka markvisst sjálfstæði bókabúð- anna hjá okkur, stofnað hefur verið sérstakt hlutafélag um rekstur þeirra og þetta sjálfstæði mun aukast fremur en hitt. Hlutur okkar í smá- sölunni er heldur ekki sambærilegur við hlut okkar í útgáfunni.“ Ætluðum ekki að erfa styrjaldir kalda stríðsins í bókmenntum Það er ólíkt um að litast á glæsilegum og stórum skrifstofum Eddu – útgáfu á Suður- landsbraut 12 og vistarverum Máls og menn- ingar þegar þú komst þar til starfa. „Ég byrjaði hjá MM 1984 og þá vorum við þrjú sem sinntum útgáfumálum. Með mér voru Silja Aðalsteinsdóttir sem stýrði barnabókaút- gáfunni og var ritstjóri TMM og Árni Einars- son sem stýrði fjármálum og gegndi einnig starfi framkvæmdastjóra verslunarinnar, að ógleymdum Hugo og Óskari á lagernum. Það ár gáfum við út 20–25 titla og þetta var þræl- skemmtilegur tími. Við gerðum allt, hvort sem var að lesa yfir handrit, prófarkir eða sinna út- keyrslu og stundum verður manni hugsað til þess að á þessum tíma var ekki til ein einasta tölva í fyrirtækinu. Nú verða 80 manns óstarf- hæfir ef upp kemur minnsta bilun í tölvukerf- inu. Ég náði meira að segja í skottið á blýsetn- ingu í prenstmiðjunni Hólum. Það sem er kannski merkilegast við þetta er að ekki eru nema 19 ár síðan. Þessi umturnun á vinnslu- háttum hefur gert það að verkum að við eigum alveg gríðarlega mikið af bókum á tölvutæku formi og munum koma því á framfæri jafnt og þétt á Netinu. Það gerist í framtíðinni þótt hraðinn hafi ekki orðið eins mikill og menn héldu.“ Hefði sá Halldór Guðmundsson sem hóf störf hjá Máli og menningu 1984 þegið starf hjá Eddu – útgáfu eins og það fyrirtæki er í dag? Ég hefði allavega verið feginn að vera boðið starf, rétt einsog ég var feginn því ég þegar kom heim frá framhaldsnámi í bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla 1984, með konu minni, Önnu Vilborgu Gunnarsdóttur, og börn- um. En miðað við hraustlega róttækni mína á þessum árum hefði mér tæplega dottið í hug að ég ætti síðar eftir að verða húskarl hjá Björgólfi Guðmundssyni. Svona lumar lífið nú á ýmsu. Því má hins vegar ekki gleyma að þegar ég kom til Máls og menningar var búið að slíta öll formleg tengsl við Alþýðubandalagið. Ég þurfti ekki að glíma við leiðtoga þess í starfi mínu. Það voru ekki liðin mörg ár frá því að ég hóf þar störf að ég hringdi í Matthías Johannessen og bauð honum endurútgáfu á einni af hans ágætu bókum. Ætli honum hafi ekki dottið allar dauðar lýs úr höfði. Minni kynslóð bókmennta- fólks var mjög mikilvægt að koma því til skila að við ætluðum ekki að erfa styrjaldir kalda stríðs- ins í bókmenntum. Þeir yngri höfundar sem ég fór fljótt að vinna með eins og Sjón, Gyrðir Elí- asson og Kristín Ómarsdóttir, voru afskaplega lítið upptekin af því hvernig baráttan hefði verið á milli Almenna bókafélagsins og MM á sjötta áratugnum. Mér eru minnisstæð orð Matthísar: „Kalda stríðið gerði enga okkar að betri mönn- um.“ Sá lærdómur var kominn til skila þótt ekki skorti vinstriróttæknina. En snemma rann upp fyrir mér að farsælast væri að halda aðskildum stjórnmálaafskiptum og bókaútgáfu, þótt hjarta margra þeirra sem unnið hafa hjá MM hafi slegið vinstra megin.“ Hefurðu færst nær miðju með árunum? „Örugglega. Ætli ég geti ekki sagt um bóka- markaðinn einsog Hjörleifur Sveinbjörnsson sagði þegar hann hafði verið 7 ár í Kína: „krati einsog maður verður í svona plássi“. Undir þinni stjórn varð MM að einu öflugasta útgáfufyrirtæki landsins á 10 árum. Hafðirðu þessa sýn á framtíð fyrirtækisins frá upphafi? „Blessaður vertu, þetta atvikaðist bara svona. Ég hafði í upphafi fyrst og fremst áhuga á íslenskum fagurbókmenntum og þýðingum á heimsbókmenntunum. Á þeim árum voru þýð- ingar fagurbókmennta mjög öflug markaðs- vara. Það var heppileg tilviljun fyrir mig því þetta hefur breyst og þýðingar hafa ekki nærri því eins sterka stöðu á bókamarkaðinum núna. Ég hafði hreinlega ekki hugmynd um hvað sneri upp eða niður á bókamarkaðnum, sem var kannski eins gott því þá gerir maður frumlegri hluti, og svo naut ég þess að hafa fólk eins og Árna Einarsson mér við hlið en hann hafði starfað við bóksölu frá menntaskólaárunum og þekking hans úr versluninni var ómetanleg. Ekki síðra var að hafa Silju sér við hina hliðina en hún var manna best að sér um íslenskar barnabækur og hafði skrifað um það lærða bók.“ Þú hefur þrátt fyrir miklar annir í sviði bóka- útgáfu fengist við bókmenntarýni. Hefur fræði- maðurinn mátt láta í minni pokann fyrir útgef- andanum? „Bókmenntafræðirannsóknir mínar geta varla talist annað en tómstundagaman og eru kannski fremur á sviði bókmenntasögu en rýni. Ég hef fengist mest við ævi og verk Halldórs Laxness og skrifað um hann, gert um hann sjónvarpsþætti og flutt fyrirlestra. Óneitanlega var ég feginn að hafa komið því í verk, mitt í öðrum önnum, að koma heim og saman lítilli bók um ævi og verk Halldórs Laxness sem kom út í Þýskalandi í fyrra.“ Er staða þín í dag með þeim hætti að þú sért í persónulegu sambandi við þá höfunda sem þú ert að gefa út? Ég er útgefandi núna aftur. En á tímabili var rekstrarvinnan æði fyrirferðarmikil. Í hrein- skilni sagt er rekstrarstjórnin ekki það sem hentar mér best, maður er skárri í bókum en bókhaldi, og ég er feginn þeirri nýju verka- skiptingu innan fyrirtækisins þar sem ég er út- gefandi og Páll Bragi Kristjónsson er fram- kvæmdastjóri. Þetta er í rauninni sama fyrirkomulag og við höfðum hjá Máli og menn- ingu í gamla daga og gerir mér kleift að sinna útgáfumálunum óskiptur.“ Vaxtarmöguleikarnir eru erlendis Réttindastofa Eddu hefur verið öflug við sölu og kynningu á höfundum ykkar erlendis. Er vaxtarbroddurinn þarna? „Það er gott fyrir íslenska höfunda að komast í útgáfu erlendis þó að ekki sé nema til að undir- strika að íslenskar bókmenntir eru eðlilegur hluti af evrópskum bókmenntum. Þetta er ekki endilega spurning um peninga og menn eiga ekki að láta heimsfrægðartal rugla sig í ríminu, íslenskir höfundar eiga sinn tilvistargrundvöll hér. En þó að Íslendingum fjölgi hægt og bít- andi þá eru helstu vaxtarmöguleikar markaðar- ins fyrir íslenskar bókmenntir augljóslega í út- löndum. Íslenski bókamarkaðurinn er sannarlega merkilegur að því leyti að meðal- upplag íslenskrar skáldsögu er mjög svipað og í nágrannalöndunum. Hins vegar geta einstakar bækur í nágrannalöndunum selst í hundrað þúsund eintökum eða meira en það gerist aldrei hér. Það má segja frá því að á þeim tíma sem réttindastofan hefur starfað hafa verið gerðir um 200 útgáfusamingar um íslenskar bækur er- lendis.“ Sumir hafa sagt að betra væri að hlutlaus stofnun á vegum hins opinbera færi með þessi mál fyrir alla höfunda. „Ég held að fráleitt sé að skoða þetta sem andstæður. Vandi hins opinbera er að það verð- ur ávallt að gæta hlutleysis og má ekki hampa einum á kostnað annars. Það réttir því bara fram símaskrána þegar spurt er um íslenska höfunda. Það hlýtur að gilda um sæmilega öfl- ugt forlag eins og Eddu að réttindasala sé eðli- legur hluti af starfsemi þess og þjónustu við höfunda sína. Það á við um öll hliðstæð forlög í nágrannalöndunum. Það gæti hins vegar verið gott fyrir íslenskar bókmenntir að til væri út- flutningsstofa sem nyti opinberra styrkja, í framhaldi af Bókmenntakynningarsjóði, en hún má ekki verða bákn. Það sem mestu skiptir er að styrkja þýðingar á íslenskum bókmenntum. Það er hægt að gera mjög mikið fyrir takmarkað fé sem nýtist betur í þýðingarstyrkjum en miklum skrifstofu- rekstri. Útflutningsstofa gæti til dæmis tekið þátt í að útbúa alls kyns kynningarefni um ís- lenska höfunda. Þessi mál eru öll í umræðu núna og Félag íslenskra bókaútgefenda, stjórn Bókmenntakynningarsjóðs og stjórn Rithöf- undasambands Íslands hafa verið að ræða til- lögur til menntamálaráðherra þessa efnis. Okkar kynningarstarf á erlendum vettvangi hindrar enga aðra í að gera slíkt hið sama. Við leggjum árlega meira fé í þetta en ríkið leggur til Bókmenntakynningarsjóðs svo menn geta séð hversu mikilvægt við álítum þetta starf.“ Menningarpólitísk áhrif Voganna hafa verið stórlega ofmetin Þú hefur löngum verið álitinn einn helsti ráð- gjafi vinstrimanna í menningarmálum og ert þar að auki persónulegur vinur Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur. Meðal vina þinna eru rithöf- undarnir Einar Már Guðmundsson og Einar Kárason, forsetaritarinn Örnólfur Thorsson og seðlabankahagfræðingurinn Már Guðmunds- son. Er þetta sú pólitíska menningarklíka sem orð fer af? „Æ, byrjum nú ekki að ofmeta Vogana einu sinni enn. Sjálfur er ég fæddur í Vesturbænum og fluttist með foreldrum mínum til Þýskalands barnungur og gekk þar í skóla til 13 ára aldurs. Ég kynntist flestu af þessu ágæta fólki ekki fyrr en á menntaskólaárunum og þegar ég var í bókmenntafræðinni í Háskólanum. Ég var í Stúdentaráði undir formennsku bæði Ingi- bjargar Sólrúnar og Össurar Skarphéðinsson- ar, gekk í Fylkinguna á menntaskólaárunum og seldi Neista fyrir utan Ríkið sem er ekki öf- undsverður starfi. En þetta var skemmtilegur tími og við skipulögðum Keflavíkurgöngur og eftir á að hyggja er ég mest hissa á að herinn skuli ekki löngu vera farinn. Nú fer hann líklega bara á endanum af sjálfsdáðum og Íslendingar hlaupa grátandi á eftir honum. Á tímabili hafði ég mig eitthvað í frammi í Alþýðubandalaginu og hallaðist þar fljótlega á þann vænginn sem Ólafur Ragnar leiddi, ætli ég hafi ekki byrjað að forkratast þar. Pólitísk afskipti mín hafa því miður ekki verið mikil í seinni tíð, en ég styð Ingibjörgu Sólrúnu eindregið, og held að ís- lenskum jafnaðarmönnum bjóðist nú sögulegt tækifæri til að efla með sér stjórnmálaflokk sem getur orðið jafngildur Sjálfstæðisflokknum í hinni pólitísku baráttu.“ Ert þú ekki birtingarmynd þeirrar hug- myndar að engir verði eins góðir bisnessmenn og gamlir kommmúnistar? „Það hvarflar nú ekki að mér að stæra mig af bisnesshæfileikum. Ég er hins vegar nokkuð bjartsýnn á hið menningarpólitíska landslag sem er framundan og þar má kannski draga nokkurn lærdóm af sveiflum í viðskiptalífinu. Upp úr miðjum níunda áratugnum sáum við hægrisveiflu sem skilaði sér í „uppatímabilinu“ og eilífum viðtölum glanstímarita við meira eða minna ímyndaða auðjöfra. Fyrir nokkrum árum kom síðan önnur slík sveifla sem birtist þannig að hið sléttfellda andlit verðbréfasalans varð táknmynd þess sem best yrði gert í þjóðfélag- inu. Með allri virðingu fyrir því starfi springa sumar þessar blöðrur og fólk horfir aftur til innihaldsins og fer að líta svo á að viðskipti með peninga séu leið en ekki markmið. Það geta orð- ið fínir tímar fyrir menningu og þá sem sýsla með bækur.“ en bókhaldi Morgunblaðið/Kristinn havar@mbl.is ’ „Þetta hafa verið snúnirtímar en niðurstaðan er sú að draumurinn um öfluga bókaútgáfu hélt velli um sinn.“ ‘ ’ „Jafnaðarmönnumbýðst nú sögulegt tækifæri til að efla stjórnmálaflokk sem getur orðið jafngildur Sjálfstæðisflokknum.“ ‘ ’ „Mér eru minnisstæðorð Matthísar Johann- essen: „Kalda stríðið gerði enga okkar að betri mönnum“.“ ‘ ’ „Miðað við róttæknimína hefði mér varla dott- ið í hug að ég ætti eftir að verða húskarl hjá Björgólfi Guðmundssyni.“ ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.