Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 11 GUÐNI Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist ekki átta sig á þeirri umræðu sem sé uppi í þjóðfélag- inu. Hún sé ógeð- felld og langt fyrir utan alla pólitík. Málið tengist óneit- anlega átökum á milli „tveggja turna“ í pólitík, þ.e. á milli Dav- íðs Oddssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. „Ég vil byrja á að taka það fram að Framsóknarflokkurinn og við þingmenn flokksins höfum hvergi komið að þessum málum og þekkj- um þau ekki. Við stöndum alfarið utan þessara átaka. Þetta er um- ræða sem mér finnst ógeðfelld, er utan við alla pólitík og verður ekki einum þar um kennt. Í mínum huga er það ljóst að talsmaður Samfylk- ingarinnar, Ingibjörg Sólrún, hóf þetta gjörningaveður á Borgarnes- fundi sínum. Þar boðaði hún með óljósum hætti stríð á hendur for- sætisráðherra og ríkisstjórn, sagð- ist að vísu vera að hefja pólitíska umræðu en síðan hefur maður fundið að þetta gjörningaveður hef- ur verið að magnast. Ég verð að segja fyrir mig að ég átta mig alls ekki á þessari umræðu og skil ekki þessi átök. En ég geri mér grein fyrir því að þetta endurspeglar átök á fjármálamarkaði sem aftur gerir það að verkum að mér finnst að afl- miklir menn vilji svo fara að hafa áhrif á pólitískum vettvangi, sem ég trúi reyndar alls ekki fyrr en ég tek á. Pólitíkin vill hafa atvinnulífið frjálst með skýrum reglum og at- vinnulífið á ekki að skipta sér af pólitík.“ segir Guðni. Hann telur að enginn aðili græði á þeirri umræðu sem er í gangi. Um sé að ræða „aurslettur í allar áttir“. Að vísu sé það ekki nýtt að „kratarnir“ hafi sett pólitík í átök um allt annað efni. „Ég segi bara: Guð forði okkur frá þessu og megi þessu linna sem fyrst þannig að sannleikur málsins komi í ljós. Við þessar aðstæður verður pólitík fyrst og fremst andstyggileg við- ureignar. Við framsóknarmenn bíð- um eftir því að pólitísk umræða hefjist um framtíðina og þau verk sem við höfum verið að vinna á kjörtímabilinu.“ Aðspurður um viðbrögð við þeirri umræðu að greiðslur til stjórnmála- manna séu yfirhöfuð á dagskrá seg- ist Guðni vera það mikill „sveita- drengur“ að svona hluti þurfi að segja honum þrisvar til fjórum sinnum til að hann trúi þeim. Að nokkrum manni detti það í hug að bera peninga á menn. „Maður verður hreinlega kjaft- stopp að heyra af átökum um hluti sem ég hélt að yrðu nú aldrei til umræðu á hinu litla Íslandi. Ég ætla ekki að setja mig í dóm- arasæti, þau verða að eigast við um það sem hafa sett það í gang,“ segir Guðni og bætir því við að málið tengist óneitanlega umræðu um átök á milli „tveggja turna“ í póli- tík, þ.e. milli Davíðs Oddssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Sam- fylkingin hafi tilnefnt sem forsætis- ráðherraefni sín. „Menn setja þessa turnasmíði í gang og koma að þeirri að- ferðafræði að nú eigi að fara að kjósa forsætisráðherra sérstaklega. Það er einfaldlega rangt, íslenska þjóðin kýs sér forseta og flokka en ekki forsætisráðherra,“ segir Guðni Ágústsson. Guðni Ágústsson Ógeðfelld umræða og langt fyrir utan alla pólitík SVERRIR Her- mannsson, for- maður Frjáls- lynda flokksins, segist lítið vilja tjá sig um það mál sem upp er komið milli forsvars- manna Baugs og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. „Ég vil ekki blanda mér inn í þessi ósköp en verð bara að játa að ým- islegt þarna kemur mér ekki á óvart,“ segir Sverrir en vill ekki skýra nánar hvað hann á við. Ekki náðist í Össur Skarphéðinson, formann Samfylkingarinnar. Sverrir Hermannsson Ýmislegt kemur ekki á óvart STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að mál for- sætisráðherra og Baugs sé hluti af dapurlegu ferli allt frá Borg- arnesi til London og hann blandi sér inn í þá um- ræðu með trega. Þar séu „hin breiðu spjót“ mjög á lofti og menn hafi mátt fara varlegar með þau, eins og hann orðar það. „Atburðarásin er í heild sinni dapurleg allt frá upphafinu með ræðu Ingibjargar Sólrúnar í Borg- arnesi, þar sem hálfkveðnum vísum var kastað fram, og síðan með orða- hnippingum og köpuryrðum sem gengið hafa í framhaldinu allt til gærdagsins [mánudags – innsk. blm.] að maður sat þrumu lostinn yfir því sem þá kom fram. Alvar- legar ásakanir hanga í loftinu gagn- vart bæði forsætisráðherra og rann- sóknaraðilum. Dapurlegast finnst mér á hvers konar grunni þessi um- ræða er. Hún er mjög persónulegs eðlis og byggist á hlutum sem eru óáþreifanlegir. Annars vegar eru það orðrómur og getsakir og hins vegar er vitnað í tveggja manna tal sem erfitt er að sannreyna þegar mönnum ber ekki saman. Síðan ger- ast atburðir sem maður áttar sig ekki á, eins og þeir að gögn virðast berast út úr herbúðum fyrirtækis á hlutabréfamarkaði, upplýsingar inn- an úr stjórn og af stjórnarfundum,“ segir Steingrímur. „Þar við bætist,“ segir Stein- grímur, „að málið tengist nafn- greindum einstaklingum eða fyr- irtækjum sem sæti opinberrri rannsókn, annaðhvort lögreglu- yfirvalda eða skattyfirvalda eða hafa verið til athugunar hjá sam- keppnisyfirvöldum. Ég tel hyggileg- ast fyrir okkur stjórnmálamenn að segja minna en meira, og bíða frek- ar eftir niðurstöðum þartilbærra að- ila sem eru með málin í athugun. Þá er kannski kominn tími fyrir okkur stjórnmálamenn að setjast yfir mál- in í heild sinni og velta fyrir okkur spurningum um hvort fara þurfi út í lagabreytingar. Eru brotalamir í okkar réttarfari sem við viljum taka á gagnvart viðskiptasiðferði eða tengdum málum? Síðan fer fleira að blandast inn í þetta, eins og áreið- anleiki fréttamanna og fjölmiðla. Ferlið í heild sinni, allt frá Borg- arnesi til London, er dapurlegt og maður er hugsi yfir því,“ segir Steingrímur. Almenningur þreyttur á umræðunni Aðspurður hvort það sé ekki al- varlegt mál þegar verið er að ræða möguleika á mútugreiðslum til stjórnmálamanna segir Steingrímur að það sé í raun „ofboðslegt og hrollvekjandi“. „Auðvitað snarbregður manni þegar maður heyrir að eitthvað slíkt hafi yfirleitt verið rætt. Ég ætla þó ekki að blanda mér inn í hvers eðlis það var. Það hlýtur hver að geta sett sig í þessi spor for- sætisráðherra, það er ekki notalegt að fá upplýst að slíkar greiðslur hafi yfirleitt borið á góma,“ segir Stein- grímur. Hann segist óttast að þetta mál verði til þess að draga enn frekar athyglina frá eiginlegum pólitískum viðfangsefnum og málefnum. Þetta sé ekki hið eiginlega inntak stjórn- málanna. Ástandið geti þó ekki staðið lengi því almenningur sé orð- inn þreyttur á umræðunni eins og kosningabaráttan hafi þróast til þessa. Fólk vilji annars konar stjórnmálaumræðu. „Ég trúi því að almenningur vilji fá botn í þessa umræðu sem fyrst, að svo miklu leyti sem það getur orðið, og að málefnin komist á dag- skrá. Við munum gera okkar til þess hjá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði.“ Steingrímur telur að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, og jafn- vel fleiri nefndir, verði að fara yfir þau mál sem hafa komið upp í tengslum við viðskiptalífið und- anfarna mánuði. Það gerist ekki á hverjum degi að hvert stórfyr- irtækið á fætur öðru sæti rannsókn af einhverju tagi. Löggjafanum sé skylt að fara yfir málið almennt, það sé hluti af eðlilegri eftirlits- skyldu. Einnig sé þó hægt að nálg- ast umræðuna þannig að kerfið virki eins og vera ber; að yfirvöld skatta-, löggæslu- og samkeppn- ismála séu vakandi. Steingrímur J. Sigfússon Dapurlegt ferli allt frá Borgarnesi til London TRÉÐ, sem staðið hefur í blóma í garði einum við Laufásveg síðan á jólum, er að öllum líkindum upp- runnið í Kína og nefnist á latínu Viburnum farreri eða keisararunni eins og Danir og Norðmenn kalla það. Morgunblaðið greindi frá plöntunni á mánudag en hún hefur vakið athygli fyrir að standa í fullu blómaskrúði þrátt fyrir að hávetur sé. „Þessi runni er upprunn- inn í Norður-Kína, en það barst ekki fræ af honum til Evrópu fyrr en 1914,“ segir Jóhann Pálsson grasafræðingur sem skoð- að hefur plöntuna. „Ástæð- an var sú að sökum þess hversu fallegur hann þótti og hversu vel hann ilmaði var ekki leyfilegt að rækta hann nema í görðum keis- arans og hirðarinnar eða við opinber hof.“ Hann segir að þótt runn- inn sé talinn harðgerður á Norðurlöndum sé hann ekki algengur í görðum. „Ég veit ekki nein dæmi þess að hann vaxi annars staðar hér á landi en þarna á Laufásveginum,“ segir hann. Að sögn Jóhanns er reyndar hugsanlegt að um sé að ræða bastarð við aðra tegund og nefnist sá bastarður V. x bodn- antense. Morgunblaðið/Sverrir Blóma- tréð komið frá Kína SAMTÖKIN NA hafa starfað af miklum krafti á Íslandi undan- farið ár en þau eru hagnaðarlaus félagsskapur karla og kvenna á öllum aldri sem hittast reglulega til að hjálpa hvert öðru til að lifa lífinu án eiturlyfja. Samtökin eiga rætur sínar að rekja erlend- is en nafn þeirra á ensku er Narcotics Anonymous. „Hugmyndafræðin er sú að fólk nái bata frá sjúkdómi,“ sagði viðmælandi Morgunblaðsins sem kýs að kalla sig HB en eins og nafn samtakanna bendir til er nafnleynd í hávegum höfð og er ein af grundvallarreglum sam- takanna. Uppbygging og grunn- hugmyndafræði samtakanna er svipuð og hjá AA samtökunum, Alcoholic Anonymous, en nálg- unin er lítið eitt öðruvísi. Farið er eftir bók NA þar sem stigin eru ákveðin spor í átt að árangri. NA samtökin funda daglega og hafa allt að 50 manns sótt fundina í einu. „Þetta er allt til- tölulega nýtt af nálinni en hefur verið að blómstra. Fjöldinn og þróunin er jákvæð miðað við að þetta fór ekki í gang af alvöru fyrr en fyrir rúmu ári,“ sagði HB. Fundir fara aðallega fram í Héðinshúsinu. „Viðbrögðin hafa verið rosalega góð. Þetta er að- allega fyrir fólk sem hefur verið í eiturlyfjum og þar af leiðandi náum við betri tengslum við hvert annað. Viðbrögðin hafa líka verið góð vegna þess að þetta er lítill, en mjög sterkur fé- lagsskapur. Við höldum okkur náið við lesefnið svo fólk nái bata, sem er algjörlega okkar til- gangur. Kjörorð samtakanna er: lygin er dauð – við náum bata,“ sagði HB. Sjá mikinn árangur af starfi samtakanna Samtökin héldu fyrst fund hér árið 1987 en honum var lítið fylgt eftir. Nú eru samtökin komin á fullt og segist HB sjá heilmikinn árangur af starfinu. „Þeir sem halda áfram að koma og gera það sem bókin segir verða edrú. Við erum komin með góðan kjarna í samtökin og orðin mjög fær í að taka á móti nýlið- um. Þörfin er gríðarlega mikil. Maður þarf ekki annað en fylgj- ast með dánarfregnum Morgun- blaðsins til að sjá það. Fyrsta bókin sem hefur verið skrifuð um haldbæra lausn er NA bókin varðandi þetta gersamlega von- lausa ástand.“ HB sagði samtökin leggja áherslu á að hjálpa fólki sem vill hjálp. „Við höfum sjálf verið í stöðu þar sem við höfum ekki viljað hjálp. Það er bara ein leið til að hjálpa einstaklingi og það er að hann vilji hana sjálfur.“ Neyðarsími samtakanna er alltaf opinn, 661-2915, og þar er hægt að fá upplýsingar um fundi. Veita fólki hjálp gegn eitur- lyfjafíkninni Samtökin NA starfa af krafti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.