Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 15 þýðir að ég á ennþá mjög erfitt með stafsetninguna. Ég þarf að teikna upp orðin og þá aðferð er ég nú búinn að temja mér. Fyrsta opinbera viðurkenningin, sem ég fékk á lesblinduvandamál- inu, var í Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi og þar fékk ég kennsluefni í hljóðbókarformi ef það var til hjá Blindrabókasafninu. Fyrstu tvö árin í Háskóla Íslands var ég í viðskiptafræði og barðist við að komast yfir helminginn af námsefninu með fremur slökum ár- angri. Þegar ég svo ákvað að skipta yfir í stjórnmálafræðina, hafði ég kynnst Blindrabókasafninu. Með hjálp þaðan og frá námsráðgjafa HÍ fengum við því framgengt að ég fékk hljóðbækur á ensku í gegnum skiptisamstarf blindrabókasafna víðsvegar um heim. Það skemmti- lega við hljóðbækur er að maður getur náð ívið meiri hraða en við al- mennan lestur og þannig komist yf- ir meira námsefni á skemmri tíma en aðrir,“ segir Guðmundur, sem á undanförnum árum hefur staðið að stofnun hugbúnaðarfyrirtækja bæði hér heima og á Indlandi. „Ég þarf því að vera töluvert mikið í er- lendum samskiptum, en forðast langa textasmíð í tölvupóstinum eins og heitan eldinn. Öll mín skrif- uðu skilaboð eru stutt og einföld og enda gjarnan á orðunum „call me“ eða „hringdu í mig“. Það er nefni- lega allt í lagi með málbeinið.“ stólnum sínum, lygndi aftur augunum og leiðrétti mig svo eftir minni á meðan ég las Litlu gulu hænuna. Ég var lagður í einelti og skólastjórinn til- kynnti loks móður minni að ég væri ólæs, illa gefinn og mikið vandamál. Móðir mín svaraði á móti í hálfkær- ingi að hún skyldi glöð senda son sinn í greindarpróf ef skólastjórinn sam- þykkti að leggja sama próf fyrir sinn son. Kallað var á Guðfinnu Eydal, sál- fræðing, til að leggja fyrir mig greind- arpróf og var ég með toppskor á prófinu. Allt í einu var ég orðinn ofviti, en sonur skólastjórans fór hins vegar aldrei í prófið. Til að gera langa sögu stutta, var ég tekinn úr skóla á Klaustri og sendur til móðurömmu minnar í Reykjavík, Guðríðar Að- alsteinsdóttur sem var fyrsta konan sem útskrifaðist sem stúdent frá MA. Ég fór í Langholtsskóla og brá amma á það ráð að lesa allt námsefnið fyrir mig og fór fram á að ég fengi að taka munnleg próf í skólanum sem úr varð og allt í einu fór ég að fá góðar ein- kunnir. Þegar á leið skólagönguna, urðu auknar kröfur um að maður færi að skila af sér skrifuðu efni sem var ákveðið vandamál fyrir mig því les- blindir verða aldrei góðir í stafsetn- ingu. Ég hafði verið sendur til fjölda lestrarkennara og má segja að 14 ára gamall hafi ég verið orðinn illa læs. Ég ákvað að læra að lesa eins og Kín- verjar. Hvert orð lærði ég sem tákn og reyndi að muna sem mynd sem DANIEL Libeskind, höfundurinn að sigurtillögunni að enduruppbyggingu þar sem tvíburaturnar World Trade Center stóðu áður í miðborg New York, á sér að mörgu leyti óvenjulegan feril sem arkítekt. Fram til þessa hafa aðeins þrjár byggingar eftir hann verið reistar – gyðingasafnið í Berlín, menn- ingarsögusafn í Osnabrück í Þýzka- landi, og stríðsminjasafn í Manchester. En meðal þeirra sem vel til verka hans þekkja er hann dáð- ur fyrir það hvernig honum tekst að tengja framúrstefnu- lega hönnun við sögulega arfleifð. Libeskind hefur verið bandarískur ríkisborgari frá 1965 og skilgreinir sig sjálfur sem „New-Yorkara“. En hann fæddist árið 1946 í Lodz í Póllandi, sonur gyðingahjóna sem naumlega lifðu helförina af. Fjölskyldan flutti til Ísr- aels árið 1957 og til Bandaríkjanna nokkru síðar. Miklir tónlistarhæfileikar komu snemma í ljós hjá Libeskind og 14 ára að aldri fékk hann styrk til náms í New York. Hann ákvað síðar að leggja tónlistina á hilluna til að leggja fyrir sig arkitektúr. Framan af ferli sínum á því sviði valdi hann að fást fyrst og fremst við byggingarlist sem fræðigrein, en er hann árið 1989 vann samkeppnina um hönnun nýs safns helguðu sögu gyðinga, sem reisa átti í Berlín, fluttist hann þangað og hefur rekið þar síðan hönnunarstofu sína, Studio Daniel Libeskind. Árið 1999 var gyðingasafnið risið og hlaut Libeskind m.a. þýzku arkitektúrverðlaunin fyrir verkið. Mikil aðsókn var að því að fá að skoða húsið og margir í bransanum féllu líka í stafi yfir byggingunni sem nú er búið að reisa yfir Imperial War Museum í Man- chester. Hún hefur form hnattar sem er verið að fleyga í sundur, sem þykir mjög táknrænt fyrir það sem hún hýsir. „Það eru brotnar, ljóðrænar sögur sem Libeskind skap- ar,“ hefur AFP eftir Petru Kahlfeldt, kollega Libeskinds. Er Libeskind frétti að honum yrði falið að stýra upp- byggingunni á „Ground Zero“ – eins og lóð World Trade Center hefur verið kölluð frá því turnarnir hrundu – sagði hann að hönnunarheimspeki hans beindist að því að fólk gæddi byggingarnar lífi. „Vissulega eru byggingar gerðar úr steypu og stáli, en þær spretta í raun upp úr hinu and- lega innihaldi hjarta og sálar borgaranna,“ sagði hann. Dáður framúr- stefnuhönnuður Daniel Libeskind er Berlínarbúi, bandarískur ríkisborgari en pólskur gyðingur að uppruna Reuters Byggingarnar sem rísa í stað World Trade Center munu setja mikinn svip á miðborg New York á Man- hattan, eins og sjá má á þessari tölvugerðu mynd. Daniel Libeskind ERLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.