Morgunblaðið - 05.03.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 05.03.2003, Síða 26
UMRÆÐAN 26 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINAR Sveinbjörnsson, bæjar- fulltrúi í Garðabæ, birti grein í Morgunblaðinu í gær þar sem hann sakar sjálfstæðismenn um að svíkja kosningaloforð um samráð við íbúana varðandi staðsetningu grunn- skóla fyrir Ásahverfi, Sjáland og Grundir. Í stað þess að nálgast hlut- ina málefnalega fer Einar í sínar kunnulegu persónulegu skotgrafir þar sem honum virðist standa á sama hvort hann fer með rétt eða rangt mál. Stór hluti greinarinnar er ekki svaraverður en þó eru þar nokkrar rangfærslur sem nauðsyn- legt er að leiðrétta. Í fyrsta lagi hefur verið náið og gott samráð við íbúana varðandi staðsetningu skólans. Hugmynd um slíkt samráð var í raun kveikjan að íbúaþingi sem haldið var sl. haust þar sem allir íbúar bæjarins voru boðnir velkomnir. Með íbúaþinginu var Garðabær fyrsta sveitarfélagið til að boða til svo víðtæks samráðs. Á þinginu voru kynntar fimm hugsan- legar skólalóðir. Niðurstaðan var sú að þrjár þeirra voru taldar koma til greina, þ.e. lóð á Grundum, Sjálandi og við Héðin, en ekki var tekin end- anleg afstaða til hver þeirra væri best m.a. vegna óvissu um kostnað. Á sl. mánuðum hafa lóðir á Sjá- landi og við Héðin verið skoðaðar frekar og nú hefur bæjarráð komist að þeirri niðurstöðu að skólalóð á Sjálandi sé betri kostur, m.t.t. stað- setningar, kostnaðar, sveigjanleika og umhverfis. Héðinslóðin kostar um 40 milljónum krónum meira en lóðin á Sjálandi en þrátt fyrir það leggur Einar ríka áherslu á að skólinn verði þar. Til að svo geti orðið vill hann m.a. fórna hugmyndum um kennslu- sundlaug við skólann þannig að dag- lega þurfi að keyra börnin í skóla- sund í Ásgarð með ærnum kostnaði og óþægindum fyrir nemendur, for- eldra og starfsfólk skólans. Í öðru lagi fullyrðir Einar að bæj- arstjórinn hafi tekið þátt í störfum skólahópsins á íbúaþinginu og þann- ig haft áhrif á niðurstöður hans. Sorglegt er að sjá bæjarfulltrúa, sem ekki einu sinni gaf sér tíma til að fylgjast með vinnu íbúanna á þinginu, fara með slíkt fleipur. Ef Einar hefði verið á staðnum hefði hann séð að íbúarnir komust að sinni niðurstöðu um skólalóðina með að- stoð sérfræðinga. Hlutverk bæjar- fulltrúanna var að veita upplýsingar um staðreyndir, s.s. um stærð skóla, fyrirhugaða aldursskiptingu, kostn- að við lóðakaup og stærð skólahverf- is en þeir lögðu sig fram um að hafa ekki áhrif á niðurstöðu íbúanna. ,,Svona er að vera í pólitík,“ segir Einar Sveinbjörnsson gjarnan þegar hann kemst í rökþrot. Sem betur fer eru margir stjórnmálamenn þeirrar skoðunar að jafnvel þó að maður taki þátt í pólitík þá eigi maður að leggja sig fram um að fara með satt og rétt mál. Svona er að vera í pólitík … Eftir Erling Ásgeirsson Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. „…hefur verið náið og gott samráð við íbúana varð- andi staðsetningu skól- ans.“ BORGARSTJÓRI og borgar- fulltrúar Reykjavíkurlistans kynntu nýverið áform um flýtingu verkefna á vegum borgarinnar. Borgarráð samþykkti tillögurnar en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins kusu að sitja hjá við af- greiðslu málsins. Um er að ræða flýtingu verkefna sem nema um 2100 milljónum króna og geta, ef að líkum lætur, skapað um 800-900 störf á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun meirihlutans í borg- arstjórn Reykjavíkur sýnir glöggt hvaða áherslur eru í fyrirrúmi í störfum Reykjavíkurlistans. Má þar glöggt sjá aðra forgangsröðun en einkennir flýtiframkvæmdir ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, þótt síst skuli gert of lítið úr þeim verkefnum sem þar eru á ferðinni. Reykjavíkurlistinn ákvað hins veg- ar að beina ekki meginþunga við- bótarfjármagns árin 2003 og 2004 í vegi og götur heldur flýta fyrst og fremst þeim framkvæmdum sem brýnust eru fyrir borgarbúa og dreifa þeim á sem allra flest svið borgarrekstursins til að sem flest- ir fái notið þeirra. Hæst ber að sjálfsögðu flýtingu framkvæmda við grunnskóla borg- arinnar. Nú hefur verið tryggt að Staðaskóli í Grafarvogi muni taka til starfa haustið 2005 og er það mjög í samræmi við eindregnar óskir foreldra barna þar. Ingunn- arskóli í Grafarholti verður einnig fullbúinn fyrr en ráðgert var og flýtt er mikilvægum endurbótum og viðbyggingum við Langholts- skóla, Laugarnesskóla, Réttar- holtsskóla og Breiðagerðisskóla. Þá er einnig flýtt framkvæmdum við að koma upp viðunandi eld- unar- og mataraðstöðu í reykvísk- um grunnskólum. Viðbygging við leikskólann Klettaborg í Hamrahverfi verður fullbúinn strax á þessu ári. Þá verður flýtt framkvæmdum við byggingu innisundlaugar í Laug- ardal og einnig við þrjá gervigras- velli íþróttafélaga. Ákveðið er að kaupa um 150 félagslegar íbúðir á þessu ári í stað 100 og kemur það sér einkar vel fyrir þá fjölmörgu sem eiga í húsnæðiserfiðleikum og eru á biðlista eftir félagslegu hús- næði. Aukið framlag til að bæta aðgengi fatlaðra að stofnunum borgarinnar hlýtur að vera kær- komið á Evrópuári fatlaðra sem er nú í ár. Flýtt verður stækkun hjúkrunarheimilisins Droplaugar- staða en uppbygging í þeim mála- flokki er tvímælalaust afar brýn og er þetta verkefni m.a. eitt þeirra sem fjallað er um í vilja- yfirlýsingu borgarstjóra og heil- brigðisráðherra frá því sl. vor. Flýtt verður margvíslegum verkefnum á vegum garðyrkju- deildar borgarinnar við gerð nýrra leiksvæða og endurbætur eldri leiksvæða, ræktun og umhverf- isfrágang o.fl. í þeim dúr. Á vegum gatnamálastjóra er verkefnum flýtt, bæði í götum en einnig í göngu- og hjólreiðastígagerð. Þá er ekki síst mikilvægt að ákveðið er að ráðstafa um 150 m.kr. til at- vinnuátaksverkefna fyrir ungt fólk, m.a. með viðbótarfjármagni til Vinnuskólans, auk stóraukins framlags til Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Eins og sjá má af þessari um- fjöllun ná flýtiverkefni Reykjavík- urborgar til nánast allra þátta í borgarrekstrinum og snerta alla borgarbúa, óháð aldri og aðstæð- um og þau höfða bæði til karla og kvenna. Það er þýðingarmikið þeg- ar ráðist er í verkefni af þessum toga að þau nái til sem allra flestra og að um leið sé tekið á brýnum úrlausnarmálum til hagsbóta fyrir borgarbúa. Þau sjónarmið eru leið- arljós Reykjavíkurlistans í þessu máli. Fjölbreytt verkefni – aukin þjónusta við borgarbúa Eftir Árna Þór Sigurðsson „Ákvörðun meirihlut- ans í borg- arstjórn Reykjavíkur sýnir glöggt hvaða áherslur eru í fyrirrúmi í störfum Reykjavíkur- listans.“ Höfundur er forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. BANDARÍKIN eru hættuleg. Þau eru talin vera efnahagslega og hernaðarlega öflugri en Bretland, Frakkland, Þýskaland, Rússland og Japan samanlagt! Ógnvænlegt ef satt reynist. Einokun á markaði er vond, en einokunarstaða meðal ríkja heims hlýtur að vera enn verri. Fyrirtæki í einokunaraðstöðu hættir að taka til- lit til annarra og fer sínu fram – læt- ur eigin hagsmuni eina ráða. Nú virðast Bandaríkin vera einmitt á þeirri leið. Þröngir hagsmunir þeirra ráða för og öðrum ríkjum og sjálfum Sameinuðu þjóðunum er stillt upp við vegg. Brothættum friði og dýr- mætum mannréttindum er stefnt í voða víða um heim allan. Bandaríkin eru hrokafullt heims- veldi sem telur sig yfir aðra hafið. Þekking Bandaríkjamanna á um- heiminum er frekar takmörkuð. Í sjálfumgleðinni þurfa þeir naumast á öðrum að halda og virðast eiga erfitt með að skilja að aðrir hugsi öðruvísi en þeir. Þróun, framleiðsla og sala eða notkun hergagna vegur þungt í þessu risavaxna hagkerfi og nú virð- ast þeir hagsmunir ráða ferðinni í Hvíta húsinu. Lýðræðinu stendur ógn af lítilli kosningaþátttöku og gríðarlegum áhrifum fjársterkra að- ila á skoðanamyndun og val kjós- enda. Því er áleitin sú spurning hvort hið rómaða bandaríska lýðræði virki sem skyldi. Nú skal ráðist gegn hverjum þeim sem hugsanlega gæti átt það til að vinna Bandaríkjunum mein. Hvað verður um okkar takmörkuðu mann- réttindi ef reglan verður sú að refsa þeim grimmilega sem grunaður er um að hugleiða að fremja e.t.v. glæp einhvern tíma í framtíðinni? Lög eða hagsmunir? Í kalda stríðinu var hættan frá Sovétríkjunum hemill á ofríki Bandaríkjanna þó svo að sú hætta væri að nokkru ímynduð, en eftir fall þeirra eru Bandaríkin hömlulaus. Alþjóðalög skulu víkja fyrir eigin- hagsmunum þeirra og duttlungum Bandaríkjaforseta og hirðar hans. Bandaríkjunum virðist ekki hugnast að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Ef alþjóðasamningar um takmörkun umhverfiseyðileggingar skaða bandaríska hagsmuni eru það vondir samningar hvað sem öðru líður. Ef bandarískir liðsforingjar gætu átt á hættu að vera dregnir fyrir stríðs- glæpadómstól á slíkur dómstóll sér ekki tilverurétt. Ef samþykktir Sam- einuðu þjóðanna eru bandarískum stjórnvöldum ekki að skapi er í lagi að hundsa þær. Þannig er látið óátal- ið þó Íslraelsríki vinni áratugum saman þvert gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna, sama hve miklar þjáningar það veldur sak- lausu fólki. Hins vegar skal sam- þykktum um Írak sem Bandaríkin knýja gegnum Öryggisráðið fylgt út í ystu æsar – sama þótt það kosti líf þúsunda saklausra borgara – jafnvel milljóna. Nú er hlutleysi og trúverðugleiki Sameinuðu þjóðanna í hættu. Þær eru undir miklum þrýstingi frá rík- asta og voldugasta ríki heims. Verða örlög SÞ þau sömu og Þjóðabanda- lagsins forðum – að verða hækja þeirra stóru og glata þar með trú- verðugleika í augum heimsbyggðar- innar? Höfum vit fyrir þeim! Nú þarf smáríkið Ísland að leggja þeim öflum í heiminum lið sem reyna að koma vitinu fyrir risann. En þora foringjar okkar því? Ekki Halldór Ásgrímsson. Hann er ávallt mjúkur í hnjáliðunum þegar hann lítur vestur um haf. (Hver skyldu laun hans verða?) Það þarf ekki að velta vöngum um afstöðu Sjálfstæðisflokksins. Sá flokkur stendur með þeim sterka þegar á reynir og þar skiptir réttlæti litlu máli. Hætt er við að Samfylkingin taki álíka skilningsríka afstöðu til innrás- ar í Írak og til hernaðarins í Afgan- istan í fyrra. Allir þessir flokkar styðja hernað- arbandalagið NATO en með veru okkar þar verðum við þátttakendur í fjöldamorðum á saklausu fólki sem nefnast stríð. Líklega verður Vinstrihreyfingin – grænt framboð eina stjórnmálaafl- ið á Íslandi til að fylgja fram þeirri afstöðu meirihluta íslensku þjóðar- innar að Bandaríkjamenn eigi að láta Íraka í friði meðan þeir ógna ekki öðrum. Nú skulum við fylgjast vel með hvaða stjórnmálaflokkar þora að halda fána friðar og mannréttinda á lofti þegar í harðbakkann slær – og látum í okkur heyra! Hættulegt heims- veldi – hver þorir? Eftir Þorvald Örn Árnason „Í kalda stríðinu var hættan frá Sovétríkj- unum hemill á ofríki Bandaríkjanna þó svo að sú hætta væri að nokkru ímynduð.“ Höfundur er líffræðingur og formaður VG á Suðurnesjum. Í FRÉTTUM ríkissjónvarpsins að kvöldi þriðjudagsins 21. janúar var viðtal við Guðbrand Sigurðs- son framkvæmdastjóra hins ný- stofnaða stórútgerðarfyrirtækis Eimskipa sem ber nafnið Brim ef. Þar lýsti framkvæmdastjórinn því sem sinni skoðun að gildandi reglur varðandi hámarkshlutdeild fyrirtækja í aflaheimildum kæmu í veg fyrir eðlilegan vöxt fyrir- tækisins. Segja má að vart hafi verið þornað blekið á sameining- arpappírunum þegar Guðbrandur rak augun í þetta vandamál varð- andi vöxtinn. Í sama fréttatíma var viðtal við nýjan formann sjáv- arútvegsnefndar, Árna R. Árna- son, þar sem hann taldi að núver- andi hámörk væru bara tilraunaverkefni sem auðvitað yrðu löguð til ef það sýndi sig, að í því væri fólgin hagræðing og sam- legðaráhrifin væru á sínum stað. Það er ekki ýkja langt síðan að Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra lýsti því mjög eindregið yfir að það væri alls ekki inni í mynd- inni að rýmka hámarkshlutdeild frá þeim mörkum sem nú eru í gildi og fyrrverandi formaður sjávarútvegsnefndar var sama sinnis síðast þegar ég frétti. Guð- brandi þótti það ekki óeðlilegt að 20% hlutdeild í þorski væri temmilegt sem næsta skref á hag- ræðingarbrautinni. Hætt er þó við að ekki liði á löngu þar til hækka þyrfti mörkin á ný og vafalaust sjá hagræðingarsérfræðingarnir framtíðina fyrir sér, í sínum villt- ustu draumum, sem eina eða tvær virkilega hagræddar samsteypur sem réðu yfir öllum íslenskum veiðiheimildum. Gott dæmi um langt komna þró- un í þessa veru eru veiðar og vinnsla uppsjávarfisks. Þar má segja án þess að ýkja að einn aðili ráði öllu sem hann vill ráða hvað varðar verðlagningu farms og löndunarhöfn. Skipstjórum er gert að sigla mörg hundruð mílur til löndunar þar sem eigandi skips og verksmiðju er sá sami, án þess að fá nánast neina umbun eða aukaþóknun fyrir. Svo virðist sem kostnaður v/ olíueyðslu upp á miljónir, auk tapaðs tíma við veið- ar, sé hjóm eitt samanborið við þann virðisauka sem felst í að halda uppi vinnslu í þeim verk- smiðjum sem fjærst eru miðun- um. Svo segjast þessir kappar borga sanngjarnt verð og að um sé að ræða myljandi samkeppni. Heyr á endemi. Það er morgun- ljóst að það þjónar ekki hagsmun- um sjómanna að veiðar og vinnsla séu á sömu hendi. Frekari sam- þjöppun í öðrum greinum sjávar- útvegs er fráleit frá sjónarmiði sjómanna, stuðli hún að þróun sem gæti haft í för með sér jafn- galið verðmyndunarkerfi og líðst í uppsjávargeiranum. Vaxtaverkir Eftir Árna Bjarnason „Er það hugsanlega þjóðhags- lega hag- kvæmt að hætt verði að einblína á hámarksarðsemi og í staðinn lögð áhersla á að halda ásættanlegu atvinnustigi?“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.