Morgunblaðið - 05.03.2003, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.03.2003, Qupperneq 32
UMRÆÐAN 32 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ É g hef oft staðið sjálfa mig að því að bera mig saman við grindhoraðar fyr- irsætur, sem prýða tískuritin, ofurmjóar leikkonur sem fara með aðalhlutverkin í kvikmyndunum eða tággrannar sílikonsöngkonur sem dansa undir söng sínum á tónlistarmyndbönd- unum. Meðan samanburðurinn stend- ur yfir strengi ég þess heit í hug- anum að fara í megrun enda er ég sennilega helmingi þyngri en þær. Sú megrun stendur þó sjaldnast lengur yfir en nokkra klukkutíma enda er ég af- ar breysk kona, ekki síst þegar ljúf- fengur matur er annars veg- ar. Svo er ég vonandi komin á þann aldur að ég er hætt að láta þá kvenímynd sem við sjáum sífellt í fjölmiðlum ná tökum á mér og stjórna því hvaða hug ég ber til sjálfrar mín. Ég fæ semsé kannski smá „móral“ yfir „aukakílóunum“ (en aukakíló eru náttúrulega afstæð eins og svo margt annað) á meðan ég horfi á „gyðjuna grönnu“ en áður en ég veit af fell ég fyrir lífsins lysti- semdum og borða það sem mér sýnist. Grindhoraða „fyrirmyndin“ er gleymd og grafin. Eða þangað til ég rekst á hana næst. Og þá fæ ég náttúrulega „móral“ yfir allri þeirri óhollustu sem ég lét ofan í mig fyrr um daginn. Eða þangað til ég „dett inn“ á næsta kaffihús og fæ mér stærstu kökusneiðina. Já það getur verið vandi að vera kona nú á tímum; ekki síst þegar skilaboðin eru ætíð þau að konur eigi að vera: ekki bara grannar heldur beinlínis horaðar. Leik- konur fá ekki hlutverk nema þær séu horaðar, söngkonur verða ekki vinsælar nema þær séu horaðar og fyrirsætur fá ekki verkefni nema þær séu horaðar. Og þegar slíkar „fyrirmyndir“ eru fyrir augunum alla daga er ekki nema von að al- menningur fari að líta á þær sem „normið“ og það þrátt fyrir að fæstar nái þær varla takmarki sínu nema með „óeðlilegum hætti“, þ.e. með því að svelta sig. Við hinar, sem undir eðlilegum kringumstæðum ættum að vera „normið“, verðum „of þungar“. Þannig verða þessar „ofurgrönnu fyrirmyndir“ til þess að brengla ímynd okkar um konuna; það óeðlilega verður eðlilegt og svo öf- ugt. Og til að kóróna allt saman sitj- um við undir sífelldum áróðri frá snyrtivörufyrirtækjum og öðrum sem sjá sér leik á borði að græða á grönnu ímyndinni. Alls kyns megrunarduft og -pillur eru til, sem og megrunarkrem, t.d. krem til að ná af sér svokallaðri appels- ínuhúð, sem er víst eitthvert fyr- irbæri sem „snyrtivörubransinn“ fann upp að væri til á konum, ekki alls fyrir löngu. Þá hefur þetta megrunartal sí- ast inn í umræðu um almenna holl- ustu og hreyfingu með þeim afleið- ingum m.a. að líkamsrækt hefur þann tilgang einan hjá sumum að grennast óhóflega. Og því miður hefur maður séð kvennaþætti hér á landi sem ganga út á það eitt, að því er virðist, að boða það að konur séu ekki fallegar nema þær séu þvengmjóar. Kveikjan að þessum vangavelt- um mínum er reyndar umfjöllun um átröskunarsjúkdóma í nýút- komnu tímariti Nýs lífs. Þar er rætt á opinskáan hátt við aðstand- endur ungrar og fallegrar konu sem barðist í mörg ár við anorexíu og búlimíu. Átröskunarsjúkdóm- urinn leiddi að lokum konuna ungu til dauða. Ekki er annað hægt en að taka ofan fyrir aðstandendunum fyrir að segja sögu hennar en þau hafa ásamt ættingjum annarra átrösk- unarsjúklinga stofnað fé- lagasamtökin Spegilinn sem er ætlað að styðja átröskunar- sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ekki eru til nákvæmar upplýs- ingar um það í heilbrigðiskerfinu hve margir greinast með átrösk- unarsjúkdóm á ári hverju en að- standendur ungu konunnar áætla að nú séu um 300 manns alvarlega veikir vegna átröskunar hér á landi. Það sem vakti ekki síst athygli mína í umræddu viðtali var frá- sögnin af því að tískuljósmyndarar fóru að verða mjög áhugasamir um að taka myndir af stúlkunni þegar hún var einungis um 38 kíló, en hæð hennar var 1,69 cm. Greint er frá því í viðtalinu að einn ljós- myndari hafi meira að segja tekið tískuljósmyndir af henni sem áttu að birtast í ákveðnu tímariti. Það fór hins vegar svo að stúlkan hafði sjálf vit fyrir ljósmyndurunum, eins og segir í viðtalinu, og neitaði að láta birta myndirnar. Hún vildi ekki verða fyrirmynd ungra stúlkna „svona á sig komin“. Þessi stutta frásögn um áhuga ljósmyndaranna segir meira en mörg orð um hinn afbakaða veru- leika tískuheimsins. Því miður líta margar konur, ekki síst ungar stúlkur, upp til tískuheimsins, kvikmyndaheims- ins og tónlistarheimsins. Ég segi því miður vegna þess að þar ríkja greinilega ýktir fegurðarstaðlar sem hafa neikvæð áhrif á sjálfs- mynd ungra kvenna. Vegna þeirra staðla fara margar konur í óþarfa megrun sem í mörgum tilvikum hefur vafalaust skaðleg áhrif á heilsufar þeirra. Eða hvað skyldi t.d. reka nær aðra hverja ung- lingsstúlku hér á landi til að fara í megrun? Í nýlegum könnunum sem gerðar hafa verið hér á landi er greint frá því að um helmingur unglingsstúlkna hafi farið einu sinni eða oftar í megrun. Ekki veit ég svo sem af hverju það þykir endilega fallegt að vera ofurgrannur. Kannski það sé eitt- hvað sem er búið til í tískuheim- inum. Hver veit? En hvað sem því líður tel ég að það myndi verða til bóta fyrir tískuheiminn og okkur öll ef við sæjum af og til holdmikl- ar fyrirsætur, leikkonur eða söng- konur. Hér með óska ég því eftir að fá að sjá holdugar fyrirsætur í tískuritunum! Holdugar fyrirsætur óskast „Já það getur verið vandi að vera kona nú á tímum; ekki síst þegar skilaboðin eru ætíð þau að konur eigi að vera: ekki bara grannar heldur beinlínis horaðar.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Í UMRÆÐUM um Evrópumálin hefur mikið verið fjallað um kostnað ríkissjóðs af ESB-aðild og ávinning- inn af því að halda í krónuna sem grundvöll sjálfstæðrar efnahags- stjórnar. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðu um hvað þegar hefur tapast og hver kostnaður fyr- irtækja og einstaklinga er orðinn vegna óstöðugleika og mikils vaxta- kostnaðar sem tengdur er krónunni. Margir sem um þessi mál hafa fjallað hafa oft takmarkaða yfirsýn og mynda sér skoðanir út frá af- mörkuðum þáttum málsins. Með kostgæfnisgreiningum stofnana og ráðgjafafyrirtækja hefur að vísu verið reynt að nálgast svör við hag- rænum þáttum, en lítið hefur verið lagt upp úr stefnumótun í kjölfarið. Málið er flókið og því tæpast á færi allra stjórnmálamanna að setja sig inn í það, enda fær almenningur mis- vísandi skilaboð frá þeim. Samtök iðnaðarins hafa oft viðrað skoðanir sínar á Evrópumálum og þá einkum í tengslum við umræðuna um upptöku evrunnar og sú umræða er ekki ástæðulaus. Miklar sveiflur á gengi krónunnar og háir vextir eru það efnahagsumhverfi sem íslenskt atvinnulíf hefur lengi mátt búa við. Gengissveiflur hafa tekið við af verð- bólgu sem helsta stjórnunarlega vandamál atvinnulífsins. Mælistikur eins og raungengi eru oft nefndar varðandi stöðu útflutningsgreina en það á ekki síður við um samkeppn- isstöðu iðnaðar á innanlandsmark- aði. Ísland er orðið hluti af sameig- inlegum markaði Evrópu og innlend fyrirtæki eru í óheftri samkeppni við erlend á heimamarkaði. En sam- keppnisstaða þeirra er ekki jöfn. Hátt gengi krónunnar er farið að setja innlendum fyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar í samkeppni við erlend á heimamarkaði. Tapað verkefni Í nýlegu útboði sem fyrirtæki okkar tók þátt í reyndi á það um- hverfi sem við búum við. Um var að ræða tilboð í framleiðslu á pípuefni í stofnæð hitaveitu á Norðurlandi, efni fyrir tæpar hundrað milljónir króna. Sex evrópskir framleiðendur buðu í verkið auk okkar fyrirtækis. Bjóðendur buðu allir í evrum og reyndist tilboð okkar næstlægst við samanburð. Aðföng okkar til fram- Staða iðnaðar og krónan Eftir Bergstein Einarsson „Samkeppn- isstaða iðnaðar á innanlands- markaði get- ur orðið erfið vegna óstöðugrar myntar.“ UMRÆÐAN að undanförnu um málefni almannavarna á Íslandi hef- ur verið í þeim farvegi að ekki er ein- falt fyrir almenning að gera sér grein fyrir stöðu mála. Þetta eykur á óöryggi fólks, sem er mjög slæmt þegar um er að ræða svo mikilvægt öryggismál. Almannavarnakerfi landsins er jafnvirkt nú og það hefur verið og fylgt er ákveðnu skipulagi, eins og sýnt hefur sig síðustu daga. Staða málsins um þessar mundir er aðallega til komin vegna þess að byrjað var á öfugum enda. Þeir að- ilar sem á sínum tíma tóku til við að undirbúa flutning skrifstofu og sam- ræmingarstjórnstöðvar Almanna- varna ríkisins í Skógarhlíð hófu starf sitt án samráðs viðbragðsaðila. Eðli- legra hefði verið að hefja vinnu við endurskipulagningu þessa mála- flokks og taka síðan ákvörðun um staðsetningu og skipulag húsnæðis fyrir starfsemina. Það var tillaga Slysavarnafélagsins Landsbjargar á sínum tíma. Á hinn bóginn er það mjög eðlilegt að færa málefni Almannavarna til Ríkislögreglustjóra, sé tekið mið af þróun mála og stöðu þeirra í dag. Það er rökrétt að sá aðili sem al- mennt ber ábyrgð á leitar- og björg- unaraðgerðum hafi einnig þá ábyrgð með höndum á öðrum tímum, þegar kemur til kasta almannavarna, þar sem áherslan liggur á áætlanagerð, viðbúnaði og eftirliti. Sú sameiginlega stjórnstöð við- bragðsaðila, sem verið er að koma á laggirnar og staðsett verður í Skóg- arhlíð, er eitt þýðingarmesta skref til bóta sem stigið hefur verið í skipulagi björgunarmála á Íslandi. Þeir aðilar sem koma munu að þess- ari stjórnstöð eru Flugmálastjórn, Neyðarlínan, Ríkislögreglustjóri (með Almannavarnir og fjarskipta- miðstöð) og Slysavarnafélagið Landsbjörg. Við þessa breytingu er verið að færa viðbrögð við vá í eina stjórnstöð, sem er að störfum allan sólarhringinn, og þar verða til staðar fulltrúar allra þeirra aðila sem við þurfa að bregðast, eftir því hver verkefnin eru. Þannig erum við að tryggja kerfi þar sem vel þjálfuð starfsemi fer stöðugt fram, tilbúin að taka við auknu álagi, en ekki verið að gangsetja annað kerfi, þegar vá ber að dyrum, sem alls ekki býr að sömu þjálfun. Aðgerðir síðustu daga eru í fersku minni. Ung kona í alvarlegri nauð inni á hálendinu. Öll tiltæk bjargráð eru sett í gang. Veður- og ferðaskil- yrði eru mjög slæm og útlitið því mjög alvarlegt. Við stjórnun á þess- um aðgerðum voru 3–4 stjórnstöðv- ar að vinna. Í stjórnstöð björgunar- sveitanna unnu menn að því að koma tækjum og mannafla á vettvang. Stöðugt var verið að spyrja hvað þyrlunni liði. Svörin voru óljós þar til tilkynning kom um að stúlkan væri komin um borð. Eflaust hefur það sama verið uppi á teningnum í stjórnstöð Landhelg- isgæslunnar sem var í sambandi við þyrluna. Þar á bæ hafa menn ekki yfirsýn yfir hvað er að gerast á hverjum tíma hjá björgunarsveitun- um. Síðan vantar lögregluna alla yf- irsýn yfir málið, en hún fer sam- kvæmt lögum með yfirstjórn aðgerðarinnar. Sýnist mönnum þetta vera í lagi? Er einhver sem vill halda því fram, út frá þessu litla dæmi, að ekki sé betra að þessir samstarfsaðilar séu allir á sama stað þegar aðgerðir eru í gangi? Það gildir einu hvort um er að ræða land, sjó eða loft, við eigum öll samleið. Ég get nefnt fjölda ann- arra dæma ef á þarf að halda. Hlutur Landhelgisgæslunnar Það er þó einn ljóður á því að þetta geti talist fullkomin lausn. Í þessa fyrirhuguðu stjórnstöð vantar ennþá Landhelgisgæslu Íslands. Mitt mat er að á meðan stjórnstöð Landhelg- isgæslu er ekki hluti af þessari sam- Að byrja á réttum enda Eftir Jón Gunnarsson „Það er þó einn ljóður á því að þetta geti talist fullkomin lausn. Í þessa fyrirhug- uðu stjórnstöð vantar ennþá Landhelgisgæslu Íslands.“ Á UNDANFÖRNUM árum hefur nokkuð verið rætt og ritað um lestr- arerfiðleika eða dyslexíu. Einnig er talsvert rætt um að grunnskólinn sinni ekki nemendum í þessum vanda og undrast menn það, að von- um, mjög. Dyslexía er vandi sem er í því fólg- inn fyrst og fremst að eiga í erfiðleik- um með að greina hljóð bókstafanna og að raða þeim saman í rétta röð þannig að úr verði merkingarbært orð. Ef lestrarferlinum er lýst aðeins nánar er hann þannig: að sjá bókstaf (táknið) – endurþekkja hann – að kunna hljóð hans – að tengja hann öðrum hljóðum (hinum bókstöfunum í orðinu) þannig að úr verði orð. Þessi atriði koma einnig fram í staf- setningu í öfugri röð. Ritarinn ætlar sér að skrifa orð, hann skynjar hljóð stafanna með sjálfum sér – tengir hljóðið við ákveðið tákn (bókstafinn) og skrifar orðið þannig að úr verður það orð sem hann í upphafi ætlaði að koma á blaðið. Hér skal tekið fram að erfiðleikar við að nota stafsetn- ingarreglur þurfa ekki endilega að tengjast dyslexíu, því ekki er t.d. hægt að heyra hvort sérnafnið Snati er skrifað er með litlu eða stóru essi. Annað mál er það að oft á fólk með dyslexíu í erfiðleikum með að kalla fram í hugann alls konar stafsetning- arreglur um leið og verið er að skrifa texta, sem það á í hljóðrænu basli með. Hér skal einnig bent á að lestr- arvandi hjá fólki er mismunandi mik- ill og má líkja því við að talsverður munur er á rispu og svöðusári. Hvernig er þessi vandi svo met- inn? Það er gert með þar til gerðu stöðluðu, vísindalegu prófi til þess að forðast huglægt mat á því hver á í erfiðleikum og hver ekki. Hér á landi hefur Aston Index-prófið verið notað til að mæla lestrar- og stafsetning- arvandkvæði. Þetta próf er gefið út 1996 og mér vitanlega ennþá eina heildstæða prófið til að meta lestr- arvandkvæði barna á aldrinum 7–12 ára. Nú mun þó vera væntanlegt annað próf (greinandi ritmálspróf), sem metur 14 ára fólk. Af þessu er augljóst að vegna þess að Íslendingar hafa ekki haft prófið fyrr en raun ber vitni hefur ekki ver- ið hægt að mæla vandann og styðja hann vísindalegum, megindlegum rökum. Hitt er annað mál að alrangt er að grunnskólinn hafi ekki sinnt lestrarvandkvæðum. Það hafa a.m.k. þeir skólar, sem ég hef kennt við (á 4. áratug) gert og ég þori að fullyrða að svo er einnig með aðra skóla. Á seinni árum hefur komið út fjöldi léttlestrarbóka, sem nemendur í grunnskóla hafa aðgang að, en í þeim Lestrarvandi í grunnskólum Eftir Þórdísi Kristjánsdóttur „Til að takast á við dyslexíu þarf fyrst og fremst úthald og einbeitingu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.