Morgunblaðið - 05.03.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.03.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ 40-70% afsláttur af mottum Nú er verk að vinna! Komdu í næstu verslun Húsasmiðjunnar og sjáðu hvað þú getur gert til þess að gera bílskúrinn að betri geymslu og snyrtilegri vinnustað. Þið eigið það inni, þú og bíllinn þinn. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 20 40 1 0 2/ 20 03 Einst akt tilbo ð Því stærri mottur - því meiri afsláttur! Allar stórar mottur eiga að seljast! Rýmingarsala á mottum. Dæmi: Ullarmotta Vision 160x235 sm. Verð áður 35.682 kr. Verð nú 13.490 kr. Opus XXI 200x290 sm. Verð áður 38.782 kr. Verð nú 11.490 kr. Hvað ertu að segja strákur, of seint? Er ég búinn að gefa allt klabbið, hvern einasta titt? Zonta styður Stígamót Útrýming á mis- munun og ofbeldi gegn konum ZONTAKONUR á Ís-landi eru í þannmund að setja í gang fjársöfnun fyrir Stígamót dagana 7.–8. mars. Seld verður messin- grós og er hagnaðurinn eyrnamerktur baráttu Stígamóta gegn vændi. Sigríður Dagbjartsdóttir er svæðisstjóri Zonta og formaður Landssambands Zontaklúbba hér á landi. Hún svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. – Hverjar eru Zontakon- ur og hver eru markmið þeirra? „Zonta eru alþjóðleg samtök kvenna í ýmsum starfsgreinum. Zonta- hreyfingin er upprunnin í Bandaríkjunum, stofnuð 1919. Þetta var tími breytinga í réttinda- baráttu og menntun kvenna. Þær höfðu ekki getað sótt háskólanám. Voru nú að koma út á vinnumark- aðinn og þær hösluðu sér völl víða, stofnuðu fyrirtæki og komust í áhrifastöður. Hreyfingin barst til Evrópu 1930, en fyrsti Zonta- klúbburinn hér á landi, Zonta- klúbbur Reykjavíkur, var stofnað- ur 1941. Margir spyrja um nafnið Zonta. Það er úr táknmáli Sioux- indíána og merkir m.a. trúnað og samheldni. Zontaklúbbar eru nú í 69 lönd- um og félagarnir 32 þúsund. Hér erum við 215 konur í sjö klúbbum í Reykjavík, Akureyri, Selfossi, Ísa- firði og Hafnarfirði. Auk alþjóð- legra verkefna eru klúbbarnir með svæðisverkefni eins og þessa landssöfnun, og verkefni á heima- slóð klúbbanna. Zontaklúbbur Ak- ureyrar er t.d. þekktur fyrir að eiga og reka Nonnahúsið og Zontaklúbbur Reykjavíkur fyrir að koma á fót á sínum tíma vísi að Heyrnar- og talmeinastöð með því að gefa tæki og styrkja fólk til náms í talmeinafræðum. Markmið Zonta eru skýr. Við stefnum að heimi þar sem mann- réttindi og frelsi kvenna er tryggt. Á heimsþingi Zonta í fyrra var samþykkt stefna sem felur í sér út- rýmingu mismununar og ofbeldis gagnvart konum og afnámi versl- unar með konur í samræmi við stefnu Sameinuðu þjóðanna.“ – Og nú ætlið þið að leggja Stígamótum lið í baráttunni gegn vændi? „Eitt af alþjóðaverkefnum Zonta er að vinna gegn mansali í Bosníu-Herzegóvínu. Þetta er gíf- urlegt vandamál þar sem glæpa- hringar notfæra sér félagslega ör- byrgð kvenna. Zontakonur frá þessum löndum hafa á Evrópufun- um Zonta sagt átakanlegar sögur þessara kvenna og hörmungar fjölskyldna þeirra af þessum völd- um. Verslun með konur teygir anga sína um all- an heim. Verkefni Zontaklúbbanna heima fyrir tengjast oft alþjóðlegu verkefnunum. Við Zontakonur höfum kynnst miklu og ósérhlífnu starfi Stígamóta og viljum leggja þeim lið við að andæfa gegn þessu erfiða samfélagsvandamáli sem vændi er. Söfnunarfé mun renna í forvarnarverkefni sem Stígamót eru að hefja.“ – Hvað ætlið þið að selja og hver verður sölutæknin? „Við ætlum að selja fallega barmrósarnælu sem var hönnuð fyrir okkur og látum einnig í té upplýsingar um Zontasamtökin og Stígamót, þannig að fólk viti hvað það er að styrkja. Zontakonur munu verða í helstu stórmörkuð- um í Reykjavík, Hafnarfirði, Sel- fossi, Ísafirði og Akureyri. Við vonum að okkur verði vel tekið þar sem við verðum 7. og 8. mars á þessum stöðum og þar verður að sjá hvaða sölutækni við beitum.“ – Hefur rósin táknræna þýð- ingu? „Já, gul rós er tákn Zontahreyf- ingarinnar. Zontasamtökin um all- an heim efna til átaks á alþjóðabar- áttudegi kvenna til að vekja athygli á stöðu kvenna.“ – Er þetta átak til marks um að þið teljið að hér á landi sé umtals- vert vandamál á ferðinni? „Já, við teljum það sannarlega og förum út í söfnunina þess vegna. Það hafa verið unnar rann- sóknir og skýrslur undanfarið sem hníga allar í þá átt að vændi sé vax- andi vandamál á Íslandi.“ – Hvernig teljið þið að best verði spornað við vændi hér á landi? „Við viljum koma á hugarfars- breytingu hjá upprennandi kyn- slóð, að það sé vítavert að kaupa kynlífsþjónustu. Leið til að upp- ræta hana er að reyna að hefta eftrispurnina. Reynsla hefur sýnt að lagasetning hefur borið árangur við að refsa þeim sem kaupa kyn- lífsþjónustu.“ – Hafið þið sett ykkur markmið með rósasölunni? „Við eigum 8.000 rósanælur og ætlum okkur að selja þær allar og færa Stígamótum og Aflinu, syst- ursamtökum Stígamóta á Akur- eyri, þrjár milljónir króna. Þannig viljum við bæta hag margra kvenna hér á landi.“ – Hvað á rósin að kosta? „Við seljum barmrósina á 500 krónur og vonum að sem flestir styðji þetta góða málefni.“ Sigríður Dagbjartsdóttir  Sigríður Dagbjartsdóttir er fædd í Reykjavík 8. júní 1937. Stúdent frá MR 1958. Flugfreyja hjá Loftleiðum 1959–60. Við rekstur Fjölritunarstofu Friede P. Briem 1962–78, fram- kvæmdastjóri Tannlæknafélags Íslands 1978–99. Hefur gegnt trúnaðarstörfum í Zontaklúbbi Reykjavíkur og er formaður Landssambands Zontaklúbba og svæðisstjóri Zonta á Íslandi. Eig- inmaður er Eggert Ásgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, og eiga þau þrjú börn, Ásgeir, Dag og Auði. Átta barnabörn. Vændi virðist vaxandi vandamál

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.