Morgunblaðið - 05.03.2003, Qupperneq 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
20 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Með Morgunblaðinu
á morgun fylgir
ríkulega myndskreytt
brúðkaupsblað.
Meðal efnisþátta eru
matur, förðun,
fatnaður, hárgreiðsla,
gjafir og skreytingar.
DEILISKIPULAGSTILLAGA af
svokölluðum Naustareit sem af-
markast af Tryggvagötu, Grófinni,
Vesturgötu og Norðurstíg er nú í
kynningu hjá skipulags- og bygg-
ingarsviði Reykjavíkurborgar. Meg-
inhugmyndin með nýja skipulaginu
er að tvinna saman gamla og rót-
gróna byggð og nýja og verður meg-
ináhersla lögð á að nýbyggingar rísi
Tryggvagötumegin og við Norður-
stíg. Um er að ræða breytingu á
deiliskipulagi sem samþykkt var til
auglýsingar í borgarráði í febrúar
síðastliðnum.
Reiturinn hefur ýmsa sérstöðu í
byggingarsögulegu tilliti, timbur-
húsabyggð er áberandi á svæðinu
og þar á meðal eru nokkur af elstu
timburhúsum borgarinnar. Við
Vesturgötu mynda timburhúsin
heildstæða götumynd sem er ein
þeirra elstu og best varðveittu í
borginni, að því er fram kemur í
greinargerð með deiliskipulagstil-
lögunni. Þau eru yfirleitt á hlöðnum
kjöllurum en einnig eru dæmi um
hlaðin hús, s.s. Tryggvagata 18 og
14 að hluta. Elstu húsin eru Vest-
urgata 10 sem reist var árið 1879 og
Vesturgata 14 sem reist var árið
1881 en þar var Félagsbakaríið
lengi til húsa. Bæði húsin eru ein
hæð með risi og kjallara og lítið
breytt. Í húsakönnun Árbæjarsafns
frá 2001 segir að misjafnt sé hve
miklu hafi verið breytt í húsunum
frá byggingu þeirra, á sumum hafi
verið gerðar smávægilegar breyt-
ingar en önnur séu nær óþekkjanleg
frá sinni fyrstu gerð. Ekki er vitað
hver teiknað neitt af timburhúsun-
um upphaflega.
Þá má finna á reitnum hús frá
fyrsta skeiði steinsteypualdar, t.d.
húsið við Grófina 1. Í greinargerð-
inni segir að yngri steinsteypuhús á
reitnum séu reist á árunum 1927–
40, þeim sé misvel haldið við og lóðir
þeirra og ytra umhverfi óásjálegt og
þarfnist margs konar lagfæringa og
snyrtingar.
Eitt húsanna á reitnum, Grön-
dalshús við Vesturgötu 16b, fellur
undir friðun húsa og eru hugmyndir
uppi um að því verði komið fyrir á
Árbæjarsafni. Þar bjó skáldið Bene-
dikt Gröndal um tíma. Húsin í reitn-
um eiga sér því mörg langa sögu og
í húsakönnun Árbæjarsafns segir:
„Á þessum reit höfðu allar helstu at-
vinnugreinarnar fulltrúa sína, versl-
un, þjónusta, handiðnaður, útgerð
og slátrun.“ Búið var í nær öllum
húsunum á svæðinu, aðallega á efri
hæð en aðeins örfá hús voru ein-
göngu notuð til íbúðar.
Gamalt og nýtt tvinnað saman
Í deiliskipulagstillögunni er geng-
ið út frá niðurstöðum Árbæjarsafns
hvað snertir varðveislugildi. Með
því að tvinna saman gamla og rót-
gróna byggð og nýja er markmiðið
að skapa á svæðinu „spennandi mið-
borgarsvæði með hnitmiðuðum
„borgarrýmum“ og gönguleiðum“,
eins og þar segir. Megináhersla er
lögð á að nýbyggingar rísi Tryggva-
götumegin og við Norðurstíg. Til-
gangur með uppbyggingu er að
styrkja götumynd Tryggvagötu og
að endurnýta lóðir sem í dag nýtast
illa eða óverulega.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að
möguleikar verði á uppbyggingu á
eftirfarandi lóðum:
Grófin 1/Vesturgata 4, Vestur-
gata 6–10a, Vesturgata 14b, Vest-
urgata 18 og Tryggvagata 10, 12, 14
og 18.
Vesturport þarf að víkja
Eftirfarandi byggingar þurfa að
víkja vegna uppbyggingar sam-
kvæmt deiliskipulagstillögunni:
Vesturgata 4 (útbygging), Vestur-
gata 18 (bygging við Norðurstíg en
þar er leikhúsið Vesturport til húsa
nú), Tryggvagata 10 (viðbygging við
Norðurstíg) og Tryggvagata 18 (við-
bygging úr timbri syðst).
Gísli Örn Garðarsson, leikari og
einn af talsmönnum leihússins Vest-
urports, hafði ekki heyrt af því að
búið væri að auglýsa deiliskipulag-
stillögu þar sem gert er ráð fyrir að
húsnæði Vesturports víki. Hins veg-
ar hafi hann heyrt slíkar hugmyndir
nefndar og vitað að af því gæti orðið
einhvern tímann.
„Þetta húsnæði er í rauninni mjög
óhentugt þannig að við erum hvort
sem er á höttunum eftir betra hús-
næði,“ segir Gísli Örn.
Hann segir leikhópinn hafa áhuga
á að leita að hentugra húsnæði í
samvinnu við borgina og á svipuðum
slóðum.
„Við viljum helst vera í miðbæn-
um, ég held að það henti mjög vel
þessari grasrótarstarfsemi því það
er margt fólk í miðbænum sem sæk-
ir það sem við erum að gera og vill
helst gera það gangandi og fá sér
bjór eftir á. Það væri okkar heitasta
ósk að það yrði byggt leikhús handa
okkur eða eitthvað í þá veru,“ segir
hann.
Deiliskipulagstillagan liggur
frammi í sal skipulags- og bygging-
arsviðs í Borgartúni 3. Ábendingum
og athugasemdum við hana er hægt
að skila til skipulagsfulltrúa fram til
11. apríl nk. Einnig er hægt að
kynna sér tillöguna á pdf-formi á vef
skipulags- og byggingarsviðs: skip-
bygg.is.
Að sögn Salvarar Jónsdóttur,
sviðsstjóra skipulags- og bygging-
arsviðs, má reikna með að skipulag-
ið liggi endanlega fyrir síðla sumars.
Deiliskipulagstillaga fyrir Naustareit í kynningarferli
Nokkur af elstu
timburhúsum borg-
arinnar á reitnum
!
"
"
#
& $%"
!
&
'
!
$%"
&
#% (
&
Miðborg
EITT húsanna á Naustareit fellur
undir ákvæði um friðun húsa. Það er
Gröndalshús á Vesturgötu 16b,
kennt við Benedikt
Gröndal Svein-
bjarnason skáld (1826–
1907) sem bjó þar um
tíma. Samkvæmt deili-
skipulagstillögunni eru
hugmyndir uppi um að
húsið verði friðað og
það flutt á Árbæj-
arsafn.
Guðný Gerður Gunn-
arsdóttir borg-
arminjavörður segir
húsið hafa verið lengi á
lista yfir þau hús sem
talið sé æskilegt flytja
á Árbæjarsafn, eða allt
allt frá því Hörður
Ágústsson og Þor-
steinn Gunnarsson
gerðu fyrstu húsa-
könnun í Reykjavík ár-
ið1970. Hún segir húsið
bæði sérstakt og eigi sér sérstakan
byggingarstíl auk þess sem varð-
veislugildi felist í sögu þess.
Það mun vera Sigurður Jónsson
járnsmiður eða „klénsmiður“ sem
reisti húsið árið 1882. Hann hafði
smiðju sína þar og bjó þar jafn-
framt. Húsið gekk undir ýmsum
nöfnum vegna hins sérkennilega
byggingarlags en það er tvílyft að
framan og einlyft að
aftan. Nöfn eins og
Púltið, Skrínan eða
Skattholið vildu festast
við húsið. Árið 1888
komst það eigu Bene-
dikts Gröndal Svein-
bjarnarsonar skálds
(1826–1907) en hann
bjó þar til dauðadags
og hefur það síðan ver-
ið nefnt Gröndalshús. Í
janúarmánuði 1900
fauk reykháfurinn af
húsinu og varð það til-
efni kvæðis sem hann
nefndi „Stormkvæði
og strompkvæði“. Hús-
ið er sem næst upp-
runalegt að gerð, klætt
listasúð á þrjár hliðar
en bárujárni á aust-
urgafli. Árið 1918 var
inngönguskúr byggður við norð-
urhlið þess. Trésúlur með grískum
súlnahöfðum skreyta framhlið húss-
ins.
Morgunblaðið/RAX
Vegfarendur sem eiga leið um Vesturgötu fara flestir á mis við Gröndalshús
sem er skýlt af húsunum í kring. Húsið hefur mikið varðveislugildi, að mati
borgarminjavarðar, sökum byggingarlags og ekki síður vegna sögu þess.
Gröndalshús við Vesturgötu 16b
Benedikt Gröndal skáld
(1826–1907) bjó í húsinu
til dauðadags og er það
síðan kennt við hann og
nefnt Gröndalshús.
Miðborg
Púltið, Skrínan,
Skattholið …
Heimild: Árbæjarsafn.
FORELDRAFÉLÖG leikskóla í
Garðabæ óskuðu á dögunum eftir því
við bæjarstjóra að tölvukostur leik-
skólanna yrði efldur til muna með
það að markmiðið „að efla upplýs-
ingamiðlun milli leikskólastjóra,
deildarstjóra og foreldra,“ eins og
segir í bréfinu. Í bréfinu kemur fram
að óánægja sé með hvernig staðið er
að tölvumálum í leikskólum.
Bréf foreldrafélaganna var tekið
fyrir á síðasta fundi bæjarráðs og
þar kom fram í máli forstöðumanns
fræðslu- og menningarsviðs að í öll-
um leikskólum eru skólastjórar með
tölvur og í flestum leikskólanna eru
tölvur á deildum sem notaðar eru
fyrir kennslu.
Samkvæmt áætlun leikskólanna
er stefnt að því að í öllum leikskólum
verði tölvur fyrir deildarstjóra og
a.m.k. ein tölva til viðbótar á hverri
deild, að því er fram kemur í svar-
bréfi bæjayfirvalda til foreldra.
Vilja fleiri tölv-
ur í leikskólana
Garðabær
BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur sam-
þykkt að leita samninga við Arn-
arverk ehf. vegna framkvæmda við
gatnagerð og veitur í 1. áfanga
Vatnsendalands – Hvörf V.
Arnarverk bauð lægst í heildar-
verkið, rúmar 117 milljónir króna
en hæsta tilboð var yfir 170 millj-
ónir.
Kostnaðaráætlun bæjarins hljóð-
aði upp á rúmar 160 milljónir. Alls
bárust tíu tilboð í framkvæmdirnar.
Samninga leitað
við Arnarverk
Kópavogur
Vatnsendaland –Hvörf V
Nú er illt að inna
ókjör harma minna,
þá er ráða þinna
þolinmóður að bíða,
bíða betri tíða.
Stormurinn rauk,
strompurinn fauk
fyrir hörku hríða.
Úti í auðum garði
er nú strompurinn harði
fyrr en firða varði,
flestu má nú una,
þaut á þaki duna.
Stormurinn rauk,
strompurinn fauk,
burt hann varð að bruna.
…„burt hann varð að bruna“
Brot úr „Stormkvæði og strompkvæði“ eftir Benedikt Gröndal skáld.
Kvæðið samdi hann þegar strompurinn fauk af heimili hans, Vesturgötu 16b,
í stórviðri hinn 28. jan. 1900.
♦ ♦ ♦