Morgunblaðið - 05.03.2003, Síða 4
STJÓRNENDUR í Vesturbæjar-
skóla hafa sagt lúsinni stríð á hendur
og hafa þrisvar í vetur brugðið á það
ráð að hringja í foreldra, sem ekki
hafa kembt hár barna sinna, og beðið
þá að sækja börnin. Kristín Andr-
ésdóttir, skólastjóri í Vesturbæjar-
skóla, segir að þetta þyki nokkuð
hörð viðbrögð en skólinn hafi viljað
taka þetta vandamál föstum tökum.
Lúsin hafi skotið upp kolli í nokkur
skipti í vetur, þótt ekki sé um neinn
lúsafaraldur að ræða.
Kristín segir að í þrjú skipti í vet-
ur hafi nemendur verið sendir heim
með blöð þar sem foreldrar eru
hvattir til að kemba börnum sínum
og leita að lús. Á miðanum sé að
finna upplýsingar um hvernig eigi að
vinna á lúsinni. Börnin eigi svo að
koma með miða undirritaðan af for-
eldrum um að hárið hafi verið kembt.
Komi börnin ekki með undirritaðan
miða er hringt í foreldrana, þeir
beðnir að sækja börnin og kemba
þeim. Segir Kristín að börnin séu
síðan velkomin í skólann aftur eftir
að leitað hefur verið að lús og niti í
hárinu.
Verðum að losna við lúsina
„Þetta þykja svolítið hörð við-
brögð, en einhverja leið verðum við
að fara til að losna við lúsina. Þetta
er gert til að tryggja að allir haldi
vöku sinni,“ segir Kristín. Síðast í
gærmorgun áttu börnin að koma
kembd í skólann og með miða því til
staðfestingar frá foreldrum. „Svör-
unin er misjöfn og mætti vera betri á
stundum,“ segir Kristín. Hún veit
ekki hversu marga ókembda nem-
endur þurfti að senda heim úr skól-
anum í gær, en alls eru um 300 nem-
endur í Vesturbæjarskóla.
Ingibjörg Sigurðardóttir, skóla-
hjúkrunarfræðingur í Vesturbæjar-
skóla, segir að lúsin sé orðin fasta-
gestur á Íslandi og láti alltaf á sér
kræla af og til. Lúsin komi oft upp
eftir frí, en ekki hafi verið um mörg
tilfelli að ræða í Vesturbæjarskóla í
vetur. „Við höfum alltaf sent blöð
með börnunum heim, til að uppræta
þetta verða allir að vera samtaka,“
segir Ingibjörg.
Lúsastríð í Vesturbæjarskóla
Ókembd börn
send heim
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LAMBAFELL á Reykjanesi er þeirrar náttúru að í því er stærðarinnar
gjá og má með sanni segja að fellið sé klofið. Lambafellsklofinn er á að
giska 20–30 metra djúpur og gengur eftir fellinu miðju. Í því spretta
smáburknar og á sumrin leita þúsundir fiðrilda ofan í skjólsæla gjána.
Ekki er víst að margir viti af þessum stað en hið sama má segja um
mörg furðuverkin á Reykjanesskaganum.
Ljósmynd/Ómar Smári Ármannsson
Lambafellið er klofið
Norð-
menn
háma í sig
kotasælu
FRÆNDUR okkar Norðmenn
hafa, líkt og Íslendingar,
kynnst Atkins-kúrnum svokall-
aða sem felst í því að sneiða
hjá vörum er innihalda kol-
vetni. Hefur eftirspurn eftir
kotasælu aukist um 36% það
sem af er þessu ári í Noregi og
vinna starfsmenn fyrirtækisins
sem framleiðir kotasæluna nú
myrkranna á milli til að metta
svanga Norðmenn í heilsu-
átaki.
Atkins-kúrinn er í Noregi
nefndur við Fedon Lindberg
nokkurn, sem hefur sett á
markað fjöldann allan af kol-
vetnasnauðum mat sem hefur
slegið í gegn.
Selst vel hér á landi
Kristinn Guðnason, inn-
kaupastjóri hjá Osta- og
smjörsölunni, segir að kota-
sæla hafi selst mjög vel síðasta
ár og það sem af er þessu ári.
Hann hafi þó ekki orðið var við
stórfellda söluaukningu, eins
og hjá Norðmönnum, frá því
Atkins-megrunarkúrinn komst
hér í hámæli.
Hann segir að salan hafi þó
tekið mikinn kipp á síðasta ári
og rekur hann þá þróun eink-
um til umræðu um heilsu og
líkamsrækt í samfélaginu.
AUGLÝSING frá útvarpsstöðinni
Radíó Reykjavík, sem birtist í DV í
gær, er að mati ritstjóra blaðsins,
Sigmundar Ernis Rúnarssonar, og
formanns Samtaka auglýsenda,
Friðriks Eysteinssonar, ósmekkleg.
Býst Friðrik við að siðanefnd Sam-
bands íslenskra auglýsingastofa
taki málið fyrir á næsta fundi sínum.
Á auglýsingunni er mynd af nak-
inni konu og á henni stendur:
„Strákar! við hjá Radíó Reykjavík
viljum bjóða ykkur upp á þessa fal-
legu konu á þessum ágæta degi – lifi
rokkið“.
Samkvæmt upplýsingum tals-
manns Radíós Reykjavíkur hefur
textinn í auglýsingunni þá meiningu
að karlmenn eigi að njóta mynd-
arinnar í auglýsingunni, en ekki
konunnar sjálfrar. Talsmaður
stöðvarinnar sagði að svipuð mynd
hefði birst af karlmanni og því væri
verið að gefa karlmönnum eitthvað
til að njóta þar sem aðalmarkhópur
útvarpsstöðvarinnar væri karl-
menn.
Sigmundur Ernir, ritstjóri DV,
sagðist ekki hafa séð auglýsinguna
áður en hún birtist í blaðinu í gær.
Hann sagði bæði blaðið og auglýs-
endur háða siðareglum sem oftast
færu saman. „Mér finnst þessi aug-
lýsing ósmekkleg. Ég vek athygli á
því að það er okkar hlutverk að
standa vel á verði og spyrna í ístöðin
í þessum efnum vegna þess að klám-
væðingin sem fer yfir samfélagið á
miklum hraða er óæskileg og rýrir
siðferðiskennd okkar. Ég mun taka
þetta til skoðunar.“
Sigmundur sagði hugsanlegt að
auglýsingin hefði ekki birst ef hann
hefði séð hana fyrirfram. „Það er
kannski ekki myndin sem er höfuð-
atriðið heldur tónninn í textanum.
Það er í sjálfu sér ekkert athugavert
við bert fólk.“
Friðrik Eysteinsson, formaður
Samtaka auglýsenda, sagði mynd-
ina í auglýsingunni ekkert hafa með
tónlist að gera. „Myndin tengist
ekki á nokkurn hátt því sem verið er
að auglýsa þannig að þetta er ein-
göngu gert til að fá athygli. Þetta er
mjög ósmekklegt og þjónar engum
tilgangi nema að ganga fram af
fólki.“
Telja aug-
lýsingu
útvarps-
stöðvar
ósmekklega
SAMTÖK verslunar og þjónustu
hafa tekið saman ábendingar um
misræmi í gjaldtöku hins opinbera af
matvælum. Telja samtökin að full
ástæða sé til að lagfæra misræmi í
aðflutningsgjöldum og virðisauka-
skatti á matvöru.
Samkvæmt niðurstöðu faghóps
SVÞ um matvöruverslun ber kakó,
sem mælt er með að blandað sé í
heitt vatn eða heita mjólk 14% virð-
isaukaskatt. Ef mælt er með að vatn-
ið eða mjólkin sé köld þá er virð-
isaukaskatturinn 24,5%.
Önnur dæmi eru nefnd í þessar
samantekt. Innflutt frosið grænmeti
í neytendapakkingum ber 30% vöru-
gjald. Ef grænmetið er niðursoðið er
ekkert vörugjald lagt á vöruna. Þá
ber kartöflumús í duftformi 14 krónu
kílógjald en sé hún flutt inn í flögum
þá eru engin aðflutningsgjöld.
Sigurður Jónsson, framkvæmda-
stjóri SVÞ, segir þetta ekki mikið
fjárhagslegt hagsmunamál verslun-
arinnar. Þetta sé sanngirnismál
gagnvart neytendum. Starfsfólk
verslana geti ekki útskýrt þennan
mun fyrir viðskiptavinum, sem fylgj-
ast vel með vöruverði.
Óskuðu samtökin eftir því með
bréfi til fjármálaráðuneytisins 21.
október 2002 að leitast yrði við að
leiðrétta þessi atriði til hagsbóta fyr-
ir neytendur. Í svarbréfi ráðuneyt-
isins var sagt að farið var yfir erindið
með fulltrúum ríkisskattstjóra og
tollstjórans í Reykjavík. Fram-
kvæmd á þessari flokkun sé ekki
alltaf einföld en málið verði tekið til
nánari skoðunar.
Sigurður segir að nú séu liðnir
rúmlega þrír mánuði og ekkert hafi
gerst. Því hafi verið ástæða til að
vekja athygli á málinu. Stjórnvöld
hafi það á sínu valdi að stórlækka
matvælaverð á Íslandi með breyt-
ingum á verndarákvæðum í þágu
landbúnaðarins annars vegar og frí-
verslunar með þessar vörur hins
vegar. Verslunin vilji þjóna neytend-
um sem best og því sé frjáls verslun
meginkrafa verslunarinnar til
stjórnvalda.
Morgunblaðið/Jim Smart
Sigurður Jónsson bendir á misræmi sem felst í gjaldtöku af matvælum.
Misræmi í gjaldtöku hins opinbera
Mun dýrara er að
blanda kakói í
kalt vatn en heitt