Morgunblaðið - 05.03.2003, Qupperneq 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 15
BANDARÍKJAMENN hyggjast
handtaka eða fella um 50 íraska
frammámenn, sem tengjast Sadd-
am Hussein,
komi til stríðs í
Írak, að sögn
bandaríska dag-
blaðsins The
Wall Street
Journal í gær.
Á meðal
þeirra sem eru á
listanum, auk
Saddams Huss-
eins sjálfs, er
náfrændi hans, Ali Hassan Majid,
sem er talinn hafa skipulagt gas-
árás á Kúrda í Norður-Írak árið
1988.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti hyggst steypa stjórn Íraks og
koma frá völdum um fimmtíu
manns sem eru skyldir eða mægð-
ir honum.
Á meðal þeirra sem eru efstir á
listanum eru tveir synir Saddams,
Uday og Qusay, þó ekki þrjár dæt-
ur hans, og nokkrir bræðra forset-
ans. Falli þeir ekki í átökum verða
þeir handteknir.
Hugsanlega ákærðir
Í hópnum eru nokkrir af helstu
embættismönnum landsins, svo
sem Taha Yassin Ramadan, vara-
forseti Íraks og yfirmaður hersins,
og Tariq Aziz aðstoðarforsætisráð-
herra.
Á meðal skyldmenna Saddams á
listanum er yfirmaður írösku
leyniþjónustunnar, Barzan Ibra-
him Hasan Tikriti, hálfbróðir for-
setans og tengdafaðir Udays.
Hermt er að Bandaríkjamenn
hyggist einnig ná Izzat Ibrahim al
Douri, varaformanni Byltingarráðs
Íraks, sem talinn er hafa stjórnað
hersveitum sem bældu niður upp-
reisn sjíta í sunnanverðu landinu
árið 1991.
Aziz Saleh Numan, sem var
skipaður ríkisstjóri Kúveits þegar
Írakar hernámu landið árið 1990,
er talinn hafa heimilað grimmd-
arverk gegn Kúveitum og tekið
þátt í því að bæla niður uppreisn
Kúrda.
Bandaríkjamenn telja einnig að
Mohammed Hamza Zubeidi, fyrr-
verandi forsætisráðherra, hafi átt
stóran þátt í aðgerðunum gegn
Kúrdum.
Komi til stríðs er hugsanlegt að
nokkrir írösku forystumannanna
verði saksóttir fyrir stríðsglæpi og
Bandaríkjamenn gætu notað slík
réttarhöld til að sýna að eitt af
meginmarkmiðum þeirra hafi verið
að frelsa Íraka, ekki að sigra þá,
að sögn The Wall Street Journal.
Ætla að fella
eða handtaka 50
forystumenn
Washington. AFP.
George W. Bush
FERÐASKRIFSTOFA
GUÐMUNDAR
JÓNASSONAR EHF.
Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515
www. gjtravel.is Netfang: outgoing@gjtravel.is
ELSTA STARFANDI FERÐASKRIFSTOFA LANDSINS – Almenn farseðlaútgáfa, hópferðir, einstaklingsferðir, viðskiptaferðir, ferðaráðgjöf, hótelbókanir, fagleg persónuleg þjónusta, áratuga reynsla
ORÐSPORIÐ SEGIR SÍNA SÖGU
Helsinki, Berlín, Prag, Búdapest og Vín
Til Prag 28. apríl á góðu verði
Nú bjóðum við aftur skemmtilega vorferð til Prag
í beinu flugi Flugleiða til Frankfurt og rútuferð
þaðan til Prag. Við gistum 6 nætur á 4ra stjörnu
hóteli i Prag og eftir viðkomu í þeim fagra bæ
Karlovy Vary, eigum við næsturstað í Þýskalandi
áður við höldum heim frá Frankfurt.
Innifalið: Flug,flugvallaskattar, akstur milli
Frankfurt og Prag, gisting í 2ja manna herbergi,
morgunverður, skoðunarferð um Prag, íslensk
fararstjórn og leiðsögn. Aðrar skoðunarferðir
bókast og greiðast hjá fararstjóra.
Ferðatími: 28. apríl til 5. maí
Verð á mann er aðeins 79.900 krónur.
Fararstjóri: Pétur Gauti Valgeirsson
Leiðsögn alla ferðina.
Beint leiguflug til Prag 1. ágúst
Í Prag, höfuðborg Tékklands, búa 1.2 milljónir
manna. Borgin, forn og sögufræg var til skamms
tíma höfuðborg sambandslýðveldisins Tékkósló-
vakíu og áður konungsríkisins Bæheims, sem
um aldir var hluti af veldi Habsborgarættarinnar.
Andblær liðinna tíma endurspeglast í umgjörð
stórborgar Evrópu sem í dag laðar til sín milljónir
ferðamanna árlega, enda ekki að ástæðulausu,
því borgin, arfleifð hennar og íbúarnir – bjóða til
Farseðlar, ferðaráðgjöf, hótelbókanir, hópferðir, einstaklingsferðir, viðskiptaferðir...
Upplýsingar og bókanir – Sími 511 1515 – Takmarkað sætaframboð
Öll ofanskráð verð miðast við gengisskráningu 24. febrúar 2003.
söguveislu á hverju horni.
Nú förum við áttunda árið í röð til Prag í beinu
leiguflugi með Flugleiðum.
Innifalin er vegleg skoðunarferð um Prag á fyrsta
degi ferðarinnar, en auk þess eru aðrar skoðunar-
ferði í boði sem greiðast sérstaklega.
Innifalið: Flug,flugvallaskattar, akstur til og frá
flugvelli, gisting í 2ja manna herbergi, morgun-
verður, skoðunarferð um Prag, íslensk fararstjórn
og leiðsögn.
Ferðatími: 1. ágúst til 9. ágúst.
Verð á mann er aðeins 73.700 krónur.
Fararstjórar: Emil Örn Kristjánsson og Pétur
Gauti Valgeirsson. Leiðsögn alla ferðina.
Búdapest, Vínarborg í maí
Kræsingar eru aldrei langt undan í þessari
ferð, enda viðkomustaðirnir bæði Búdapest og
Vínarborg. Flogið er um Kaupmannahöfn til
Vínarborgar þann 21. maí og gist þar eina nótt.
Heimflug er frá Búdapest um Kaupmannahöfn
þann 28. maí. Veglegar skoðunarferðir um
Vínarborg og Búdapest eru innifaldar í verðinu.
Innifalið: Flug til Vínarborgar um Kaupmanna-
höfn og heim frá Búdapest, flugvallaskattar,
akstur til og frá flugvelli, gisting í tveggja
manna herbergi m. morgunverði, akstur milli
Vínarborgar og Búdapest, skoðunarferðir um
báðar borgirnar og íslensk fararstjórn og
leiðsögn. Flogið verður með Flugleiðum
og SAS um Kaupmannahöfn.
Ferðatími: 21. maí til 28. maí
Verð á mann er aðeins 83.900 krónur.
Fararstjóri: Emil Örn Kristjánsson
Leiðsögn alla ferðina
Beint til Berlínar 2. maí
Þriðja árið í röð bjóðum við ferðir til Berlínar.
Nú förum við 2. maí í beinu leiguflugi með
þýska flugfélaginu Aero Lloyd. Hér gefst ein-
stakt tækifæri að upplifa söguna og breytingar
á umliðnum áratug sem setja svip á borgina.
Hér er vöxturinn mikill og þróunin hröð. Vegleg
skoðunarferð um borgina er innifalin í verðinu.
Boðnar verða m.a. skoðunarferðir til Dresden
og Potsdam sem greiðast sérstaklega.
Innifalið: Flug,flugvallaskattar, akstur til og frá
flugvelli, gisting í 2ja manna herbergi, morgun-
verður, skoðunarferð um Berlín, íslensk
fararstjórn og leiðsögn.
Ferðatími: 2. maí til 8. maí
Verð á mann er aðeins 61.500 krónur.
Fararstjóri: Emil Örn Kristjánsson
Leiðsögn alla ferðina.
Tvær ferðir til Helsinki í apríl
Í apríl förum við 2 ferðir í beinu áætlunarflugi
Flugleiða til Helsinki, höfðuborgar Finnlands;
þann 16. apríl og svo viku síðar, þann 24. apríl.
Umfangsmikil skoðunarferð um Helsinki sem og
dagsferð til Tallin í Eistlandi eru innifaldar í
verðinu. Fararstóri og leiðsögumaður verður
Álfhildur Álfþórsdóttir sem búið hefur í Helsinki
og þekkir staðhætti. Hún fylgir hópunum alla
ferðina.
Innifalið: Flug, flugvallaskattar, akstur milli flug-
vallar og hótels við komu og brottför, gisting í
tveggja manna herbergi, morgunverður,
skoðunarferð um Helsinki, dagsferð til Tallin,
Íslensk fararstjórn og leiðsögn.
Fyrri ferðin þann 16/4–21/4 er 6 daga ferð
og kostar 66.400 krónur.
Síðari ferðin 24/4–28/4 er fimm daga löng
og kostar 62.500 krónur.
Fararstjóri: Álfhildur Álfþórsdóttir
Leiðsögn alla ferðina.