Morgunblaðið - 02.03.2003, Side 29

Morgunblaðið - 02.03.2003, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 29 LEIKHÚS um allan heim munu sameinast í andófi gegn stríði á morgun, mánudaginn 3. mars. Þá munu að minnsta kosti 807 leikhús í 49 löndum leiklesa Lýs- iströtu eftir Aristofanes. Aldrei hef- ur nokkurt verkefni innan leik- húsheimsins verið framkvæmt á þennan hátt og þátttakan er gríð- arleg. Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið taka þátt í þessu heimsátaki og munu leikarar beggja leikhúsanna stíga á svið kl. 20 og leiklesa verkið í þýðingu Kristjáns Árnasonar. Lýsistrata er einn af vinsælustu gamanleikjunum frá gullöld grískr- ar leikritunar og segir frá því er konur í Grikklandi taka sig saman og neita körlum sínum um kynlíf nema þeir leggi af stríðsrekstur og semji frið. Leikritið var flutt í Þjóð- leikhúsinu 1972 í rómaðri uppfærslu Brynju Benediktsdóttur. Í Borgarleikhúsinu fer flutning- urinn fram á Nýja sviðinu og þátt- takendur eru Marta Nordal, Nína Dögg Filippusdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Katla Margrét Þorgeirs- dóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Gísli Örn Garð- arsson, Björn Hlynur Haraldsson, Theodór Júlíusson og Guðmundur Ólafsson. Stjórnandi er Guðjón Ped- ersen. Þátttakendur í flutningi Þjóðleik- hússins eru Halldóra Björnsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Þröstur Leó Gunn- arsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Hjalti Rögn- valdsson, Erlingur Gíslason, Sig- urður Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Stefán Jónsson, Sig- urður Sigurjónsson, Pálmi Gestsson og Randver Þorláksson. Umsjón með leiklestrinum hefur Vigdís Jak- obsdóttir. Í Borgarleikhúsinu er aðgangs- eyrir kr. 500 en í Þjóðleikhúsinu er aðgangur ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum. Allur ágóði af sýningum beggja leikhúsanna mun renna til styrktar átaks til hjálpar börnum í Palestínu en því var hleypt af stokkunum hinn 1. janúar sl. og er samvinnuverkefni Rauða krossins í Danmörku og Rauða hálfmánans í Palestínu með stuðningi Rauða krossins á Íslandi. Nánar má lesa allt um þetta ein- stæða leikhúsverkefni á http:// www.lysistrataproject.com. Ljóð gegn stríði Ljóð í myrkri nefnist dagskrá sem hefst í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 20.30 annað kvöld í boði ljóð.is og Byond Borders. Dagskráin er liður í alþjóðlegum mótmælum gegn stríð- inu í Írak. Fram koma Þorsteinn frá Hamri og Ingibjörg Haralds, Ísak Harðarson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Bjarni Bernharður, Rúna K. Tetzschner, Þorsteinn Mar, Viðar Örn Sævarsson og Inga Jóna Krist- jánsdóttir og munu öll flytja ljóð sín. Birgitta Jónsdóttir mun flytja og syngja ljóð við undirleik Óskar Ósk- arsdóttur og jafnframt fagna útgáfu 10 smákvera sem koma út þennan sama dag hjá útgáfunni Beyond Borders. Ósk Óskarsdóttir mun að auki flytja frumsamin lög á píanó. Kristian Guttesen er kynnir kvölds- ins. „Myrkrið er margþætt hugtak, upprunalega spratt hugmyndin að- þessari uppákomu vegna þess hve mikið myrkur grúfir yfir okkur Ís- lendingum á þessum árstíma og Ljóð í myrkri átti að vera einskonar ljós fyrir sálartetrið,“ segir Birgitta Jónsdóttir. „En margt hefur gerst í heimsmálunum síðan þessi hug- mynd kviknaði og má segja að við lifum á tímum heimsmyrkurs, þar sem stríðsvá og ótti sé yfirþyrm- andi. Þess vegna hefur þemanu fyr- ir þessa ljóða-tóna-veislu verið breytt. Við trúum því að sem skáld og tónlistarmenn getum við gefið aðra sýn en þessa sem blasir við okkur í fjölmiðlum. Út um allan heim hafa skáld tekið sig saman og efnt til mótmæla gegn þessu myrkri; þessu stríði. Þessi uppákoma er lið- ur í alþjóðlegum mótmælum, þó fyrst og fremst liður í að auka birtu í heimi okkar með ljóðum sem eru óháð vertíð, ljóðum sem bara eru.“ Aðgangur er ókeypis. Leikhús heimsins sameinast gegn stríði Halldóra Björnsdóttir leikur Lýsiströtu í Þjóðleikhúsinu. Marta Nordal leikur Lýsiströtu í Borgarleikhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.