Morgunblaðið - 05.03.2003, Page 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 17
Fermingin heim í stofu
eða í sal Ferðafélagsins
Veislusmiðjan ehf.,
Smiðjuvegi 14, 200 Kópavogi, sími 587 3800,
veislusmidjan@veislusmidjan.is, www.veislusmidjan.is
DAGFINN Hoybraaten, heil-
brigðismálaráðherra Noregs,
sagði í gær, að rétt væri að leyf-
isbinda alla tóbakssölu til að
draga úr sölu á því til unglinga
en hún er nú bundin við 18 ára
aldur. Telur Hoybraaten, að
óttinn við leyfissviptingu verði
til þess, að kaupmenn gæti sín
betur. Rétt rúmlega 30% Norð-
manna reykja og með sköttum
af tóbakinu leggja þeir ríkis-
sjóði til næstum 80 milljarða ísl.
kr. árlega. Er vindlingapakkinn
líklega hvergi dýrari en í Nor-
egi en þar kostar hann um 650
kr.
Námamenn
á vonarvöl
ÁÆTLUN Rúmeníustjórnar
um að draga úr niðurgreiðslum
í námagrefti munu valda því, að
meira en 70% námamanna
missa vinnuna næsta áratuginn.
Eru þeir nú alls 68.000, sem
þýðir, að 39.000 manns munu
fara á atvinnuleysisbætur og
9.000 á eftirlaun. Frá 1997 hafa
alls 90.000 námamenn misst
vinnuna vegna endurskipulagn-
ingar og hagræðingar í rekstr-
inum. Er þessi uppstokkun
gerð að kröfu Evrópusam-
bandsins en Rúmenar gera sér
vonir um aðild að því árið 2007.
Frá 1990 hefur rúmenska ríkið
greitt næstum 400 milljarða ísl.
kr. í niðurgreiðslur í námaiðn-
aði.
Um 60%
styðja hernað
NÆRRI sex af hverjum 10
Bandaríkjamönnum styðja
hugsanlegan hernað í Írak sam-
kvæmt skoðanakönnun ABC
News-Washington Post. 24%
þeirra, sem þó styðja stefnu for-
setans, hafa samt miklar efa-
semdir um hernaðinn. 37% voru
alveg á móti hernaði. Þeir, sem
eru á móti eða hafa efasemdir,
segja yfirleitt, að Bandaríkin
verði að hafa meiri alþjóðlegan
stuðning; að ástæða sé til að ótt-
ast mannfall; Bandaríkjastjórn
fari of geist eða, að af Íraks-
stjórn stafi ekki sú hætta, sem
réttlæti stríð.
Erfðamengið
á korti
HUGSANLEGT er, að í fram-
tíðinni verði allt erfðamengi
hvers einstaklings fært inn á
svokölluð snjallkort. Kom þetta
fram hjá breska vísindamann-
inum Sir Paul Nurse, yfirmanni
krabbameinsrannsókna í Bret-
landi, en hann spáir því, að með
árunum verði það æ auðveldara
að kortleggja erfðamengið.
Kortið væri síðan unnt að nota
til að spá um heilsufar einstak-
lingsins og grípa þá til ein-
hverra ráðstafana strax. Hann
varaði þó við því, að hætta væri
á, að fólk yrði látið gjalda sinna
eigin erfða, til dæmis hjá trygg-
ingafélögum og atvinnurekend-
um.
Sir Paul, sem fékk Nóbels-
verðlaunin í læknisfræði 2001,
segir, að 1985 hafi það tekið
þrjú ár að kortleggja einn arf-
bera en nú sé unnt að skrá allt
erfðamengið á fáum árum.
STUTT
Tóbaks-
sala verði
háð
leyfum
KHALID Shaikh Mohammed,
þriðji æðsti leiðtogi al-Qaeda, var
fluttur með flugvél frá Pakistan í
gær eftir að hafa verið yfirheyrður
þar í þrjá daga. Pak-
istanskir embætt-
ismenn sögðu að hann
hefði verið framseldur
bandarískum yfirvöld-
um og fluttur í banda-
ríska herstöð í Bag-
ram í Afganistan,
norðan við Kabúl.
Embættismenn í
Íslamabad sögðu að
Mohammed hefði verið
að skipuleggja hryðju-
verk í Bandaríkjunum
og árásir á bandarísk
skotmörk í Pakistan.
Bandarískir rannsókn-
armenn vonast til þess
að geta fengið Moham-
med til að veita upplýsingar um af-
drif Osama bin Ladens, æðsta leið-
toga al-Qaeda. Pakistanskir
heimildarmenn sögðu að Mohamm-
ed hefði orðið tvísaga, fyrst sagt
að bin Laden væri á lífi en seinna
að hann væri að öllum líkindum
látinn þar sem hann hefði ekki náð
sambandi við hann í hálft ár.
„Hann kvaðst hafa haft samband
við bin Laden í gegnum keðju
sendiboða sem sendu á milli sín
tölvupóst og komu skilaboðunum
til bin Ladens án þess að segja
honum hvar hann væri niðurkom-
inn,“ sagði einn pakistönsku emb-
ættismannanna.
Flestir vestrænir leyniþjón-
ustumenn telja að bin Laden sé á
lífi og í felum einhvers staðar við
landamæri Pakistans og Afganist-
ans.
Eftirlýstur í Frakklandi
Franskur dómari gaf í gær út
handtökutilskipun á hendur Mo-
hammed vegna sprengjuárásar á
samkunduhús gyðinga í Túnis 21.
apríl í fyrra. Tuttugu manns,
þeirra á meðal fjórtán Þjóðverjar,
létu lífið í árásinni. Tilræðismað-
urinn, sem beið einnig bana, er
sagður hafa talað við Mohammed í
farsíma skömmu fyrir árásina.
John Ashcroft, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna,
sagði að Mohammed
hefði einnig verið
„aðalskipuleggjandi“
hryðjuverkanna í
Bandaríkjunum 11.
september.
Pakistanskir og
bandarískir leyni-
þjónustumenn yf-
irheyrðu Mohammed
í Pakistan. Einn
heimildarmannanna
sagði að fanginn hefði
sagt að al-Qaeda
hefði undirbúið árásir
á „auðveld skotmörk“
í Pakistan og sagst
vita hverjir myrtu
bandaríska blaðamanninn Daniel
Pearl, sem var afhöfðaður nokkr-
um dögum eftir að honum var
rænt í pakistönsku borginni Kar-
achi í janúar í fyrra.
Bandarískir rannsóknarmenn
eru að grannskoða tölvur, tölvu-
diska og önnur gögn sem fundust í
íbúðinni þar sem Mohammed var
handtekinn á laugardag. Banda-
rískir embættismenn sögðu að
meðal annars hefðu fundist síma-
númer og að sögn CNN-sjónvarps-
ins fundust einnig nöfn hugs-
anlegra útsendara al-Qaeda, meðal
annars nokkurra sem talið er að
búi í Washington og fleiri banda-
rískum borgum. Bandaríska alrík-
islögreglan, FBI, leggur nú mikið
kapp á að hafa hendur í hári þeirra
til að koma í veg fyrir hryðjuverk.
Önnur handtaka kom rann-
sóknarmönnum á sporið
Nokkrum klukkustundum eftir
að Mohammed var fluttur frá Pak-
istan í gær dreifði bandarísk flug-
vél bæklingum yfir afganska
landamærabæinn Spin Boldak þar
sem lofað var miklum fjárhæðum í
verðlaun fyrir upplýsingar sem
leiddu til handtöku næstæðsta
leiðtoga al-Qaeda, Egyptans Aym-
ans al-Zawahris.
Bandarískir embættismenn
skýrðu frá því í gær að annar af
forsprökkum al-Qaeda, Moham-
med Omar Abdel-Rahman, hefði
verið handtekinn í borginni Quetta
fyrir nokkrum vikum. Hann er
sonur Omars Abdel-Rahmans,
blinds múslímaklerks sem er í
fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að
hafa staðið fyrir sprengjuárásinni
á World Trade Center árið 1993 og
hvatt til fleiri hryðjuverka.
Rahman yngri gengur undir
nafninu Asadullah, „Ljón Guðs“, er
sagður hafa stjórnað þjálf-
unarbúðum al-Qaeda í Afganistan
fyrir hryðjuverkin 11. september
og talinn hafa tekið þátt í skipu-
lagningu hryðjuverka.
The New York Times segir að
Rahman yngri hafi komið rann-
sóknarmönnum á spor Mohamm-
eds. Rahman mun hafa sagt þeim
að Mohammed hefði búið í íbúð
hans í Quetta og þar handtóku
rannsóknarmenn annan mann sem
vísaði þeim á Mohammed í
Rawalpindi þar sem hann var
handtekinn ásamt tveimur öðrum
mönnum, Pakistana og Sádi-
Araba.
Að sögn breska blaðsins Sun er
maðurinn sem vísaði á Muhammed
Egypti og grunaður um að hafa
starfað fyrir talibanastjórnina sem
steypt var í Afganistan eftir
hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11.
september 2001. Blaðið segir að
maðurinn hafi fengið fúlgu fjár og
loforð um breskt ríkisfang undir
nýju nafni.
Mohammed varð
tvísaga um afdrif
bin Ladens
AP
Bílar fyrir utan hús í Rawalpindi í Pakistan þar sem Khalid Shaikh
Mohammed var handtekinn á laugardag ásamt tveimur öðrum mönnum.
Fanginn sagður hafa verið fluttur í
bandaríska herstöð í Afganistan
Íslamabad, Washington. AFP, AP.
Mohammed
SÆNSKIR vísindamenn hyggj-
ast festa farsíma á alls 25 villta
elgi í þeirri von að verða með því
nokkurs vísari um matarvenjur
þessara stóru jórturdýra.
Ekki er þó búizt við því að elg-
irnir noti símana til að panta sér
pítsur. Hinir sérsmíðuðu farsímar
eru þannig úr garði gerðir að sjö
sinnum á sólarhring senda þeir
sjálfvirkt frá sér SMS-skilaboð til
vísindamannanna við Landbúnað-
arháskólann í Uppsölum. Í símun-
um er einnig GPS-staðsetningar-
búnaður og vonast vísinda-
mennirnir til að þessi tækni geri
þeim kleift að fylgjast með ferðum
elgdýranna um víðáttur og skóga
Norður-Svíþjóðar næstu fjögur
árin. Hvert dýr mun þó ekki bera
síma lengur en eitt ár í senn. Sam-
kvæmt áætlun vísindamannanna
á árlega að safna tækjunum 25
saman, gera við þau og endur-
hlaða og festa síðan á önnur 25
dýr.
Gizkað er á að elgstofninn í Sví-
þjóð sé um 250.000 dýr.
Sænskir elgir fá farsíma
Stokkhólmi. AP.